Dagur - 04.11.2000, Síða 10
D&^íiur
LfFfÐ f LMWFMCf
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
Sjö systkini og pabbi á jarðýtu. Systkinin á Ytri-Brekkum kornung og í
baksýn er faðir þeirra, Konráð Vilhjálmsson, að mála jarðýtu sína.
Yngsta systirin, Arnbjörg Kristín er ókomin í heiminn þegar þessi mynd
var tekin, af móður þeirra.
Áfangi hjá Arnarfeiii,
systkinin sjö þegar fyrir-
tækið fékk afhent þrjá nýja
vörubiia af gerðinni Man
fyrir nokkrum árum.
Systkinin með
mömmu. Dugnað-
arlegir krakkar -
sem heidur betur
hafa látið að sér
kveða i seinni tið.
„Strákarnir höfðu
strax mikinn áhuga
á vélum og tækjum,
miklu frekar en
nokkurn timann á
sveitabúskap, “ segir
Valgerður Sigur-
bergsdóttir, sem í
dag er matráðskona
upp afjöllum í
vegagerð hjá fjöl-
skyldufyrirtækinu.
mynd: -sbs.
Frá opnun nýs vegar um Háreksstaðaleið á dögunum, en það er eitt
umfangsmesta verkefni sem Arnarfell hefur annast. Á myndinni eru,
frá vinstri, Björn, Þór, Sigríður Pála, Sigurbergur og lengst til hægri er
Valgerður Sigurbergsdóttir, móðir þeirra systkina. mynd: -sbs.
Sjö systkini reka saman Arn-
arfell, eitt stærsta verktakafyr-
irtæki landsins. Framkvæmdir
um allt land. Kátur hópur sem
hefur mikið fýrir stafni. Ólík
systkini sem bæta hvert annað
upp.
„Oft les maður í viðtölum við ættingja
eða fjölskyldur sem standa saman að fyr-
irtækjarekstri að utan vinnutíma leggi
fólk sig fram um að tala um allt annað en
vinnuna. En hvers vegna ætti svo að vera
þegar vinnan er skemmtileg? Þegar fjöl-
skylda hittist öll ræðum við oft verkefnin
sem við erum með hverjum sinni, það
sem bjóða á út á næstunni eða þá af-
komu fyrirtækisins. Þetta er okkar líf og
yndi,“ segir Sigríður Pála Konráðsdóttir,
einn eigenda verktakafyrirtækisins Arnar-
fells hf. á Akureyri.
Frá Ytri-Brekkum
í Blönduhlíð
Arnarfell hf. var stofnað 1986, en saga
fyrirtækisins er enn lengri. Það var um
1960 sem Konráð Vilhjálmsson á Ytri-
Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði hóf
störf í vegavinnu fyrir Vegagerðina á jarð-
ýtu sinni. Um 1980 fór Vegagerðin svo í
ríkari mæli að bjóða út framkvæmdir í
stað þess að menn ynnu þær í tímavinnu.
Því stofnaði Konráð Arnarfell hf. utan
um rekstur sinn - og með í félaginu voru
eiginkona hans, Valgerður Sigurbergs-
dóttir, og börnin sem eru átta talsins. Þau
eru f dag fulltíða og starfa öll, utan eitt
við reksturinn. Þá er Konráð í dag verk-
stjóri yfir vegaframkvæmdum þeim sem
Arnarfell hefur með að gera á Mývatnsör-
æfum.
Elstur systkinanna átta er Vilhjálmur
Konráð, fæddur 1963. Hann er sá eini
þeirra sem ekki starfar við Arnarfell,
heldur starfrækir hann eigið verktakafyr-
irtæki; Iðufell hf. á Raufarhöfn. Hin
systkinin eru Sigurbergur, sem er l'ram-
kvæmdastjórinn, fæddur 1965, þá Sigríð-
ur Pála sem tveimur árum yngri, Þór er
fæddur árið 1969 og Björn kom í heim-
inn ári síðar. Þorvaldur kom þremur
árum síðar og Margrét Anna Ragnheiður
1975. Yngst er Arnbjörg Kristfn, sem
fædd er 1979.
