Dagur - 04.11.2000, Page 2
2 - LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
HELGARPOTTURINN
Sjö ungir íslenskir hönnuðir taka þátt í sýn-
ingu á norrænni hönnun sem opnuð var í gær
í Norræna húsinu í New York sem formlega
var tekið í notkun í síðasta mánuði. Petta er
fyrsti menningarviðburðurinn sem fram fer í
húsinu og eru íslensku þátttakendurnir Ás-
mundur Hrafn Sturluson, Bergþóra
Guðnadóttir, Guðbjörg Kr. Ingvadóttir,
Karólína Einarsdóttir, Linda Björg
Árnadóttir, Sesselja H. Guðmundsdótt-
ir og Tinna Gunnarsdóttir. Jafnframt
verða íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu auk þess sem fyrirtækið OZ
mun kynna nýjan tölvuleik á veraldarvefnum sem helgaður er landa-
fundum norrænna manna í Norður-Ameríku. Hægt er að taka þátt í
leiknum á slóðinni www.lcelandnaturally.com
„Svo ergist hver sem hann eldist," sagði Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra á Alþingi í
gær - og svaraði ærlega fyrir sig eftir að Sverr-
ir Hermannsson hafði trakterað hann hressi-
lega og sagði hann Júdas og kossinn á Auð-
humlu í fjósinu á Stóra-Ármóti hefði verið
Júdasarkoss. í helgarpottinum velta menn því
nú hins vegar fyrir sér hvað kalla beri landbún-
aðarráðherrann. Á sveimi hafa verið nöfn eins
og Júdas, Guðni sterki og Gunnar á Hlíð-
arenda - og er þá fátt eitt nefnt.
Enn sem fyrr daðrar meistari Megas við
dauðann með einum eða öðrum hætti og nú
er komin út ný plata með honum, sem ber
heitið Svanasöngur á leiði - en kunnugir gera
sér væntanlega grein fyrir því að titilinn er
fyrst og síðast afbökun á nafni hins fræga
lags eftir Sigvalda Kaldalóns, Svanasöng-
ur á heiði. Fyrir margt löngu gaf hann svo út
Drög að sjálfsmorði - og allir skilja nafnið.
Þrjár íslenskar kvikmyndir, Englar alheimsins,
101 Reykjavík og íslenski draumurinn, verða í
aðalhlutverkum á Edduhátíðinni sem haldin
verður þann 19. nóvember næstkomandi.
Fastlega má búast við því að þarna verði mik-
ið um dýrðir og fólk í fínum fötum líkt og hjá
Óskari stóra bróður í Kaliforníu. Aðalstjarna
kvöldsins verður þó Björk Guðmundsdótt-
ir, sem áreiðanlega verður fyrir valinu sem
leikkona ársins þótt þær Victoria Abril og
Hanna María Karlsdóttir úr 101 Reykjavík
keppi reyndar við hana í þeim flokki.
Sérstök vika lýðræðis hefst í dag með mál-
þingi í húsakynnum Reykjavíkurakademíunn-
ar á fjórðu hæð f J L-húsinu um Mannréttinda-
sáttmála Evrópu, en nú eru fimmtfu ár frá því
ísland undirritaði hann. Á þessum fundi talar
Ragnar Aðalsteinsson meðal annarra. Á
þriðjudag verður svo málþing í Borgarleikhús-
inu um framtíð lýðræðis á tímum hnattvæð-
ingar, en þann sama dag fara fram forseta- og
þingkosningar í Bandaríkjunum. Meðal gesta
þriðjudagfundarins verður Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti íslands. Fimmtudaginn 9. nóvember
verða svo ellefu ár liðin frá falli Berlínarmúrsins og þá er meiningin að
efna til málþings með stjórnmálamönnum.
Fjölmargir listamenn taka þátt í sýningunni
Nytjalist úr náttúrunni sem um helgina verður
haldin í Safnahúsinu á Sauðárkróki, sýningin er
jafnframt hluti Handverks og hönnunar dag-
skrár Reykjavíkur menningarborgar Evrópu
árið 2000. Meðal listamanna sem taka þátt í
sýningunni eru Anna Sigríður Hróðmars-
dóttir, Brynja Baldursdóttir, Dýrfinna
Torfadóttir, Guðrún Indriðadóttir, Lára
Gunnarsdóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir
og Margrét Jónsdóttir leirlistakona á Akur-
eyri. Eru þá fáir nefndir af jteim fjölmörgu lista-
mönnum sem þátt taka. I Kaffileikhúsinu er nú byrjað að æfa einþátt-
unginn Ég er í prósakkþönkum en þú?. Hann
er eftir Lise-Lotte Holmane, en í þýóingu
Ólafs Hauk Símonarson, og fjallar um
Evu, konu á besta aldri, sem gerir bráðfyndna
úttekt á yngingarmeðulum og öóru slíku í feg-
urðardýrkunarsamfélagi nútímans. Það er eig-
inkona Ólafs Hauks, Guðlaug María
Bjarnadóttir sem leikur eina hlutverkið í
verkinu en það er Jórunn Sigurðardóttir
sem leikstýrir. Frumsýning verður þann 21.
október.
Vigdís Finnbogadóttir.
Biörk Guðmundsdóttir.
Megas.
Tinna Gunniaugsdóttir.
Da^íír
Bersynduga konan
heitir þetta veflista-
verk eftir Hönnu
Ryggen. Hér er sú
bersynduga að koma
á fund Jesú og kring
um þau eru æðstu
prestar úr biblíusög-
unum en líka preiátar
sem voru samtíða
listakonunni. Verkið er
frá 1926 og má túlka
sem gagnrýni á dóm-
hörku klerkaveldisins.
