Dagur - 08.09.2000, Síða 1
Ólögleg útleiga
á féfagsíbúðunt
Húsnæðisneyð að fé-
þúfu. Einstæð móðir
greiddi 250 þús. kr. í
fyrirframgreiðslu. Fátt
um úrræði. Misnotkuu
á félagslegri aðstoð.
Svo virðist sem það sé að færast í
vöxt að óprúttnir eigendur félags-
legra íbúða notfæri sér skortinn á
Ieiguíbúðum í borginni og leigi
íbúðir sínar án þess að fá leyfi til
þess hjá borginni. A þann hátt
hagnast þeir á neyð annarra.
Dæmi eru um að eigendi félags-
Iegrar íbúðar sem fór á nauðungar-
uppboð hafi rétt áður verið búinn
að leigja einstæðri móður íbúðina
með 250 þúsund króna fyrirfram-
greiðslu og stakk síðan af úr landi.
Leigjandinn situr síðan uppi með
Ijárhagslegt tap og húsnæðislaus.
Þetta tilvik kom í Ijós þegar fulltrú-
ar Húsnæðsskrifstofu borgarinnar
leystu til sín um-
rædda íbúð.
Neyð að féþúfu
Helgi Hjörvar for-
maður félagsmála-
ráðs Reykjavíkur-
borgar segir að í
þessu ástandi sem
verið hefur á hús-
næðismarkaðnum
hafi borið á kvörtun-
um og ábendingum
frá fólki sem er að
Ieigja íbúðir úr fé-
lagslega eignarí-
búðakerfinu. Þarna sé um að ræða
útleigu á íbúðum sem ekki sé leyfi
fyrir. Jafnframt sé hugsanlega ein-
hver dæmi um tiltölulega mjög háa
leigu miðað við þau góðu kjör sem
kaupendurnar fengu á sínum tíma
þegar þeir keyptu íbúðina hjá
borginni úr gamla félagslega kerf-
inu. Hann segir að þarna sé fólk að
hagnast á þessari félagslegu fyrir-
greiðslu sem það fékk hjá borg-
inni. Það finnst
mönnum vera óeðli-
legt. Það hefur á
móti ekki verið gerð
nein úttekt á því
hversu umfangs-
mikil þessi ólöglega
Ieigustarfsemi sé.
Þessutan sé mjög
erfitt að fá eitthvað
staðfest um það og
þá einkum vegna
þess að Ieigjendur
eiga oft allt sitt und-
ir íbúðaeigandan-
um. Helgi bendir
einnig á að þessi ólöglega útleiga á
félagslegum eignaríbúðum hafi
svo sem komið upp annað veifið í
gegnum tíðina. Hins vegar virðist
skorta úrræði í Iögum gagnvart
þessu ólöglega athæfi. Formaður
félagsmálaráðs segir að það sé al-
gjörlega óþolandi ef verið sé að
nota félagslega aðstoð til að gera
húsnæðisneyð annarra sér að fé-
þúfu. Hann segir að þótt
langstærsti eigenda félagslegra
eignaríbúða fari eftir settum regl-
um, þá séu dæmi um ólöglega
leigu slæmt fordæmi.
Fátt um úrræði
Á fundi félagsmálaráðs á dögunum
var lögfræðisviðí félagsþjónust-
unnar falið að fara betur yfir málið
og sjá hvort borgin hafi einhver úr-
ræði. Aftur á móti virðist vera fátt
um fína drætti í þeim efnum. For-
maður félagsmálaráðs útilokar
ekki að borgin muni ræða þetta
mál við félagsmálaráðuneytið.
Hann áréttar þó að um það hafi
ekki verið tekin nein ákvörðun. Til
að eigendur félagslegra eignarí-
búða geti Ieigt út íbúðir sínar verða
þeir að fá leyfi til þess frá borginni.
Samkvæmt reglum Húsnæðiskrif-
stofu borgarinnar er leyfisveiting
m.a. bundin við ástæður vegna
náms eða af heilsufarsástæðum.
Tæplega 4 þúsund íbúðir eru í fé-
lagslega eignaríbúðakerfinu í borg-
inni. - GRH
Helgi Hjörvar, formaður fé-
lagsmálaráðs Reykjavíkur.
