Dagur - 08.09.2000, Síða 20

Dagur - 08.09.2000, Síða 20
20- FÖSTUDAGVR 8. SEPTEMBER 2000 Kammermúsíkklúbburinn í Bústaðakirkju Kammermúsíkklúbbur- inn heldur sína fyrstu tónleika á þessu starfs- ári sunnudaginn 10. september k. 20 í Bú- staðakirkju. Á efnis- skránni eru Strengja- kvartett, eigið tema með varíasjónum og fúgu eft- ir Helga Pálsson. Verkið ér frá árinu 1939. Annað verkið á tónleikunum er Strengjakvartett í F-dúr op 135 eftir Ludwig van Beethoven og það þriðja Strengjakvartett nr. 2 í a-moll op. 51.2 . Flytjendur á tónleikunum eru Auður Hafsteins- dóttir 1. fiðla, Greta Guðnadóttir 2. fiðla, Guðmundur Krist- mundsson lágfiðla og Bryndís Halla Gylfadóttir knéfiðla. ----------------------------X^MT LÍL ___________________________ fjör Jasshátíð Reykjavíkur <y ^ I kvöld koma fram á Kaffi Reykjavík Kristjana Stef- ánsdóttir með finnsk-íslenskum kvintett kl. 21.00 r og Tríó Siguðar Flosasonar kl. 23:00. Á morgun laugardag verður Jazzbrunch - hádegisjazz kl. 12:00 á Hótel Borg, Norræn Jazzungliðakeppni í Norræna húsinu kl. 16:00, 17 manna stórsveit Samúels Samúelssonar í Kaffi Reykjavík kl. 21:00 og aimenn Jam-session og Funkmasters sem leika frá 23:00 í Kaffi Reykjavík. Sunnudaginn 10. sept- ember er loka- dagur 10 ára af- mælis Jasshá- tíðar í Reykjavík. Meðal viðburða þann dag er Tvöfaldur kvart- ett Reynis Sig- urðssonar kl.15:00 að Hót- el Borg og glæsilegir lokatónleikar með Dave Hol- land kvintettin- um í íslensku óperunni kl. 20:30. Vindhátíð 2000 cy ^ Auk fastasýninga á Vindhátíð verður í dag meðal efnis á þaki Faxaskálans gjörningar Walkabout Stalk kl. 14:00 og Reykjavík Hannesar Lárusson- f ar kl. 16:30. í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi verða tveir fyrirlestrar sem hefjast kl. 20:30 og gjörningurinn Walkabout Stalk- dans, hljómlist og arkitektúr kl. 22:00. Á morgun iaugardag sem er jafnframt lokadagur Vindhátíðar verður á þaki Faxaskálans gjörningur Hannesar Lárussuonar kl. 16:30, tískusýn- ingin Faldafeykir frá 66«=N kl. 20:30 og dansverk eftir Léru Stefánsdóttur og Guðna Franzsonar „12 vindstig" kl. 21:30. ÞAD ER KOMIN HELGI Hvað ætlar þú aó gera? Úlafur Sigurðsson bæjarstjóri Seyðisfirði. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Að væntanleguni virkjunarstað Það er meiningin að fara jafnvel í Snæfell um helgina ef vel viðrar. Hér rignir eldi og brennisteini nú þegar þetta viðtal fer fram en veðurfræðingar lofa að það eigi að stytta upp og ég vona að sú spá rætist. Eg hef hug á að fara að væntanlegum virkjunarstað við Kára- hnúka, hef reyndar komið þangað áður, með iðnaðarnefnd alþingis, en nú ætla ég með sambýliskonunni. Annað er ekki í sigti hjá mér fyrir þessa helgi en bæjarstjórar eru aldrei í vandræðum með að finna sér verkefni þótt yfírleitt reyni maður að Iíta upp úr starf- inu um helgar. Fróðleikur og útivist Að loknum vinnudegi í dag ætlar starfsfólk heilbrigðisráðuneytisins, ásamt íyrrverandi starfsmönnum, að ganga um Gróttusvæðið, undir Ieiðögn Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings. Tilefnið er að um þessar mundir eru 30 ár síðan ráðuneytið tók formlega til starfa. Að göngu lokinni munum við snæða heilsufæði í félagsheimili Seltjamamess og síðan fer ég heim tii mín upp á Skaga. Fyrripart laugardagsins ætla ég að vera með íjölskyldunni og venjulega nota ég tækifærið og fer í hina ágætu sundlaug á Akranesi. Ef vel liggur á mér syndi ég 1000 metra, annars bara 200! Eftir hádegið ætla ég í brúðkaup og á sunnudeginum þarf ég að fara til Kaup- mannahafnar á fund Alþjóða-Heilbrigðis- stofnunarinnar. Tlmi fyrir hið óvænta Ég fer í fádæma gleðilegt boð síðdegis í dag. Mín kærasta