Dagur - 30.09.2000, Side 5

Dagur - 30.09.2000, Side 5
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2 00 0 - 29 Xk^wr. FRÉTTIR Hér á eftir fer saman- tekt u in meginniður- stöður Auðlindauefnd- ar. Auðlindanefnd var falið að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að vera í þjóðareign. Einnig hvern- ig standa skyldi að gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í sameigin þjóðar- innar. Nefndin leggur til að skilgreint verði og tekið upp í stjórnarskrá nýtt eignarréttarform; þjóðareign. Þjóðareign megi ekki afhenda var- anlega. Einstaldingar eða lögaðilar geti fengið afnot þjóðareigna og komi þá gjald íyrir og séu afnotin tímabundin eða uppsegjanleg með hæfilegum fyrirvara. Nefndin telur jafnframt brýnt að mótuð verði samræmd stefna og stjórn á nýtingu náttúruauðlinda á íslandi sem skapi heilsteyptan lag- aramma um hlutverk og ábyrgð ríkisins á ráðstöfun og nýtingu þessara auðlinda. Þjóðareignin skilgreind Nefndin leggur til að eignarréttar- leg staða þeirra auðlinda sem ríkið eða þjóðin eiga nú samkvæmt lög- um - það er nytjastofna á lslands- miðum, auðlindir í eða á hafsbotni utan netlaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum - verði samræmd með þeim hætti að tekið verði upp í stjórnarskrá nýtt ákvæði þar sem þessar auðlindir verði lýstar þjóð- areign. Lagt er til að veita megi einstak- lingum og lögaðilum heimild til af- nota þeirra gegn gjaldi að því til- skyldu að afnotin séu tímahundin eða þeim megi breyta með hæfi- Iegum fyrirvara. Slík afnotaheimild njóti verndar sem óbein eignarrétt- indi. Til greina kemur að ýmis gæði sem nú eru ekki undirorpin eignarrétti, svo sem rafsegulbylgj- ur til fjarskipta, verði síðar meir skilgreind sem þjóðareign. Gjaldtakan Auðlindanefndin telur að gjaldtaka af nýtingu náttúruauðlinda geti komið til af fjórurn ástæðum að minnsta kosti: í fyrsta lagi kostnaðargjöld vegna vöktunar og rannsókna. í öðru lagi til að tryggja þjóðinni sýnilega hlutdeild í þeirri auð- lindarentu sem nýting auðlinda í þjóðareign skapar. I þriðja lagi með grænunt skött- um eða uppbótum til að kalla fram „rétta breytni" - það er sem hag- rænt stjórntæki. t íjórða lagi svokölluð aðgangs- gjöld. Varðandi fiskveiðarnar er nefnd- in þeirrar skoðunar að greiðsla fyr- ir afnot af auðlindinni geti stuðlað að sátt um stjórn veiðanna. Nefnd- in tók í því sambandi tvær megin- Ieiðir til skoðunar; fyrningarleið og veiðigjaldsleið. Nokkrir nefndar- menn telja aðeins aðra þeirra ásættanlega. Nefndin telur að upphæð veiði- gjalds eða hve hátt árlegt fyrning- arhlutfall skuli vera hljóti á endan- um að ráðast af pólitísku mati. Hún leggur til að hluti þess gjalds sem innheimtist með þessum hætti skuli renna til sjávarbyggða. Uppboð eða samningar Auðlindanefndin telur að nýting- arréttindi vatnsafls eigi að selja á uppboði ef nægileg samkeppni er til staðar, en ella með samningum. Með útboði hlutafjár í þeim raf- orkufyrirtækjum sem þjóðin á ættu að skapast skilyrði til að eigendur þeirra fengju fullt markaðsverð fyr- ir þau vatnsréttindi sem fyrirtækin ráða yfir. Gjaldtaka námu- og jarðhitarétt- inda getur komið til vegna nýting- ar í þjóðlendum að mati nefndar- innar sem taldi heppilegast að ráð- stafa slíkum réttindum með upp- boðum þegar markaðsaðstæður leyfa, annars mcð samningum. Um rétt til afnota auðlinda á eða undir sjávarbotni ættu að gilda hliðstæðar reglur og um þær auð- lindir sem tilheyra þjóðlendum. Réttinum ætti að ráðstafa á sam- keppnisgrundvelli og þá fyrst og fremst með uppboðum. Þó rafsegulbylgjur til fjarskipta og tíðnisvið hafi ekki verið Iýst þjóðareign telur nefndin að greiðs- la skuli koma fvrir aðgang að tíðnisviðinu og að heppilegast sé að úthluta nýjum leyfum með upp- boðum eða öðrum hlutlægum að- ferðum. Varðandi umhverfisgæði telur nefndin að þó stefna beri að sem frjálsustu aðgengi geti þurft að stýra nýtingu þessara náttúruauð- linda og að leggja beri áherslu á aukna notkun hagrænna stjórn- tækja. Þjóðarsjóður Auðlindanefndin telur margt mæla með því að hluti tekna vegna auðlindagjalda gangi til að mynda sjóð sem almenningur eigi aðild að og varið yrði til að efla þjóðhags- legan sparnað og uppbyggingu. Þá telur nefndin að hluti þeirra gjalda sem innheimtist fyrir nýt- ingu fiskimiðanna eigi að renna til sjávarbyggða. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hyggst ekki áfrýja dómi héraðs- dóms. Engin áíryjuii „Við munum ekki áfrýja þessurn úrskurði, við vildum bara fá þetta á hreint. Það er verið að vinna í að koma þessum gögnum til lögregl- unnar,“ segir Þorgeir Pálsson flug- málastjóri. