Dagur - 04.11.2000, Side 18
78- LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
LÍfJrJ í LAjJÐJjJU j
Frumspeki
útigrillsins
Kristján B. Jónasson er 33 ára
bókmenntafræðingur sem
varð útgáfustjóri Forlagsins
eftir að Jóhann Páll Valdimars-
son stofnaði JPVforlag. Krist-
ján hyggst feta nokkuð nýjar
brautir í útgáfustefnu eins og
hann lýsir í viðtali við Dag.
„Það frcistaði mín að eiga jjátt í að skapa
bókaútgáfu þar sem farið væri inn á nýjar
brautir," segir Kristján. „Mig langaði ekki
til að setja á stofn enn eina umbúðamið-
stöðina þar sem ég sæti eins og af-
greiðslumaður í slopp bak við diskinn og
biði eftir að höfundar kæmu með inn-
leggið sitt sem ég síðan pakkaði inn og
hnýtti á slaufu. Eg vil að útgáfan sé stað-
ur |iar sem fólk mætist og skapar eitthvað
sem ekki var til áður, eitthvað nýtt.“
- Þá eftir pöntun?
„Maður getur að vísu lagt inn pantanir
cn maður veit aldrei hvort þær verða af-
greiddar. Höfuðmájið er hins vegar þetta
er ekki stór bær og menn hittast oft og
spjalla saman og kasta á milli sín hug-
myndum, oft ansi góðum hugmyndum,
en svo fýkur jrað allt burt með vindum.
Sköpunargleðin er allt í kringum okkur
en við sóum jicssari orku gengdarlaust.
Mig langaði til að búa til hverfilinn sem
hreytir henni í Ijós. Staðreyndin er sú að
mjög margt af því unga fólki sem hefur
raunverulcga hæfileika til skrifta velur
sér ekki bókmenntirnar sem aðalstarfs-
vettvang. Og jafnvænt og mér þykir um
hugmyndina um skáldið sem mikinn ein-
stakling, alhurðamann sem býr yfir drif-
krafti sem fær hann til að skapa listaverk
einn, soltinn og misskilinn þá held ég að
það séu ekki margir fæddir eftir 1970
sem sjá sig í |rví hlutverki en hafa samt
mikla hæfileika til skrifta. Ég lít svo á að
það sé hlutverk okkar sem vinnum í út-
gáfu að bregðast á einhvern hátt við þess-
um nýju aðstæðum og reyna að efla fjöl-
breytni í bókaútgáfu í stað þess að sitja á
kontórnum og væla yfir því að ekkert sé
að gerast.
Svo ég taki dæmi af Þýskalandi þá kom
þar upp alger pattstaða fyrir um það bil
tfu árum síðan, það var hreinlega eins og
enginn undir þrítugu þyrði að stinga nið-
ur penna og þeir sem þó gerðu það voru í
einhverjum fmynduðum böndum. Menn-
ingarpáfarnir voluðu og útgáfufyrirtækin
siigðu náttúrulega að víst væru til góðir
höfundar sem páfarnir mótmæltu síðan
og svo framvegis og svo framvegis. Gordí-
onshnútinn hjuggu síðan annars vegar
nýir höfundar frá Austur-Þýskalandi,
menn eins og Ingo Schulze sem kom hér
á bókmenntahátíð í september, og hins
vegar útgáfufyrirtækið Kiepenheuer &
Witsch sem tók þá stefnu að opna bók-
menntabúrið og hleypa Ijónunum út,
leyfa fólki að sprella. Ut úr þessari tilraun
hafa komið einir tveir þckktustu ungu rit-
höfundar Þýskalands, annars vegar hinn
bráðungi Benjamin Lepert sem fer nú
sigurför um heiminn með bókina Crazy
og nafni hans Benjamin von Stuckrad-
Barre sem er orðin hrein og klár popp-
stjarna og fyllir stóra konsertsali. Hann
kom reyndar hingað til íslands í vor í
mikilli kyrrþey og las upp á Grand-Rock
innan um bytturnar.
Ég leit svo á þegar ég tók við Forlaginu
að nú hefði ég tækifæri til að hjálpa fólki
við að leika sér. Minn æðsti draumur er
„Minn æðsti draumur er ekki að hreiðra um mig í Chesterfieldstólnum mínum og bjóða gestum og gangandi upp á eðalárganga af koniaki heldur búa til stað
þar sem fólk getur komið skemmtilegum hugmyndum í framkvæmd."
ekki að hreiðra um mig í Chesterfield-
stólnum mínum og bjóða gestum og
gangandi upp á eðalárganga af koníaki
heldur búa til stað þar sem fólk getur
komið skemmtilegum hugmyndum í
framkvæmd. Ég sé það hreinlega ekki
ganga upp að sitja éndalaust á rassinum
og bíða eftir að næsti Nóbelsverðlauna-
hafi komi í gættina með þrjár skáldsögur
í plastpoka sem ég síðan hafna vegna
jress að það árið ætla ég að gefa út tíu
bækur um golf og tvær um ungbarna-
nudd. Síðan verður tíminn að leiða í Ijós
hvort þetta er eitthvað sem virkar. Ég
verð bara að taka jtá áhættu."
