Dagur - 30.09.2000, Page 10

Dagur - 30.09.2000, Page 10
34- LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2 000 FRÉTTIR L AÐALFUNDUR SSA Náttúnixvemd ríMsins til Austurlands Aðalfundur Sambantls sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi telur það óhjákvæmilegt að fram fari mat á efnahagslegum ávinningi af stofn- un nýs þjóðgarðs, m.a. með tilliti til starfsemi í ferðaþjónustu, land- búnaði og byggðaþróun almennt. Markmið með stofnun hans þuríi að hafa jákvæð áhrif á þessa þætti. Aðalfundurinn ítrekar það álit sitt frá fvrri fundum að virkjun og orkufrekur iðnaður á Austurlandi er án efa ein áhrifamesta byggðaaðgerð sem völ er á og stofnun nýs þjóðgarðs má ekki verða til þess að hindra framkvæmd þeirra áforma. Eðlilegt verði að telja að stjórnun þjóðgarðs sé á Austurlandi en ekki verði um neina Ijarstýringu að ræða frá höfuðborgarsvæðinu. I því sambandi væri ekki óeðlilegt að hugsa sér flutning aðalstöðva Nátt- úruverndar ríkisins frá Reykjavík. Samstíga landshlutasamtök í nýju kjördæmi Aöalfundur SSA felur stjórn að halda áfram samstarfi við Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, á grundvelli fyrri samþykkta um samstarfsáætlun. Stefnt skal aö því að landshlutasam- tökin tvö í væntanlegu Norðausturkjördæmi verði eins samstíga og unnt er þegar málefni sveitarfélaga eru til umfjöllunar ásamt því að að þau leitist við að styðja hvort annað þcgar unnið er að staðbundn- um verkefnum. Lögð skal sérstök áhersla á tenginu Norður- og Aust- urlands með flugi, jarðgöngum o.fk; samstarf ferðaþjónustuaðila; í orkumálum; í fræðslumálum s.s. hvað varðar háskólanám, fjarnám, framhaldsnám og símenntun; samstarfi heilbrigðisstofnana og sjúkraflug; flutning verkefna hins opinbcra á Norður- og Austurland og atvinnuþróun. Nýtt vegastæöi yfir Homafjarðarfljót Hvatt cr til undirbúnings jarðgangagerðar milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar og framkvæmdir hafnar sem fvrst. Einnig er hvatt til þess að rannsoknum á tvennum öðrum göngum verði flýtt, þ.e. milli Eskiijarðar og Norðfjarðar og undir Hellisheiði milli Norðaustur- lands og Héraðs. Rúmlega 20 ár eru liðin síðan einu jarðgangafram- kvæmdirnar á Austurlandi áttu sér stað, þ.e. um Oddsskarð, og því tímabært að slíkar framkvæmdir heijist að nýju. Ennfremur er hvatt til rannsókna a nýju vegastæði vfir Hornafjarðarfljót en framkvæmd- in er orðin aðkallandi í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Austur- Skaftafellssýslu. Fjarfimdahúnaður auðveldar aðgengi að menntastofnmium Aðalfundur SSA fagnar auknu fjarnámi á háskólastigi með tilkomu Fræðslunets Austurlands, enda sé gott aðgcngi að háskólamenntun og endur- og símenntun einn af grundvallarþáttum hagstæðrar byggðaþróunar. Yfirvöld menntamála eru hvött til að tryggja nægjan- legt fjármagn til reksturs Fræðslunetsins í samræmi við markmið þess. Sveitarstjórnir á Austurlandi eru hvattar til að koma upp fjar- fundabúnaði sem viðast. Slíkur búnaður auðveldar aðgengi að menntastofnunum í landinu og með stækkandi sveitarfélögum og auknum samskiptum sveitarfélaga fer meiri tími í ferðalög, m.a. vegna funda. Með notkun Ijarfundabúnaðar