Dagur - 30.09.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 30.09.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMRER 2000 - 31 Vmtr. RITS TJÓRNARSPJALL Séð yfir Bolungarvík, byggð sem rætt er um að styrkja með því að flytja til Sparisjóðsins þar innheimtuverkefni fyrir Byggðastofnun. Hugsjónariddarar masútboðaima -] BIRGIR GUÐMUNDS- £ SON SKRIFAR Það fer ekkert á milli mála að ým- islegt úr tísku og jafnvel hug- myndaheimi þeirra sem voru ung- ir á sjöunda og áttunda áratugnum hefur verið að skjóta upp kollinum hjá unga fólkinu í dag. Enda segja fróðir menn að tískan gangi í bylgj- um og svipaðir hlutir endurtaki sig með vissu millibili. Kannski er það vegna þess að óvenjumargt ungt fólk klætt í svona stíl er á götun- um þessa dagana að hugrenning- artengslin til manns eigin mennta- skólagöngu verða sterkari en ella. Nema hvað í þessari viku hefur mér oftar en einu sinni verið hugs- að til áranna í Menntaskólanum við Hamrahlíð þegar róttækni var almenn og okkur þótti mörgum sem bylting öreiganna væri það lausnarorð sem dygði til að tryggja heiminum réttlæti. Þó þeir hug- sjónaeldar séu nú löngu kulnaðir í gömlu blaðamannshjarta, loguðu þeir glatt á þeim árum og minning- in ein, um notalega vissuna yfir því að hafa fundið rétta svarið, ylj- ar enn. Ofurriddarar Enda er auðvitað ekkert að hug- sjónamennsku. Hún getur meira að segja verið göfug og hrein, jafn- vel þótt hún sé byggð á röngum forsendum. I Menntaskólanum við Hamrahlíð voru róttækir vinstrimenn um miðjan áttunda áratuginn klofnir upp í margar fylkingar, anarkistar, trotskyistar, alþvðubandalagsmenn og nokkrir stríðandi hópar maóista. Oftast náðu þessir hópar saman í stærri málum og allir vildu veg öreiga- byltingarinnar sem mestan, nema kannski alþýðubandalagsmennirn- ir. Ég minnist þess þó að í þessari flóru voru ákafir hugsjónamenn, sem voru slíkir ofurriddarar að það varð beinlínis vandræðalegt fyrir okkur hin. Vandlæting þeirra og hreinleiki í trúnni gerði það að verkum að þeir töldu sér tæpast fært að tala mikið við fólk, sem var uppfullt af borgaralegri hug- myndafræði, slíkt væri óheppilegt fyrir þeirra eigin „stéttarvitund". Þeir gætu m.ö.o. smitast af borg- aralegri lffsýn. Einum í þessum hópi man ég sérstaldega eftir en hann dundaði sér við að smíða og hanna vopn sem íslenskir öreigar gætu búið til heima hjá sér og síð- an notað gegn borgarastéttinni þegar kall byltingarinnar kæmi! Slíkir hreintrúarmenn voru þó í miklum minnihluta og okkur hin- um þótti þeir heldur spilla fyrir málstað öreigabyltingarinnar en hitt, greiðinn sem þeir gerðu mál- staðnum væri mikiíl bjarnargreiði. Það er mikið til í því að rónarnir komi óorði á brennivínið. Lennyar En hugsjónamenn af þessu tagi er þó víðar að finna og þeir hafa látið talsvert á sér bera í þjóðmálaum- ræðunni í þessari viku. Þetta eru mennirnir sem hafa svo heitar hugsjónir og háleit markmið að þeir gleyma sér í upphafningunni og enda svo með því að spilla íyrir þvf sem þeir dásama hvað mest. A sviði pólitískra hugsjóna eru þetta Lennvar að hætti Steinbachs, tragískar fígúrur, sem kæfa músina sem þeir ætluðu að gæla við í góð- mennsku. Núna eru það hugsjóna- menn um útboð á opinberum verkefnum sem verið hafa í sviðs- Ijósinu. Tilefnið er sú yfirlýsing stjórnarmanna í Byggðastofnun að þeir vilji láta kanna hvort tiltekin innheimta á vegum stofnunarinn- ar geti ekki farið fram í gegnum Sparisjóðinn í Bolungarvík og skapað þar eitt eða tvö ný störf, enda sé Bolungarvík dæmi um byggð sem standi ekki traustum fótum. En hugsjónamennirnir um útboð opinberra verkefna vöknuðu heldur betur við þessi tíðindi, sáu í henni mikla spillingu og hafa kraf- ist þess með miklum hneykslunar- svip að innheimtan verði boðin