Dagur - 08.09.2000, Page 6

Dagur - 08.09.2000, Page 6
6 - FÖSTVDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elIas snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. A mAnuði Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: cREYKJAVIk)563-1615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR0460-6192 Karen Grétarsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Dregið verði úr okrinu í fyrsta lagi Islendingar hafa verið þjóða duglegastir við að nýta þau miklu þægindi og öryggi sem felst í farsímakerfinu, enda tekur þjóð- in tækninjjungum gjarnan opnum örmum. Verðlagning þjón- ustunnar hefur hins vegar verið í litlu samræmi við raunveru- legan tilkostnað símafyrirtækja eins og sést best á því að á fyrri hluta þessa árs var fimmta hver króna sem kom inn í sjóði Landssímans fyrir farsímanotkun hreinn hagnaður. Landssím- inn græddi þannig um 550 milljónir króna á farsímaspjalli landsmanna á aðeins sex mánuðum. í öðru lagi Þessi mikli gróði er auðvitað tilkominn vegna þess að gjöldin fyrir farsímann hafa verið og eru alltof há og mala Landssím- anum gull. Þess vegna hafa símareikningar margra heimila hækkað stórlega síðustu mánuði og misseri vegna almennrar notkunar farsíma. Talsmenn neytenda hafa krafist þess að ok- urálagningu á símtöl í farsímum verði hætt. Nægir þar að minna á kröfur varaformanns Neytendasamtakanna sem fram komu í nýlegri úttekt Dags á orkinu í símageiranum. Þar benti hann á að engin ástæða væri lengur til að velta stofnkostnaði GSM-kerfisins út í verðskrána og því brýnt að Landssíminn stillti álagningu sinni á farsímagjöld í hóf. f þriöja lagi Eins og venjulega þegar gullstjörnur fara að glóa í augum ís- lendinga fara allir sem vettlingi geta valdið af stað til að taka þátt í meintu gullæði. Þannig er þetta núna með farsímakerf- ið. Hvert fyrirtækið af öðru boðar fjárfestingar, jafnvel upp á marga milljarða, til að keppa á farsímamarkaðinum og öðlast þannig hlutdeild í gróðanum mikla. Vissulega ber að fagna aukinni samkeppni á þessu sviði, því hún ein getur knúið fyr- irtæki á borð við Landssímann til að hætta að okra á neytend- um. En gæta verður þess í leiðinni að farsímaþjónusta verði ekki enn eitt ævintýrið af fiskeldis- eða loðdýraræktartaginu sem kosta muni þjóðina síðar meir mikla fjármuni vegna ósk- hyggju loftkastalamanna. Elías Snæland Jónsson. Með bananabragði Garri hefur allt tíð gert sér far um að hlusta ekki á fólk sem tal- ar um ísland sem bananalýð- veldi. Slíkt er einfaldlega ekki samboðið þjóðerniskennd Garra, sem er rík og djúpstæð. Allt scm sagt er ljótt um landið og þjóðina er og sagt Ijótt um Garra. Þannig hefur þetta nú verið lengi. En þótt Garri sé enn mikill ættjarðarvinur fer ekki hjá því að hann bregðist ekki eins illa við því og áður, þegar talað er um landið hans sem ban- analýðveldi. Málið hefur eiginiega þróast út í það að Gárri reynir frekar að skilja á milli stjórnvalda, yfirstéttarinnar og póli- tíkusanna í landinu ann- ars vegar og svo þjóðar- innar og landsins hins vegar. Og þessi aðgrein- ing hefur líka reynst nokkuð skynsamleg, minnsta á Garri nú auðvelt með að lifa lífi ættjarðarvinarins og um leið finna bananabragðið af stjórnarfarinu. Sturla Böðvars- son samgöngu- ráðherra. það félaga að taka við málinu til að kveða upp sjálfan úrskurðinn. Sá vinur, sem er einhver einlæg- asti andstæðingur meirihlutans í borginni, úrskurðar auðvitað gegn andstæðingum sínum eftir því sem hægt er, jafnvel þótt samningurinn sem verið er að úrskurða um sé ekki lengur til! I fjölbreyttu landslagi stjórnsýsl- unnar eru það því alltaf