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Flugmálastjórn til að Iáta af hendi fjarskiptaupptökur milli flugmanns og flugturns síðustu klukkustundina íyrir flugslysið í Skerjafirði þegar Ijórir létust. Lög- reglan í Reykjavík mun fá þessi gögn í hendur en áður hafði Flug- málastjórn skotið því til dómara hvort stofnuninni væri skylt að af- henda gögnin. Þorgeir taldi hugs- anlegt að það bryti í bága viö lög um persónuvernd að afhenda gögnin en því hefur héraðsdómur nú hafnað. Urskurðarorð Héraðsdóms eru: „Lögregustjóranum í Reykjavík er heimilt að leggja hald á og rann- saka efni og innihald hljóðupptaka af samtölum flugumferðarstjóra við flugumferð yfir Vestmanneyjar, yfir sunnanverðu landinu, í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli, bæði í sjónflugi og blindflugi sem og við umferð flugvéla á jöðru niðri á flugvellinum í Vestmannaeyjum og á Reykjavíkurflugvelli sem átti sér stað síðustu klukkstund áður en flugvélin TF-GTI hrotlenti í Skerjafirði kl. 20.36 að kvöldi 7. ágúst síðastliðinn.'* Aðstandandi eins fórnarlambs slyssins krafðist þess að samhliða athugun Rannsóknarnefndar flug- slysa færi fram óháð lögreglurann- sókn. Hann Iýsti því í Degi fyrir skemmstu að honum þættu við- brögð Flugmálastjórnar tortiyggi- leg í málinu. Flugmálastjóm lægi sjálf undir grun þegar allir þættir málsins væru skoðaðir. — BÞ Go kemur aftur Síðasta ferð lággjaldaflugfélagsins Go milli Bretlands og íslands var á miðvikudaginn, en þeir hafa flogið fjórum sinnum í viku í allt sumar. Að sögn Jóns Hákons Magnússon- ar eru forsvarsmenn flugfélagsins geysilega ánægðir með árangurinn og eru þeir ákveðnir í að koma hingað aftur næsta sumar. Sætanýtingin var tæplega 90%, sem er mun meira en þeir áttu von á. Alls voru farþegarnir á þriðja þúsund, en fjórðungur þeirra voru Islendingar. Sérstaklega athygli vekur raunar að 67% Islending- anna keyptu sér farmiðann á Net- inu. „Það er miklu hærra hlutfall en þeir áttu von á, og miklu hærra en víðast hvar annars staðar," seg- ir Jón Hákon. Jón Hákon segir að þeir ætli ekki að vera með flug hingað í vetur. „Það er aðallega vegna þess að þeir eiga ekki nema níu vélar.“ Þessar vélar verða í llugi frá Bretlandi til skíðasvæðanna í Austurríki og Sviss, þannig að ekkert verður af- gangs til Islandsflugs. Auk þess spilar eldsneytishækkunin inn í. „Olíuverðið er náttúrulega að fara illa með flugfélögin," segir Jón Hákon. „Þannig að ég efast um að þeir komi með 10.000 króna verð- ið aftur.“ — GB Hvemig á að uthluta? Auðlindanefndin bendir einkum á tvær aðferðir við úthlutun réttinda í þjóðareign: 1. Uppboð þegar samkeppni um réttindin er næg. 2. Samninga þar sem reynt væri að meta hugsanlegan auð- lindaarð. — Ilverjir voru í nefndinni? I Auðlindanefndinni, sem skilaði af sér í gær, áttu þessir sæti: Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóri, formaður. Eiríkur Tómasson, prófessor, varaformaður. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lúðvík Bergvinsson, alþingmaður Samfylkingarinnar. Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ragnar Arnason, prófessor. Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Auðlindimar í stjómarskrána Kjarninn í tillögum auðlindanefndar er að sett verði inn í Stjórnarskrá Iýðveldisins eftirfarandi ákvæði: Náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekld eru háð einkaeign- arrétti, cru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má eldvi selja eða Iáta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auð- lindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskyldu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi. Náttúruauðlindir í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæm- astan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti. Hvaða auðlindir? Þær auðlindir sem Auðlindanefndin Ijallar um í tillögum sín- um eru þessar: Fiskimiðin og veiðirétturinn. Nýtingarréttindi vatnsafls. Nýtingarrétt auðlinda á eða undir sjávarbotni. Námu- og jarðhitaréttindi. Rafsegulbylgjur til íjarskipta. Umhverfisgæði almennt. Gjaldtaka lyrir nýtingu Samkvæmt tillögu Auðlindanefndar getur gjaldtaka af nýtingu náttúruauðlinda komið til að minnsta kosti af íjórum ástæð- um: a) Kostnaðargjöld vegna vöktunar og rannsókna. b) Gjöld til að tryggja þjóðinni sýnilega hlutdeild í þeirri auð- lindarcntu sem nýting auðlinda í þjóðareign skapar. c) Grænir skattar eða uppbætur til að kalla fram „rétta" breytni. d) Aðgangsgjöld.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.