Dagur - 04.11.2000, Síða 5

Dagur - 04.11.2000, Síða 5
 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 - 5 ■ j'jJZjJj'JJjJCjAJíLJPW í LAjJÐJj'JU J I sendiráði í leiftri daganna nefnist ný bók eftir Agnar Þórðarson leik- skáld þar sem hann tekur upp þráðinn frá bók sinni í vagni tímans og heldur áfram að rekja minningar sínar, einkum frá sjöunda áratugnum. Agnar er eflaust eini íslendingurinn sem starfað hefur bæði fyrir sendiráð Bandaríkjanna og Sovíetríkjanna. Millifyrirsagnir hér á eftir eru blaðsins, en frá- sögnin er nokkuð stytt. Á afmælisdegi byltingar bolsévíka 7. nóv- ember 1968 var efnt til mótmæla vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu fyrir utan bústað ambassadors Sovétn'kjanna við Hólavallagötu. Talsverður hópur fólks hafði safnast þar saman í skammdeginu og gerði hróp og köll að gestum sem komu prúðbúnir í boð ambassadorsins og hröðuðu sér upp tröppurnar þar sem verðir stóðu \-ið anddyrið í upplýstum bústaðnum, en íslenskir lögreglumenn með aðstoð nokkurra starfsmanna sendi- ráðsins komu í veg fyrir að óvelkomnir kæmust inn á lóðina. Einn gestanna sneri sér við í anddyrinu þar sem verið var að taka á móti honum og rak út úr sér tunguna framan í mannljöldann fyrir utan sem gerði hróp að honum og strákar blístr- uðu, en blossar ljósmyndavéla leiftruðu í sömu andrá. Tékknesk kona, sem var gift fs- lenskum kaupsýslumanni sem ég þekkti, óð öskureið að einum varðmannanna í tröppun- um og braut regnhlíf sína við að berja rúss- neskan sendiráðsmann í höfuðið og rnissti maður hennar urnboð sitt hjá Exportes í Moskvu fyrir bragðið. Björn Þorsteinsson, for- maður tékknesk-íslenska félagsins, stóð fram- arlega í flokki utan garðs, en engin spjöll voru unnin á byggingunni. Víða í borgum Vestur- landa voru farnar íjöldagöngur og mótmæli höfð í frammi við sendiráð Sovétríkjanna. Rússar voru því vinafáir um allan hinn vest- ræna heim haustið 1968. Innrásin hafði ein- angrað þá og í sendiráðinu í Garðastræti höfðu ýnrsir íslenskir vinir þeirra hætt að láta sjá sig og aðstoðarmenn hjá sendiráðinu geng- ið úr skaftinu. Nokkrum vikum síðar hringdi starfskona í utanríkisráðuneytinu og minnti mig á að ég hafði starfað fyrir Krasilnikov, fyrsta sendi- herra Sovétríkjanna í íslandi, nokkrum mán- uðum fyrir stofriun lýðveldisins 1944. Spurði hún mig hvort ég væri til með að ræða við sendiráðið um hugsanlega íslenskukennslu hjá þeim. Tók ég því ekki íjarri og skömmu fyrir jól var ég farinn að lesa með fyrsta sendi- ráðsritara og fleiri starfsmönnum sendiráðs- Kristinn E. Andrésson í ham Eitt sinn var mér boðið í hádegisverð um borð í stórt fiskirannsóknarskip sem lá \að bakka í Sundahöfn, búið mörgum þilförum og einni fallbyssu. Amerískt herskip í kurteisisheim- sókn hafði lálið úr Sundahöfn skömmu áður. Var þar hópur af ungu fólki sem hafði tekið sér stöðu á hafnarbakkanum með mótmæla- spjöld gegn kjarnorkuvá við hlið ameríska her- skipsins. Þegar við komum akandi á tveimur bílum var þar enn slangur af ungmennum með spjöld sín. Brá Rylnikov í brún við þessa sjón en fékk þau skilaboð frá fyrirliða hópsins, raunar einum af þingmönnum flokksins, að þeir hefðu orðið að halda vörslunni áfram smá stund til að sýnast ekki hlutdrægir. Að því búnu héldu þeir á brott með spjöld sín og tók Rylnikov þá aftur gleði sína. Um borð voru okkur sýndar vísindalegar rannsóknarstofur