Dagur - 10.10.2000, Síða 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000
FRÉTTIR
Fólksflutningar suður eru miklir af Austurlandi og raunar víðast hvar af landinu. Akureyri heidur þó sínu og gott betur en þar hefur
fjölgað um tæplega 100 manns. (myndin er sviðsettj.
„Mjög nriMd
áhyggjue£ni“
íbúum Fjarðabyggðar
fækkar iiui 3,5% á níu
mánuðum. Höfuðborgar-
svæðið og nágrannasveit-
arfélög halda áfram að
tútna út.
„Þetta er mjög mikið áhyggjuefni fyrir
okkur,“ segir Gunnar Jónsson, formað-
ur stjórnsýslusviðs Fjarðabyggðar, um
mikla fólksfækkun Austlendinga. A
fyrstu níu mánuðum ársins fækkaði
fólki mest á Austurlandi eða um 254
samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Þar
af nemur fækkunin í Fjarðabyggð 112
manns af 3190 íbúum alls 1. desember
sl. og nemur fækkunin í prósentum
3,5.
Gunnar segir að eina svarið sem
hægt sé að koma auga á í fljótu bragði
sé bygging stóriðju á Austurlandi. „Það
er alveg Ijóst að álverið er sú lausn sem
menn horfa á, önnur úræði eru vand-
fundin. Það vantar hér ákveðna kjöl-
festu í atvinnulífið," segir Gunnar.
Af einstökum sveitarfélögum fluttust
flestir til Kópavogs (499) og Reykjavík-
ur (468) en flestir frá Fjarðabyggð sem
fyrr segir, lsafjarðarbæ (89) og Vest-
mannaeyjum (81). Heilt yfir er mikið
rót á búsetu landsmanna. 42.364
breytingar voru skráðar á lögheimilium
einstaklinga í þjóðskrá fyrstu níu mán-
uði ársins. Þar af fluttu 22.126 innan
sama sveitarfélags, 14.072 milli sveit-
arfélaga, 3.644 til landsins og 2.522
frá því. A sama tímabili fluttust 1.122
fleiri einstaldingar til Iandsins en frá
því. Þar af voru aðfluttir Islendingar
40 fleiri en brottfluttir og aðfluttir er-
lendir ríkisborgarar 1.082 fleiri en
brottfluttir. A sama tíma árið 1999 var
heildarfjöldi aðfluttra umfram brott-
flutta 1.048.
Til höfuðborgarsvæðisins fluttu
1.382 umfram brottflutta. Af þeim
fluttu 669 af landsbyggðinni og 713
frá útlöndum. I öðrum landshlutum
nema á Suðurnesjum, Suðurlandi og
Vesturlandi voru brottfluttir fleiri en
aðfluttir.
Akureyrl heldur velli
Stærsta sveitarfélag landsbyggðarinn-
ar, Akureyri, heldur velli og vel það, því
þar varð fjölgun sem nam 97 á fyrstu
níu mánuðunum. Norðurland eystra í
heild sinni tapar hins vegar jafnmörg-
um og fjölgaði á Akureyri eða 97.
Byggðir Eyjafjarðar aðrar en Akureyri
virðast eiga nokkuð í vök að verjast sbr.
35 íbúa fækkun í Ólafsfirði, 27 íbúa
fækkun í Hríseyjarhreppi og 15 færri í
Dalvíkurbyggð.
Athygli vekur að fólksfjölgun verður
alls staðar í grennd við höfuðborgar-
svæðið ef undan er skilið Seltjarnar-
nes. Þar fækkaði íbúum um sex.
- BÞ
FRÉTTA VIÐTALID
Davíð
Oddsson.
Ikarus strætisvagnar eru
nú aftur komnir í umræð-
una á íslandi eftir nokkuð
langt hlé. Vinstri meiri-
hlutinn í borgarstjóm
Reykajvíkur á ánmum frá 1978
-82 vildi kaupa Ikarusvagna á
sínum tíma, en það féll í afar
grýttan jarðveg hjá sjálfstæðis-
mönnum á þeim tíma sem fundu
þessum kaupum allt til foráttu.
Leiðtogi sjálfstæðismanna á
þessum tíma í Reykajvík var eng-
iim annar en Davið Oddsson og
gerði hann óspart grín að Ikarusvögnunum og
það mun hafa verið hann sem kom með kenning-
una að það vantaði tvö „L“ í nafnið á þessum
austantjalds strætisvögnum. Annað L-ið átti
samkvæmt kenningu Davíðs að koma framan
við nafnið og hitt átti að koma aftanvið það.
Fyrst þegar búið væri að bæta L-unum við hæru
vagnamir nafn með rentu eða „Líkarusl“!! í pott-
inum velta memi því nú fyrir sér hvort Davíð
liafi ekki rifjað upp þessa kenningu sína með
flokksbræðrum sínum á Akureyri þegar hann
var þar um helgina, en það eru einmitt sjálfstæð-
ismesnn sem nú hafa ákveðið að kaupa Ik-
arusvagna handa Akureyringum....
