Dagur - 30.08.2000, Síða 6

Dagur - 30.08.2000, Síða 6
6 - MIDVIKUDAG U R 30. ÁGÚST 2000 T>gpr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLANO JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJAVÍKJ563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Óbilgirni og offors I fyrsta lagi Almenningur hefur síðustu daga fengið frekari innsýn í það sér- kennilega ástand sem ríkir á stjómarheimilinu. A sama tíma og Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vinnur að því hörðum höndum í umboði félagsmálaráðherra að semja við full- trúa sveitarfélaga um breytta tekjustofria, lýsir Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að ekki komi til greina að sveitarfélögin fái aukinn hlut í skatttekjum hins opinbera. Samt hefur nefndin sem þingmaður Framsóknarflokksins stýrir einmitt það hlutverk að finna leiðir til að rétta hlut sveitarfélaga í samræmi við þau nýju og breyttu verkefni sem ríkisvaldið hefur falið þeim síðasta áratuginn eða svo. Hvatvíslegar yfirlýsingar forsætisráðherra ganga þvert á þá vinnu. 1 öðru lagi Á sama tíma gagnrýna sjálfstæðisþingmenn samstarfsflokkinn fyrir að tregðast við að selja Landssímann strax. Einn þeirra gekk svo langt í viðtali við DV að segja það eina af forsendum efna- hagsstefnu ríkisstjómarinnar að selja Landssímann á næsta ári. Viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins þurfti af þessu tilefni að minna samstarfsflokkinn sérstaklega á að í stjómarsáttmálanum er einungis rætt um að undirbúa sölu Landssímans á kjörtíma- bilinu. Kröfur sjálfstæðismanna ganga því mun lengra en sátt- máli ríkisstjómarinnar gerir ráð fyrir. Þannig hrannast upp dæm- in um óbilgimi og offors þeirra í garð framsóknarmanna. í þriðja lagi Margir bíða með eftirvæntingu eftir niðurstöðum þeirrar nefnd- ar sem Jón Kristjánsson veitir forstöðu. Ef ekki næst samstaða um að flytja eitthvað af ofurtekjum ríkisins til sveitarfélaganna blasir gífurlegur vandi við mörgum bæjarfélögum. Þau yrðu væntanlega að safna enn frekarí skuldum til að halda uppi lög- boðinni starfsemi með sómasamlegum hætti. Eru skuldir þeirra þó nú þegar alltof miklar, eða um 50 milljarðar króna, og mega því ekki hækka. Þvert á móti þarf að greiða þær niður á næstu Davíð og Dr. Johnson arum. EU'as Snæland Jónsson Bretar eru oft með orðheppnari þjóðum og Bretar haf’a átt marga orðsnillinga sem snúið hafa niður heilu doðrantana af vangaveltum og langlokum um flóknustu mál, með einni eða tveimur meitluðum setningum. Sjálfsagt eru þeir Oscar Wilde og Berhard Shaw frægastir slíkra orðsnillinga þó annar maður sé þeim í raun margfalt fremri í þessum efnum. Sá maður hefur hins vegar ekki hlotið verðskuldaða athygli á ís- Iandi, nema auðvitað í Lær- dómsritum Bók- menntafélagsins þar sem Atli Magnússon blaðamaður hefur gert honum ágæt skil. Þetta er 18. ald- ar rithöfundurinn og gagnrýnandinn Samuel Johnson eða Dr. Johnson, sem enginn Breti vandur að virðingu sinni nefnir á nafn án þess að fá stjörnur í aug- un. Dr. Johnson var einfaldlega Iangflottastur. Frelsi viljans Enda er Dr. Johnson í miklu uppáhaldi hjá Garra. Ein uppá- haldssagan af Dr. Johnson segir frá því þegar hann ásamt fjöl- mörgum gáfumönnum var að ræða á heimspekilegu nótunum um löggengi og frelsi og höfðu þeir í því samhengi einna mest- an áhuga á frelsi viljans. Eins og húast mátti við af mönnum sem lifðu þegar upplýsingaröldin var í bullandi sveiflu, töldu ýmsir af félögum Dr. Johnsons það vafa- mál að viljinn Iyti löggengi eins og annað í náttúrunni eða hvort hægt væri að tala um að viljinn væri