Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 16

Dagur - 04.11.2000, Qupperneq 16
16 - LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 Fluguveiðar að vetri (190) Lært af reynslunni Það er brjálað veður. Ein- hvers staðar í útvarpinu er sagt frá norðan 23 metrum, Ak- ureyri er komin undir snjó og risið í íbúðinni minni leikur á reiðiskjálfi und- an þessum vindum sem feykja jafnvel kettinum inn aft- ur þegar hann gerir þriðju til- raun til að fara út og sinna er- indum. Goði köttur kýs að lúra frekar en þessi ósköp, og er þó ekki köttur sem gefur svo auð- veldlega eftir svæði sín. A svona stundum stunda menn ekki fluguveiðar. Nema í höfðinu. Og það ættu menn að gera. Nú er nefnilega tími til að fara yfir bestu og verstu stundir sumarsins. Besta takan? Á veiðivefnum Ilugur.is stendur nú yfir lítil dægradvöl þar sem veiðimennn scnda inn litlar sögur undir samheitinu „besta taka sumarsins". Svona til að ylja manni meðan úti geisa stormar stríðir. Viðurkenning verður veitt í formi jólabókar, sem verður engin önnur en sú sem er eftir sjálfan mig og heit- ir Fluguveiðisögur. En bak við bestu tökuna er önnur saga. Saga um það hvernig menn komast í bestu tiikuna. Saga mistaka. Sem er einmitt erindi dagsins. Að verða góður veiði- maður er mikil ögrun. Stór hluti af því er að komast hjá mistökuni. Algengustu mistökin 1) Að vciða þar sem allir hinir veiða. Ég var við Elliðavatn í sumar, á stað sem cg hafði ekki prófað áður. Gekk með bakka og veiddi, kastaði, það er að segja, færðist smám saman nið- ur með og var farið Iíða undar- lega. Var þetta einhver bölvuð vitleysa? Létti aðeins þegar ég sá fótspor á bakkanum. Ein- hver hafði þá verið hér áður. Svo kom annar gaur og veiddi í humáttina á eftir mér. Eg hugsaði með mér að þar færi veiðilegur maður, hann hlyti að vita allt um þennan stað. Svo sá ég auðvitað að eins líklegt væri að hann hugsaði eins um mig. Haltur leiðir blindan! Mönnum finnst cinhvern veg- inn að þar sem eru fleiri að veiðum hljóti að vera meiri speki á ferðinni. Svo er ekki. Flestir eru bara latir og nenna ekki að ganga langt frá bíla- stæðinu, eða nenna ekki að vaða yfír ána, eða brölta fyrir snös. Eitt af því mergjaðasta sem veiðimaður gerir er að koma fiskinum á óvart. Einn stakur sem hefur ekki séð flugu í hálfan mánuð er jafnvel lík- legri bráð en torfa sem sér ekk- ert nema Peacock allt sumarið! Leitaðu! 2) Fæla fiskinn með því að þramma fram á bakka og vaða út. Hversu oft? Hversu oft höfum við ekki séð flokk manna koma þrammandi niður að vatni, vaða út í eins langt og vaðið verður og þenja svo köstin eins langt út og mögu- legt er? Þetta eru líklega al- gengustu mistök veiðimanna. Fiskurinn er nær en þú heldur. Eg sem er búinn að prédika þetta í 189 pistlum er enn að fæla frá mér fiska með ónær- gætni við frið vatnanna. 3) Byrja að veiða strax! Bú- inn að aka hálfan dag, koma sér fyrir í húsi, skunda á vett- vang, setja saman með titrandi höndum, loksins kominn á staðinn: KASTA! Nei. Fyrst á að horfa og hlusta. Fara niður að vatni eða straumi. horfa, hlusta, slappa af. Er æti á ferðinni? Er fiskur á ferðinni? Hvar? Hvernig? Fimm mínút- ur geta borgað sig vel. Kortér er mátulegt, en þar sem ég er ekki maður til að hinkra svo lengi sjálfur segi ég aðeins: Það borgar sig að bíða, horfa og hlusta, því lengur því betra. Það heldur hvort sem er eng- inn lengur út en 15 mínútur. 4) Að veiða eins og virkaði síðast. Carpe diem! Gríptu daginn. Ekki minninguna um hvernig hann tók síðast. Breyttu til. Allt í lagi. Auðvitað tekur maður fram fluguna sem náði fimm punda urriða á þess- um stað í fyrra. Einmitt á þessum stað. Og reynir hana. En ekki festast í farinu. Hafi hann tekið Wooly bugger, þyngdan, í fyrra, er eins víst að hann geti tekið svarta lirfu sem kastað er andsreymis og látin reka frjáls núna. 5) Of þungar græjur. Ef þú notar yfirleitt tvíhendu áttu að hugsa þig alvarlega um: Er tví- henda raunverulega það sem þarf þegar meðalþyngdin er 4-5 pund í laxi? (Norðurá, Kjós, Rangár). Jú, það er alltaf möguleiki að setja í 14 pund- ara, en létt einhenda leikur sér að slíkum fiski. Líka 20 pund- ara. Stærð fisksins skiptir ekki máli við val á stöng, heldur vatnið sem hann er í. Silungs- veiði: Ef þú átt ekki stöng fyrir línu sex heldur bara þyngra áttu að skipta niður við fyrsta tækifæri. Létta stöngina og iínuna og tauminn og flug- una...og fiskinn kynnu sumir að botna, en svo þarf ekki að vera. Flestir fiskar stækka mjög við að vera teknir á léttar græjur. Anægjan er marglöld. Ogrunin meiri. Og hvað með það þótt 27 punda fiskur sleppi!? (Meira um algeng mistök og ráðin við þeitn verða áflugur.is). FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar - Ð^Uir TV/tR FLIKUR IEINNL. HEÍTUR 0G ÞURR THERMO varmanærfötin eru i raun tvær flikur i einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaðu Thermo rtærfötin í næsta feröalag, þú sérö ekki eftir því. Sportvörugerðin Heilcisala-smásala Mávahlíd 41. Rvik, sími 562-8383 Krossgáta nr. 211 Latisn ..................... Nafn ....................... Heimilisfang................ Póstnúmer og staður ........ Helgarkrossgáta 211 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 211) Strandgötu 31 á Ak- ureyri eða í faxsíma 460 6171. Lausnarorð kross- gátu 210 er VÖRUBÍLL og vinningshafi er Bjarn- þór Eiríksson sem býr á Strandgötu 85 í Hafnar- firði. Hún fær senda bók- ina Samfella eftir Steinþór Jóhannesson. Vinningshafinrt fær senda bókina Samfella eftir Steinþór Jóhannesson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.