Dagur - 08.09.2000, Page 9
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 - 9
Thypr
ÍÞRÓTTIR
Owen fagnar þrennunni gegn Aston Villa.
Owen á skotskóna
Michael Owen, framheiji Liver-
pool, er heldur betur kominn á
skotskóna í ensku úrvalsdeildinni
og er nú markahæsti leikmaður
deildarinn með 5 mörk eftir fjórar
umferðir. Hann gerði þrennu í síð-
asta leik, þegar Liverpool vann 3-1
sigur á Aston Villa á Anfield og
virðist þar með vera búinn að
finna rétta taktinn eftir þrátlát
meiðsli á síðustu leiktíð.
Markahæstu leikmenn:
5 mörk: M. Owen (Liverpool)
4 vtörk: T. Henry (Arsenal),
B. Strupar (Derby)
3 mörk: A. Hunt (Charlton), F.
Jeffers (Evert.), A. Smith (Leeds),
P. Wanchope (Man. City), D.
Beckham (Man. Utd), A.Colc
(Man. Utd), A. Boksic (Middles-
br.), M. Pahars (Southampt.)
Eftir leiki síðustu umferðar, er
Newcastle komið í toppsæti deild-
arinnar, með níu stig, einu stigi
meira en meistarar Manchester
United og Leicester City sem eru í
2.-3. sæti. I 4.-6. sæti eru svo
gömlu stórveldin, Arsenal, Liver-
pool og Tottenham öll með sjö
stig.
Næstu Ieikir - 6. umferð:
Laugard. 9. sept.
Bradford - Arsenal
Coventry - Leeds
Ipswich - Aston
Villa Leicester - Southampton
Liverpool - Man. City
Man. Utd - Sunderland
Middlesbr. - Everton
Newcastle - Chelsea
Sunnud. 10. sept.
Derby - Charlton
Mánud. 11. sept.
Tottenham - West Ham
Staða: Newcastle 4 3 0 1 7: 4 9
Man. Utd 4 2 2 0 11:3 8
Leicester 4 2 2 0 3: 1 8
Arsenal 4 2 1 1 9: 6 7
Liverpool 4 2 1 1 7: 6 7
Tottenham 4 2 1 1 7: 6 7
Leeds 3 2 0 1 5: 3 6
Man. City 4 2 0 2 7: 9 6
Coventry 4 2 0 2 5: 7 6
Middlesbr. 4 1 2 1 8: 7 5
Chelsea 4 1 2 1 7: 7 5
Everton 4 I I 2 7: 7 4
Charlton 4 1 1 2 8: 9 4
Sunderland 4 1 1 2 4: 6 4
Ipswich 4 1 1 2 4: 6 4
Bradford 4 1 1 2 2: 7 4
Derby 4 0 3 1 9:10 3
Southampt. 4 0 3 1 7: 8 3
Aston Villa 3 0 2 1 2: 4 2
West Ham 4 0 2 2 5: 8 2
Birmingham í Njarðvik
Brenton Birmingham, langbesti
alhliða leikmaður úrvalsdeildar-
innar á síðasta leiktímabili og
eflaust einn besti útlendingur-
inn sem leikið hefur hér á
landi, er genginn til liðs við
Njarðvíkinga frá nágrönnum
þeirra í Grindavík. Birmingham
er ekki ókunnur í herbúðum
Njarðvíkinga, því þar lék hann
tímabilið 1998-’99. í fyrra varð
hann stigahæstur í deildinni
með samtals 707 skoruð stig.
Töluverðar hreyfingar eru á
leikmönnum fyrir komandi
leiktímabil, sem reyndar er haf-
ið fyrir nokkru með árlegu Vals-
móti sem Islandsmeistarar KR-
inga unnu eftir úrslitaleik gegn
Haukum og Reykjanesmóti sem
er nýhafið. Þar hafa farið fram
tveir leikir, þar sem Njarðvíking-
Brenton Birmingham spilar aftur með
Njarðvíkingum.
ar unnu Grindvíkinga 96-88 og
Keflvíkingar Hauka 81-65.
