Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 8

Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 8
llfW J LAjJDJjJU j- LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 2000 Er álver bjarghringur? Ibúum fækk- ar í Fjarða- byggð og vonir eru bundnar við álver. Tæki- færi vantar fyrir unga fólkið. Von- leysið ríkir í núverandi stöðu. En breytir álver öllu? Sævarsson skrifar Það eru viðsjár í Fjarðabyggð. Á fyrstu níu mánuðum ársins fækk- aði íbúum þar um 1 12 og hvergi annars staðar á Iandinu varð fækkunin meiri á þessu tímabili. Það er því ekki að ástæðulausu sem forystumenn í Fjarðabyggð leggja nú mikla áherslu á at- vinnumál, þ.e. að álver verði reist við Reyðaríjörð. Eftir kynnisför þeirra til Norsk Hydro nýlega cru menn bjartsýnir á framhaldið - og samkvæmt nýlegri skýrslu sér- fræðingahóps yrði álver líka rnikill búhnykkur. Fjárfesting vegna bygginga álvers og virkjana á ár- unum 2003 til 2008 yrði 30 millj- arðar króna, Austfirðingijm myndi ijölga um 2.500 og álverið myndi skapa um þúsund ný störf. Þetta myndi svo hafa í för með sér mikinn vöxt og viðgang á öðr- um sviðum, samkvæmt mati sér- fræðinganna. En hvernig metur almenningur í Fjarðabyggð málið. Blaðamaður Dags sveimaði um fyrir austan og tók fólk tali. Afleiðing af pólítískri stefnu? Elma Guðmundsdóttir er rit- stjóri Austurlands í Neskaup- stað, en áður var hún bæjarfull- trúi í átta ár. „Fólk hér vill trúa að til okkar verði kastað bjarg- hring og í honum sé álver. Fyrir mér er málið ekki svona einfalt og án umhugsunar kaupi ég ekki að álver bjargi öllu þó ég styðji byggingu þcss. Alltof lengi hefur verið horft til þessa eina bjarg- ræðis," segir Elma. Flún segir að ekki hafi verið hugað nægilega að öðrum möguleikum í at- vinnuuppbyggingu og á stund- um hafi fólk gert sér óraunhæf- ar væntingar um betri tíð og þar nefnir hún vonir manna um að háhyrningnum Keiko yrði valinn staður á Eskifirði. „Fólk er heilaþvegið af því að flytja suður,“ segir Elma „Vissu- lega er mannlegt að leita að betri aðstæðum og kjörum, en hins vegar fæ ég ekki séð að fólkið sem héðan flytur komist betur af fyrir sunnan. Flest er það með almenna menntun að baki og dæmist þvf í láglauna- störf." Elma vitnar til átaksins Norðfirðingar í sókn sem blásið var til fyrir nokkrum árum. „Þá fékk ég þá tilfinningu að fólki hér hentaði afar vel að vera launþegar. Ekki vantaði að fólk hefði nóg af hugmyndum um uppbyggingu hér, en þegar á hólminn kom spurði það alltaf hvort Síldarvinnslan eða bærinn gætu kostað verkefnin. Vera má að þetta sé hluti af þeirri pólítísku stefnu sem lengi hefur átt mildu fylgi að fagna hér. Vinstri menn hafa hér setið við völd og fólk hefur lifað í samfé- zHorft yfir fyrirhugad stóriðjusvæði á Hraunum við Reyðarfjörð. Stóra spurningin er sú hvort þarna verði reist álver Norsk Hydro en ákvörðun um það á að liggja fyrir í byrjun ársins 2002. Austfirðingar binda margir hverjir allar vonir sínar við að álver rísi þarna, en aðrir vilja að aðrar leiðir verði farnar í atvinnuupp- byggingu á fjörðum. lagi jafnréttis og öryggis - og ég er stolt af þeirri þjónustu sem við vinstri menn hér höfum byggt upp og haldið við. En ef til vill er afleiðingin af þessu sú að frumkvæði og áræði fólksins til að skapa atvinnutækifæri hefur að nokkru leyti tapast. Ef svo er er það mjög miður." Ef tækifæri hér væru fleiri... „I dag er staðan sú að fæstir krakkar hér snúa aftur heim eft- ir framhaldsnám annars staðar á landinu. Ef tækifæri hér væru fleiri snéru væntanlega fleiri heim að námi Ioknu,“ segir Hrefna Rún Vignisdóttir, sem er í stjórn nemendafélags Verkmennaskól- ans í Neskaupstað. I svipaðan streng tekur Eskfirðingurinn inu og auka fjölbreytnina, til dæmis með álveri.