Dagur - 30.09.2000, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMRER 2 000 - 33
óðareign
að ljúka þessu verki sem hérna sé gjörlega óraunhæfu hugmyndum
íðherra kynntu niðurstöðu sína. Jóhannes Nordal afhendir Davíð Oddssyni skýrsluna.
fram hjá stjórnarmönnum þess að
þeir séu sammála því afdráttarlausa
áliti nefndarinnar að byggja eigi
stjórn fiskveiða á aflamarkskerfinu,
frjálsu framsali og að gildistími út-
hlutunar aflaheimilda eigi að vera
sem lengstur. 1 viðræðum sínum
við stjórnvöld vilja þeir að þess
verði gætt að hóflegt auðlindagjald
standi undir skilgreindum kostnaði
við eftirlit og rannsóknir á auðlind-
inni en ekki að slíkt gjald verði lát-
ið renna í einhvern sjóð. Gjaldið
verði tckið af óskiptu aflaverðmæti
og að greiðslur um auðlindagjald
gildi til langs tíma, enda óviðunandi
að þeirra mati að sjávarútvegurinn
búi við þá óvissu sem verið hefur.
Þá verði upphæð auðlindagjaldsins
ákveðin með hliðsjón af afkomu
greinarinnar og að aflaheimildir
verði skilgreindar sem óbein eignar-
réttindi, framseljanlegar og veðhæf-
ar. Tekið verði mið af starfsskilyrð-
um sjávarútvegs í samkeppnislönd-
um en útvegsmenn fullyrða að
samkeppnisaðilar þeirra séu ekki
látnir greiða auðlindagjald. Þá verði
• v **
-■m*-
Steingrímur J. Sigfússon
formaður Vinstri
hreyfingarinnar segir að
fljótt á litið geti skýrslan verið
ágætur grundvöllur fyrir
áframhaldandi vinnu og
tillögugerð í þessum efnum.
Svanfríður Jónasdóttir
segir að menn hljóti fyrst og
síðast að horfa til þess
mikilvæga áfanga sem
Hggur fyrir í tillögum
nefndarinnar.
komið í veg fyrir að auðlindagjald
verði notað til mismununar innan
greinarinnar og að mismunun í út-
hlutum aflaheimilda á milli aðila og
byggðarlaga verði aflögð. Stjórnin
hafnar alfarið uppboði ríkisins á
aflahlutdeildum eða aflamarki og
fagnar því að skýrsluhöfundar telji
að afkoma greinarinnar um þessar
mundir bjóði ekki uppá frekari
álögur á greinina.
Ágætur gruimur
Arni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir að svona fljótt á litið
sé niðurstaða nefndarinnar ágætur
grunnur með tilliti til auðlindanýt-
ingar almennt og sömuleiðis til að
ná víðtækri sátt fiskveiðistjórnunar-
kerfið. Hann bendir einnig á að
skýrslan verði til meðferðar hjá
þeirri nefnd sem vinnur að endur-
skoðun á fiskveiðistjórnuninni.
Ráðherra scgir að flest af þessu sem
fram kemur í skýrslunni séu hlutir
sem menn hafa verið að ræða. Það
sé þó ástæðulaust að kalla það ein-
hverjar klisjur, enda voru menn
kannski ekki að biðja nefndina að
finna upp hjólið. Ráðherra segir að
þótt það sé heilmikil vinna eftir þá
á að vera mögulegt á þessum grun-
ni að finna leið sem víðtæk sátt
verður um. Engu að síður telur ráð-
herrann að fiskveiðistjórnunin
verði alltaf umdeild í sjálfu sér þar
sem menn munu takast á um sjáv-
arútvegsmál, þótt mönnum takist
til umfjöllunar. Af einstökum atrið-
um telur hann að það verði að
skoða stjórnarskrárþáttinn í víðara
samhengi en ekki einungis í sam-
bandi við fiskveiðistjórnunina.
Hann segist þó ekki sjá neitt svona
fljótt á lítið í skýrslunni sem getur
hindrað menn í því að halda þessari
vinnu áfram. Ef hann hefði haft
möguleika til að skrifa skýrsluna
sjálfur, þá hefði efni hennar ekki
verið neitt langt frá því að geta fall-
ið inn í þann ramma sem skýrslan
nefndarinnar fjallar um.
Mitóö óunnið
Jóhannes Nordal formaður auð-
lindanefndarinnar segir að nefnd-
armenn hefðu farið af stað í sinni
vinnu með það að leiðarljósi að
reyna ná saman um þetta verkefni
og að því hefði verið unnið. Enda
hefði það verið einn aðaltilgangur-
inn með stofnun nefndarinnar. Það
hefði reyndar komið strax fram að
það hefði verið von til þess þótt það
mundi taka einhvern tíma og mikla
vinnu því verkefnið hefði verið flók-
ið. Jóhannes sagði að þrátt fyrir að
nefndin sé búin að skila af sér, þá
sé mikið starf enn óunnið þar til út-
færðar tillögur liggja fyrir um sjáv-
arútvegsstefnuna og raunar al-
mennt um auðlindamálin. Jóhann-
es bendir einnig á að framsalið sé
mjög mikilvægur þáttur í hag-
kvæmni allahlutdeildarkcrfisins.
