Dagur - 08.09.2000, Page 19

Dagur - 08.09.2000, Page 19
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 20 00 - 19 r^tr LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Sex ný sviðsverk Leikhópurinn lcelandic Take Away Theatre á æfingu i Tjarnarbíói, en þau flytja verk Svelns Einarssonar „Dóttir skáldsins“ sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói i kvöld. Alíslensk leiklistarhátíð at- vinnuleikara er nú haldin á íslandi ífyrsta sinn og stend- uryfir í rúmarfjórar vikur. Leiklistarhátíðin erhluti af Reykjavík menningarborg Evrópu 2000 ogjafnframt einn afhápunktum hennar. I kvöld hefst lciklistarhátíð Samtaka sjálf- stæðra leikhúsa „A mörkunum", en þau eru nteðal annars Iðnó, Loftkastalinn, Hafnarfjarðarleikhúsið, Draumasmiðjan, Kaffileikhúsið og lcelandic Take Away Theatre. Hátíðin stendur í rúmar fjórar vikur og verða frumflutt sex ný íslcnsk leikverk, eftir íslenska höfunda: Dóttir skáldsins eftir Svein Einarsson sem frum- sýnt verður f Tjarnarbíói í kvöld, Trúðleik- ur eftir Hallgrím Helgason, frumsýnt 23. september í Iðnó, Háaloft eftir Völu Þórs- dóttur, frumsýnt 4. október í Kaffileikhús- inu, Tilvist eftir Dansleikhús með Ekka, frumsýnt 6. október í Iðnó, Vitleysingarnir eftir Olaf Hauk Símonarson, frumsýnt 14. október í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Góð- ar hægðir eftir Auði Haraldsdóttur sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 15. október. OII verkin eiga það sameiginlegt að fjalla með einum eða öðrum hætti um ísland og Islendinga. Að sögn Þórunnar Sigurðar- dóttur er þetta einn stærsti viðburður Menningarborgar 2000. Sjálfstæðu leikhúsin eru bandalag fs- lenskra atvinnuleikhópa. Innan vébanda þess eru ýmis leikfélög og rekstraraðilar leik- húsa sem njóta lítils eða einskis stuðnings opinberra aðila. Verkin á leiklistarhátíðinni „Á mörkunum" voru valin af verkefnanefnd í kjölfar samkeppni í hyrjun þessa árs og koma alls um hundrað manns að hátíðinni. Dóttir skáldsins Eins og fyrr segir hefst hátíðin í kvöld með frumsýningu á verki Sveins Einarssonar „Dóttir skáldsins" í Tjarnarbíói. Sveinn Ein- arsson hefur stýrt bæði Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og er án efa einn allra reyndasti leikhúsmaður þjóðarinnar. Hann stýrir nú einu athyglisverðasta sjálfstæða leik- húsi þjóðarinnar, Icelandic Take Away Theatre, sem hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana með sýningum sínum. Icelandic Take Away Theatre var stofnað af íslendingum í London árið 1996. Hópurinn hefur haft það markmið að kynna íslenska menningu fyrir bresku leikhúsfólki og hefur sett upp nýtt ís- lenskt verk þar á hveiju ári. Lcikarar í Dóttir skáldsins eru: Agústa Skúiadóttir, Arni Pétur Rcynisson, Hinrik Hoe Haraldsson, Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Þórunn Lárusdótt- ir. Aðrir listrænir stjórnendur eru: Olafur Ge- orgsson sem sér um ljósahönnun og Arngeir Hauksson sér um tónlistina. Framkvæmda- stjóri er Úlfur Teitur Traustason. Dóttir skáldsins Ijallar um Þorgerði Egils- dóttur sem er getið í tveimur af Islendingasög- unum, Egilssögu af því hún var dóttir Egils Skallagrímssonar og Laxdælu af því hún var móðir Kjartans Olafssonar sem var ein aðal persóna þeirrar sögu. Það er hins vegar ekkert vitað mikið um Þorgerði sjálfa og ef að flett er upp í ritinu Merkir Islendingar er hún hvergi nefnd á nafn þar. Tilgangur leikritsins er að draga fram allt sem hægt er að finna um þessa konu og raða því saman og húa til mynd af því hver hún var. Og það merkilega er að þegar teknir eru örfáir kaflar úr einni Islendinga- sögu og örfáir úr annarri og þeim raðað saman þá verður til Þorgerðar