Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 10
10 — LAUGARDAGVR 26. ÁGÚST 2000
ÞJÓDMÁL
Látið ekki gust reiðinnar
slökkva ljós skynsemiimar
Úr Hafnarfirði en greinarhöfundur er að fjalla um eftirmála dóms sem féll í Hæstarétti þar sem Hafnarfjarðarbær
var dæmdur til að greiða orlof af fastri eftirvinnu.
ÁRM
GUÐMUNDSSON
FORMAÐUfí
STARFSMANNFÉLAGS HAFNARFJARÐAfí
SKRIFAfí
Þann 11. maí sl. féll Hæstarétt-
ardómur í hinu s.k. orlofsmáli.
Hafnarfjarðarbær var þar dæmd-
ur til að greiða orlof af fastri eft-
irvinnu. Mál þetta á sér langa og
leiðinlega sögu. Sá sem þetta rit-
ar hélt að máli þessu lyki með
dómi Hæstaréttar en því virðist
hins vegar víðs fjarri eins og
marka má af dreifibréfi lögfræð-
ings Sambands fslenskra sveitar-
félaga til sveitarfélaga, útvarps-
viðtali og greinarskrif hans um
málið.
Undirritaður sendi lögfræðingi
Sambandsins rafpóst snemm-
sumars í kjölfar dreifbréfs hans
til sveitarfélaga með nokkrum
ábendingum varðandi málið og
um grundvallaratriði þess sem
stórlega vantaði og vantar ennþá
í umfjöllun um málið. Við svo
búið ætlaði undirritaður að láta
staðar numið í umfjöllun enda
nóg komið. Þrátt fyrir það er
frekar gefið í en hitt og að engu
hafðar þær ábendingar sem
vissulega eru kjami málsins. Sá
sem þetta ritar telur nálgun lög-
fræðingsins vera í ætt við „víð-
sýni“ kolanámuhestsins og því
nauðsynlegt að koma málinu í
það samhengi sem til þess var
stofnað.
Nálgun lögfræðingsins er að
málið sé einkamál sem er rangt
af þeirri einföldu ástæðu að um
meðferð málsins eru til formleg-
ar samþykktir Starfsmannafélags
Hafnarljarðar og Hafnarfjarðar-
bæjar eins og fram kemur hér að
neðan.
Lögfræðingurinn segir síðan í
umfjöllun sinni að í málinu hafa
ríkt tómlæti af hálfu starfs-
manna bæjarins í að a.m.k. síð-
ustu 20 ár sem er rangt eins og
fjölmargir bæjarstarfsmenn í
Hafnarfirði vita og öll forsaga
þessa máls ber glöggt vitni. Til
frekar vitneskju má árétta að
Starfsmannafélagið sækir um-
boð sitt til starfsmanna og kem-
ur því fram fyrir þeirra hönd þeg-
ar þess gerist þörf.
Málið er „prófmál" í þeim
skilningi að til þess er stofnað af
aðilum sameígnlega til að fá úr
þessum málum skorið í eitt skip-
ti fyrir öll. Þetta tiltekna mál er
því ekki einkamál í þeim skiln-
ingi enda ekki til þess stofnað af
þeim sökum.
Saga málsins er þessi:
Nánast allan síðasta áratug
óskaði STH (Starfsmannafélag
Hafnarfjarðar) eftir því bæði
munnlega og í skrifum til bæjar-
ráðs Hafnarfjarðar að með orlof
af fastri yfirvinnu STH félaga sé
farið eins og hjá megin þorra
bæjar- og ríkisstarfsmanna. I
fyrstu munnlega en 1992 og 93 í
formlegu/m erindi/um til bæjar-
yfírvalda. Málið fer í farveg 95 /
96 og í Iok árs 1996 er eftirfar-
andi bókun gerð í starfskjara-
nefnd.
Starfskjarnefnd 22. október
1996.“Liður 1. Orlof á fasta yfir-
vinnu. Fulltrúar STH lögðu fram
niðurstöðu félagsdóms vegna or-
lofs á fasta eftirvinnu. Aðilar
sammála um að leita sameigin-
lega eftir lögfræðiáliti með tilliti
til dómsins og samsvarandi mála
í Hafnarfirði."