„Fljótt farnir að
snuast á traktorum"
„Þetta eru afskaplega velviljaðir og góðir
krakkar og framúrskarandi dugleg,“ segir
Valgerður Sigurbergsdóttir, aðspurð um
börnin sín. Hún er í dag matráðskona hjá
Arnarfelli og kokkar ofan í þá starfsmenn
fyrirtækisins sem eru í vegavinnu upp á
Ijöllum. „Strákarnir höfðu strax mikinn
áhuga á vélum og tækjum, miklu frekar
en nokkurn tímann á sveitabúskap. Þeir
voru fljótt farnir að snúast eitthvað á
traktorunum heima á Ytri - Brekkum og
ég man eftir þeim kornungum að rogast
með olíubrúsa úr gamalli víragröfu sem
til var heima.“
Sigríður Pála talar á svipuðum nótum,
segir að bræður sínir hafi strax eftir
grunnskólapróf verið farnir að starfa hjá
Arnarfelli. „Okkur var kennt að vinna
þegar við vorum kornung. Við urðum líka
að taka til hendinni um helgar, þá rak
mamma okkur í fjósið að mjólka. Við
fengum hvergi að draga af okkur og
mamma er Iíka þannig að hún vill að
hlutirnir gangi,“ segir Þór Konráðsson.
Á skrifstofu, jarðýtu,
hjólaskóflu og vörubfl
Arnarfellssystkinin sjö hafa með sér þá
verkaskiptingu að bræðurnir eru verk-
stjórar yfir þeim umfangsmiklu fram-
kvæmdum sem fyrirtækið sinnir á hv'erj-
um tíma. Þær Sigríður Pála og Margrét
vinna á skrifstofunni, en Margrét og Arn-
björg grípa þó stundum í vinnu á malara í
efnisvinnslu fyrirtækisins á Akureyri ef
þess þarf. „Eg geng í allt, hef verið að
vinna hér á skrifstofunni en einnig verið
á jarðýtum, hjólaskóflum og vörubílum,"
segir Margrét, sem bætir því raunar við
að Arnbjörg Kristín systir sín sé raunar
enn fjölhæfari, því jafnhliða myndlistar-
námi og körfubolta vinnur hún á þunga-
vinnuvélum Arnarfells.
„Við systkinin erum ólík, en bætum hvert
annað þannig upp,“ segir Þór. Aðspurður
um skemmtilega sögu um samstarf fjöl-
skyldunnar rifjar hann upp að þegar nýi
vegurinn um Háreksstaðaleið sem Arnar-
fell lagði og var tekinn f notkun fyrir fáum
vikum var í hófi sem efnt var til í tilefni af
vígslu hans sagt frá því að sl. haust hafí
Konráð, faðir þeirra systkina, verið orðinn
einn eftir á fjöllum með móður þeirra
systkina. Þar vann hann við að slétta veg-
kanta. „Og auðvitað fór gamla konan að at-
ast á einni jarðýtunni og gerði það sem
þurfti. Stundum er talað um að konur séu
hinar mestu jarðýtur, en mamma er gott
betur; hún vinnur á jarðýtu," segir Þór.
Engin heimapólítík
Starfsemi Arnarfells hefur aukist mikið á
síðustu árum. Veltan nemur nú hundruð-
um milljóna króna og meðal stórfram-
kvæmda sem fyrirtækið hefur nú með
höndum er Iagning nýs Vopnafjarðarvegar
um Brunnahvamma, nýr vegur á Mý-
vatnsöræfum, snjóflóðavarnargarðar f
Neskaupstað, frárennslisskurðir við
Vatnsfellsvirkjun og birgðastöð á Akur-
eyri.
„Það er nauðsynlegt að sækja fram og
starfa á landsvísu. Það virkar engin
heimapólitík. Hér búa ekki nema 280
þúsund manns í litlu landi þannig að
kannski má segja að maður sé heimamað-
ur hvar sem maður nú einu sinni er
staddur í þessu Iandi,“ segir Þór Konráðs-
son að Iokum. -SBS.
„Þegar fjölskyldan hittist öll ræðum við oft verkefnin sem við erum með hverju sinni, það sem bjóða á út
á næstunni eða þá afkomu fyrirlækisins. Þetta er okkar líf og yndi.“ Frá vinstri, Þór, Sigríður Pála og Mar-
grét, þau systkinin sem tókst að hóa saman i myndatöku - en annars er Arnarfell með starfsemi víða um
land og systkinin sjaldan öll saman. mynd: -sbs.