Dagur - 30.08.2000, Síða 1

Dagur - 30.08.2000, Síða 1
Gullæði í krækl- mgaræktmni? Víöir Björnsson telur mikla möguleika bundna við kræklingarækt.Tæknin sem notuð er i Eyjafirði kaiiast línurækt en krækiingaiirfunum er safnað á kaðlana og uppskeran kemur svo í Ijós eftir tvö ár. Guðrún Erla, dóttir Víðis, er einnig með á myndinni. Islendingar taka kræklingarækt með trompi þótt margt sá óljóst varðandi fram- tíð atvinnugreinar- innar. Samstarf sagt of lítið milli aðila. Mikill áhugi er á kræklingarækt hérlendis sem stendur og eru til- raunir til ræktunarinnar gerðar víða um land. Verð á kræklingi er gott um þessar mundir en rækt- unin er tímafrek. Þannig verður uppskeran hjá þeim sem eru að leggja „veiðarfærin" í sjó þessa dagana ekki ljós fyrr en haustið 2002 og ýmislegt fleira er óljóst varðandi þessa nýju atvinnugrein. Víðir Björnsson hefur lagt al- eiguna undir í þessa ræktun að eigin sögn. Fyrirtæki hans heitir Norðlenskur kræklingur og er ræktunarsvæðið við Nunnu- hólma og Dagverðareyri við vest- anverðan Eyjafjörð. Hrygningar- tíminn er í ágúst og sest kræk- lingurinn nokkrum vikum eftir hrygninguna. Víðir segir full- snemmt að segja til um árangur- inn en hann vonast til þess að framleiðslan geti skapað tugi starfa. Spár fræðimanna séu að ekki takist að metta kræklinga- markaðinn næstu 10-15 árin en á hinn bóginn telur Víðir að hið opinbera styðji ekki við bakið á mönnum sem skyldi. T.d. hafi Nýsköpunarsjóður Byggðasjóðs ekki viljað veita áhættufé til greinarinnar. í dag kemur sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun til að meta aðstæður hjá Víði. Þör- ungablómi getur eitrað krækling- inn og hlutverk Hafrannsókna- stofnunar verður ekki síst að kanna hvort þörungablómi muni skaða ræktunina í Eyjafirði. Stórir erlendir framleiðendur hafa hætt starfrækslu undanfar- ið vegna mengunar. Álitlegt í Eyjafirði Kanadískur sjávarlíffræðingur kafaði í Eyjafirði um hvítasunn- una og taldi hann að Eyjafjörður væri hentugasti staður landsins fyrir kræklingarækt, að sögn Víð- is. Reynt var að rækta krækling við Hvalfjörð fyrir nokkrum árum en fallið var frá því. Síðan hefur markaðsverð Ijórfaldast og flutn- ingssamgöngur gjörbreyst til hins betra. Margir sjá gróðavon í nýju greininni sem stendur og þannig er kræklingarækt nú hafin á öðr- um stað við Eyjaijörð, einnig í Arnarfirði, Hvalfirði og Mjóafirði. Víðir segir að ein þeirra spurn- inga sem greinin standi frammi fyrir núna sé hvort ríkið eða rekstraraðilar greiði fyrir svokall- að heilnæmismat, en sá kostnað- ur nemur milljónum árlega. Hann segir almennan rann- sóknarkostnað mikinn og telur einnig að gott hefði verið fyrir greinina að framleiðendur myndu bindast einhverjum sam- tökum en því miður hafi al- mennur vilji ekki reynst fyrir því. Spurningin sem vaknar er hvort gullæðisórar séu runnir á Iands- menn sem svo hugsanlega endi með ósköpum sbr. sögu laxeldis og loðdýra. „Auðvitað verða menn að fara varlega í þessu,“ svarar Víðir. Kílóið af kræklingi kostar um þessar mundir frá 110 - 140 krónur upp úr sjó en áætlanir Vfðis miðast við að 160 tonn fá- ist út fyrstu uppskeru. Ef hærri talan er margfölduð með upp- skeruspánni kemur út talan 22 milljónir og 400 þúsund. -BÞ Þarf ekld áramótaskaup! „Menn höfðu á orði að nú þyrfti ekki að búa til neitt ára- mótaskaup, það væri bara hægt að nota þennan sögulega frétta- tíma frá síðasta laugardegi!" seg- ir Elín Hirst fréttamaður sem verið hefur fréttaþulur í Sjón- varpinu þau tvö kvöld sem allt hefur farið úrskeiðis við útsend- ingu aðalfréttatímans. „Eg man frckar lítið eftir fréttatímanum síðasta laugardag en vissulega tók hann töluvert á en ég var svo upptekin við að koma hlutunum frá mér að ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa um í hverju ég væri lent. Eg er búin að vera í þessu starfi í 10 -11 ár og ...... auðvitað hefur Eimjbrst. manni ,ærst að fara ekki á taugum heldur halda andlitinu á hverju sem gengur og sýna stillingu. En svitinn bogaði af mér þegar ég kom út úr mynd- verinu hálftíma seinna," segir Elín. Sjd viðtal í Ltfinu í landinu á bls. 16 Grimmir hundar leggjast á fé Það var óhugnanleg aðkoma sem blasti við Guðmundi Omari Helgasyni, bónda í Lambhaga í Rangárvallasýslu, þegar hann í gærdag fór að vitja um fé sitt. Guðmundur var látinn vita af höltu lambi og fór því af stað að athuga málið. Þegar hann kom í beitargirðingu við Strönd mætti honum ófögur sjón en tveir hundar höfðu króað af um 450 ær. Allt í kring lá ósjálfbjarga eða dautt fé. Þeir sem að komu töldu að trúlega hafi hundarnir verið við þessa iðju nokkuð lengi því féð var orðið mjög dasað og svæðið allt fótum troðið. Alls drápust um 60 kindur, mest lömb. Ekki var féð allt dautt þegar að var komið en margt af því var það illa sært að eftir að dýralæknar höfðu skoðað féð var tekin ákvörðun um að aflífa sumt af því á staðnum. Hund- arnir höfðu hreinlega rifið það á hol. Guðmundur elti hundana, sem voru blendingar, heim til þeirra þar sem þeir voru aflífað- ir. Lögreglan hefur málið til rannsóknar en Ijóst er að eig- endur fjársins hafa orðið fyrir miklu tjóni og alls óvíst hver bætir það tjón. - GJ Fá rautt á inoti KR Þegar sextán umferðum er lokið í Landssímadeild karla í knatt- spymu hafa dómarar alls þijátíu sinnum veifað rauða spjaldinu í þeim 160 leikjum sem lokið er. Liðsmenn Grindavíkur og Kefla- víkur, þar með taldir þjálfarar og aðstoðarmenn, hafa oftast fengið að líta spjaldið, eða alls fimm sinn- um og næstir koma liðsmenn Breiðabliks og ÍBV, sem hafa feng- ið að líta spjaldið ljómm sinnum. Það er athyglisvert að lang oft- ast, eða alls tíu sinnum, hafa andstæðingar KR-inga fengið að Iíta rauða spjaldið. Sjá samantekt á bls. 9 (D inDesu Töff hönnun frá Ítalíu Þvottavél og þurrkari tvö tæki á aðeins 59.800 kr.stgr. Ýmsir greiðslumöguleikar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.