megi auðvelda sveitar- stjómarmönnum störf þeirra. - GG Fram er komin tillaga um að komið verði á fót Alþjóðahúsi i miðbæ Reykjavíkur og að ríkið verði aðili að samningi um stofnun og rekstur hússins. Afljjóðahús i miðhæmn Sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu, ríld og atvinnulíf. Kostar 65 milljómr á ári. Samstarfsvettvangur fólks af innlendum og erlendum uppruna. Borgarráð hefur samþykkt að íéla borgarstjóra í samvinnu við sveitarfélög a höfuðborgarsvæð- inu til að taka upp viðræöur við rikisvaldið um málefni nýbúa og samstarf og skyldur n'kis og sveit- arfélaga á svæðinu í þeim efnum. I þeim viðræðum verði m.a. rætt tillaga forsvarsmanna sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu um að komið verði á fót Alþjóðahúsi í miðbæ Revkjavíkur og aö ríldð verði aðili að samningi um stofn- un og rekstur hússins. Húsið yrði vettvangur samstarfs milli fólks af innlendum og erlendum upp- runa, miðstöð þekkingar á fjöl- menningarlegu samfélagi og veit- ti sérhæfða þjónustu til nýbúa og útlendinga. Ábyrgð atvúmulifs Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrúi segir að það komi vel til álita að atvinnurekendur komi að einhvcrjum mæli að rekstri Al- þjóðahússins. Það sé m.a. vegna þess að þeir séu að flvtja inn er- lent vinnuafl og því sé spurning hvort atvinnulífiö eigi ekki að bera einhverjar skyldur í þeim efnum en eklti aðeins sveitarfé- lögin á svæöinu og ríkið. Hann segir að málefni Alþjóðahúss séu enn í skoðun. Meðal annars hef- ur verið rætt um að það verði rekið sem sjáifseignarstofnun eins og fram kemur í greinargerð starfshóps sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæöinu. Slíkt rekstrar- form gefur möguleika á því að fleiri sveitarfélög, félagasamtök og jafnvel fyrirtæki geti gerst að- ilar að Alþjóðahúsinu. Þá sé mik- ilvægt að fulltrúi útlendinga komi að stjórn hússins. 65 milljónir á ári I drög að kostnaðaráætlun er gert ráð fvrir að heildarkostnaður geti numið alltr að 65 milljónum króna á ári. Þar af væri hlutur sveitarfélaganna 48 milljónir króna og aðrar tekjur eins og t.d. útseld vinna sé um 17 milljónir á ári. Miöað er við að húsið verði um 500 fermetrar að stærð með 1 2 stöðugildum. Gert er ráð fvrir að skipulag starfseminnar verði fjórþætt og skiptist í túlkaþjón- ustu, móttöku. sérhæfða ráðgjöf og upplýsinga- og þróunarstarf. I greinargerðinni er m.a. bent á er- lcndum ríkisborgurum hefur fjölgað mjög á landinu og í árslok í íyrra hcfðu þeir verið rúmlega 7 þúsund. A sl. ári fjölgaði þeim um 11,5% og um 7% á fvrri helmingi þessa árs. Athvgli er vakin á því að 60% erlendra ríkis- borgara búa á höfuðborgarsvæð-' inu. jafnframt er bent á að ís- land sé orðið hluti af alþjóðlegu samfélagi og þeim íbúum fjölgar stöðugt sem hafa afar takmark- aða þekkingu á íslensku samfé- lagi og tala ekld íslensku. Þá sé neikvætt viðhorf til útlendinga oft byggt á vanþekkingu sem hægt sé að draga úr með fyrir- byggjandi starfi. - GRH INNLENT Nýtt björgimarskip tH ísafjarðar I dag ld. 14.00 verður nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Lands- bjargar vígt við hátíðlega athöfn í Sundahöfn á Isafirði. Nýja skipið, sem