í umgjörðinni má sjá
brot af hefðbundinni
aiþýðuvefiist
Trú og efi
í listinni
Sýningin Hærra til þín verður opnuð á morgun í Sigurjónssafni í Laugarnesi og
Ásmundarsafni við Sigtún. Þar eru 42 verk, skúlptúrar, veflistaverk og málverk af
trúarlegum toga eftir níu norræna listamenn. Birgitta Spur forstöðumaður Sigur-
jónssafns á heiðurinn að hugmyndinni.
„Mér fannst það væri gaman að setja
saman norræna sýningu þar sem
valdir væru listamenn sem lítið eða
ekkert hefðu unnið opinberlega fyrir
kirkjuna, heldur hefðu sína túlkun á
trúnni meira sem prívatmál - jafnvel
listamenn sem engum hefði dottið í
hug að væru að gera trúarleg verk,“
segir Birgitta sem er önnum kafin við
að koma listaverkunum upp í Sigur-
jónssafni þegar blaðamann ber að.
„Þannig kemur önnur nálgun á trú-
arlega þáttinn,“ bætir hún við.
Óhrædd við að
storka samtímanum
Birgitta segir alla níu listamennina
hafa haft mikla þýðingu lyrir listþró-
un í sínu heimalandi og víðar á 20.
öldinni. Bendir til dæniis á veflista-
verk hinnar norsku Hönnu Ryggen
(1894-1970). „Hún er fýrsta veflista-
konan sem vinnur sig út úr því sem
kalla má aljrýðulist. Hún þótti afar
róttæk á sínum tíma og var óhrædd
við að storka samtímanum. Lék sér
að j)ví að blanda tímaskeiðum saman
og setja samtíðina inn f sfnar biblíu-
myndir."
Birgitta beinir næst sjónum að
tveimur verkum dönsku listakon-
unnar Oliviu Holm -MöIIer. Á annar-
ri stendur Eva ung hjá blómstrandi
tré og á hinni er hún að enda lífið -
stjörnubjartur kvöldhiminn yfir og
hún að byrja að hverfa í faðm al-
mættisins - snúa þeim. „Guli liturinn
var í uppáhaldi hjá Oliviu sem bend-
ir til sterkrar lífslöngunar - og hún
varð fjörgömul," segir Birgitta.
Frumkvæði Evu
Næst liggur leiðin upp á loftið.
„Hinn danski málari J. A. Jerichau
lést aðeins tuttugu og sex ára en
áhugi fólks á list hans hefur farið
vaxandi sfðari ár,“ segir Birgitta og
bcndir á verk eftir hann af Maríu
mey með son sinn látinn. Við hlið
þess er mynd eftir Færeyinginn Sam-
úel Joensen-Mikines og yfir stigan-
um önnur sem heitir l.íkfylgdin er
byggir á sterkum litum og hreyfingu.
Tvö verk Sigurjóns Olafssonar eru
jiarna á loftinu, Auðmýkt og Upp-
stigning, þau eru bæði unnin í tré.
Fleiri vcrk eftir hann verða í Ámund-
arsafninu. Skammt frá er Passíutón-
ar eftir Ásmund og Birgitta beinir at-
hygli blaðamanns að öðru verki eftir
hann sem ber heitiö Eva yfirgefur
Paradís. „Þetta er skemmtileg túlkun
á frumkvæði Evu,“ segir Birgitta.
Páskar nefnist eitt verka Ásmundar
og það kallast á við tvær olíukrít-
armyndir sem heita líka Páskar eftir
danska myndhöggvarann, málarann
og grafíklistamanninn Svend Wiig
Hansen. „Með þessu fær maður ólík
sjónarhorn á sama mótív," segir
Birgitta. Þegar þetta viðtal fer fram, á
fimmtudagskvöldi, er aðeins lítill
hluti listaverkanna kominn upp.
Myndir Roberts Jacobsen, unnar úr
brotajárni og kopar Iiggja til dæmis
ofan á flyglinum ennjiá en eiga eftir
að njóta sfn vel á veggjum safnanna.
Myndir Norðmannsins Jakob
Weidemanns, Þoka í Getsemane og
Án titils verða f Ásmundarsafni,
ásamt mörgum öðrum ótöldum.
Tveggja ára undirbúningur
Birgitta segir undirbúning að sýning-
unni hafa staðið í rúm tvö ár. Danski
listmálarinn Bodil Kaalund hafi veitt
ómetanlega ráðgjöf um val á erlendu
listaverkunum og Menningarborg,
Kristnihátíðarnefnd og Norræni
menningarsjóðurinn hafi með Ijár-
styrkjum gert hana mögulega. GUN.
MAÐUR VIKUNNAR ER IÐNAÐARMAÐUR!
Iðnaðarmaðurinn á Akureyri hefur síðustu
viku unnið bæði daga og nætur. Slegið taktinn
í hamarshöggasinfóníunni svo hratt að annað
eins hefur ekki heyrst. En þessi iðjusemi skil-
aði þó því að nýja verslunarmiðstöðin, Glerár-
torg, var opnuð á tilsettum tíma á fimmtu-
dagsmorgun og var mikið um dýrðir. En þá var
iðnaðarmaðurinn, sem við veljum mann vik-
unnar, vísast farinn að sofa, enda er hann
staðuppgefinn eftir hamagang síðustu daga,
vikna og mánaða.