með tækjabúnaði sem virtist háþróaður og síð- an var frúkostur veittur með rússneskum Agnar hefur komið víða við um ævina. Hér gælir hann við hund við Sehvanvatn í Armeníu, en írönsku landamærin eru handan árinnar. kræsingum og vodka. Eg rakst stundum á ambassadorinn snemma á morgnana í Laugardalslaug, en hann var nátengdur sjálfum Brésnjev. I veislu sem hann hélt í tilefni afmælis flughers Sovét- ríkjanna voru viðstaddir auk annarra gesta Kristinn E. Andrésson, Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason. Fór allt fram eftir ritúali. Samræður voru í heldur lágum gír þangað til að Kristinn kvaddi sér hljóðs og ávarpaði ambassadorinn á íslensku sem túlkur snaraði jafnharðan yfir á rússnesku. Lauk Kristinn miklu Iofsorði á forystu Sovétríkjanna sem ekki hefði hvikað á verðinum gegn áróðri heimsvaldasinna og níði um sögulegt hlutverk Sovétríkjanna í barátt- unni fyrir bættum heimi og friði milli þjóða. Það skipti meginmáli, sagði hann, að menn héldu vöku sinni og Iétu ekki ánetjast af klókum tung- um undirróðursmanna. Það væri skylda allra góðra sósíalista að snú- ast til varnar gegn óhróðrinum sem Sovét- ríkin væru nú ausin og slá ekld undan eins og því miður hefði borið á hjá sumum. Fulltrúi Póllands, sem ég hafði skálað við, þagnaði við ræðuna, en ég hlustaði ekki með athygli fyrr en ég tók eftir því að Kristinn Andrésson var kominn í mikinn tilfinningáham og hélt áfram að deila á menn sem sýnt höfðu pólitískt ístöðuleysi í þeim þrengingum sem Sovétríkin höfðu mátt horfast í augu við og allan óhróð- urinn í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri. I lann gaf ýmislegt í skyn, sem ég fann að voru aðdróttanir um afstöðu vissra manna innan flokksins án þess að nefna nein nöfn. Einar Olgeirsson stóð teinréttur upp við vegg eins og Skarphéðinn í brennunni, hvítur sem nár og þögull andspænis glugga með sterka febrúarbirtuna á strengt andíitið en svipbrigðalaus, þessi ræða Kristins hljómaði eins og hann væri að lesa bannfæringarbréf páfa yfir villutrúarmanni. Brynjólfur Bjarna- son stóð við hlið Einars en horfði í gaupnir sér með vott af ísmeygilegu brosi um þunnar var- irnar. Túlkurinn komst í sífellt meiri vandræði með að þýða orð Kristins, en ambassadorinn sýndi engin svipbrigði. I kringum okkur var grafarþögn, menn biðu í ofvæni að Kristinn nefndi einhver nöfn, en svo fór þó ekki, og þegar hann loks lauk máli sínu hafði hann á ný náð valdi á titrandi röddinni. Ambassadorinn þakkaði Kristni fyrir ræðuna og allir lyftu glös- um og afmælisveisla flughers Rauða hersins hélt áfram í Iéttari dúr en áður. Síðhærðir hippar með friðarmerki I nóvemberbyrjun 1969 fékk ég skraut- legt boðskort frá sovéska ambassadorn- um um að taka þátt í síðdegisveislu í til- efrii af afmæli rússnesku byltingarinnar. En þennan dag var friður f lofti á Túngötunni ólfkt því sem var ári áður, fátt fólk fyrir utan sem fylgdist friðsam- lega með komu bílanna sem skiluðu af sér prúðbúnum gestum í afmælisboðið. Til að eiga ekki á hættu að atburðimar frá ‘68 endurtækju sig var gengið inn í húsið bakdyramegin inn í kvikmynda- salinn í kjallaranum sem nú var notaður sem fatageymsla. Verðir voru við dyrnar og íslensldr lögregluþjónar á vappi fyrir utan. Heimamönnum var ekki ætlað að taka þátt í hófinu nema fyrsta sendi- ráðsritara en óljóst eftir hvaða reglum var farið í vali