Dagur - 04.11.2000, Síða 6

Dagur - 04.11.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 4. NÚVEMBER 2000 LlfJD 1 LAjJÐJjJU j „Það var svo margt i Sjálfstæðis- ftokknum sem höfðaði til mín, sér- staklega trúin á kraftinn, viijann og at- orkuna i einstakiingnum." Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir kom inn á þing fyrir Sjálf- stæðisflokk- inn eftir síðustu kosn- ingar. Hún hefur vakið athygli fýrir skörulegan málflutning og í viðtali ræðir hún meðal annars um stöðuna f íslenskum stjórnmálum, afstöðuna til ESB og framtíð RUV. - Þú ert af krataættum en ert þingmaður Sjálfstæðisfloklzsins, hvað heillaði þig í upphafi við slefnu Sjálfstæðisflokksins? „Eg hef alltaf verið pólitísk en í byrjun tók ég ekki afstöðu eft- irflokkum, fremur eftir málefn- um en eitt Ieiddi af öðru. Það var svo margt í Sjálfstæðis- flokknum sem höfðaði til mín, sérstaklega trúin á kraftinn, vilj- ann og atorkuna í einstaklingn- um. Það var blanda af þessu og hin samféiagslega hugsjón, fé- lagsleg markaðsvæðing, sem lað- aði mig að Sjálfstæðisflokkn- um.“ - Þú ert kaþólsk, ertu sanntrú- uð? „Ég trúi einlægt á guð og er stolt af því að vera kaþólikki. Eg er ekki endilega sátt við allt sem kemur frá kaþólsku kirkjunni og þar má gagnrýna margt, en það er líka afar margt sem kaþólska kirkjan hoðar sem hefur gildi enn í dag. Kaþólska kirkjan legg- ur til að mynda áherslu á að því Fylgir mikil ábyrgð að vera í hjónabandi. I flestum hjóna- böndum koma einhvern tímann upp erfiðleikar en þá er bara að takast á við þá og ég bið fólk að hlaupa ekki á dyr við fyrstu áreynslu." - Víkjum að þingstarfinu, er þingmennskan eins og þú hjóst við? „Þingmannsstarfið er mjög svipað og ég hafði ætlað. Mér finnst reyndar stundum erfitt að skipuleggja mig út frá fundar- tíma því maður getur aldrei sagt fyrir um hvenær umræðum á þingfundi lýkur. Þetta er ekki sé- lcga heppilegt fyrir fjölskyldulíf- ið. En þingmannsstarfið er afar „Samfylkingin nær eng- an veginn að vera nú- tímalegur flokkur og er frekar uppfull af göml- um lummum heldur en nýjum og ferskum hug- myndum og það er meira eftir af Alþýðu- bandalaginu í Samfylk- ingunni en minna af Al- þýðuflokknum sem var þó flokkur sem þorði að setja fram ögrandi stefnu í ýmsum málurn “ skemmtilegt og fjölbreytt og á vinnustaönum er sem betur fer gott fólk og skemmtilegt úr öll- um flokkum." Afstaðan til ESB - Víkjum aðeins að konum og pólitík. Hefur þú áhyggjur af stöðu kvenna innan Sjálfstæðis- flokksins? „Nei, við höfum verið að vinna mjög markvisst að því að innan- Sjálfstæðisflokksins að bæta stöðu kvenna. Þetta mikilvæga mál hefur verið unnið frá grunni, það er skynsamlegra að mínu mati að vinna það þannig fremur en að hoppa skyndilega út í miðja laugina til að bjarga málum. Við leggjum áherslu á, ekki bara rétt fyrir kosningar, að fá konur til liðs við okkur í flokksstarfi, fá þær til setu í full- trúaráði, stjórnum félaganna og í sveitarstjórnir, svo einhver dæmi séu nefnd. Kona er að- stoðarframkvæmdastjóri flokks- ins, kona er framkvænrdastjóri þingflokksins, kona er formaður þingflokksins, konur eru sveitar- og bæjarstjórar og konur eru að- stoðarmenn ráðherra. Auðvitað mættu fleiri konur verða ráð- herrar en ég vil bcnda á að við síðustu kosningar fjölgaði kon- um á þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn um tæplega helming. Auðvitað eiga konur ennþá erfitt uppdráttar á ákveðnum sviðum þjóðfélagsins en það er að breytast og ég vara við þvf að fara öfgaleiðir því við breytum hlutunum ekki einhliða með handafli þótt sumir vilji fara þá leið. Á 25 árum, svo miðað sé við kvennafrídaginn, hefur gríð- arlega mildl þróun átt sér stað, en það sem við þurfum nú að Ieggja áherslu á í þjóðfélaginu er að leiðrétta launamismun kynj- anna. - Ertu sátt við sljórnarsamstarf- ið? „Mér líst vel á stjórnarsam- starfið. Það er traust og það er gott að sjá hvað menn vinna þar vel saman, eins og til dæmis Davíð og Halldór. Auðvitað er hægt að setja út á hinar og þess- ar ákvarðanir og það veröur alltaf gert. En stjórnin er sterk.“ - Finnst þér Framsóknarflokk- urinn eiga skilið að hrapa í skoð- anakönnunum eins og hann hef- ur gert? „Nei, ég get ekki sagt að mér finnist flokkurinn eiga það skil- ið. Af hverju er hann að hrapa? Eg held að það sé ekki út af stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Ef menn líta til síð- ustu vinstri stjórnar sem fram- sóknarmenn tóku þátt í þá

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.