frjáls. Dr. Johnson mun hafa verið óvenju hljóður undir þessum samræðum þar til hann stóð upp og gerði sig Iíklegan til ræðuhalda. Allir þögnuðu og hiðu í eftirvæntingu eftir skoð Davíð Oddsson. un snillingsins. Og hann mun hafa sagt: Þetta er einfalt mál, viljinn er frjáls og það þarf ekki að ræða frekar. Enn þann dag í dag vitna breskir heimspekingar til þessara orða Dr. Johnsons sem einhvers besta svars hingað til við þessari flóknu spurningu. Og auðvitað Davíð Garra kom Dr. Johnson í hug um helgina þegar hann hlustaði á Davíð Odddsson forsætisráð- herra tala um Ijármál sveitarfé- laga í sjónvarpinu. Davíð er jú hin hetja Garra, Dr. Johnson var kannski flottastur á 18. öld en Davíð er flottast- ur í dag. Fjármál sveitarfélaga hafa verið í umræðunni misserum saman og allir eru að tala um að sveitarfélögin hafi ekki fengið nægjan- legt fé með jieim verkefnum sem þau hafa yfirtekið. Það er búin að starfa nefrid um þessi mál mánuðum saman og hún á að sldla af sér í næsta mánuði. Sveitarfélögin eru alveg á kúp- unni og vilja hraða niðurstöðu til að fá fleiri tekjustofria til sín. En þá kemur Davíð og kveður sér hlóðs. Skilaboð hans eru skýr og einföld og hljóða á þessa leið: „Þetta er einfalt mál, sveit- arfélögin eiga bara að spara og þurfa ekki að fá meiri tekjur og það þarf ekkert að ræða það frekar.“ Nú veltir Garri því fyr- ir sér hvort íslenskir stjórnmála- men muni næstu 200 árin vitna til þessara orða Davíðs sem hins endanlega svars við spurning- unni um skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga. En einhvern veginn efast Garri þó um að svo muni verða! GARRI ODDUR ÓLAFSSON SKRiFAR Mikið er hamrað á því hvc samfé- lagsgerðin er orðin flókin. Allt á að vera orðið svo margbrotið að |iað er ekki á færi nema svonefndra sérfræðinga að skilja einstaka þætti þeirrar tæknivæddu tilveru sem mannskapurinn hrærist í. Manni er talin trú um að fjámála- hcimurinn sé slíkt völdundarhús að engum dugi að rata þar um nema sprenglærðum hagspeking- um og tölvufríkum með viðskipta- vit. Til hægðarauka og sparnaðar er viðskipta- og peningaheimur- inn gerður rafrænn og þarf meira en meðal tækniþekkingu til að stunda einföld bankaviðskipti, hvað þá það sem meira er. Enda lengjast biðraðir í hiinkum jafnt og þétt og pappírsmagnið sem raf- rænu maskínurnar spýta úr sér er meira að vöxtum en áður þekktist. Oþolið í þjóðfélaginu cr orðið svo magnað, að opinbcr umræða um fjárlögin er hafin rúmum mánuði áður en |iau eru lögð iram. Kannski verður líka húið að Einfalt völimdarhús afgreiða þau áður en þau verða lögð fram á alþingi því kjömir fulltrúar vorir eru þegar famir að út- skýra hvemig þeir ætla að skipta kökunni góðu, sem nú er orðin meiri að vöxtum en dæmi eru um f sögunni. Útreikningar sérfræð- inga og umræða um fjár- lögin em ávallt á svo háu plani, að þorri skattgreið- enda gerir ekki tilraun til að botna upp eða niður í þeim vaðli öllum. Enda er ekki til þess ætlast og þingmenn og aðrir sem þar véla um eru uppfullir með hroka og þreytast aldrei á að segja almúganum hve flókin og vandasöm afgreiðsla á |)ví hákni öllu sé. Einfalt lögmál Einn er samt sá maöur sem ekki lætur orðahelg sérffæðinnar vaxa sér í augum og er fær um að fjalla urn fjárlög sem annað á auðskilinn hátt. Jón Kristjánson formaður fjárlaganefndar sagði í viðtali við Dag í gær um eitt grundvallaratriði fjárlagagerðar, að það sé ekkert fióknara en venjulegt heimilisbók- hald. Þar var hann að fj'alla um einfalt lögmál um hvernig bregðast skal við tímabundnum sveifl- um góðæris og mögru ár- anna. Sem sagt að upp- sveiflu