“ Andri kveðst engan þekkja á Austfjörðum sem er á móti álveri. Um mótmæli umhverfisverndar- sinna við virkjunar- og stóriðjuá- formum segir hann að í sínum hug vegi „ ... atvinnan miklu þyngra. Mér þóttu mótmæli í fyrrahaust undarleg, helmingur þess fólks sem skrifaði á undir- skriftalista til verndar Eyjabökk- um hafði ábyggilega ekki hug- mynd um hvað málið snérist um. En sjálfsagt hefði ég slerifað hugsunarlaust undir þetta, eins og allir hinir, hefði ég búið fyrir sunnan.“ - Hrefna Rún tekur í sama streng. Hún hefur sett stefnuna á viðskiptanám í Flá- skólanum á Bifröst og kveðst gjarnan vilja snúa aftur til baka Minna verslað hjá bóksalanum Atleiðingar fólksfækkunar í Fjarðabyggð koma víða fram. I áraraðir hefur Brynjar Júlíusson starfrækt ritfanga- og gjafavöru- verslun við Hafnarbraut í Nes- kaupstað og veltan í þessum litla verslunarrekstri hans var á fyrstu sex mánuðum líðandi árs 7% minni en á sama tímabili í fyrra. „Eg fæ ég ekld séð neina aðra ástæðu fyrir minnkandi verslun hjá mér en þá að fólkinu hefur fækkað," segir Brynjar. Hann er Dalvíkingur að uppruna, en hefur búið eystra í nærfellt fjörutíu ár. Hann rifjaði það upp í samtali við blaðamann að þegar hann flutti í Neskaupstað voru íbúar þar um 1.550 - og fjölgaði mikið næstu ár á eftir. En svo hvarf síldin. Þá fór un á verksmiðju sinni á Grundar- tanga. En hann segir fólk í Fjarðabyggð þó hafa ýmsa mögu- leika. „Hér stendur til að fara út í laxeldi í stórum stíl og það mál er raunar langt komið. Á liinn bóg- inn er ég sannfærður um að okk- ar tími í álversmálinu muni koma. Austfirðir hafa marga kosti sem ég trúi að iðjuhöldar horfi til, svo sem að skip eru hálfum öðrum sólarhring skemur að sigla til Reyðarfjarðar frá Evrópu en ef þau koma fara inn á Faxaflóa. Þetta er stórt atriði." Landsbyggðin ekki styrkt á sama hátt Þóroddur Helgason er skólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði. Hann segist telja að álver á Reyðarfirði myndi mikið styrkja byggðina - „Án umhugsunar kaupi ég ekki aö álver bjargi öllu, “ segir Elma Guðmundsdóttir. Fólkinu fækkar og verslun dregst saman. Brynjar Júlíusson kaupmaður í Neskaupstað. Nemendum hefur mikið fækkað, segir Þóroddur Helgason, skólastjóri á Eskifirði. „Norsk Hydro ætlar að geyma sér besta bitann þar til þeim hentar, “ seg- irKristinn Einarsson á Reyðarfirði. Andri B. Þórhallsson sem einnig er nemandi við skólann. „Þeir fá vinnu sem nenna að vinna, en vissulega er orðið þrengra um þegar öli frystihús hafa verið fyllt af Pólverjum. Því er nauðsynlegt að fjölga tækifærum í atvinnulíf- að námi loknu ef forsendur séu til slíks. „Mér finnst gott að búa hér. Hér er mín fjölskylda, frið- sæld og öruggt umhverfi. Vand- inn er sá að hér er lítið að gerast fyrir krakka á okkar aldri. Það þarf að breytast.“ að halla undan fæti og íbúum að fækka. „Það er ekkert einasta útlit fýrir að álver rísi við Reyðarfjörð,'1 seg- ir Brynjar og vitnar til þess frum- kvæðis sem Norðurál hefur nú tekið með því að sækja um stækk- mikið hafi hallað undan fæti á síðustu árum.... og það fer sam- an við aðgerðir sem ríkisstjórnin fór í fyrr á þessum áratug og áttu að útrýma atvinnuleysi. Þá var áhersla lögð á Reykjavíkursvæðið með að vísu ágætum árangri, sem

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.