Dagur - 30.08.2000, Page 18

Dagur - 30.08.2000, Page 18
18- MIDVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 dlíS Metft rfi a(& mavxyf' VÍKUR jf5 BÍAÐID Hver á nú að sletta skyrinu? Starfsmeim Mjólkur- samlagsins á Húsavik eru óhressir með þá ákvörðuu KEA að segja upp tveimur starfsmöunum á Húsavík og skilja ekki þá „hagræðingu“ sem af á að hljótast. Aðalsteinn Arni Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavík- ur átti fund með trúnaöarmanni starfsmanna Mjólkursamlagsins í gær þar sem farið var yfir málið. „Umræddir tveir starfsmenn hafa aðallega verið í skyrframleiðslu, en framleiðsla á óhrærðu skyri og pökkun fluttist til Húsavíkur í vor. Menn sjá því ekki fyrir sér hvaða hagræðing er í því að segja upp þessum mönnum því eftir sem áður þarf að vinna þessi störf, að því gefnu auðvitað að skyrið verði áfram framleitt hér og því pakkað. Nema náttúrlega meiningin sé að flytja skyrfram- leiðsluna aftur til Akureyrar, en þar er búið að segja upp 9 starfs- mönnum þannig að það virðist heldur ekki líklegt. Þannig að að það er nokkur pirringur í mönnum vegna þess sem þeir telja „ótíma- bærar“ uppsagnir. Og svo má það líka koma fram að það eru ekki nema nokkrar vikur síðan það var gefið út að það yrði ekki um neinar uppsagnir að ræða á Húsa- vík“, sagði Aðalsteinn eftir fund sinn með trúnaðar- manni starfsmanna Mjólk- ursamlagsins. Uppsagnir til baka! Þetta kemur heim og sam- an við það sem starfsmenn í Mjólkursamlaginu tjáðu Víkurblaðinu fyrir nokkrum mánuðum, en þá töldu menn þar á bæ að verkaskipting milli mjólk- ursamlaganna á Akureyri og Húsavík, þar sem meg- ináhersla yrði á mjólkur- framleiðslu á Akureyri og sérostagerð á Húsavík, hefði í för með sér aukna vinnu þar fremur en sam- drátt. En nú liggur einnig fyrir að ostameistari samlagsins á Húsa- vík, Hermann Jóhannsson, mun flytjast til Akureyrar þannig að það fækkar um þrjú störf á Húsa- vík og raunar rneira því Kristín Halldórsdóttir mjólkurfræðingur mun á næstunni taka að sér störf þessa starfsemi hér og nýta þessa góðu einingu, en ekki að draga saman seglin eins og nú liggur fyrir. Eg hefði því viljað sjá það að þessar uppsagnir yrðu dregnar til baka“, segir Aðalsteinn Baldursson og segir að sami tónn sé í starfsmönnum. Óvissa á vinnustað Aðalsteinn bendir líka á, að af því að sá skilningur var uppi hjá starfsmönnum Mjólkursamlagsins að ekki yrði um uppsagnir að ræða, og það hefði síðan brugðist, þá væri kominn upp ákveðin óvissa um framtíðina á þess- um vinnustað og það væri mjög slæmt. Menn spyrðu því sjálfa sig hvort þetta væri fyrsta skrefið í átt að enn meiri samdrætti og uppsögnum. Og þar með væri komið upp öryggisleysi á vinnustaðnum sem jafnvel hefði þær afleiðingar að menn færu að Iíta í kringum sig eftir tryggari störfum og þar með missti fyrirtækið hugsanlega að góðum starfsmönnum og þá væri farið að halla enn frekar undan fæti. JS Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. fyrir bæði mjólkursamlögin. „Við erum hér með mjög gott fyrirtæki sem hefur frábæru og vel menntuðu starfsfólki á að skipa og samlagið hefur verið vel rekið og framleitt góðar vörur. Þess vegna hefði maður talið að það væri akkur fyrir KEA að efla Nei, það er ekki farið að snjóa á bormenn íslands á Þeistareykjum, þeir ösla þarna froðu sem myndast úr efnum sem notuð eru við borunina. Verulegur skortur á vinnuafli Að sögn Aðalsteins Arna Bald- urssonar, formanns Verkalýðs- félags Húsavíkur er skortur á vinnuafli farinn að há atvinnu- starfsemi verulega á svæðinu. Það er nánast ekkert atvinnu- leysi og víða hefur vantað fólk í störf. „Þetta er vandamál sem við höfum ekki staðið frammi fyrir á þessuni árstíma til fjölda ára og raunar man ég ekki svo langt aftur", segir Aðalsteinnn. Og hann á von á að erfitt verði að manna Sláturhúsið á Húsavík, sem reyndar er ekkert nýtt. „En nú erum við nánast komnir með vertfð í þessum geira, tveggja mánaða úthald þar sem slátrað verður 70.000 fjár og þetta er orðið stærsta sláturhús fandsins. Þarna þarf að ráða í kringum 70 starfs- mennn til viðbótar við þá 30 sem fyrir eru.“ Aðalstcinn segir og að það vanti fólk hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur, það hefur vantað starfsfólk í Heimabakarí, Fisk- eldið á Haukamýri svo nokkuð sé nefnt og auglýsingar hafa ekki borið árangur. „Þá hefur verið skortur á fólki í ferða- þjónustunni í sumar, ekki síst á hótelunum. Þar hefur verið gíf- urlegt vinnuálag á starfsmönn- um og við höfum m.a. þurft að hafa afskipti af þeim málum. Og það hefur ekki stafað af því að fyrirtækin hafi viljað hafa mannahald í lágmarki, þau ein- faldlega fengu ekki fleiri starfs- menn“. Ungir Völsungar á uppleið Yngri flokkar Völsunga hafa verið að gera það gott í sumar og verið í fremstu röð á land- inu. A-lið 6. flokks vann sinn riðil á Norðurlandi og tók þátt f úrslitum íslandsmótsins á Laugarvatni og hafnaði þar í 6. sæti. 4. flokkur Völsungs sigr- aði bæði í flokki 7 manna liða og 1 1 manna liða á Norður- landi. Sjö manna liðið keppti á Bessastöðum til úrslita við 4 önnur lið og hafnaði í 3. sæti yfir landið. Og 11 manna Iið 4. flokks lék á Akranesi um helg- ina og stóð sig vel og tapaði m.a. aðeins 2-3 gegn KR og 0- 2 gegn IA og hafði raunar í fullu tré við þessi „stórlið". Vel hefur verið haldið utan um starfsemi yngri flokkanna í sumar og foreldraráðin hafa unnið þar mikið og gott starf, eins og reyndar undanfarin ár. js

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.