gesta^Ég þekkti þar Jó- hann Hafstein frá skólaárum sem gaf sig á tal við mig, en hann var þá stað- gcngill utanríkisráðherrans, en er ég sá ambassadorinn nálgast okkur dró ég mig í hlé. Um þesar mundir var íslcnsk sendinefnd að semja í Moskvu um sölu á síld og kaup á olíu. Höfðu samningar dregist á langinn og voru sendimenn víst orðnir þreyttir á dvölinni og vildu fara að komast heim. Ég þekkti slangur af gestunum og kliðurinn jókst og hitinn af margmenninu svo að svitinn bog- aði af gestunum. Ég var kominn fram í and- dyrið til að kæla mig. Þá voru þar komnir óboðnir gestir og ég varð var við að allt var í uppnámi frammi í eldhúsinu út af þessum óvæntu gestum, síðhærðum hippum með frið- armerki í leðurbandi um bálsinn eða krítað með grænu á ennið og stelpur í mjög stuttum pilsum, svörtum sokkabuxum og skræpóttum skyrtum eða blússum, handleggir og hendur með alls konar arm- bönd og glingur og dinglandi í eyrum. Tveir sendiráðsstarfs- menn höfðu verið kvaddir til að koma þeim út með góðu, en óskiljanlegt var hvernig þessi lýður hafði sloppið inn í húsið framhjá vörð- unum, þau hafa sennilega fengið boðskort frá öðrum. ____________ Ambassadorinn var kominn fram og ég sá að strákur og stclpa voru að lýsa því yfir við hann að þau væru byltingarsinnar og elskuðu rússnesku bylting- una, sögðust vita að Rússar vildu frið en Am- eríkanar stríð eins og í Víetnam. Ég vildi ekki vera áhorfandi að þessum vandræðum sem sendiráðsfðlkið átti í með þessa einlægu stuðningsmenn byltingarinnar og fór aftur inn þar sent gestir höfðu lítiö orð- ið varir við það sem var á seyði í anddyrinu, ég gaf mig á tal við einhvern kunningja og þáði drykk þegar til mín var komið með bakka full- an af drykkjarlöngum. Þegar ég kom aftur fram voru þau öll horfin og engin röskun hafði orðið á samkvæminu. Potemkin sagði mér daginn eftir að hann hefði átt þátt í því að koma þeim út með góðu, var honum hlýtt til unga fólksins með yfirlýs- ingar sínar til stuðnings friðarstefnu Sovétríkj- anna, en honum fannst þau í aðra röndina vansæl þrátt fyrir gleðibragð þeirra og dæmi- gerð fyrir upplausn og siðferðisveilu borgara- stéttarinnar. Agnar Þórðarson á bekk iAusturstræti ásamt Hildigunni Hjálmarsdóttur eiginkonu sinni. laugard. 4. nóv. kl. 20.00 örfá sæti laus föstud. 10. nóv. kl. 20.00 laugard. 11. nóv. kl. 20.00 örfá sæti laus Tilvitnanir í blaðadóma: ...veltust áhorfendur um af hlátri á frumsýningu. ....Þráinn Karlsson fer á kostum í hlutverkinu Aðalsteinn Bergdal. ...sýnir með frábærum töktum gamlan mann.. mbl. S.H. Þráinn Karlsson leikur Villa Breiðfjörð og túlkar hráslagalegt skaplyndi hans frábærlega vel... DV. Þ.H.S. Gleðigjafarnir eru slungið verk...Vissulega gamanleikur og hann það góður að óhætt er að lofa því að horfendur hljóta að hlæja...Þráinn fer tíðast á kostum ...Skúli Gautason gerir víða mjög vel... Dagur. H:Á. Aðalsteinn kom verulega óvart.... skemmtiatriðið í sýningunni algjörlega óborganlegt varð að reyna að hætta að hlæja til að heyra textann.... H.B. Rúvak. Sérstakt tilboö Fjölskyldusýning sunnud. 12.nóv, kl. 15.00 Kortasalan enn í fullum gangi! j LjUlhj íuiaiil 0 i iilr. ILEIKFÉLA6 AKURF.YRARl Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is fax 460 6171 sími 460 6100 Útvöröur upplýsinga um allt land. ■p.c: .gsktiftaraíminn at i

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.