er af gerðinni ARUN, er fyrsta „hraðbjörgunarskipið" sem teikn- að var sérstaklega fyrir Konunglega björgunarbátafélagið (Royal National Lifeboat Institution). Ganghraði skipsins er um 18 hnútar og langdrægnin um 230 sjómílur. Nýja björgunarskipið tekur við af björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni, sem kom til Isafjarðar í maí- mánuði 1997 en var smíðaður úr áli í Þýskalandi árið 1969. Gunnar Friðriksson hefur á þeim tíma farið í um 90 útköll og margsannað gildi þess að vera öflugt björgunarskip á þessu svæði. Nýja skipið er nokkru stærra, smíðað úr plasti árið 1978 en einna mest um vert er að rekstraröryggið eykst til muna enda fjölmörg skip af þessari teg- und enn í notkun á Bretlandseyjum. Enn mælast birkifrjókom Samkvæmt mælingum Náttúrufræðistofnunar lslands mældist að- eins eitt grasfrjókorn f Reykjavík vikuna 18. til 24. september sl. Eng- in fijókorn frá birki eða súrum mældust. Þetta er mun minna en kom í frjómæli Náttúrufræðistofnunar Islands á Akureyri vikuna 11. til 17. september sl. en þá mældust þrjú birkifrjókorn, tólf grasfrjó en engin súrufrjó. - gg Rjúpa Mðuð við Eyjafjörð Rjúpnastofmnn er víða í fækkim eða kyrrstöðu og aðeins á Austfjörðum yftr með- allagi og líklega á vest- auverðu Norðurlandi. Rjúpnastofnar voru undir meðal- lagi að stærð og í fækkun eða kyrrstöðu á Suður- Vestur- og Norðurlandi. Einu landsvæðin þar sem ijúpnastofn er yfir með- allagi er Austuriand og líklega einnig um vestanvert Norðurland segir í tilkynningu Náttúrufræði- stofnunar um ástand rjúpna- stofnsins haustið 2000. Náttúru- fræðistofnun mun rannsaka rjúpnastofninn við utanverðan Eyjafjörð næstu 2 vetur og hefur umhverfisráðuneytið nú friðað rjúpupuna fyrir skotvciðimönn- um á landssvæði austan fjarðar- ins í haust og síðan vestan fjarð- arins 2001. I nágrenni Reykjavík- ur og Mosfellsbæjar (730 km2 svæði) verður rjúpan friðuð áfram haustið 2000 og 2001. Gripið var til þeirrar friðunar í fyrra vegna ofveiði. Radiómerktar rjúpur við Eyjafjörð Megintilgangur rannsóknanna við Eyjafjörð er líka sá að rann- saka áhrif skotveiða á vetraraf- föll. Náttúrfræðistofnun segir nú búið að radíómerkja 140 rjúpur á rannsóknarsvæðinu á þessu hausti og verður þeim fylgt eftir í vetur. Allar rannsóknir sem byggja á merkingum fugla og endurheimtum merkjum hvíla að sjálfsögðu á góðu samstarfi við almenning og veiðimenn um skil á merkjum og upplýsingum um fund þeira. Stofnunin hvetur því veiðimenn og aðra sem finna merkta fugla að skila merkinu þangað (Pósthólf 5320-125 Reykjavík). Finnandinn fær þá sendar til baka upplýsingar um hvar og hvenær fuglinn var merktur. Síðast í hámarki 1998 Ungatalningar síðsumars sýndu að vanda góða frjósemi hjá ijúp- unni svo ástand stofnsins að hausti endurspeglast að mestu af stærð varpstofnsins, sem var eins og áður er lýst í fækkun eða kyrr- stöðu. Islenski rjúpnastofninn sveiflast mikið og getur orðið 3- faldur til 10-faldur munur milli há- og lágmarksára. Síðasta há- mark var 1997 og 1998. „Rann- sóknir sýna að vetrarafföll ráða stofnbreytingum", segir Náttúru- fræðistofnun. - HEI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.