saga Egilsdóttur, sein að sögn Björns Gunnlaugssonar leikstjóra verksins hefur verið alveg magnaður karakter. -W Leitmað Fairey Battle áMinjasafninu Á sýningu sem stendur yfiríMinjasafninu á Akureyrí eru Ijósmyndir og munirúrleiðöngrum Harðar Geirssonar. Hann leitaði í 20 ár að flaki breskrar flugvélar sem fórst á há- lendinu vorið 1941. Hörður hefur þetta um sýninguna að segja: „Þetta er lftil sýning sem sýnir framvinduna í þessu máli sem hefur fengið mikla umfjöllun víða um heim. Eins og margir vita þá fannst flakið fyrir ári og í sumar voru líkamsleifar mann- anna fluttar í vígða mold með hjálp félaga í Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri og Björgunar- sveitar breska flughersins. Akur- eyringar og aðrir gestir Minja- safnsins eru þeir einu sem fá að sjá þessa gripi úr vélinni. Þarna eru persónulegir munir eins og úr flugmannsins sem nú þegar hefur verið tilsagt ættingjum hans í Nýja-Sjálandi og fer þangað um leið og sýningunni Iýkur um næstu helgi. Einnig má nefna tannbursta, rakvélar, fatnað o.fl. sem fannst í flaki vélarinnar. Þarna er líka vél- byssa úr flakinu. Þær eru ekki aígengar hér á landi og fáar til sýnis. Varðveisluskilyrðin á jöklinum eru svo ótrúleg að þar fannst hút- ur úr ljósmynd. Síðan hef ég séð myndina heila og hvorar tveggja eru til sýnis í safninu. Þarna er líka verið að segja söguna í Ijós- myndum, frá því ég fer fýrstu leit- arferðina 1980 allt þar til minn- ingarathöfnin er haldin í Foss- vogskirkjugarðinum 27. ágúst." Eg vil hvetja áhugafólk um sögu sfðari heimsstyijaldar til að missa ekki af þessu einstæða tækifæri. Sýningunni Iýkur föstudaginn 15. september og um helgina er safn- ið opiö frá kl. 11-17 og á sama tíma í næstu viku.“ GUN. UM HELGINA Opið hús hjá sjúkra- þjálfunun uni allt land Félag sjúkraþjálfara varð sextfu ára á þessu ári, en það var stofnað þann 26. aprfl 1940. Einn liður í til- efni afmælisársins er að bjóða gestum og gangandi um allt land á opið hús í dag hjá sjúkraþjálfunar- stöðvum og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Gestir fá tækifæri til að fara í göngupróf, fá leið- beiningar um hreýfingu og prófa ýmis æfingatæki svo eitthvað sé nefnt. A sumum stöðvum verður hoðið upp á líkamsstöðugreiningu og enn aðrar hjóða upp leið- heiningar um val á skóla- töskum fyrir börn. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér hvað fram fer á bak við tjöldin til / dag er opið hús á alþjóðadegi sjúkraþjálfara. dæntis eftir slys og hvernig tekið er á málum á þeirra einstaklinga sem í þeim lenda. AUs eru um áttatíu stöðvar hér á landi og fer þeim fjölgandi. Allar nánari upplýsingar um staðsetn- ingu stöðvanna og opnun- artíma á opnu húsi í dag er að finna á heimasíðu fé- lagsins sem er: wuni’.'physio.is. Haustmarkaður Ber, ávextir, grænmeti og fleira verður til sölu á ár- legum haustmarkaði Kristniboðssambandsins sem haldinn verður á morg- un, laugardaginn 9. sept- ember í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 29 í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Tekið verður á móti framlögum á markaðinn í dag föstudaginn 8. septem- ber kl. 17 - 19 og er allt vel þegið, kartöllur, gulrætur, sultur, pakkamatur, kökur og hvað sem er matarkyns. Blóm eru vel séð líka. Ágóðinn af markaðinum rennur til kristniboðstarfs- ins í Eþíópíu, Kenía og Kína.I Afríku eru nú fimm íslenskir kristniboðar að störfum á vegum Kristni- boðssambandsins og verk- efnin eru óþrjótandi. Það eru konur í Kristniboðsfé- lagi kvenna sem standa fýr- ir markaðunum sem hefst sem fyrr segir kl. 14.00 á laugardag, 9. sept. V___________________________>

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.