Gagnsókn
borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur
ritað Geir H. Haarde bréf þar sem
hún óskar eftir upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu um fyrir-
komulag viðskipta og samninga
vegna gagnaflutninga og annarra
tölvusamskipta. I bréfinu kemur
m.a. fram að vegna niðurstöðu
Ijármálaráðuneytisins vegna kæru
Landssímans á hendur borginni
um útboðsskyldu hljóti það að
hafa í för með sér að ráðuneytið
sýni fram á að það framfylgi regl-
um EES um opinber útboð og lög-
um um opinber innkaup. Borgar-
stjóri telur að mikil misbrestur sé á
því að ríkið fari eftir þessum regl-
uin I bréfi borgarstjóra er m.a.
spurt hvcr séu heildarviðskipti
ráðuneyta og ríkisstofnana við
Landsímann og dótturfyrirtæki
hans, hver séu hcildarviðskipti
ríkisins við önnur fyrirtæki á mark-
aði er veita sömu þjónustu og
hvort viðskipti ríkisins við Land-
símann grundvallast á skriflegum
samningum, útboðum eða eru við-
skiptin byggð á gjaldskrá? — GRH
Sérkennileg hersing fór um götur Akureyrar í gær og kom víöa við. Á ferðinni reyndust nemendur Verkmennta-
skólans sem héldu daginn hátíðlegan með busavigsiu og ýmsum uppákomum. Ein þeirra var að bregða á leik
með fulltrúa sýslumanns. Elstu nemendur skólans fengu embættið í lið með sér til að hækka bílprófsaldurinn
tímabundið og má leiða líkum að því að busarnir hafi ekki verið allt of hrifnir af framtakinu. - mynd: brink
BHH^HBBHHMHH
Gunnar A. Þormar tannlæknir.
Stefnt vegna
kjaftbruKs
Reynir Jónsson, yfirtryggingatann-
Iæknir Tryggingastofnunar ríkis-
ins, hefur höfðað opinbert meið-
yrðamál gegn Gunnari A. Þormar
tannlækni, annars vegar vegna
ásakana Gunnars í garð Reynis á
aðalfundi Tannlæknafélags Islands
og hins vegar fyrir ásakanir Gunn-
ars í Ijölmiðlum. Segir Reynir í
stefnu að Gunnar hafi með rang-
færslum viljað hnekkja mannorði
sínu og grafa undan trausti skjól-
stæðinga Tryggingastofnunar á
stofnuninni og sér.
Reynir og Gunnar deildu opin-
berlega vorið 1999, þegar Gunnar
hætti að annast tannlækningar
þroskaheftra vegna breytinga á
endurgreiðslum, sem Gunnar taldi
andstæðar hagsmunum þroska-
heftra. Sakaði Gunnar Reyni um
fordóma í garð þroskaheftra. Þá
segir Revnir að á aðalfundi Tann-
Iæknafélagsins haustið 1998 hafi
Gunnar borið á sig að hafa mis-
beitt gjaldskrá Tannlæknafélagsins
og Tryggingastofnunar til að öðlast
of háar tekjur og þannig svikið fé
út úr Tryggingastofnun.
Rógburður og svívirðmgar
Þegar fjallað var opinberlega um
málið lýsti Karl Steinar Guðnason
forstjóri TR því yfir að ásakanir
Gunnars væru rangar. „Þetta er
ekki annað en útúrsnúningar, róg-
burður og svívirðingar hjá Gunnari
Þormar tannlækni sem birtist í DV
í dag, ótrúlegt hatur og mann-
vonska i garð tryggingayfirtann-
Iæknis, Reynis Jónssonar," sagði
Karl Steinar.
Reynir telur unimæli Gunnars
svo meiðandi fyrir mannorð sitt að
meiðyrðamál sé óhjákvæmilegt
með kröfu um miskabætur og
ómerkingu ummæla. Gunnar hafi
tekið að sér söguburð ósannra full-
yrðinga og kjaftagangs og á engan
þann hátt sem hæfir gagnrýninni
þjóðmálaumræðu. Ummæli
Gunnars hafi gengið Iengra en lýð-
ræðiskröfur um tjáningafrelsi
heimila og þau sett fram af andúð
eingöngu til að hnekkja á Reyni.
- FÞG
■HHHHHHHHH
Mikið úrval af leikjum á verði frá 3.900 kr.
Komdu við hjá okkur og prófaðu á staðnum
www.ormsson.
is