í pottinn hefur frést frá
heimildum tengdum ut-
anríkisþjónustunni að
Jón Baldvin Hannibals-
son sendiherra íslands í
Washmgton sé farinn að
hugsa sér til hreyfings.
Það mun þó ekki vera til
þess að vera samferða
Clinton úr borginni, held-
ur vegna þess að sendi-
herrar flytjast úr stað eft-
ir vissan tíma. Áformað mun vera að Jón Bald-
vin og Bryndís Schram kona lians fari til Kína að
ári og gerist sendiherrar þar. Sá flutningur mun
vera þeim sendiherrahjónum mjög að skapi,
enda hefur Bryndís t.d. margsinnis talað lofsam-
lega um þetta foma mcnningarríki á opinherum
Jón Baldvin
Hannibalsson.
Meiri tími með fjölskyldunni
ÞórCurtis
verkefnastjóri fjarverslunar
Hagkaups
Hagkaup opnar netverslun á
matvöru. Hentar tímabundnum
og þeim sem leiðastinnkaup
- Hvaða nyjung er Hagkaup að bjóða
uppá?
„Við erum að byija með netverslun á mat-
vöru nú í vikunni. Þetta verður fyrst og
fremst fyrir höfuðborgarsvæðið til að byrja
með, en í raun geta allir pantað ef þeir
sækja pöntunina í Smáratorg. Svo ætlum
við að vera með heimsendingarþjónustu,
fyrst í stað á Kópavogssvæðinu en um leið
og við getum munum við stækka það svæði
um eitt póstnúmer í einu. Við ákváðum að
byrja ekki á of stóru svæði í fyrstu svo við
gætum örugglega staðið við öll loforð."
- Er þetta í fyrsta sinn sem hægt er að
panta matvöru t gegnum Netið?
„Nei, Hagkaup var með matvörusölu á
Netinu undir merkinu Netkaup, byrjaði
1995. Gekk í tæp tvö ár en viðskiptin voru
ekki nógu mikil til þess að þetta stæði und-
ir sér og því var þessu hætt, enda var net-
notkun ekki nærri því eins mikil þá og hún
er í dag. En nú ætlum við að prófa þetta
aftur eftir að hafa undirbúið þetta mjög vel.
Við höfum fengið ansi margar fyrirspurnir
frá viðskiptavinum sem hafa verið að hiðja
um þessa þjónustu.“
- Hverjir eru það helst sem hafa áhtiga á
þessari þjónustu?
„Það virðist vera fólk úr öllum hópum
sem hefur áhuga á að nýta sér þetta. Eins
og þjóðfélagið er að þróast verður sífellt
minni tími til þess að slappa af og vera með
fjölskyldunni og þá vill fólk auðvitað reyna
að nýta vel þann tíma sem það hefur í stað
þess að hanga í verslunum, jafnvel standa í
biðröðum þar.“
- Verðið þið með margar vörutegundir?
„Þetta eru í kringum fimm þúsund vörur,
sem er í raun stærsti hlutinn af versluninni
í Smáratorgi. Svo kemur vörunum til með
að fjölga ört eins og gerist og gengur í versl-
unum Hagkaups. Þetta byggir náttúrulega
á póstverslun Hagkaups sem nú er búin að
vera starfrækt í mörg ár og þess má líka geta
að .lagkaup var upphaflega póstverslun á
Miklatorgi þegar Pálmi Jónsson stofnaði
fyrirtækið. Það má því að sumu leyti segja
að við séum að hverfa aftur um mörg ár,
nema að við erum að nota Netið í stað
síma.“
- Er netverslun tneð matvöru framttðin?
„Þetta er framtíðin fyrir marga. Það eru
auðvitað margir sem hafa hreinlega gaman
af að fara að versla út í búð og þeir munu ef-
laust halda áfram að gera það en fyrir hina
sem leiðist að fara í verslanir og vilja gera
annað við tíma sinn þá er þetta mjög hent-
ugt.“
- Hvaðan hafið þið fordæmi jýrir mat-
vöruverslun á Netinu?
„Við höfum horft mest til Bandaríkjanna
og Bretlands, aðallega Bretlands. í Bret-
landi eru tvö stór fyrirtæki á þessu sviði,
TESCO og ASDA. ASDA hefur sett upp
birgðamiðstöðvar þar sem pantanir eru af-
greiddar og það kostar mikið og þarf að ná
ákveðinni veltu til þess að það borgi sig.
TESCO fer hins vegar aðra leið, þeir taka
vörurnar til í búðunum hjá sér og það er það
sem við ætlum að gera. Kostirnir við þessa
aðferð er að það er hægt að byrja smátt og
síðan er hægt að stækka hratt svo Iengi sem
keðjan er með verslanir víða. Ef þetta geng-
ur vel þá gerum við ráð fyrir að setja upp
sambærilega aðstöðu í öðrum Hagkaups-
verslunum og förum að afgreiða f póstnúm-
er þar í kring.“ -KMH