Dagur - 30.09.2000, Qupperneq 4
28- LAUGARDAGUR 3 0. SEPTEMBER 2 000
rDwptr
L FRÉTTIR
L. ^
I
Vegna skorts á lyfjafræð-
ingum vilja apótek flytja
inn slíka erlendis frá,
þar sem þeir liggja heldur
ekki á lausu því
skorturinn er alþjóð-
legur.
Lyfjadreifingarfyrirtæki hafa beðið
Samtök verslnnar og þjónustu að
kanna hvort hægt >'aeri að fá lyfjafræð-
inga til landsins þar sem nokkur skort-
ur sé á þeim. I Fréttapósti SVÞ segir
jafnframt: „I ljós hefur komið að skort-
ur er á lyfjafræðingum í mörgum lönd-
um Evrópu og því ekki auðvelt að fá
slíkt fólk hingað." Þannig séu Bretar
nú t.d. að leita uppi lyfjafræðinga í
Suður- Afríku og Indlandi til að fá þá
til að flytja til Englands. Sólveig Guð-
mundsdóttir lögfræðingur í heilbrigð-
isráðuneytinu segist hafa fengið
munnlega fyrirspurn um það hvernig
staðið skuli að ráðningum erlendis frá.
En engin umsókn hafi borist um
starfsleyfi.
Slegist mn hvem lausann
En af hverju er skortur? „Þörfin virð-
ist vera að aukast, allavega eins og
staðan er nú. Auk þess sem apótekum
hefur fjölgað og hvert apótek þarf að
hafa a.m.k. 2 Iyfjafræðinga í vinnu þá
blómstrar nú lyfjaiðnaður hér á landi
og tekur til sín fleira og fleira fólk,“
svaraði Ingunn Björnsdóttir fram-
kvæmdastjóri Lyfjafræðingafélags ís-
lands. Og hreyfingin virðist fremur
hafa verið úr apótekunum og yfir í
lyfjafyrirtækin en hina leiðina. Félags-
menn segir Ingunn um 320 og tæplega
300 þeirra séu virkir á vinnumarkaði.
Skort á lyfjafræðingum segir Ingunn
raunar alþjóðlegt vandamál. A ráð-
stefnu Alþjóðasamtaka lyfjafræðinga
nýlega hafí komið fram að það vanti
alls staðar lyfjafræðinga. Hvað marga
vanti hér á landi segir Ingunn að sér
sé ókunnugt um. En staðan sé þannig
að ef fréttist af lyfjafræðingi sem hugs-
anlega væri að losna þá sé slegist um
hann.
Vaníar fleiri - en færri læra
Hlýtur þeim sem læra lyfjafræði þá
ekki að fjölga? „Nei. A 5. ári í Iyíja-
fræði eru nú 18 manns, sem ég raunar
held að séu eftir úr árgangi scm taldi
um 50 manns í byrjun. I kjölfar hans
hafi verið settur klásus, þannig að 12
nianns komist í gegnum jólapróf. Á
þetta reynir þó ekki því aðeins 11 eru
nú á fyrsta ári í lyfjafræði", segir Ing-
unn. Að nemendum fækki geti átt sér
ýmsar skýringar. Áður hafi vonin um
að verða síðar meir sjálfstæður at-
vinnurekandi kannski verið ein ástæða
þess að menn völdu lyljafræði, en nú
hafí dregið mjög úr þeim möguleika og
eitthvert annað nám kannski orðið
heppilegra í þeim tilgangi.
Apótekum fjölgað um þriðjung
Eftir „frelsun" apótekanna hefur þeim
fjölgað um þriðjung - úr 43 áður í um
58 nú, sem flest tilheyra 4 keðjum. Til
að vinna hér í apótekum þurftu lyfja-
fræðingar lengi vel að hafa próf í ís-
lenskum lyíjalögum, sem þeir náðu
varla án þess að vera þokkalega vel að
sér í íslensku. Þetta breyttist með EES-
samningnum. Eftir sem áður telur Ing-
unn það fremur óskynsanlegt að ein-
hver vinni í apóteki sem þekkir ekki þau
lög sem hann á að vinna eftir. - HEI
FRÉTTA VIÐTALIÐ
I heita pottinum er alltaf
verið að ræöa um þá upp-
stokkun sem óhjákvæmi-
lega mun fylgja breyttri
kjördæmaskipan. Nýjustu
tíðindin af þeim vígstöðvum lúta
að lista sjálfstæðismanna í hinu
verðandi Norðausturkjördæmi,
en þar er sagt að mikil uppstokk-
un sé í vændum. Sumir pottveijar
hafa þannig heyrt að svo gæti far-
ið að báðir þingmenn llokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra séu á förum, Hall-
dór Blöndal muni draga sig í hlé en flugufréttir
eru um að Tómasi Inga standi til boða að fara til
einhverra spennandi starfa í Evrópu. Gangi
þetta eftir eru ljóst að mikill slagur yrði um
þeirra sæti...
Hallór
Blöndal.
