Dagur - 08.09.2000, Blaðsíða 4
4 - FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
. FRÉTTIR
Þessi vél verður í 18 fermetra húsi sem reist verður við eitthvert fjölbýlishúsið í Breiðholti og þá líklega við einhverja Bakkana í
Neðra-Breiðholti.
Sorpvél fyrir
fj olbýlishus
Nýjimg á íslandi. Vinmir
moltu úr lífrænu hei.mil-
issorpi. Tilrauu í Breið-
holti. 80-100 íbúðir.
Borgaryfirvöld eru að undirbúa til-
raunaverkefni með jarðgerðarvél fyrir
fjölbýlishús fyrir lífrænan úrgang sem
íbúarnir flokka úr heimilissorpinu.
Þetta er gert til þess að minnka það
magn af sorpi sem fer í sorptunnurnar.
Þessi vél verður í 18 fermetra húsi sem
reist verður við eitthvert fjölbýlishúsið
í Breiðholti og þá líklega við cinhverja
Bakkana í Neðra-Breiðholti. Gert er
ráð fyrir að vélin scm kemur frá Sví-
þjóð geti nýst allt að 80-100 íbúðum,
eða 200-300 manns. Stefnt er að því
að taka vélina í notkun um næstu
mánaðamót. Hrannar B. Arnarson for-
maður umhverfis- og heilbrigðisnefnd-
ar Reykjavíkur segir að þarna sé á ferð-
inni mjög spennandi verkefni sem sé
algjör nýjung hér á Iandi.
Kostar eina milljón
Einar Bjarnason hjá hreinsunardeild
borgarinnar segir að lífræni úrgangur-
inn fari í gegnum ákveðið ferli í jarð-
gerðarvélinni sem skilar honum út sem
moltu. Hann segir að tilgangurinn með
þessari tilraun sé m.a. að sjá hvert
næringarinnihaldið og gæði moltunnar
verður. Hins vegar má húast við að
moltan sem verður til úr lífrænu heim-
ilssorpi verði mjög næringarík. Af þeim
sökum getur verið spurning hvort ekki
verði að blanda hana við venjulega
moltu til að auka gæðin. Þessutan
verður fróðlegt að fylgjast mcð því hver
þáttakan verður meðal íbúa en það
skiptir miklu máli um framhaldið.
Jarðgerðarvélin er leigð ásamt húsi frá
fyrirtækinu Vistmenn. Áætlaður kostn-
aður borgarinnar vegna þessa er um
ein milljón króna. Þar er meðtalin
kostnaður vegna ráðgjafar og fleira en
málið verður kynnt ásamt sýnikennslu
fyrir íbúa viðkomndi fjölbýlishúss þeg-
ar ákvörðun liggur fyrir hvaða hús
verður fyrir valinu.
Minna sorp
Fyrir utan þetta tilraunaverkefni er
ýmislegt í gangi hjá borginni til að
minnka sorpmagnið sem borgarbúar
henda í sorptunnurnar. I lok sl. maí var
t.d. byrjað að vigta sorptunnur í
nokkrum hverfum í Breiðholti. Þar er
einnig í gangi tilraun með verkefni sem
ncfnist „tíðni- rúmmál". Einar Bjarna-
son segir að það síðastnefnda byggist á
því að fólk lætur hreinsunardeildina
vita með ákveðnu merkakerfi á sorp-
tunnunni hvort það vilji láta Iosa þessa
vikuna eða ekki. Þá cr sorp Iosað á 10
daga fresti í stað 7 daga í Árbæjar-
hverfi, Selás og Ártúnsholti.
-GRH
FRÉTTA VIÐTALIÐ
I pottinum voru meiut að
ræða vangaveltur ungra
framsóknartnanna um
þmgmemi samstarfsflokks-
ins. Vangaveltur þessar eru
birtar á vefsíðu SUF, Maddömunni, og fjalla um sex
sjálfstæðisþingmeim sem sitja í því sem verður
Norðvesturkjördæmi - þ.e. Vesturland, Vestfirðir og
Ni. vestra. Framsóknannenn gefa þingmömiunum
einkunnir, en eru einkuin að velta fyrir sér Iiver
þeirra það verði scm dcttnr út við kjördæmabrcyt-
niguna. Atiiygli vekur að þeir telja Einar Odd Krist-
jánsson hafa hvað miimsta möguleika en Sturlu
Böðvarssoii hvað mcsta. Aðrir hafa bæði hluti ineð
og á inóti sér að dómi Maddömunnar, cn heildar-
niðurstaðan er þó sú að ef enghm himia gerir neitt
af sér þá séu líkur til að þaö muni koina í hlut Ein-
ars Oddss að víkja..
En ungu framsóknarmennimir
varpa líka fram þeirri áhugaverðu
kennhigu að fleiri kyimu að blan-
da sér í baráttuna um sæti á lista í
hmu nýja Norðvesturkjördæmi.
Þar cru m.a. nefndur til söguimar
Guðlaugur Þór Þóröarson borgar-
fulltrúi, en hami er úr Borgarnesi
og hafa ýmsir í pottinum tekið
undir það með Maddömmini að
Guðlaugur gangi ineð þhigmann í maganum - telja
sig hafa séð það á atferli hans og áherslum. Auk
Guðlaugs telur raunar Maddaman líkur á endur-
komu Guðjóns Amars Kristjánssonar í flokkiim
íýrir vestan, en í pottinum hafa meim ekki trú á að
það yrði öflug heimkoma....