Nýliðun bókmenntastofnsins
- Nú ertu bókmenntafræðingur, hver
finnst þér vera stuða íslenskra nútímabók-
mennta? Lr ekki mikil grósku og er það
besta ekki hágæðaskáldskapur?
„Ég held að margir samverkandi þættir
hafa valdið þessari grósku. Það má ekki
gleyma |rví að launasjóðurinn skiptir
máli, jafn umdeildur og hann er. Hann
.hefur tryggt stórum hópi fólks lágmarks-
aðstöðu til að sinna skriftum. Islenskar
rithöfundar hafa líka eignast erlenda les-
endur sem cr feikilega dýrmætt og ])á er
ég alls ekki að tala um þcssa peninga sem
virðist vera það eina sem kemst að í þeirri
umræðu. Hins vegar er eins og við í okk-
arbotnlausu sjálfhverfni gleymum því æði
oft að í útlöndum eru líka skrifaðar góðar
bækur. Ég verð að segja með fullri virð-
ingu fyrir íslenskum bókmenntum að ég
hef stundum verið frekar undrandi á því
hvað mikið af þeim stórskemmtilega há-
gæðalitteratúr scm er verið að skrifa í
Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu
virðist eiga trega leið að íslenskum les-
endum. En á móti kemur að ég held að
allir íslenskir rithöfundar með sjálfsvirð-
ingu mæli sig alltaf við það sem gerist er-
lcndis og fylgist vel með því. Þeir vita
ósköp vel að annars endum við bara með
dæmigerðar smáþjóðabókmenntir. Þá er
eina réttlætingin fyrir að skrifa sú að vera
af lítilli jrjóð og skrifa á sínu tungumáli.
Ég held að fæstir íslenskir rithöfundar
hugsi þannig um sjálfa sig, heldur í
stærra samhengi og mæli sig á
mælistiku heimsbókmenntanna.
Einu áhyggjurnar sem ég hef af ís-
lcnskum samtíðarbókmenntum er að
ákveðnir árgangar bafa ekki verið að
skila sér nægilega vel, svo ég tali nú
eins og gert er um þorskstofninn. Fólk
sem er fætt um I 960 skipar hóp af mjög
frambærilegum rithöfundum. En ég
sakna þess að við höfum ekki fengið
jal'n fjölskrúðugar bókmenntir frá fólk-
inu sem leit dagsins ljós um og eftir
•1970 og er miklu jarðbundnara og
kannski borgaralegra.
Vestrænar bókmenntir á tíunda ára-
tugnum áttu sér tvær megingreinar,
annars vegar póstmódernískar sögulegar
skáldsögur og hér á landi bafa verið
skrifaðar nokkrar mjög frambærilegar
bækur af þeim toga. Síðan er það sem
við getum kallað raun-raunsæisbækur
eða níhíló-raunsæisbækur scm Ijalla þó
í raun um hvarf veruleikans og óskina
eftir að finna hann í blóði og gori eða
þá í yfirborði hlutanna. Mikið af þess-
um bókum eru líka móralskar. Yngra
fólk hefur kosið að spyrja stórra spurn-
inga um rétt og rangt. Þetta eru börn
markaðssamfélags en þeim óar við því
og bregðast oft við með því að útmála
jrað sem skelfilegan vettvang jiar sem
allir éta undan öllum í darwinískum
dýragarði heimsins. Mörg jæssara verka
hafa komið við kaunin á manni og náð á
manni kverkataki. Við hölum einnig séð
nokkur frambærileg verk af |iessu toga
hér heima en enn sem komið er hefur
enginn af þessum höfundum hérlcndis
náð því sem kalla mætti almennings-
hylli nema kannski þá helst Hallgrímur
Helgason. Staðreyndin er að oft skortir
jressi verk bæði hér og annars staðar
stæ'rra svið, þau eru stundum lull smá-
boruleg.
En jressir tveir aldalokastraumar sýna
mér hins vcgar ekki nógu oft hvernig lífi
við lifum og ég sakna þess. Ég er ekki
að boða hreinræktað raunsæi og dauða
ímyndunaraflsins, bara næmi á þann
veruleika sem svo margir búa við. Þenn-
an miðstéttarveruleika þar sem útigrill-
in og visakortin eru sundkorkar þúsund-
anna á leiðinni ýfir neyslulaugina. Þetta
er ókannaður heimur. Svarthol. Mig
dreymir um frásögn sem fangar þetta án
þess að dctta í raunsæispyttinn. Mig
drcymir um frumspeki útigrillsins.
Svo er annað líka sem er að gerast.
Það eru ekki nema nokkrar vikur í að
tuttugustu öldinni Ijúki. Ég vona að
bókaútgáfan Forlagið verði í fararbroddi
þeirra sem átta sig á jiví að tuttugasta
öldin er liðin. Nýja öldin er óskrifað
blað. Við göngum inn í hana án draum-
sýnar. Einn helmingur mannkyns geng-
ur inn í 21. öldina með það eitt að
markmiði að græða meiri peninga, hinn
helmingurinn með það markmið að
koma í veg fyrir að við eyðum jörðinni
endanlega og förumst. Og ég spyr: Er
þetta virkilega jrað snjallasta sem okkur
gat dottið í hug?“