Opna Reykjavíkurmótið hófst
svo í gærkvöldi með leik Breiða-
bliks og IR í Smáranum, en úr-
slit höfðu ekki borist þegar
blaðið fór í prentun. Blikar
leika sem gestir á mótinu eins
og Stjarnan, Selfoss og Hamar,
en auk þeirra taka Reykjavíkur-
liðin Valur, Armann/Þróttur og
KR auk IR-inga þátt í mótinu.
Keppnin í Epsondeildinni
hefst 28. september og þá fara
eftirtaldir leikir fram í 1. um-
ferð:
UMFG - Valur
Hamar - KFÍ
Þór Ak. - Skallagríniur
Keflavík - Haukar
Tindastóll - UMFN
ÍR - KR
Sjá fyrirliggjandi
félagskipti á bls. 8.
Krístján mætir Steve Davis
Snókersnillingurinn Kristján
Helgason er kominn í 48-manna
úrslit opna breska meistaramóts-
ins í snóker, eftir 5-4 sigur á Alfie
Burden, f æsispennandi leik sem
fram fór í Newport í Englandi í
gær. Opna breska meistaramótið
er stigamót þeirra bestu, þar sem
keppcndur þurfa að vinna sig
upp stigalistann í mest 10-móta
röð til að ná alla leið í 32-manna
úrslitin. Það fer eftir stigastöð-
unni, hvenær keppendur byrja í
mótaröðinni og þurfti Kristján að
spila á fjórum síðustu mótunum.
Þeir 16 stigahæstu á heimslistan-
um sitja yfir alveg þar til í 32-
manna úrslitum, en þar keppa
þeir auk þeirra sextán sem kom-
ast áfrarn úr 48-manna úrslit-
um, sem Kristján hefur nú unn-
ið sér keppnisrétt í. Keppnin í
48-manna úrslitunum byrjar 1.
október og þá mætir Kristján
hinum heimsfræga Steve Davis
í fyrstu umferð. Davis er
sexfaldur heimsmeistari og einn
frægasti og vinsælasti
snókerspilari heims. Hann er í
17. sæti heimslistans, en Krist-
ján í 74. sæti. Burden, sem
Kristján vann í gær, er aftur á
móti í 50. sæti listans, þannig
að sigurinn er rnjög sætur.
Kristján mundar kjuðann.
Formleg móttáka í Sydney í gær
I gær voru íslensku þátttakendurnir
á ólympíuleikunum í Sydney boðnir
formlega velkomnir í ólympíuþorp
leikanna þar sem hópurinn mun
dvelja meðan á leikunum stendur.
Borgarstjóri þorpsins tók á móti
hópnum í hátíðarsal þorpsins um
hádegisbil í gær og afhenti Stefáni
Konráðssyni aðalfarstjóra gjöf til ISÍ
frá framkvæmdanefnd leikanna. Tvö
frumbyggjabörn léku og spiluðu og
barnakór frá Epping-grunnskólan-
um söng. Aðalfarstjóri þakkaði fyrir
hönd ÍSI og afhenti borgarstjóra
góðar gjafir frá Iþrótta- og ólympíu-
sambandi Islands. Islenska íþrótta-
fólkið afhenti síðan krökkunum frá
Epping-skólanum íslenska fána, en á
miðvikudaginn hafði einmitt hluti íslenska hópsins heimsótt Epping-
skólann, en í honum stunda tæplega 300 krakkar nám. Krakkarnir
hafa haft ísland sem sérstakt verkefni vegna ólympíuleikanna, en í
skólanum eru tveir íslenskir drengir. Við heimsóknina kynnti aðalfar-
arstjóri íslensku keppendurna og sagði frá landi og þjóð. Krakkarnir
sýndu Islandi mikinn áhuga og spurðu íslensku kcppendurna um
undirbúning þeirra fyrir leikana. Að lokum færði hópurinn skólanum
bókagjöf frá ISI og allir krakkarnir fengu Sydneypinna ÍSI. Skólastjór-
inn færði íslensku gestunum skjal og silfurskeið til minja um heirn-
sóknina.