Fátt er meira rætt í heita potthium þessa dagana cn
stríð DV og Jakobs Frímanns Magnússonar. Máliö
þykir athyglisvert fyrir ýmissa hluta sakir og þá
ekki síst þær að Jakob hefur verið þekktari að því
aö fá fjölmiðla til liðs sig og sína starfsemi cn að
hella úr skálum reiði shmar yfir þá. ÞyMr sögulegt
í þeim ehium að nefna hve mikla uinijöllun Græm
hcrinn fékk hjá Ijósvakamiölum og víðar þótt sum-
ir segðu gróðasjónarmið hafa veriö grasrótaráhug-
anum yfirsterkari. Hvað sem þvi líöur, jiykir sýnt
að nokkuð inum hða þangað til DV biður Jakob um
helgarviötal og jafnlangsótt er aö sjá fýrir sér að
hann myndi verða viö slíkri beiðni ef til hennar
kæmi...
GuðlaugurÞór
Þórðarson.
Hjálmar
Vilhjálmsson
fiskifrseðingur
Loðnatt er ólíkindafiskur.
Önnur lægsta seiðavísitala sem
mælst hefur í 30 ár. Kom á
óvart. Ekki ðll nótt úti. Mælt í
haustogvetur
Vont fyrir taugakerfið
Seiðavísitala loðnu hejur mælst sú önnur
lægsta frá því að seiðarannsóknir Haf-
rannsóknastofnunar byrjuðu fyrir 30
árutn. Hvað veldur?
„Það er nú fljótsagt, ég veit það ekki. Það
er nú einu sinni þannig með þessi loðnu-
seiði að þótt manni þykir betra að sjá eitt-
hvað af þeim, þá hefur oft komið ágætt út
úr lágum seiðatölum. Það er því svo sem
ekki öll nótt úti enn með þennan árgang.
Þannig að það getur vel verið að það rætist
úr þessu í haust og vetur þegar menn fara
að gá að þessu í alvöru.“
Þessi niðurstaða hefur væntanlega komið
á óvart?
„Já, þetta kom mér á óvart vegna þess að
það er ákveðið samband á milli þess hvað
mikið hrygnir og hvað mikið er af seiðum.
Það er nokkuð Ijóst að það hrygndi nokkuð
mikið af loðnu sl. vor. Þannig að því leyti
kemur þetta á óvart.“
Var farið vítt um haf í mælingum á
loðnuseiðum í þessum nýafstöðnu seiða-
rannsóknum ?
„Já, þetta var gert með hefðbundnum
hætti. Það er að segja að það var farið norð-
ur undir 68. gráðu. Ég veit nú ekki nákvæm-
lega hvað farið var Iangt þarna norðaustur
og austur úr. Loðnan hrygnir á undan öðr-
um kvikindum og því getur verið hugsanlegt
að eitthvað af þessu hafi Ient norðar í hafi.
Það hefur stundum gerst. Þá hefur reyndar
oft líka verið dálítið af henni nær Iandi. Það
er hins vegar ekkert að stóla á slíkar vanga-
veltur. Við förum ábyggilega töluvert víðar
um í haust þegar við förum að mæla loðn-
una. Þá sér maður betur hvort þetta er
svona afspyrnulélegt eða eitthvað skárra.
Annars er loðnan þess konar fiskur að það
má alltaf búast við því að ef það klikkar ein-
hver árgangur, þá kemur dalur. Það verður
hins vegar bara að koma í Ijós hvernig þetta
er í raun.“
Eru ekki aðsiæður í liafinu bara þokka-
legar?
„Jú, það held að þær séu ágætar. Það
hrygndi t.d. mikið í vor og því er það ekki
það sem er að. Einmitt vegna þess hvað það
er hlýtt þárna fyrir norðan, þá eru kannski
meiri Iíkur til þess að loðnan hafi rekið eitt-
hvað út og hafi þar af leiðandi ekki komið
fram í mælingum. En allt svona eru algjör-
legar vangaveltur. Þetta er bara hlutur sem
verður að koma f ljós og taka því með jafn-
aðargeði eins og venjulega ef þessi árgangur
klikkar.“
Er nokkuðfarið að veiðast afloðnu?
„Nei, ekki síðan í sumar. Enda held ég að
það hafi enginn farið norður til veiða. Eg
held þó að einhverjir séu að spá í það að
byrja upp úr miðjum mánuðinum."
Er ekki líka einhver óvissa um það hvar
loðnan kemur til baka norðan úr ha.fi. á
miðin eða fylgir hún kannski einhverju
hefðbundnu mynstri í göngum sínum?
„Það hefur nú verið með ýmsu móti.
Stundum hefur þetta verið vestur undir
Grænland og komið suður úr þannig. I önn-
ur skipti hefur hún komið mildu austar, eða
austan við Kolbeinseyjarhrygg. Á stundum
hefur hún allavega hagað sér þannig á þess-
ari göngu sinni til baka að hún hefur verið
seint á ferðinni og verið þannig að við höf-
um hreinlega ekki fundið hana. Svoleiðis
hefur þetta verið tvö undanfarin haust.“
Loðnan er þvt mikill óltkindafiskur, eða
er ekki svo?
„Jú, hún er vond fyrir taugakerfið.11 -GRH