Dagur


Dagur - 08.09.2000, Qupperneq 18

Dagur - 08.09.2000, Qupperneq 18
18- FÖSTVDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 Litla Kaffistofan Tryggvabraut 14 Sími 461 3000 Akureyri Venjulegur heimilismatur í hádeginu virka daga eÍHI ACl ACCC 0120 PITGH BIAGH Sýndkl. 22 i ■ J J.MQVIE Sýnd kl. 18-ísl. tal LÍFID í LANDINU Þýðingar fremur en orðasmíði Fjörutíu ára draumur að rætastmeð útkomu nýs Hagfræðiorðasafns Hagfræðingar og viðskiptafræð- ingar fagna nú þeim merka áfanga að loksins er komið út myndarlegt hagfræðiorðasafn. I bókinni eru um 6.300 íslensk og um 6.200 ensk uppflettiorð um hagfræði, viðskiptafræði og skyldar greinar. Hagfræðiorðasafnið er byggt á vinnu sem staðið hefur yfir í rösk- an áratug, en um fjórir áratugir eru liðnir síðan fyrst var farið að huga að samantekt orðasafns af þessu tagi. Bókin sem er í tveim hlutum: íslenskt- enskt og enskt- íslenskt orðasafn, er gefin út í rit- röð íslenskrar málnefndar, sem annast dreifingu hennar og sölu. Fá nýyrði búin til Ritið er tekið saman af Orðanefhd Félags viðskipta og hagfræðinga sem nú er skipuð: Hallgrími Snorrasyni, Gamalíel Sveinssyni og Ólafi ísleifssyni. „Það hafa ein- hver nýyrði verið búin til en ákaf- lega fá“, sagði Hallgrímur. I stað orðasöfnunar hafi núver- andi hópur skipt um gír og lagt áherslu á að þýða fremur er- lendan orða- forða. Gengið hafi verið út frá ensku sem sem aðalmáli og leitað að ís- lenskum orð- um, sem mætti nota þeirra stað. Oft liinar undarlegustn sam- setningar „En enskan er nafnorðamál og gengur ekki vel að þýða nafnorð alltaf með nafnorði á íslensku. Eins er það að í þessum fræði- greinum verða til hinar undarleg- ustu samsetningar á nafnorðum til að Iýsa einhverjum hugtökum og þær þurfa ekki einu sinni að vera rökréttar á frummálinu. Þannig að við höfum í vaxandi mæli farið út í það að reyna frekar að skýra fyrirbrigðið og lýsa því með 2-3 orðum, í stað þess að þýða endi- lega orð með orði,“ segir Hallgrím- ur. Enska sé auðvitað víða og mik- ið notuð. „En í umræðum og skrifum, t.d. hjá blaðamönnum, þá finnst mér allir reyna að nota íslensku. Og þá verða menn bara að hafa á takteinum einhveijar ís- Ienskar þýðingar á viðkomandi hugtökum og orðum“. Hugtök oft tískuskotin Spurður hvort ekki þurfí fljótlega að endurskoða skoða svona bók sagði Hallgrímur. „Það sem mér fínnst að ætti að gerast er, að það ætti að leyfa þessu verki að liggja í 2-3 ár og fá á það rækilega gagn- rýni. A þeim tíma hefur örugglega eitthvað breyst og úrelst og menn fundið ágalla. Þá á að koma til nýtt og ferskt lið sem vinnur að þessu með sama hugarfari. En það þarf líka að hafa í huga að orðasambönd yfír ákveðin hugtök geta verið ákaflega tískuskotin og þurfa alls ekki að verða langlíf. Það koma Iíka fram einhverjar fræðikenningar sem er haldið á lofti um l-2-3ja ára skeið og sprynga síðan. Svo menn mega vera svona hæfilega íhaldssamir". Margir lögðu 1 púkkið Til að fjármagna bókina leitaði nefndin til margra opinberra stofnana, banka og fyrirtækja um fjárstuðning. Viðbrögðin voru góð. Arin 1990-96 lögðu um 40 stofn- anir og fyirtæki fram samtals 8,8 milljónir króna, þ.e. Málræktar- sjóður og Seðlabankinn milljón hvor. Orðanefndin hefur verið ólaunuð og fleiri hafa unninn í sjálfboðavinnu og lagt málinu lið. Ritstjórar eru: Biynhildur Bene- diktsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Kristín Flyg- enring. — HEI Lil.iIlJuiaAilBlijLIiiulEIEi; tnlninHíJÍiJíalluB^i STJORNUR A MORGUNHIMNI eftir Alexander Galin Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Margrét Ákadóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Stefán Jónsson og Gunnar Hansson. föstud. 8. sept. kl. 20 örfá sæti laus laugard. 9. sept. kl. 20 örfá sæti laus föstud. 15. sept. kl. 20 laugard. 16. sept kl. 20 Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Bílaskipti • Bílasala VW Golf 1600 Comfort 5.d. skr.05’99 vínr. ek.22.þ.km bsk álf spoi cd ofl V: 1.520.þ. áhv.lán 1 VW Golf 1400 Basic 5.d. 1 1 VW Polo 1000 5.d. árg. 1996 Bílasala • Bílaskipti VW Passat 1600 Basic 4.d. skr.06'98 svartur ek.37.þ.km bsk álf cd ofl V:1.440.þ. Bílaskipti • Bílasala Opið alla virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-14 Mikið og gott úrval bíla á skrá og á staðnum . . I BÍLASALINN nöldur ehf. BÍLASALA við Hvannavelli, Akureyri Símar 461 3019 & 461 3000 ■ -vv ~ v WII

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.