sömu einstaklingarnir, vinahóparnir og hjónafólldð sem úr- skurða hvert um annað. Vmargreiði I Ijósi þess hvernig þess- ir hlutir virka í réttu klíkunum og hjóna- klúbbunum þá kemur ekki á óvart að sjá það í DV í gær að einstakir meðlimir hópsins gera hver öðrum vinargreiða. Yfirmenn Flugleiða og samgönguráðherra tilheyra auð- vitað sömu kreðsuni og því ef- laust ekki óalgengt að ráðherr- ann aðstoði vini sína þegar þeir lenda í vandræðum. Það er hins Sama fólkið Þannig er ólíklegt að í nokkru siðuðu þjóðfélagi gerist það sem gerst hefur í Reykjavík varðandi skólanetið, að stjórnarformaður innkaupastofnunar sitji fundi þar sem ákveðið er að skipta við Línu.net þar sem sami maður er líka stjórnarformaður. En ef slíkt myndi gerast er næsta víst að enginn borgarritari, annar en sá reykvíski, myndi úrskurða að þetta væri bara allt í lagi. Þá er nánast útilokað að pólitískt deilumál minnihluta og meiri- hluta eins og skólanetið færi annars staðar en í Reykjavík í þann farveg að ráðherra og eig- inmaður oddvita minnihlutans í borginni ákveði að úrskurða í málinu, en bæði svo samráð- herra og vin sinn og pólitískan V vegar ekki eins algengt að slíkir vinargreiðar komist í hámæli eins og sá sem greint er frá í DV í gær. Þar gaf ráðherrann upp á sitt einsdæmi og án samráðs við flugmálayfirvöld út undanþágu frá lágmarks öryggiskröfum til þess að Flugleiðir geti reddað sér út út tímabundnum flug- vélavandræðum í fragtflugi með því að leigja sér „dauðafar" frá einhverju Afríkuríki. Garra dett- ur ekki lengur í hug að æsa sig yfir því að svona nokkuð sé kall- að viðskipti milli bananalýð- velda. Enda væri það fullkomin afneitun. Garri huggar sig þó við að bananabragðið er enn sem komið er einangrað við stjórn- sýsluna og yfirstéttina. Við hin erum þar ekki þátttakendur. - GARRI BIRGIR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR Eftir allar fréttirnar um ótrúlegan hagnað símafyrirtækjanna af GSM kerfinu kemur ekki á óvart að ýmsir eru farnir að hugsa sér til farsímareksturs. Lengi vel hafa tveir aðilar keppt á þessum mark- aði, Tal og Síminn, en nú boðar Islandssími komu sína um ára- mót og Halló - GSM mun vænt- anlegt á svipuðum tíma. Allir ætla auðvitað að bjóða upp á það fullkomnasta og besta með til- heyrandi tilboðum og eflaust eig- um við eftir að sjá fjölmörg nýyrði bætast í íslenska tungu í tengsl- um við þá baráttu sem brátt mun upphefjast um væntanlega við- skiptavini. Hugtök eins og frelsi hafa í dag allt aðra merkingu en þau höfðu fyrir örfáum misser- um, nú vísa þau til GSM síma en ekki frelsis undan kúgun eða ánauð af einhverju tagi. Ekki kæmi á óvart þótt í næstu lotu bættust við GSM frelsið, GSM jafnrétti og GSM bræðralag. Símaþjððm á íslandi Miklir möguleikar Talsmenn símafyrirtækjanna virðast þess allir fullvissir að heil- mikið svigrúm sé fyrir aukna far- símaþjónustu og er það eflaust rétt hjá þeim. Varð- andi verðlagníngu er augljóslega heilmikið svigrúm eins og viðbrögð Símans í gær við fréttum af aukinni samkeppni bera með sér. Ur því viðbrögðin eru svona strax þá verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist þegar samkeppnin er komin fyrir alvöru af stað. Hvort hins vegar svigrúm- ið er það mikið til lengdar að fjög- ur fyrirtæki sem ölí vilja sigra heiminn rúmist á þessum tæp- lega 300.000 manna marltaði er ekki alveg sjálfgefið. Vissulega á markaðurinn eftir að dýpka og notkunarmöguleikar að aukast vegna aukinnar tækniþróunar og þriðju kynslóðar farsíma. A það má raunar líka benda að þrátt fyr- ir að við Islending- ar séum nú þegar búnir að slá heimsmet í