út. Stjómarmeiuiimir Þá hefur það ekki vakið minni hneykslun þeirra - og það er vissu- lega óheppilegt og jafnvel að- finnsluvert - að Bolungarvík hafi orðið fyrir valinu, vegna þess að tveir áhrifamiklir stjórnarmenn eru einmitt frá Bolungarvík, þeir Kristinn H. Gunnarsson formaður og Einar K. Guðfinnsson. Gagn- rýnin hefur þó ekki einskorðast við að heimabær þessara áhrifamanna skuli valinn fram yfír einhvern annan lítinn bæ sem stendur höll- um fæti byggðalega séð - en undir slíka gagnrýni mætti hugsanlega taka. Síður en svo, gagnrýnin bein- ist öll að því að þessi verkefni eru ekki boðin út. Byggðastofnun Nú er þess að gæta að Byggða- stofnun er ekki eins og hver önnur ríkisstofnun í þessu tilliti. Henni er beinlínis ætlað það hlutverk að mismuna og ganga gegn hagræð- ingarlögmálinu á tilteknum stöð- um á landinu til þess að freista þess að snúa byggðaflóttanum við. Eðli byggðaaðgerða er aö grípa inn í framvinduna með handafli og reyna að stýra þróuninni inn á nýj- ar brautir. I því skyni er stofnunin sem slík flutt til Sauðárkróks; í því skyni er stofnunin sem slík að setja peninga í alls kyns starfsemi á landsbyggðinni sem hægt væri að bjóða út í Beykjavík; og í því skyni eru stjórnvöld að tala um að flytja alls kyns verkefni út á land. Hafí það farið framhjá einhverjum þá er ekki verið að tala um að bjóða út afmörkuð og skilgreind verkefni sem flytja á út á land, heldur er verið að flytja þangað verkefni sem hægt er að vinna þar með þokka- Iega skynsamlegum hætti. Ef byggðastefna á að vera rekin ein- göngu á grundvelli útboða og markaðslögmála yrði einfaldlega ekki um neina byggðastefnu að ræða. Þetta er svona það sem gáfu- menn í MH kölluðu á sínum tíma „a priori - sannindi". ÚtboðsTeglan!? Þessu til viðbótar kemur svo það, að úboð á opinberum verkefnum eru sfður en svo algild regla, þótt vissulega hafí þeim farið fjölgandi. í mjög athyglisverðri grein hér í Degi í vikunni bendir Jón Krist- jánsson formaður fjárlaganefndar einmitt á þetta. Jón segir m.a.: „I maí síðastliðnum komu út tvær skýrslur á vegum Bíkisendur- skoðunar um viðskipi ríkisstofn- ana. Onnur var um kaup á ráð- gjöf og sérfræðiþjónustu, hin var um rammasamninga Ríkiskaupa. Efni þessara skýrslna var hið at- hyglisverðasta, en þó vöktu þær sáralitla umræðu í fjölmiðlum. Þar kcmur meðal annars í ljós að ríkisstofnanir kevptu ráðgjöf og sérfræðiþjónustu fírir um 2 millj- arða króna árið 1998, allt án út- boðs. Hlutfall rammasamninga tyrir þjónustu sem keypt er er ein- nig lágt þótt hlutfallið hafi farið vaxandi síðustu árin.“ Gengisfelling Augljóslega hafa þessar skýrslur farið framhjá hugsjónamönnum útboðanna, sem hlýtur að teljast hin mesta synd. Hugsjónin um þá almennu reglu að verkefni á veg- um ríkisins skuli boðin út er nefni- Iega falleg og góð. Riddarar henn- ar verðskulda því almennan stuðn- ing og málstaður þeirra skilning. En þessa hugsjón má þó ekki gengisfella með því að vitna til hennar með afkáralegum hætti, eða í röngu samhengi. Þannig koma menn óorði á hana. Ef hug- myndin er að gagnrýna þá Kristinn H. Gunnarsson og Einar K. Guð- finnsson fyrir að skara eld að köku Bolungarvíkur frekar en Þórshafn- ar eða Rifs eða Ólafsfjarðar eða einhvers bæjar sem á í vök að veij- ast í byggðamálum, þá er ekki skynsamlegt að nota hugsjónina um útboð verkefna ríkisins til þess. Heimasmíði byltingarvopna Sá hópur manna sem hvað hæst hefur haft í þessu máli núna er augljóslega af sama sauðahúsi og þeir sem hér á árum áður neituðu sér um samskipti við borgaralegt fólk til forðast smit en sátu heima og hönnuðu byltingarvopn fyrir ör- eiga. Vonandi er þetta þó jafn þröngur hópur í dag og hann var í MH um miðjan áttunda áratug- inn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.