Dagur - 04.11.2000, Side 23

Dagur - 04.11.2000, Side 23
 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 - 23 W /f J k) J LAiJ D J jJ U J FINA OG FRÆGA Drew Barrymore hefur sannarlega átt stormasama ævi en er nú nýgift og segist hafa fundið hamingjuna. Drew finnur hamingjuna Drew Barrymore giftist á dögunum unnusta sínum gamanleikaranum Tom Green. Drew hefur sannar- lega marga fjöruna sopið þótt hún sé einungis tuttugu og fimm ára. Hún kom fyrst fram í auglýsingum ellefu mánaða gömul, varð stjarna sex ára fyrir leik sinn í ET og fallin stjarna níu ára. Hún varð fyrir einelti í skóla og var hyrjuð að reykja sígarett- ur, drekka og neyta eiturlyfja þegar hún var tíu ára. Þrett- án ára fór hún í afvötnun og ári síðar reyndi hún að fyrir- fara sér. Tvítug hirtust nekt- armyndir af henni í Playboy og hún olli skömmu síðar miklu fári þegar hún dansaði nektardans í næturklúbbi í New York. Sannarlega svipt- ingasamt líf en Drew segist alla ævi hafa verið í leit að öryggi seni hún hafi loks fundið þegar hún kynntist eiginmanni sínum. Leiktu þér ð Krakkavef Vísis.is visir.is Notaðu vísifingurinn! FII\IA QG FRÆGA FQLKIÐ Mulligan látinn Leikarinn Richard Mulligan lést fyrir skömmu 67 ára gamall af völdum krabbameins sem hann hafði barist við í sex ár. Hann ávann sér miklar vinsældir á sínum tíma fyrir leik sinn í sjónvarps- þáttaröðinni Löðri (Soap) sem sýnd var hér í sjónvarpi á árum áður. Síðustu árin lék Mulligan í vinsælum sjónvarpsþáttum Empty Nest. Mulligan var fráskilinn og átti einn son. Tveimur vikunr fyrir dauða sinn hætti hann að taka lyf sín. Talið er að hann hefði getað lifað þremur mánuðum lengur með lyfjagjöf en hann sá enga ástæðu til að framlengja líf sitt. I erfða- skrá sinni sýndi hann ættingjum og vinum mikla rausn og ráðskona hans mun ekki þurfa að vinna meir það sem hún á eftir ólifað svo vel var fyrir henni séð. Leikarinn Richard Mulligan sem íslenskir sjónvarpsá- horfendur muna eftir úr þáttunum Löðri er látinn úr krabbameini. BARNAHORIUIO Lovísa Ijósálfur Þótt þessar tvær myndir af Lovísu ljósálfi virðist í fljótu bragði eins þá eru þær þó frá- brugðnar í minnst fimm atriðum. Getur þú ekki fundið þessi atriði og svo er náttúrulega tilvalið að lita myndirnar á eftir! —. d§2 ^ Að finna hunangið STJORNUSPA % Bjössi skógarbjörn er að leita að hunanginu sem honum finnst svo óskaplega gott. Hann á þó í vand- ræðum með að finna réttu leiðina. Getur þú ekki hjálpað honum? Brandarar Egill: „Vissirðu að hundurinn þinn beit Karlremba við mágkonu sína: „Allt sem kon- tengdamóður rnína í gær?“ an mín segir við mig fer inn um annað eyrað á Tóti: „ Nei, ætlarðu í mál við mig?“ mér og út um hitt." Egill: „Alls ekki. A hvað selurðu hundinn?" Mágkonan: „A hverju ætti það svo sem að stoppa" Vatnsberinn Þú færð grænt Ijós á frekari fram- kvæmdir í gróður- húsinu, að undan- gengnu umhverfis- mati vegna hugs- anlegra gróður- hússáhrifa. Fiskarnir Þú hittir prest sem er vanur aó tala á milli hjóna. Bentu honum á einhvern sem er iaginn við að tala á milli presta. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Hrúturinn Þú rekst á fram- haldsskólakennara sem er ánægður með kjör sín. Hættu strax að drekka! Nautið Skelltu vetrar- dekkjunum undir og farðu sjálfur á mannbroddana. Allur er ísvarinn góður. Tvíburarnir Þú telur þig sjá tannlækni á grænni grein. Með tilliti til tekna og staðsetningar er líklegt að um sé að ræða apa. Krabbinn Endursýning á gömlum skemmti- þætti I sjónvarp- inu veldur upp- lausn í fjölskyld- unni. Það er leið- inlegt. Ljónið Þú færð leyfi til að fara út með strák- unum í kvöld. Þú kýst heldur að fara í óleyfi með stelpunum. Meyjan Ólympískir hnefa- leikar koma þér í koll. Notaðu koll- inn í eitthvað þarfara. Vogin Úrsögn þín úr Harmonikufélag- inu verður ekki tekin til greina nema þú greiðir árgjaldið fyrir s.l. 63 ár. Sporðdrekinn Margt skýrist á skyggnilýsingar- fundinum. Mundu að taka kvittun vegna vasksins. Bogamaðurinn Haltu að þér höndum. í það minnsta á írska þjóðdansanám- skeiðinu. Steingeitin Ástin og aðrar plágur eru að plaga þig þessa dagana en það iagast liklega áður en yfir lýkur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.