vinkona, Sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, kallar okkur vini sína og fjöl- skyldu saman því Háskóli Islands hefur sýnt henni þann heiður að sæma hana heiðurs- doktorsnafnbót í guðfræði. A laugardeginum vona ég að ég komist á æfingu hjá Möguleik- húsinu því þar á að frumsýna barnaleikrit eft- ir mig þann 15. september. Leikritið heitir Lóma og er mér afskaplega kært ojg ég nota öll tækifæri til að sitja á æfingum. I eftirmið- daginn fer ég svo sem sögumaður með ferða- hóp til Þingvalla og að Gullfossi og Geysi. Svo er það sunnudagurinn, hann er fijáls. Það verður alltaf að hafa einn dag í viku sem tíma fyrir hið óvænta. ■ HVAD ER Á SEYDI? Dagskrá Bókmenntahátíðar 10. september - sunnudagur Iðnó, kJ. 20.30: Bókmcnntakvöld - upplestur: Giinter Grass, Erlend Loe, Olafur Jóhann Olafsson, Kristín Omarsdóttir og Thor Vilhjálmsson. 11. september - mánudagur Norræna húsið, kl. 12.00: Hádegis- spjall. Efni: Bókmenntir og tjáningar- frelsi. Þátttakendur: Giinter Grass, Slawomir Mrozek og Matthías Johann- essen sem einnig stjórnar umræðum. Norræna húsið, kl. 13.00: Fundur ís- lenskra og norrænna útgefenda í sam- vinnu við Félag íslenskra bókaútgef- enda. Efni: Kynning á tilhögun bók- sölu á Norðurlöndum og breytingum á henni. Tungumál: Norðurlandamál. Norræna húsið, kl. 15.00: Norrænn umræðufundur í samvinnu við nor- ræna lektora við Háskóla Islands. Efni: Norrænar samtímabókmenntir. Þátt- takendur: Kerstin Ekman, Jógvan Isak- sen, Monika Fagerholm, Linn Ull- mann og Erlend Loe. Stjórnandi: Dag- ný Kristjánsdóttir. Tungumál: Norður- landamál. Iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Linn Ullmann, Ingo Schulze, Didda og Ingibjörg Haralds- dóttir. 12. september - þríðjudagur Norræna húsið, kl. 10.00-14.00: Mál- þing útgefenda í samvinnu við Félag íslenskra bókaútgefenda I. Fram- tíð prentaðra bóka. 2. Hlutverk þýddra fagurbókmennta. 3. Möguleikar ís- lenskra bókmennta erlendis. Stjórn- andi: Sigurður Svavarsson. Norræna húsið, kl. 15.00: Pall- borðsumræður. Efni: Bókmenntir og kvikmyndir. Þátttakendur: Hallgrímur Helgason, Einar Már Guðmundsson, Monika Fagerholm og Linn Ullmann. Stjómandi: Sveinbjörn I. Baldvinsson. Tungumál: Norðurlandamál. Iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Jógvan Isaksen, Nora Ikstena, Ivan Klima, Sjón og Pétur Gunnarsson. 13. september - miðvikudagur Iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Kerstin Ekman, André Brink, A.S. Byatt, Margrét Lóa Jóns- dóttir og Einar Kárason. 14. september - fimmtudagur Norræna húsið, kl. 12.00: Hádegis- spjall. Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við A.S. Byatt um höfundarverk hennar. Norræna húsið, kl. 15.00: Pall- borðsumræður. Efni: Arfurinn og Net- ið - músin sem læðist: Framtíð evr- ópskra bókmennta. Þátttakendur: Nora Ikstena, Ib Michael og Andri Snær Magnason sem stjómar umræð- um. Iðnó, kl. 20.30: Bókmenntakvöld - upplestur: Monika Fagerholm, Edward Bunker, Slawomir Mrozek, Bragi Ólafsson og Guðrún Eva Mínervudótt- ir. 15. september - föstudagur Norræna húsið, kl. 10.00: Dagskrá út- gefenda í samvinnu við Félag íslenskra bókaútgefenda. Efni: Kynning á ís- lenskum nútímabókmenntum. Norræna húsið kl. 12.00: Hádegis- spjall. Óttar Proppé ræðir við Edward Bunker. Norræna húsið, kl. 15.00: Pall- borðsumræður. Efni: Kúlt eða klassik? Ungir evrópskir höfundar ræða verk sín. Þátttakendur: Ingo Schulze, Er- lend Loe og Huldar Breiðfjörð. Stjórn- andi: Ulfhildur Dagsdóttir. Norræna húsið, kl. 20.30: Bókmennta- kvöld - upplestur: Tahar Ben Jelloun, Ib Michael, Magnus Mills, Einar Bragi og Þórarinn Eldjárn. 