Dagur - 04.11.2000, Side 9
Uíwmtr
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 - 9 j jf j £j J / ‘\jJ JJ J jJ IJ J
„Nauðsynlegt að fjölga tækifærum í atvinnulífinu," segir Andri B. Þórhallsson
nemi við Verkmenntaskólann í Neskaupstað sem hér er ásamt Hrefnu Rún
Vignisdóttur, skólasystur sinni.
smátt og smátt hefur þó aftur
leitt til þess að hér hefur hallað
undan fæti. Landsbyggðin var
ekki styrkt á sama hátt.“
Um langt skeið voru Reyðfirð-
ingar um 700. Fyrir um áratug
fjölgaði þeim upp í 740 og svo var
staðan um hríð, en á síðustu
þremur til fjórum árum hefur
íbúum hins vegar fækkað mikið
og nú eru þeir um 620. Tölur á
svipuðu róli má nefna úr grunn-
skólanum. Þóroddur, sem er
fæddur og uppalinn á Reyðarfirði,
rifjar upp að þegar hann kom til
starfa við skólann fjrir fjórtán
árum hafi nemendur verið 124. A
tímabili urðu þeir 132 en nú eru
þeir 99 talsins. „Krakkar hér vilja
uppbyggingu, fjölgun íbúa, rétt
eins og krökkum í Reykjavík
finnst lítið lútt í að vera þar í
samanburði við erlendar stór-
borgir eins og Parfs eða New
York. Hér í skólanum hefur verið
mikil umræða í sambandi við ál-
vers- og stóriðjumál, sem mér
finnst allt í lagi sé það í hófi og öll
sjónarmið fái að njóta sín."
Minni álver þægilegra
„Norsk Hydro tekur sér langan
umhugsunarfrest til að ákveða
hvort þeir ætla að byggja hér ál-
ver. Eg hef alltaf verið þeirrar
skoðunar að það sé vegna þess að
þeir ætli að geyma sér besta bit-
ann þar til þeim hentar. Ég tel
jafnframt að mistök hafi verið
gerð með því að bjóða ekki ein-
hveiju öðru stórfyrirtæki að setja
sína starfsemi niður við Reyðar-
fjörð. Þannig hafa Norðmenn
alltaf haft óeðlilegan forgang og
„Fólk hefur misst trúna á búsetu út á
landi, “ segir Emil Thorarensen á
Eskifirði.
þrýstingurinn í málinu er eng-
inn,“ sagði Kristinn Einarsson fv.
kennari og skólastjóri á Reyðar-
firði, en hann var einn þeirra
manna sem blaðamaður tók tali
um stóriðjumálin.
„IVIcnn á Reyðarfirði haf'a nú
vaðið fýrir neðan sig í umræðum
um stóriðju. I kringum 1980 fór
Hjörleifur að tala fyrir kísilmálm-
verksmiðju og svo kom að Sverri
Hermannssyni. En nú á að byggja
hér risaálver. Vitaskuld hefði verið
þægilegra fyrir okkur að hér yrði
byggt minna álver er nú er ráð-
gert, en auðvitað kyngjum við bit-
anum ef hann býðst. Þú spyrð
bvort álver geti snúið þróuninni
hér við. Ég tel mikilvægast að
undirbúningur sé vandaður. Ef
fólk fær hér þá þjónustu sem nú-
tíminn gerir kröfur um og tekj-
urnar eru viðunandi hef ég enga
trú á öðru en því að fólk vilji
koma hingað og starfa í álveri."
Skapar ný tækifæri
Emil Thorarensen, útgerðarstjóri
Hraðfrystihúss Eskiljarðar, segir
að álvers- og stóriðjuframkvæmd-
ir myndu skapa mikla þenslu í at-
vinnulífi í Fjarðabyggð og að
fyrsta kastið sjálfsagt erfitt að fá
fólk til starfa við sjómennsku og
útgerð. Að minnsta kosti sé ekk-
ert óeðlilegt að reikna með slíku,
þvf séu sambærileg laun í boði við
álver eða virkjunarframkvæmdir
muni menn vísast kjösa að vinna
frekar á þeim vettvangi, en við
sjóinn.