Ánægja
Einn þriggja fulltrúa Samfylkingar í
auðlindanefndinni var Svanfríður
Jónasdóttir alþingismaður. Hún
segir að menn hljóti lýrst og síðast
að horfa til þess mikilvæga áfanga
sem liggur fyrir í tillögum nefndar-
innar. I því sambandi bendir hún
m.a. á að nefndin sé sammála um
að leggja það til að í stjórnarskrána
verði tekið ákvæði um sameiginleg-
ar auðlindir þjóðarinnar verði þjóð-
areign. Þær megi hvorki selja né
láta varanlega af hendi. Jafnframt
kemur það fram f niðurstöðu
nefndarinnar að einstaklingar og
lögaðilar geti fengið afnot af þjóðar-
eignum gegn gjaldi. Sá afnotaréttur
sé annað hvort tímabundin eða
með upptökuafslætti. Svanfríður
segist vera mjög ánægð með þessi
aðalatriði í niðurstöðum nefndar-
innar, enda standa fulltrúar Sam-
fylkingarinnar að þeim án fyrirvara.
Það þýðir þó ekki að þeir hefðu
skrifað skýrsluna eins ef þeir hefðu
alfarið ráðið niðurstöðunum. Hún
jafnframt vera bjartsýn á að þessi
atriði nái fram að ganga í þinginu
og þá sérstaklega í Ijósi þcirra við-
bragða sem niðurstöður nefndar-
innar hafa fengið hjá forsætisráð-
herra.
Mörgu ósvarað
Enginn fulltrúi Vinstri hreyfingar-
innar - græns framboðs var í auð-
lindanefndinni, enda var flokkur-
inn ekki til þegar skipað var í nefnd-
ina. Steingrímur J. Sigfússon for-
maður Vinstri hreyfingarinnar segir
að fljótt á Iitið geti skýrslan verið
ágætur grundvöllur fyrir áfram-
haldandi vinnu og tillögugerð í
þessum efnum. Hún sé hins vegar
engin endanleg og útfærð niður-
staða. Hann bendir á að þama sé
reynt að taka samræmt á málunum
og m.a. hugmyndir um hófsama
gjaldtöku í sjávarútvegi. Hann telur
það vera mikla framför frá þeim al-
sem hljóðuðu uppá einhverja tugi
milljarða í skattheimtu. Engu að
síður sé mörgum spurningum
ósvarað sem vakna við lestur skýrsl-
unnar. Scm dæmi finnst honum
nefndin gefa sér óþarflega mikið
sem niðurstöðu að fiskveiðistjórn-
arkerfið verði meira og minna
óbreytt. 1 þeim efnum segist hann
hafa mikla fyTÍrvara, enda sé þar
þörf á grundvallarbreytingum eins
og hann hefur oft bent á. Þá sé
spuming hvernig eigi að ráðstafa
því gjaldi sem ætlunin sé að iáta
auðlindirnar greiða. Steingrímur
telur ástæðu til að menn velti því
íyrir sér hvort hægt sé að ná sam-
stöðu um að þetta gjald geti orðið
að einhverju leyti tekjustofn byggð-
arlaganna eða Iandshlutanna en
ekki aðeins tekjustofn fyTÍr ríkis-
sjóð. Þá segist hann ekki vera sam-
mála ýmsum hlutum sem koma
fram í skýrslunni. Meðal annars
vekur það athygli hans að svo virð-
ist sem nefndin telji það neikvætt
að þorri umhverfisgæða sé opin öll-
um almenningi. Hann segist ekki
sjá annað en að nefndin gefi sér
það sem markmið að það eigi að
færa umhverfisgæði undir sér-
eignaskipan. Því sé hann algjörlega
ósammála nefndinni, enda sé þarna
á ferðinni háskaleg nálgun að hans
mati. Það kemur honum líka á
óvart að sumir ónafngreindir
nefndarmenn, eins og hann orðar
það skuli skrifa undir svona Iagað
án fyrirvara.
Víðtæk samstaða
Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morg-
unblaðsins og einn nefndarmanna
segist vera mjög ánægður með nið-
urstöður nefndarinnar. Hann segist
jafnframt hafa trú á því að þær
inuni leiöa til þess að menn nái
sáttum í þessum málum. Það sé
m.a. vegna þess að það sé mjög víð-
tæk samstaða um málið í nefndinni
þar sem nefndarfulltrúar koma úr
mjög ólíkum áttum með ólík sjónar-
mið. Styrmir segir að það hafi verið
mikilvægt að það hefði náðst sam-
staða um ákveðin grundvallaratriði
og því sé ástæða til að ætla að það
takist að ná endanlegri niðurstöðu í
þessu máli á næstu misserum.
Hann vonast jafnframt eftir því að
ríkisstjórn og alþingi nái saman um
málið í aðalatriðum.
Með fyrirvara
Ari Edwald framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins og Guðjón
Hjörlcifsson bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum létu bóka fyrirvara
með áliti nefndarinnar. Þar kemur
fram að þeir geta aðeins stutt veiði-
leyfagjald til innheimtu á gjaldi
vegna nýtingu fiskistofnana en ekki
fyrningarlcið. Þeir telja einnig að
aðalhluti gjaldsins taki mið af svo-
nefndu koslnaðargjaldi. Ari segist
ekki telja að þörf sé almennri gjald-
töku sem ekld sé stefnt að því að
hafa áhrif á stjórn nýtingarinnar.
Hinsvegar eiga hann og Guðjón að-
ild að niðurstöðu nefndarinnar sem
sé tilraun til sátta um þessi mikil-
vægu mál. Ari segist því vera mjög
ánægður með að það skuli hafa tek-
ist sátt í nefndinni. Framhaldið
ræðst aftur á móti af því hvort sá
grundvöllur sem lagður hefur verið
með niðurstöðu nefndarinnar skili
sér með víðtækri sátt með þjóðinni
svo friður verði um starfsumhverfi
atvinnugreinarinnar.