Dagur - 30.09.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 30.09.2000, Blaðsíða 1
Tillögumar eru skref til sátta Niðuxstaða auðlinda- nefndar. Stóratburð- ur. Anægja. Hafna uppboði. Séreigna- skipan. Almenn ánægja virðist vera í að- alatriðum með niðurstöður og tillögur auðlindanefndar sem skilaði skýrslu sinni til forsætis- ráðherra í gær. I niðurstöðum hennar kemur m.a. fram að sam- eiginlegar auðlindir þjóðarinnar verði skilgreindar í stjórnarskrá sem þjóðareign og að þær megi hvorki selja né afhenda varan- lega. Þá leggur nefndin til að þeir sem nýta auðlindir í þjóðar- eign greiði gjald fyrir það og m.a. í sjávarútvegi. Stóratburður Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að með starfi nefndarinnar sé stigið ákveðið skref til sátta í málum þar sem lang- vinnar deil- ur hafa átt sér stað meðal þjóð- arinnar. Hann segir einnig að þarna sé á ferðinni stóratburð- ur í íslenskri samtíma- sögu. Sjálfur segist hann þó hafa skrifað skýrsluna öðruvísi ef hann hefði átt kost á því. I því sambandi áréttar hann þá skoðun sína að hann telji enga nauðsyn á veiði- leyfa- eða auðlindagjaldi í sjávar- útvegi. Hins vegar hefðu stjórn- arflokkarnir ákveðið að slá til með tillögu stjórnarandstöðunn- ar á sínum tíma með því að setja á fót auðlindanefndina. Ánægja Halldór Ás- grímsson ut- anríkisráð- herra er einnig ánægður með tillögur nefndarinn- ar í aðal- atriðum og sömuleiðis Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sem telur þær vera góðan grunn til að vinna með. Þing- flokkur Samfylkingar fagnar nið- urstöðu auðlindanefndar og skorar á stjórnvöld að hefja þeg- ar undirbúning breytinga á stjórnarskránni. Hafnar uppboði Athygli vekur að stjórn LÍÚ telur að ekki beri að innheimta auð- lindagjald vegna nýtingar fiski- stofna við Island. Stjórnin er hinsvegar reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóf- legs auðlindagjalds svo það megi verða til þess að ná víðtækri sátt um stjórn fiskveiða. LÍÚ vill ennfremur að auðlindagjald standi undir skilgreindum kostn- aði auk þess sem hafnað er alfar- ið uppboði ríkisins á aflahlut- deildum eða aflamarki. Séreignaskipan Steingrímur J. Sigfússon formað- ur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs segist að mörgu leyti vera ánægður með skýrslu auðlindanefndar, þótt þar sé einnig að finna ýmislegt sem skoða þurfi betur. Hann vekur m.a. athygli á því að nefndin tel- ur að það eigi að fella umhverfis- gæði undir séreignaskipan. Hann undrast að sumir þingmenn í nefndinni skuli hafa skrifað und- ir þetta án fyrirvara. - GRH Sjá bls 29, 32 og 33 Jóhannes Nordal afhendir Davíð Oddssyni tillögur auðlindanefndar í Ráðherrabústaðnum í gær. Lítiltrúá Ingu Jónu Einungis lit- ill minni- hluti þeirra þúsunda sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Netinu telja að Inga Jóna Þórðardóttir eigi að fara með forystuna á lista Sjálf- stæðisflokksins í næstu kosning- um. Spurning Dags hljóðaði svo: Á Inga Jóna að leiða D-Iistann í næstu borgarstjórnarkosningum? Mikill áhugi var á málinu því ríf- lega íjögur þúsund greiddu at- kvæði. MikiII meirihluti, eða 72 prósent, svöruðu spurningunni neitandi, en 28 prósent vildu að Inga Jóna yrði leiðtogi Iistans. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja spurningu Dags á Net- inu. Hún hljóðar svo: Eru tillög- ur Auðlindanefndar líklegar til að sætta þjóðina? Slóðin er sem fyrr: visir.is vísir.is Meðlimir í Félagi eldri borgara í Reykjavík gengu um miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær með kröfuspjöld og foringj- ar samtakanna lögðu almennum félögum sínum síðan lið við að ræða við almenning um kjör eldri borgara. Eldri borgarar og öryrkjar hafa boðað til fundar á Austurvelli á mánudag í tengslum við setningu Alþingis. mynd: hþg Helstu máttarstólpar íslensku Úp- erunnar: Ingjaldur Hannibalsson, Kristinn Sigmundsson formaður nýskipaðs listráðs ÍÚ, Bjarni Daní- elsson óperustjóri, Jón Ásbergsson stjórnarformaður ÍÚ, Guðrún Ragnarsdóttir og Snorri Welding. Óperan að atvumuhúsi „Brotið verður blað í atvinnu- sögu sönglistar á Islandi þegar ój>erusöngvarar verða ráðnir að Operunni á næsta ári. Það mun verða í fyrsta sinn á íslandi sem söngvari verður ráðinn í fullt starf við að sinna list sinni,“ sagði Bjarni Dam'elsson óperu- stjóri, sem í gær kynnti frétta- mönnum tímamót hjá lslensku Óperunni. Menntamálaráðherra hefði nú Iýst yfir stuðningi við áform stjórnar Óperunnar um markvissa uppbyggingu á sam- felldri, íjölbreyttri og metnaðar- fullri starfsemi á næstu árum, líka áform hennar um fastráðn- ingar óperusöngvara haustið 2001. Samningar stæðu yfir við menntamálaráðuneytið um starf- semina næstu þrjú árin. „Takist samningar á þessum nótum mun það marka tímamót í sögu ís- Iensku óperunnar," sagði Bjarni. VjLnafélag í stað Styrktar- félags 1 þeim tilgangi að endurskil- greina hlutverk og skýra ábyrgð- arskiptingu þeirra sem standa að rekstri Öperunar sagði hann stjórnskipun hennar nú hafa ver- ið breytt. Styrktarfélag Óper- unnar hafi verið lagt niður, en þess í stað stofnað Vinafélag áhugamanna um óperulist og hins vegar fulltrúaráð IÓ, sem verði óformlegur félagsskapur fyrirtækja og einstaklinga sem taki þátt í rekstrinum, sem síðan standa saman að fimm manna stjórn. Og ný stjórn stefni að því að byggja Óperuna upp sem at- vinnuóperuhús mcð samfellda starfsemi. Fyrst í stað sé stefnt að því að ráða 5 til 10 unga söngvara tímabundið í eitt til tvö ár, með von urn að eiga þá síðan að í eitt og eitt hlutverk þegar þeir eru orðnir heimsfrægir, eins og margir verða. Vilja fljrtja innljrfja- fræðmga bls. 28 Sýkaaður af mairn- drápsákæru í Bláhvammsmáli bls. 26 Nýrbankií Lúxemborg bls. 26

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.