„En þegar til lengdar lætur og
jafnvægi er náð mun álver styrkja
svæðið og skapa ný tækifæri,"
segir Emil. „Stjórnmálamenn eru
að vinna að framgangi málsins af
fullum heilindum og mikið er lagt
undir. Hundruðum milljóna
króna hefur verið varið í rann-
sóknir og undirbúningsvinnu og
næst stendur til að fara í vega-
gerð, sem í raun óháð er stóriðju-
áformum. Til að bora jarðgöng til
Fáskrúðsfjarðar frá Rcyðarfirði og
leggja veginn hér yfir Hólmanesið
miklu neðar en nú er. Þessar
framkvæmdir eru mjög mikilvæg-
ar.“
Ákveðinn vonleysistónn
„Mér finnst vera kominn ákveð-
inn vonleysistónn í fólk hér, það
hefur misst trúna á búsctu út á
landi og það kemur að mínurn
dómi til af því hve atvinnulífið er
einhæft," segir Emil Thoraren-
sen. „Margir hér væru sjálfsagt
farnir hefðu þeir möguleika á að
selja fasteignir sínar, en í mörgum
tilvikum er þar aleiga lólks bund-
in. Fólk sættir sig illa við tak-
markaða möguleika, síst unga
fólkið sem fer héðan til fram-
haldsnáms og snýr ekki til baka
aftur að námi loknu. Því þurft-
um við fleiri tækifæri og fjöl-
breyttari atvinnustarfsemi sém
geta gefið okkur vonir um betri
framtíð - ef þessi landshluti á
áfram að byggjast."
Landsbyggðin ekki
notið sannmælis
Ósanngjörn umræða
gagnvart landsbyggð-
inni. Atvinnuuppbygg-
ing mikilvæg. Straum-
urinn suður eðlilegur.
„I mínum huga er meginmálið
að við herðum baráttuna og
gefumst ekki upp. Lands-
byggðin hefur heldur ekki
fengið að njóta sannmælis í
ósanngjarnri umræðunni, fólk
á Reykjavikursvæðinu virðist
vera tilbúið að gagnrýna mjög
kröfuglega öll áform um upp-
byggingu stóriðju á Austur-
landi en hefur á hinn bóginn
þveröfug viðhorf gagnvart
slíkri uppbyggingu við Faxa-
flóa og í Hvalfirði," segir
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar Fjarðabyggðar.
Þessari gegndar-
lausu þenslu
Eins og kemur fram annars
staðar í þessari samantekt
fækkaði íbúum í Fjarðabyggð
um alls 1 12 á fyrstu níu mán-
uðum ársins og segir Smári
Geirsson að þær tölur þurfi
ekki að koma á óvart. „Þegar
áform um byggingu Fljótsdals-
virkjunar og 120 þúsund
tonna álvers í Reyðarfirði voru
„Á meðan botn er ekki kominn í það
mál er eðlilegt að margir fari héðan
og suöur, “ segir Smári Geirsson, for-
seti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
mynd: -sbs.
lögð til liðar um mánaðamótin
mars og apríl á þessu ári
skynjaði ég strax gífurleg von-
brigði meðal fólks og ég gerði
mér grein fyrir að árin 2000
og 2001 yrðu okkur erfið, eða
á meðan enn hefur ekki verið
tekin ákvörðun um byggingu
stærra álvers og virkjunar við
Kárahnjúka. A meðan botn er
ekki kominn í það mál er eðli-
legt að margir fari héðan og
suður, enda hefur hin gengd-
arlausa þenslu á höfuðborgar-
svæðinu nánast segulmátt."
Flókið og umfangsmikið
Rétt eins og þenslan á Reykja-
vfkursvæðinu er mikil hefur
samdráttur orðið á Austur-
Iandi í frumvinnslugreinunum
sem Smári Geirsson kallar
svo, það er landbúnaði og
sjávarútvegi. „Að mínu mati
skiptir því afskaplega miklu
máli að ný atvinnutækifæri
séu sköpuðuð í staðinn," segir
Smári og nefnir þær fyrirætl-
anir sem nú eru uppi um lax-
eldi í fjörðum eystra og eru
nokkuð langt komnar. En
megináherslan verður þó lögð
á álverið, en ef af byggingu
þess verður það gríðarlega
flókið og umfangsmikið verk-
efni - eins og Smári Geirsson
segir - sem er þó hvergi hang-
inn.
