Dagur - 08.09.2000, Síða 17
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 - 17
Tkgur
LÍFIÐ t LANDINU
Keppnin fellst í því að
keppa við sjálfan sig
Sjötta Kópavogssundið fer fram á sunnudaginn. Hér sjáum við verðlaunahafa á síðasta ári.
Kópavogssund2000
semfram ferí Sundlaug
Kópavogs á sunnudag-
inn ereina almennings-
keppnin í sundi sem
framferhérá landi.
Þátttakendur velja
sjálfirþá vegalengd sem
þeirvilja synda, alltfrá
SOO metrum og uppúr,
svo lengi sem tími end-
isttil.
Árlegt Kópavogssund það sjötta í
röðinni fer fram í Sundlaug
Kópavogs á sunnudaginn. Kópa-
vogssundið sem er samstarfs-
verkefni Sundlaugar Kópavogs
og Sunddeildar Brciðabliks, er
eina almenningskeppnin í sundi
sem fram fer hér á landi og hef-
ur þá sérstöðu að þátttakendur
velja sjálfir þá vegalengd sem
þeir óska að synda og má því
helst líkja því við almennings-
hlaup. Keppnin er öllum opin og
engin tímamörk eru sett til þess
að Ijúka sundinu önnur en tíma-
mörk keppninnar, sem hefst kl.
07:00 að morgni sunnudagsins
og lýkur kl. 22:00.
Að sögn Guðmundar Harðar-
sonar, forstöðumanns Sundlaug-
ar Kópavogs hefur þátttaka í
Kópavogssundinu verið mjög
góð síðan það var fyrst haldið
árið 1995. „Þátttakan hefur ver-
ið svona 600 til tæplega 800
manns á ári, fólk á öllum aldri,
alveg frá fimm ára aldri og upp í
85 ára aldur. í fyrra voru þátt-
takendur alls 598, en flestir fyrir
þremur árum þegar þeir voru
um 780. Þetta fer svolítið eftir
veðrinu, eins og gengur, en
flestir setja það þó ekki fyrir sig
þó svoh'tið blási.“
Metið er 25 kflómetrar
Eins og áður sagði velja þátttak-
endur sjálfir þá vegalengd sem
þeim hentar og talta þann tíma
sem til þarf til að klára sundið.
Vegalengdirnar sem hægt er að
velja um eru 500 m, 1000 m
ogl500 m eða lengra. Veitt eru
bronsverðlaun fyrir 500
metrana, silfur fyrir 1000
metrana og gull fyrir lengri
vegalengdir. „Keppt verður í átta
flokkum karla og kvenna og
verða veitt sérstök verðlaun fyrir
lengstu vegalengdina í hverjum
flokki. „Sá sem hefur synt lengst
í Kópavogssundi til þessa heitir
Ingólfur S. Margeirsson, en árið
1995 synti hann heila 25 kíló-
metra og notaði til þess 14
Idukkustundir. Árið áður hafði
hann synt 21 km. Þess má geta
að Kópavogssundið stcndur í 1 5
klukkustundir, þannig að hann
hefur notað tímann vel. Annars
er markmiðið ekki að synda sent
lengst, heldur að sem flestir taki
þátt. Margir synda þrjú til fimm
þúsund metra og einnig þó
nokkrir sem synda tíu þúsund
nietra og meira,“ sagði Guð-
mundur
Aðalatriðið að vera með
Að sögn Guðmundar er sundá-
hugi Islendinga alltaf að aukast
og fleiri og fleiri sem stunda
sund sér til hei<Isubótar. „Enda
má segja að um 80 til 90 pró-
sent Islendinga séu vel syndir og
hafa flestir þurft að þreyta sund-
próf í gegnum skólagöngu. Þeir
segja mér það gömlu laugarverð-
irnir í Sundhöll Reykjavíkur sem
unnu þar á fýrstu árunum eftir
opnunina að sundkunnáttu
landans hafi farið mikið fram og
nefndu sem dæmi að fyrr á
árum hafi þeir þurft að fara allt
að tíu ferðir ofan í Iaugina á dag
til að hjarga fólki. I dag er þetta
breytt, enda var sundkennsla
gerð að skyldunámsgrein árið
1942. Þetta getum við vel merkt
sem stöndum að Kópavogssund-
inu og það eru alltaf fleiri og
lleiri sem synda lengri vega-
lengdir, enda hefur það einnig
verið markmið okkar að brjóta
niður þetta týpíska 200 m tak-
mark sem margir hafa sett sér í
gegnum árin. Það eru leifar frá
norrænu sundkeppnunum og
fólk jafnvel haldið að það væri
nóg að synda 200 m af og til, til
að koma heilsunni í lag. Mér
sýnist við vera búnir að bjóta
niður þann múr, því flestir
synda mun Iengri vegalengdir og
fara létt með það. Annars verður
hver og einn að meta það sjálfur
hvaða vegalengd hentar, en aðal-
atriðið er að vera með. Keppnin
fellst f því að keppa við sjálfan
sig og flestir landsmenn eru
mjög vel syndir og þurfa því ekki
að vera í neinu „ólympíuformi“
til að taka þátt í Kópavogssund-
inu. Sundið er íþrótt sem veitir
alhliða hreyfingu og eykur
ánægju, þrek, þol og hreyfi-
færni. Sundið hentar öllum ald-
ursflokkum og er því sannkölluð
fjölskylduíþrótt," sagði Guð-
mundur.