fylgir niðursveifla og til að mæta þessum breytingum grípur ríkisvaldið til sömu ráða og hagsýn húsmóðir og skuldugur húseig- andi sem kann fótum sínum for- ráð. I heimilishókhaldinu þarf að hyggja að hvernig skipta á tekjun- um milli ffamfærslu fjölskyldunn- ar og standa viö fjárhagsskuld- hindingar og try'ggja áframhald- andi efnahagslegt sjálfstæði með því að greiða niður skuldir þegar vel árar. Flóknara er þetta ekki. Efnahagsmál eru aðallega flók- in vegna þess að búið að að greina þau í ótal sérsvið þar sem sífellt er verið að fínna upp hugtök sem vafin eru í illa jiýddum nýyrðum og frösum sem ekki er á færi nema Iangskólagenginna að skilja, þótt fæstir þeirra séu færir um að útskýra um hvern fjandann þeir cru eiginlega að tala eða skrifa. Einfeldui I öllu moldviðrinu sem þyrlað er upp í allri umfjöllun um efnahags- mál og fjárlög ríkisins er það nokkur huggun, að formaður fjár- veitinganefndar hefur vit og kjark til að til aö skilja og útskýra ein- föld grundvallaratriöi ríkisfjár- mála. Góður húmaður mcð glöggt peningavit er ekki síður til þess treystandi að hafa forsjá með landssjóðnum en heilu stóði hag- spekinga, scm er einkar lagið að gera einfalda hluti flókna. Jón Knstjánsson þekkir einföld grundvallaratriði. svaurað Gagnast innganga virkj- utiar- og stóriöjusinna í Náttiíruvemda rsa m tiik Austurlands malstaö þeirra? EinarMár Sigurdarson þingmaðurSamfylkitigar á Austurlandi. „Nei. Margt bendir til að þetta geti skaðað binn ágæta málstað sem verið er að beijast fyrir, það er framþróun í mannlífi og at- vinnulífí á Austurlandi. Þetta var í raun óþörf aðgerð, þó svo að ástæða hafí verið til að ýmsir for- svarsmenn náttúruverndarsam- taka hugsuðu mál sitt betur. Yms- ar aðgerðir aðrar hefðu verið væn- legri til árangurs. Hættan er nefnilega sú að nú muni öll at- hygli beinast að vinnubrögðum en ekki málefnum." Ambjörg Sveinsdóttir þingmaðurSjáljstæðisflokksins á Austurlandi. ,Að einhverju leyti fara hagsmunir náttúruverndar sinna og þeirra sem vilja nýta náttúruna saman. Ef Jiessi innganga félaga í Afl fyrir Austurland hefur það í för með sér að mál verði rædd málefrialega og af skynsemi þá getur þetta haft jákvæð áhrif fyrir alla málsaðila, því NAUST er sameiginlegur vettvangur fyrir umræðu um náttúruverndarmál.“ JósefAuðunn Friðriksson sveitarstjóri á StöðvaifitðL „Náttúruvemdar- samtökAusturlands eru umsagnaraðili um ýmis mál er varða náttúrufar og umhverfísmál - en það er Afl fyrir Austurland ekki. NAUST eru orð- in eða hafa ef til vill alltaf verið hálfgerð öfgasamtök og ályktanir á Snæfelfsfundinum um helgina sem snéru að virkjunarmálum - og felldarvoru af nýjum félagsmönn- um - voru af þeim toga. Mér fínnst ekki eðlilegt að örfáir starfs- menn ríkisins og stofnana þess, sem halda NAUST í herkví, hafi úrslitaáhrif um hvort náttúruauð- Iindir jijóðarinar séu nýttar á með- an byggð á Austurlandi blæðir út.“ GuðnýBjörg Hauksdóttir starfsmaður ttefndar um stóriðju við Reyðatfjörð. „Það fólk sem gekk fyrir helgina í NAUST og tók þátt í aðalfundinum var að mestu leyti héð- an af fjörðunum. Eg lít á inngöngu þess sem innlegg í umræðu um stóriðjumál og náttúruvernd, þannig að umræðan verði ekki jafn einsleit og verið hefur. NAUST hafa þróast til |)css að vera pólítískur þrýstihópur, þar sem uppistaðan eru flokksmenn VG. Þannig eiga samtök eins og |)essi ekki að vera, hcldur opin lýr- ir lýðræðislegri umræðu fýrir fólk alls staðar frá - því vel getur farið saman að styðja stóriðju og vera náttúruverndarsinni."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.