Og framhald sögumiar er líka
sagt í pottinum. Þvi haldið þar
fram að Hjálmar Jónsson, sem
verið hefur þingmaður Norður-
lands vestra, liafi hug á að flytja
sigyfirkjördæmamörkin ogbjóða
sig fram í Norðausturkjördæm-
inu, en ekki í Vesturkjördæminu eins og hingað
til hefur verið talið nokkuð vist að haim gerði.
Ýmislegt mælir raunar með því að Hjálmar geri
það, m.a. að hann er frá Akureyri og uppalimi í
Öngulstaðahreppi og væri þannig að koma
heim. Fyrir á fleti í Vesturkjördæmi eru líka
margir þungavigtarmenn, og það yrði vel séð af
mörgum að fá hinn litríka Hjálmar austur yfir -
ekki síst ef hagyrðingurinn Halldór Blöndal
hættir...
Og til að loka þessari trílógíu um norðlenska
sjálfstæðismenn í heita potti dagsins er rétt að
greina frá því að heyst hefur að ýmsir flokks-
menn á Norðurlandi eystra hafi hug á að fá Krist-
ján Þór Júlíusson á lista í þingkosningum. Krist-
ján er ekki sagður afhuga þessu sjálfur, en aðrir
hafa efasemdir og benda á að það geti verið tví-
bent fyrir bæjarstjóra á Akureyri að fara beint í
landsmálin og
Bjömssonar í þi
V_______________
benda á slæmt gengi Jakobs
í samhengi...
Hjálmar
Jónsson.
Tómas Ingi
Olrích
alþingismaðurog formaður
utanríkismálanefndar alþingis
Danirhöjhuðu aðild að
evrópska myntbandalaginu í
þjóðarafkvæðagreiðslu. Nið-
urstaðan eráfall Jyrirfram-
kvæmdastjóm Evrópusam-
bandsins.
Beinir athyglinni að
vandamáliuii ESB
- Hvaða áhrif hefur höfnun Dana á
evrunni hérlendis?
„Eg tel fullvíst að þessi atkvæðagreiðsla
og niðurstaða hennar hafí áhrif á umræð-
una hér á landi. Hún mun beina athyglinni
að raunverulegum vandamálum sem hefur
lengi hefur verið glímt við innan Evrópu-
sambandsins, en ekki tekist að leysa, s.s. lít-
ill almennur stuðningur við sambandið í
heild og halli á svokölluðum lýðræðismálum
innan sambandsins. „Lýðræðislegum halla-
rekstri" innan stofnana sambandsins og öðr-
um fleiri grundvallarvandamálum sem hef-
ur lítið verið tekið á í Evrópusambandinu og
umræðan Jrví miður verið mjög lítil hér
heima á Islandi. Umræðan hefur verið
klisjukennd; þrástagast hefur verið á því að
taka málið á dagskrá þó það hafí verið til ít-
arlegrar umræðu hér lengi. Nú hefur önn-
ur ldisjukennd umræða farið í gang um það
að EES-samningurinn sé að veikjast. Hvor-
ugt atriðið er uppfræðandi og tilraunir til
þess að færa ESB-umræðuna inn á mál-
efnalegri grundvöll, sem ég hef meðal ann-
ars beitt mér fyrir í þinginu, hefur ekki bor-
ið árangur. Ég held því að þetta muni færa
umræðuna hér heima nær þeim raunveru-
legu vandamálum sem ESB glímir við sem
ríkjasamband."
- Hver eru þessi raunverulegu vanda-
niál í hnotskurn?
„Valdahlutföll innan Evrópusambandsins
eru mjög sérstök og löggjafarvaldið er í
höndum framkvæmdavaldsins, öfugt við
gru dvallareglur lýðræðisins eins og Jiær
eru skilgreindar í Evrópuráðinu. Evrópu-
þingið hefur ekki vald til þess að fullgilda
lagafrumvörp þó að það hafi vald til að brey-
ta þeim. Þjóðþingin fullgilda lagafrumvörp-
in en hafa ekki vald til þess að breyta þeim.
Þessi uppbygging sambandsins hefur valdið
talsverðum erfiðleikum.
Ráðherraráðið hefur legið undir Jrungri
gagnrýni um lélegan undirhúning ákvarð-
ana, hrossakaup og forystuleysi. Það er
mjög réttmæt gagnrýni og þeir líta sjálíir á
þetta sem eitt helsta vandamál ráðsins. Oll
þessi mál valda því að almennur stuðningur
við Evrópusambandið í fjölmörgum aðildar-
ríkjum er afar lítill, svo lítill að það verður
að skoða það sem sérstakt vandamál Iýðræð-
isins í Evrópu.“
- Hver verður afstaða Breta og Svía til
myntbandalagsins í Ijósi niðurstöðu þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar i Dantnörkti?
„Eg held að stjórnvöld í báðum þessum
löndum, sem hafa áhuga á því að nálgast
Eurosvæðið, muni nú hugsa sig tvisvar urn
áður en ])au hætta á að leggja það undir
dóm Jrjóðanna í löndunum." - gg