Allir þátttakendur í Kópavogs-
sundi 2000 fá skjal til staðfest-
ingar þátttöku í keppninni, 12
ára og yngri fá sundpoka og 13
ára og eldri T- bol með merki
keppninnar og Sparisjóðs Kópa-
vogs. Allir þátttakendur fá
Gatorate íþróttadrykk frá Sól.
Aldursflokkar: sveinar f. 1988
og síðar - meyjar f. 1988 og sfð-
ar - drengir 1983-’87 - telpur
1983-’87 - piltar 1970-’82 -
stúlkur 1970-’82 - konur og
karlar 1960-’69 - 1960-’69 -
1950-’59 - I950-’59 - 1940-’49 -
1940-’49 - 1930-’39 - 1930-’39
- 1929 og fyrr.
Þátttökugjald er kr. 700 fyrir
fullorðna (fæddir 1984 og fyrr),
kr. 500 fyrir lífeyrisþega og kr.
300 fyrir börn (fædd 1985 og
síðar). Innifalið í þátttökugjald-
inu er aðgangur að sundlaug-
inni. Skráning í Kópavogssundið
fer fram í anddyri Sundlaugar
Kópavogs um leið og mætt er til
sunds. Hægt er að byrja hvenær
sem er dagsins.
Gengi íslenskra bíó-
mynda óvenju slakt
Gengi íslenskra bíó-
mynda ekki veriðjafn
lítið um langt árabil,
um 1,5% afaðsókn-
inni. Bíóferðum
landsbyggðafólks
fjölgaði um 45%
milli ára.
„Gengi íslenskra kvikmynda
hefur ekki verið jafnlítið um
langt árabil“, segir Hagstofan í
yfirliti um sýningar og starf-
semi kvikmyndahúsanna í
fyrra. Tvær íslenskar myndir í
fullri lengd voru teknar til sýn-
inga á árinu, sem er rúmt 1%
af alls 194 frumsýningum á ár-
inu. Hlutur þeirra var 1,5% af
aðsókn ársins, sem samsvarar
um 23.600 sýningargestum
samtals á báðar myndirnar.
Árið áður sóttu til dæmis
44.500 manns þær 2 íslensku
myndir sem þá voru frumsýnd-
ar og 80.600 manns á 2 myndir
árið 1996. Fara verður aftur til
ársins 1991 til að finna minni
aðsókn (21.500) en það ár var
aðeins sýnd 1 íslensk mynd.
Hlutur íslensku myndanna í
aðgangseyri var um 2% í fyrra,
rúmlega 19 milljónir króna.
Um 45% fjölguu
á landsbyggðinni
Um 45% fjölgun bíógesta á
Iandsbyggðinni í fyrra (í 158
þúsund) cru önnur helstu tíð-
indi bíóársins 1999. En þessi
mikla fjölgun er rakin er til
þeirrar nýbreytni að kvikmyndir
eru nú frumsýndar samtímis í
stærri bíóum á landsbyggðinni
og á höfuðborgarsvæðnu. Þess
má þó geta að árið áður hafði
bíógestum fækkað um fjórðung
á landsbyggðinni, í kjölfar þess
að 5 af alls 23 bíóum þar lögðu
þá upp laupana. Þeim menn-
ingarbæjum sem hafa kvik-
myndahús hefur fækkað úr 25
árið 1995 niður í 18 f fyrra -
með 46 sýningarsölum. Meðal
gestafjöldi á hverri sýningu var
rúmlega 40 í Reykjavík en tæp-
lega 30 á landsbyggðinni.
Um 4.300 á dag
I höfuðstaðnum voru bíógestir
um 1.417 þúsund í fyrra.
Tvær íslenskar myndir í fullri lengd voru teknar til sýninga á árinu önnur þeirra
var Ungfrúin góða og húsið.
Fjölgunin var aðeins 0,6% frá
árinu áður, en 1/6 fleiri en
1995. Alls voru bíógestir því
um 1.575 gestir á landinu öllu
(um 4.300 á dag) sem svarar til
þess að hvert mannsbarn á
landinu hafi farið næstum því
sex sinnum í bíó. Fyrir þessar
bíóferðir sínar greiddu lands-
menn 958 milljónir króna, um
3.400 kr. að meðaltali á mann
cn 608 kr. á hvern seldan
bíómiða.
Markaðshlutdeild banda-
rískra mynda var hátt í 90%
hvort heldur miðað er við verð-
mæti seldra miða eða aðsókn á
almennar kvikmyndasýningar.
Breskar myndir voru 13 f fyrra
en aðeins 6 norrænar.
-HEI