16. september - Iaugardagur Norræna húsið, kl. 12.00: Hádegis- spjall. Efni: Bókmenntir og samfélag f Afríku. Þátttakendur: Tahar Ben Jell- oun og André Brink .Stjórnandi: Torfi H. Tulinius. Norræna húsið, kl. 15.00: Jógvan Isak- sen heldur fyrirlestur um William Heinesen. I anddyri Norræna hússins er einnig sýning á myndum Edward Fugl' við smásögu Heinesens Vængjað myrkur. Tungumál: Danska. Ath.: Erlendu rithöfundamir lesa upp á eigin tungumáli. Þýðing á íslensku verður sýnd samtímis á tjaldi. Ath.: Ef annað er ekki tekið fram fer dagskráin fram á ensku. Ath.: Aðgangur er ókeypis á öll dag- skráratriði. TÓNLIST Tónleikar á cafe9.net Næstkomandi laugardagskvöld, kl. 21:00, verða haldnir tónleikar í boði Islandssíma í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Tónleikamir eru haldnir í tengslum við sýninguna www.cafe9.net sem hefur það að markmiði að auka og bæta samskipti fólks í menningarborg- unum með hjálp nýjustu tækni tölvu- iðnaðarins. Hljómsveitirnar sem fram koma eru Ampop, Plastic og Gus Gus en margmiðlunarverk Halla Kalla verð- ur varpað á fimmtfu fermetra sýningar- tjald í bakgrunni. Ef veður leyfir verð- ur opnað út í port. Aðgangseyrir kr.1000. Túpílakar og Ljótu hálfvitarnir Hljómsveitin Túpílakar heldur tvenna tónleika sunnan heiða um helgina. Föstudagskvöldið verða þeir á IIM- Kaffi á Selfossi og hefja leik kl. I 1:30. Laugardaginn 9. september halda þeir svo sína sfðustu tónleika á árinu í Kaffileikhúsinu og heljast þeir kl. 21. Þar munu Ljótu hálfvitarnir verma áhorfendur áður en Túpílakar stíga á svið. Túpílakar eru þeir Sigurður III- ugason og Oddur Bjarni Þorkelsson og munu þeir ásamt aðsloðarfólki flytja lög af nýútkomnum geisladisk sínum, Grínlögin illu. Ball á Gauknum Laugardaginn 9. september verður rokk-diskó blanda með hinni stórgóðu hljómsveit Dead Sea Apple, tími til kominn að fara á alvöru ball með þeim. Þriðjudaginn 12. september verða kynningartónleikar með einni efnilegustu hljómsveit landsins ÚLPU, (sérlega viðeigandi þegar haustar). SYNINGAR Dóttir skáldsins f 1 kvöld verður fyrsta verk á leiklist- arhátíð Bandalags atvinnuleikhópa Dóttir skáldsins eftir Svein Einarsson frumsýnt í Tjarnarbíói kl. 20.30. Verk- ið er sett upp af The Icelandic Take Away Theatre. Leikritið, eða sjónleik- urinn eins og höfundurinn kýs að kalla það, er byggt að hluta á frásögnum úr Egils sögu og Laxdælu. Leikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Önnur sýning er sunnudaginn 10. sept. t I d; cafe9.net í dag býður kaffihúsið til verkefnisins Freon update kl. 12-14, Helsinki For- um - umræður frá Helskinki kl. 14- 16, Eurovision 2000 frá Prag Id. 16:30-18:00 ogArs Electronica útvarp og sjónvarp frá Bologna kl. 19:30 - 21:30. www.cafe9.net Spegilmyndir Rósu Matt Föstudaginn 8. september 2000 kl. 20:30 opnar Rósa Matthíasdóttir sýn- ingu sína -Spegilmyndir - í Skúlatúni 4 Reykjavík. Sýningin verður opin kl. 14-18 laugardag og sunnudag og er að- gangur ókeypis. Rósa hefur lagt sig fram við að láta eigin tilfinningu ráða við gerð speglanna og lofað litadýrð- inni að ráða ásamt eigin ímyndunarafli við mótun efnisins. Öll verkin á sýn- ingunni eru til sölu. OG SVO HITT... Listmunauppboð í Súlnasal Listumundauppboð fer fram sunnu- dagskvöldið 10. septemher kl. 20.00 í Súlnasal Hótel Sögu. Boðin verða upp verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Uppboðs- verkin eru til sýnis í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag milli kl. 10 og 18, á laugardag milli kl. 10 og 17 og á sunnudag milli kl. 12 og 17. Sókrates 2000 - 2006 Menntamálaráðuneytið og Alþjóða- skrifstofa háskólastigsins-Landsskrif- stofa Sókratesar á fslandi bjóða til

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.