„Þannig leikur ál-
glýjan oesta fólk“
Álver myndi rústa þeim
atvinnurekstri sem fyrir
er. Leiðirnar til upp-
byggingar atvinnulífs
eru aðrar. Áróðurinn
fyrir álveri er haturs-
fullur.
„Skammtímasjónarmið ráða
ferðinni og engin heildstæð
stcfnumörkun er til staðar af
hálfu ríkisstjórnar og forystu
Landsvirkjunar í orku- og stór-
iðjumálum. Menn láta eins og
orkulindirnar séu óþrjótandi
og í lagi sé að binda þær
þungaiðnaði í sífellt ríkari
mæli,“ segir Hjörleifur Gutt-
ormsson náttúrufræðingur f
Neskaupstað og fv. alþingis-
maður. „Eg tel rangt að ráð-
stafa meiru af raforku til stór-
iðju en gert hefur verið, meðal
annars áliðnaðar og skiptir
staðsetning álverksmiðja engu
um þá afstöðu rnína."
Stórslys fyrir
samfélagið
Hjörleifur hefur verið óþreyt-
andi að benda á vankanta þess
að álver verði byggt við Reyð-
artjörð og virkjun við Kára-
hnjúka. „Það á ekki að nýta
orkulindirnar á þennan hátt
og fara á yfirvegað í nýtingu
þeirra, m.a. með vetnisfram-
leiðslu í huga. Þess utan er
fullkomiö óráð að setja risaál-
ver niður í fámenninu á Aust-
urlandi. Það væri stórslys fyrir
samfélagið," segir Hjörleifur.
Hann segir að álver við
Reyðarfjörð og það sem fylgir
myndi setja austfirskt samfé-
lag á annan endann, rústa
mikið af þeim rekstri sem fyrir
er og spilla varanlega dýr-
mætri náttúru. „Ef svo hrapa-
lega tækist til að í þetta verði
ráðist óttast ég að nettóút-
„Menn hafa í alltofríkum mæli horft
á álversem lausnarorð í atvinnumál-
um, “ segir Hjörleifur Guttormsson,
náttúrufræðingur i Neskaupstað.
mynd: -hilmar.
koman verði hraðari brott-
flutningur fólks af svæðinu en
ella. I staðinn yrði reynt að
flytja inn erlent vinnuafl og ég
held að engum sé til góðs að
taka heljarstökk í þeim efnum.
Og að því er virkjunina varðar
hef ég litla trú á að niðurstaða
komi í málið á næsta ári.“
Sjúkt andrúmsloft
„Leiðir til uppbyggingar at-
vinnulífs á Austurlandi, aðrar
en álver, eru fyrst af öllu að
tryggja sambærilegar grunnað-
stæður til almenns atvinnu-
rckstrar úti urn land á við það
sem er á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir Hjörleifur. „Öflug
samfélagsþjónusta er líka skil-
yrði. Markviss umhverfisvernd
er sömuleiðis lykilatriði. Mörg
verkefni við rannsóknir, þróun
og skipulag væri unnt að leysa
betur á landbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu. Ein
skjótvirkasta aðgerðin lands-
byggðinni í hag væri að breyta
stjórnun fiskveiða, tengja
veiðirétt byggðarlögum, skipta
upp landhelginni og láta báta
fá vciöirétt á grunnslóð. Þá
finnst mér tómlætis hafa gætt
í að þróa háskólamenntun á
Austurlandi. „
„Menn hafa í alltof ríkum
mæli horft á álver sem Iausn-
arorð í atvinnumálum og af-
leiðingarnar geta orðið skelfi-
legar á hvorn veginn sem fer,
segir Hjörleifur. „Stjórnmála-
mennirnir sem drógu risaál-
verið inn á sviðið 1997 bera
auðvitað höfuðábyrgð á því
hvernig kornið er. En þorri
sveitarstjórnarmanna hefur
líka fallið fyrir þeim í hugsun-
arleysi og gáir ekki að sér.
Niðurstaðan er sjúkt and-
rúmsloft sem endurspeglast
meðal annars í fíflagangi for-
ystumanna Afls fyrir Austur-
land og hatursfullum áróðri
gegn fólki sem hugsar á öðr-
um nótum. Þannig leikur
álglýjan besta fólk.“