Þann 4. nóvember 1996 er
fundur í starfskjamefnd. „Liður
1. Orlof á fasta yfírvinnu . Lögð
fram umbeðin álitsgerð Láru V
Júlíusdóttur unnin fyrir STH og
Hafnarfjarðarbæ „ Miðað við of-
angreint er niðurstaða mín sú að
umræddir starfsmenn Hafnar-
Ijarðarbæjar eigi að fá greitt or-
lof á fasta yfirvinnu sérstaklega
auk greiðslu yfirvinnu í sumar-
leyfí með vísan til Félagsdóms
Málið er „prófmál“ í
þeim sMlningi að til
þess er stofnað af að-
ilum sameignlega til
að fá úr þessum mál-
um skorið í eitt skip-
ti fyrir öll. Þetta til-
tekna mál er því ekki
eiukamál í þeim
skilningi enda ekki
til þess stofnað af
þeim sökum.
frá 14. október 1996“ segir í nið-
urstöðu álitsins“
Þann 23. ágúst 1997 hefur
ekkert skeð f málinu þrátt fyrir
fyrri samþykktir. A fundi
starfskjarnefndar þann sama dag
er eftirfarandi bókað. Liður 3.
Orlof af fastri eftirvinnu. „Lagt
fram bréf STH varðandi orlof af
fastri eftirvinnu. Fulltrúar STH
árétta að málið verði afgreitt."
Enn á ný þann 22. okt. 1997
er málið á dagskrá starfskjar-
nefndar og liður 7. er svohljóð-
andi: 7. Orlof á fasta eftirvinnu.
„ Málinu vísað til bæjarráðs."
19. janúar 1998 er málið á
dagskrá, og bókað. Liður 9. Or-
lof af fastri eftirvinnu.“Starfs-
kjaranefnd Ieggur til við bæjar-
ráð að til að fá niðurstöður í
ágreining um orlofsgreiðslu á
fasta yfirvinnu verði leitað til
dómstóla. Jafnframt verði gert
nánara samkomulag um með-
ferð málsins þ.m.t. kostnaðar-
skipting."
Á grunni þessarar bókunar var
ákveðið að efna til prófmáls fyrir
Héraðsdómi Reykjanes. Það var
gert og þrátt fyrir að bæjaryfir-
völd hafi hlaupist undan merkj-
um varðandi samþykktir á fyrri
stigum málsins eins og framan-
greindar fundargerðir bera með
sér. Sameiginlegt lögfræðiálit var
að engu haft þegar að til kast-
anna kom.
Fulltrúar STH í Starfskjara-
nefnd telja einnig að samkomu-
lag hafi verið um að hlíta dómi
Héraðsdóms enda um fá sveitar-
félög að ræða sem fara með mál-
ið sömu tökum og Hafnarfjörð-
ur.
Starfskjaranefnd 26. okt. 1999
liður 3. „Yfirvinnudómur. Lagð-
ur fram héraðsdómur í máli
Árna Guðmundssonar gegn
Hafnarljarðarbæ samanb. fund-
argerð bæjarráðs 21.10. sl. (stað-
festing og samþykkt bæjarráðs á
fundargerð Starfskjarnefndar
19. jan.) Sjá fundargerð starfs-
kjaranefndar 19. jan. 1997“ Hér-
aðsdómur var að margra mati
afar afgerandi STH í vil.
Samþykkt bæjarráðs um mál-
ið frá 18/11 1999 var eftirfar-
andi og vakti nokkra furðu: „4.
Héraðsdómsmálið Arni Guð-
mundsson gegn Hafnarljarðar-
kaupstað: Bjarni S. Ásgeirsson,
hrl, sem flutti f.h. bæjarsjóðs
héraðsdómsmálið Árni Guð-
mundsson gegn Hafnarfjarðar-
kaupstað, mætti til fundarins og
gerði grein fyrir niðurstöðu Hér-
aðsdóms Reykjaness frá 13. okt.
sl. Bæjarráð samþykkir að áfrýja
málinu til Hæstaréttar."
Enn á ný tók málið nýja stefnu
og í Fréttabréfi STH í apríl 2000
er eftirfarandi klausa um málið.
„Nýjasta útspil Hafnarfjarðar-
bæjar gegnum lögfræðing sinn
hr. Bjarna Ásgeirsson var að óska
bréflega eftir því við lögfræðing
okkar að fá að leggja inn ný gögn
(meint tómlæti) í málið fyrir
Hæstarétt, sem er afar óvenju-
legt og í kjölfarið lýsa því jafn-
framt yfir að ef ekki verði á það
fallist þá Iíti bærinn ekki lengur
á málið sem prófmál og því ein-
ungis um prívatmál formanns
STH/æskulýðsfulltrúans að
ræða? Lögfræðingur bæjarins
óskaði ekki eftir fresti þegar að
málið var í til umfjöllunar í Hér-
aðsdómi sem vekur athygli nú og
í því ljósi sérkennilegt að koma
með útspil og hótun af þessu
tagi á þessu stigi málsins. Þess-
um „óskurn" bæjarins var ein-
faldlega hafnað og stjórn félags-
Lögfræðiálit með
gefmim forsendum,
sem byggja á
þrengstu hugsanlegu
túUmuum og beiulín-
is rangiudum eius og
um hina meintu 20
ára Mðsemd í Hafn-
arfirði, dæmir sig
sjálft.
ins hefur nú þegar samþykkt að
ef um á annað hundrað manns
þurfa að fara í sambærileg mála-
ferli við bæjaryfírvöld af þeim
sökum þá verði það einfaldlega
gert.“
Sem sagt þegar að málið tap-
ast í héraðsdómi er leikinn en
einn biðleikur í stöðunni enda
öllum aðilum málsins ljóst að til
eru gögn af ýmsu tagi sem af-
sanna tómlæti í málinu enda
málið búið að vera á dagskrá
árum saman eins og starfsmenn
bæjarins og aðrir aðilar málsins
vita mæta vel.