far- símanotkun er ekkert sem mælir gegn því að hún verði jafnvel enn útbreiddari en hún er. Allir í því sama Þannig mætti t.d. hugsa sér að innan tíðar yrðu allir sem á ann- að borð hafa náð skólaaldri verði komnir með sinn eigin farsíma. Islendingar eru annálaðir lýrir að vera fljótír að tileinka sér svona tækni auk þess sem fáar þjóðir eru veikari fýrir hvers kyns dell- um. Farsími er ekkert dýrari en t.d. hlaupahjól. Markaðurinn ætti því að vera fýrir hendi sér- staklega ef samkeppnin knýr fram verðlækkun. I frægu uppgjöri sínu við rímaðan kveðskap talaði Jóhannes úr Kötlum um rímþjóð- ina sem klauf stolt sitt í stuðla og geldt við höfuðstaf til sauða. Sú þjóð er varla til lengur, enda hef- ur símaþjóðin tekið við, en hún leggur stoit sitt í að bruðla og hafa höfuðbókina auða. Símafyr- irtækin átta sig auðvitað á að hjá símþjóðinni eru þau í kjörlendi sínu,og munu mikið á sig leggja til að ná þar fótfesu. Vandinn felst hins vegar í því að halda uppi samkeppninni til lengri tíma, þannig að símþjóðin njóti sérstöðu sinnar í ódýrri og góðri þjónustu. Hún er því miður allt of algeng sagan af því þegar gull- in tækifæri glatast vegna þess að allir ætla að sigra heiminn á sama hátt á sama tíma. Stefnirí offjárfestingu á farsímamarhaði á ís- landi? SteingrímurJ. Sigfússon fortnadurVG. „Auðvitað verður endirinn ekki nema á einn veg ef hér eru byggð upp mörg farsímakerfi sem geta þjónað margfalt meiru en þörfin er á hér á landi. Á endanum eru það alltaf nevtendur sem borga brúsann. Menn mega ckki vera svo laustengdir við raunveruleikann að í uppbyggingu farsímareksturs á íslandi sé miðað við forsendur frá milljónaþjóðum eins og Bandaríkj- unum, Bretlandi og Þýskalandi, eins og nú virðist vera gert." Ólafur Þ. Stephensen forstöðwnaður upplýsinga- og kynning- amiála Landssímans. „Það verður hver að gera upp við sig. Kerfi Landssímans er vel nýtt, engin offjárfesting í því og arðsemin er góð. En það er djörfung hjá Íslandssíma að Ieggja í fjögurra milljarða króna fjárfestingu í far- símakerfi þar sem þrír fjórðu hlut- ar landsntanna eru þegar komnir með farsíma. Þó eru þeir áreiðan- lega komnir með viðskiptaáætlun sem sýnir að þeir geti náð hagnaði út úr dæminu." Hallur Hallsson stjóniaifomiaðurHalló - Frjálsra jjar- skipta. „Mér finnst líklegt að svo verði, það stefnir í að fjögur fyrirtæki verði starfandi á þessum markaði hér innan- lands og því verður samkeppnin hörð. Þó tel ég að staða Halló verði sterk þar sem við höfum gert samninga um að dótt- urfyrirtæki okkar Halló - GSM muni þjóna breska fyrirtækinu Ment, sem nú þegar er komið með vel á aðra milljón viðskiptavina. Þetta verður tryggur bakhjarl oI<k- ar í harðri samkeppni sem framundan er.“ Edda Rós Karlsdóttir yfimiaðurgreiningardeildarBiíiiaðar- baukans - verðbréfa. „Eins og markaður- inn lítur út í dag er auðvelt að komast að því að um offjár- festingu sé að ræða. Við erum hins vegar eklú að horfa á óbreytt ástandi, heldur að veðja á framtíðina, örar tækni- framfarir og breyttar þarfir við- skiptavina. Ég tel að of niikil óvissa ríki um þróun þráðlausra fjarskipta til að Ieggja mat á fjárfestingaþörf hér og nú. Meta þarf hveija við- skjptahugmynd fyrir sig. Fjar- skiptamarkaður er í gríðarlegum vexti. Stór og öflug alþjóðleg fýrir- tæki eru leiðandi í dag, en það fel- ast einnig tækifæri f smæðinni. ís- Ienska þjóðin er rík, fljót að til- einka sér nýja tækni og á heims- met í farsímanotkun. Því er margt sem mælir með því að framsýnar og djarfar viðskiptahugmyndir gangi upp einmitt hér.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.