Eftir móttökuna í ólympíuþorpinu var íslenski fáninn dreginn að
húni, þar sem hann mun blakta næstu vikurnar. lslenski hópurinn,
sem dvalið hefur í hænum Wollongong í um það bil klukkutíma akst-
ursleið suð-vestur frá Sydney, mun ckki flytja í ólympíuþorpið (yrr en
á mánudaginn, en þangað til mun keppnisliðið stunda æfingar og
undirbúning í Wollongong. Eftir móttökuathöfnina fékk íslenska
sundliðið að æfa í ólympíulauginni í Sydney og svo aftur strax á
mánudaginn, eftir að hópurinn hefur komið sér fyrir í ólympíuþorp-
inu. Frjálsíþróttafólkið hefur einnig æft í Wollongong í sömu æfinga-
búðum og sundfólkið.
í mörg hom að líta
Það er í mörg horn að Iíta hjá farar-
stjórn og aðstoðarfólki íslenska
keppnishópsins í Sydney, enda stytt-
ist í að keppnin sjálf hefjist. Auk
keppendunum sem eru átján, eru
sautján manns með í ferðinni, sem
eru erftirtalin: Frá ISI þau Stefán
Konráðsson aðalfararstjóri, Líney
Rut Halldórsdóttir aðstoðarfarar-
stjóri, Ágúst Kárason læknir og
Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari, frá
fimleikasambandinu þeir Mati
Kirmes þjálfari og Árni Þór Árnason
flokkstjóri, frá frjálsíþróttasamband-
inu þjálfaranir Gísli Sigurðsson,
Paul Doyle og Stanislav Szczyrba,
auk Vésteins Hafsteinssonar flokkstjóra, frá siglingasambandinu
Birgir Ari Hilmarsson þjálfari og flokkstjóri, frá skotíþróttasamhand-
inu Peeter Pakk þjálfari og Halídór Axelsson flokkstjóri og frá sund-
sambandinu þjálfararnir Brian Marshall, Ragnar Friðbjarnarson og
Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir, auk Benedikts Sigurðarsonar flokk-
stjóra.
Auk þess mun Páll Þórðarson, ungur íslendingur sem stundað hef-
ur nám í Ástralíu undanfarin ár, verða liðinu til aðstoðar. Það var stór
dagur hjá Páli á mánudaginn, en þá skilaði hann inn doktorsritgerð
sinni í efnafræði við háskólann í Sydney. Nú getur „doktorinn“, eins
og hann er kallaður af hópnum, því lokins slakað á og sinnt sjálfboða-
liðastörfum sínum á leikunum. Það skal tekið fram að sjálfboðastörf
efnafræðingsins hafa ekkert með lytjamál að gera, enda hefur allur
hópurinn nýlega gengist undir slík próf og tandurhreinar niðurstöður
borist frá Huddinge sjúkrahúsinu í Svíþjóð.
Þá er ótalin Sigrún Baldvinsdóttir lögmaður og aðalræðismaður Is-
lands í New South Wales, sem býr í Sydney. Hún hefur verið sendi-
fulltrúi ISI á staðnum undanfarin tvö ár, á meðan á undirbúningi hef-
ur staðið. l lún hefur unnið mikið og gott starf í samskiptum við fram-
kvæmdanefnd leikanna og mun verða liðinu til aðstoðar ef með þarf.
Menntamálaráðherra til Sydney
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og eiginkona hans Rut Ing-
ólfsdóttir munu væntanlega halda til Sydney á næstu dögum, þar sem
þau verða viðstödd opnunarhátíð leikanna á föstudaginn, auk þess
sem þau munu fylgjast með íslensku keppendunum fyrstu keppnis-
dagana. Fleiri íslenskir gestir munu einnig heimsækja leikana og má
þar nefna nokkra fulltrúa helstu styrktaraðila íslenska ólympíuhóps-
ins. Það eru þeir Valur Valsson bankastjóri Islandsbanka og Guðrún
Sigurjónsdóttir eiginkona hans, Árni Þór Árnason forstjóri Austur-
bakka og eiginkona hans Guðbjörg Jónsdóttir, en Árni er einnig
flokksstjóri FSI. Þá mun Olafur B. Thors forstjóri Sjóvá-AImennra og
eiginkona hans Jóhanna Thors, auk Einars S. Einarssonar fyrrver-
andi forstjóra Visa Island og eiginkonu hans Svölu Jónsdóttur verða
viðstödd leikana.
Stefán Konrádsson, aðaifarar-
stjóri, ásamt borgarstjóra ólymp-
íuþorpsins í Sydney.