Hæstaréttardómur féll í mál-
inu þann 11. maí sl. og var hann
staðfesting á héraðsdómi. Þar
með Iá fýrir að á öllum stigum og
í öllum myndum málsins var
niðurstaðan Starfsmannafélag-
inu í hag.
„Umsögn" Iaunanefndar sveit-
arfélaga um hæstaréttardóminn
var Iögð fram í bæjarráði 29. júní
2000. Liður 16. „Hæstaréttar-
dómur um orlof á fasta yfír-
vinnu: „Lagt fram bréf Launa-
nefndar sveitarfélaga varðandi
umsögn nefndarinnar um
Hæstaréttardóm um orlof á fasta
yfirvinnu. Bjarni Ásgeirsson,
hrl., mætti til fundarins. Ingvar
Viktorsson vék af fundi undir
þessum lið. Bæjarráð felur
Bjarna Ásgeirssyni, hrl., að rita
bréf til Gests Jónssonar, hrk,
Iögmanns Starfsmannafélags
Hafnarfjarðarbæjar, þar sem
lögð er fram tillaga að sátt og
samkomulagi við þá starfsmenn
STH sem á undanförnum árum
hafa fengið greidda fasta mánað-
arlega yfirvinnu með sama hætti
og AG.“
Starfsmannafélagið og bæjar-
yfirvöld í Hafnarfirði hafa náð
samkomulagi um lausn málsins.
Þó vekur það nokkra furðu að í
bæjarráði eru eftirfarandi Iok
málsins bókuð. Bæjarráði Hafn-
arfjarðar 20. júlí. „Bæjarráð
samþykkir að greiða, en án við-
urkenningar á greiðsluskyldu,
sem svarar orlofi á fasta yfir-
vinnu til þeirra starfsmanna
sveitarfélagsins sem á undan-
förnum árum hafa fengið greid-
da fasta mánaðarlega yfirvinnu
og AG fyrir orlofsárin 1. maí
1995 til 30. apríl 2000. Enda
náist um það samkomulag að
viðkomandi starfsmenn falli frá
kröfum fyrir orlofsárið 1995 til
30. apríl 1996...“
Hafnarljarðarbær er einfald-
lega loksins búinn að viðurkenna
að nýju formlega fordæmi dóms-
ins og dóminn með því að ganga
frá málum við starfsmenn sína
eins og raun ber vitni. Eldd veit
ég hvort frúin í Hamborg var
fundarritari en bókunin ber, eins
og sjá má, sterkan keim af og er
einhverskonar „nesti“ fyrir þau
örfáu sveitarfélög í sem ennþá
móast við að greiða starfsmönn-
um sínum samkvæmt almennum
praxís sem er í fullu samræmi
við dóm Hæstaréttar.
Dómurinn ætti að vera þeim
sveitarfélögum fordæmisgefandi
og eða áminnandi þó ekki væri
nema til að samræma sig að al-
mennum háttum í þessum efn-
um. Því fer fjarri að svo sé ef
marka má skrif lögfræðingsins
og Ijóst að þrátt fyrir afdrátta-
Iausan dóm Hæstaréttar £ þess-
um efnum þá er róið að því öll-
um árum að koma sambærileg-
um málum aftur í dómsali Iands-
ins. Þessi nálgun málsins sem
ýmsir telja í anda áfallastjórnun-
ar en snýst um og er auðvitað
fyrst og fremst spurning um við-
horf nokkurra sveitarfélaga til
starfsmanna sinna. Lögfræðiálit
með gefnum forsendum, sem
byggja á þrengstu hugsanlegu
túlkunum og beinlínis rangind-
um eins og um hina meintu 20
ára friðsemd í Hafnarfirði, dæm-
ir sig sjálft. Það hefði hins vegar
verið ábyrgðaleysi af minni hálfu
að láta það átölulaust og að
koma ekki málinu og umfjöllun
þess í það samhengi sem því ber
í stað einsleitrar túlkunar full-
trúa Sambands íslenskra sveitar-
félaga. Það hef ég nú gert og
skora á hina sigruðu að láta nú
ekki gust rciðinnar slökkva ljós
skynseminnar.