Dagur - 04.11.2000, Page 2

Dagur - 04.11.2000, Page 2
26 -LAUGARDAGUR 4 . NÓVEMBER 2 000 D^ur FRÉTTIR Foreldrar verða að vita um vandamálin Frelsi bama til ákvarðanatöku getur verið dýru verði keypt þegar vandamál líkt og ótímabær þunguu er aiuiars vegar. ÓfuUnægjandi löggjöf um réttindi og skyld- ur 16-18 ára. Skiptar skoðanir eru um það álit umboðsmanns barna að Iæknar megi ávísa á „pilluna" fyrir 14 ára og eldri án sam- þykkis foreldra þeirra og fram- kvæma fóstureyðingu hjá 16-18 ára án þess að foreldrarnir hafi rétt á að fá vitneskju um málið. Lögfræðingur Barnaverndar- stofu, segir að skýrari lagaá- kvæði þurfi um þessi atriði. Ekki virðist sem tekið hafi verið tillit til nauðsynlegra þátta í lögunum um hækkun sjálfræð- isaldurs. Hrefna Friðriksdóttir, lög- fræðingur á Barnaverndarstofu, segir að gera verði greinarmun á réttarstöðu barna undir 16 ára annars vegar og 16-18 hins vegar. Við lagabreytinguna um hækkun sjálfræðisaldurs vanti í raun sérreglur um réttarstöðu 16-18 ára. Það lagaumhverfið sé ekki full- nægjandi. Staðfesting á vanda Hvað yngri hópinn varðar telur Hrefna að ýmsar Ieiðir komi til greina þegar börn lenda í vand- ræðum. Hún telur réttast að ráðgjafar megi tala við þann hóp án samþykkis foreldranna en síðar beri að Iáta forráða- menn vita. „Það hlýtur að fel- ast í rétti foreldra til að ráða persónulegum högum barn- anna sinna, að fá vitneskju um það ef börnin eru f vanda. Við hækkuðum sjálfræðisaldurinn sem dæmi til að foreldrar fengju að vita af slælegri mæt- ingu barnanna sinna í fram- haldsskólum," segir Hrefna og telur að mörgu leyti að sama eigi við um neyðargetnaðar- vamir og skylda hluti. Þá sé enda komin staðfesting á því að barnið hafi Iifað óábyrgu kynlífi sem þýði að eitthvað sé að. Erfitt mat Lögfræðingurinn segir að ef barn Ieitar til Barnaverndar- um eða öðrum hastarlegum aðgerðum, sé það ráðgjafans að láta barnaverndaryfirvöld vita. „Mér finnst mjög erfitt að hugsa mér að til sé ótölu- legur fjöldi sérfræðinga út um allan bæ sem á að vega og meta hvort sambönd for- eldra og barna séu nógu góð, hvort foreldrar geti axlað ábyrgðina á uppeldinu. Barnaverndaryfirvöld eru í raun einu aðilarnir sem hafa lagaheimildir til afskipta af sambandi foreldra og barna.“ Skýtur skökku við Hrefna segir aðspurð að í raun skjóti það skökku við í allri umræðunni um mikil- vægi tjölskyldunnar að ábyrgðin sé tekin af foreldr- unum. Hún telur ekki rétt að börn eigi að bera ábyrgð á fóstúreyðingum eða óska neyðargetnaðarvarna. Tvær hliðar séu á því að tala um „réttindi“ barnanna í þessum efnum. En telur llrefna að umboðsmaður barna sé bein- línis að ýta undir Iögbrot með áliti sínu? „Nei, það vil ég ekki segja. Kannski telur umboðs- maður að þessi regla stangist á við mannréttindasáttmála." BÞ Hrefna Friðriksdóttir lögmaður: Foreidrar eiga rétt á upplýsingum um vandamái barna undir 16 ára. stofu sé það stefna stofnunar- innar að upplýsa foreldrana. Ef viðbrögðin hjá barninu við þeirn upplýsingum markist af ótta við barsmíðar frá foreldr- Friðrik Skúlason. Rifist uni matsmenn Að uppástungu Sigríðar Olafs- dóttur héraðsdómara verða þeir Helgi Þorbergsson, dósent við tölvunarfræðiskor Háskólans, og Ögmundur Helgason, forstöðu- maður handritadeildar Lands- bókasafnsins, dómkvaddir mats- menn í máli Genealogia Islandor- um ehf. (Gen.is) og Þorsteins Jónssonar ættfræðings gegn ís- lenskri erfðagreiningu (IE) og Friðrik Skúlasyni ættfræðingi. Valið verður þó ekki afgreitt fyrr en í fyrsta lagi 13. nóvember, því hinir stefndu tóku sér um- hugsunarfrest, á meðan stefn- endur samþykktu tilnefningu dómarans. í málinu krefja stefn- endur hina stefndu um samtals 615 milljónir króna vegna afnota ÍE og Friðriks á ættfræðigögnum sem stefnendur segjast eiga rétt að. Mikið hefur verið þrefað um hverjir geti talist óvilhallir mats- menn, allt frá því að málið var dómtekið sl. vor. - FÞG íslenski fáninn í sal Alþintfis? Guðmundur Hallvarðsson telur við hæfi að alþingismenn geti notið návis- tar íslenska fánans í stöfum þeirra á þinginu. Guöimmdur Hall varðsson leggur til að íslenski fáninn verði settur upp til hliðar við stól forseta Al- þingis. Hann segir koma til greina að setja íslenska skjald- armerkið framan á ræðustól þingmanna. „Hugmyndin vaknaði eitt sinn á dögunum þegar ég var að horfa á fréttir CNN sjónvarpsins. Þá var sýnt frá þingfundi einhvers þjóðþings og þar blasti þjóðfáni viðkomandi lands við til hliðar við stól forseta þingsins. Baun- ar var skjaldarmerki viðkomandi Iands Iíka komið fyrir þarna. Eg bar þetta svo saman við það sem blasir við á skjánum þegar sjónvarpað er frá Alþingi. Það er ansi fátæklegt miðað við það þegar þjóðfáninn og skjaldar- merkið eru uppi,“ segir Guð- mundur HaJIvarðsson alþingis- maður. Hann hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ís- lenski fáninn skuli vera uppi í sal Alþingis, við hliðina á stól forseta þingsins og þá til hægri handar við forseta. I fánalögun- um segir að þar sem íslenska fánanum sé stillt upp við ræðu- stól skuli hann vera vinstra megin séð frá þeim sem í sal sitja. Skjaldarmerkið Guðmundur bendir líka á þær deilur sem verið hafa hér á Iandi um hvort taka eigi niður skjaldar- merki Kristjáns VIIII af Alþingis- húsinu og setja íslenska skjaldar- merkið í staðinn. Menn hafa stungið upp á að sctja íslenska merkið á húsið eða við húsið en húsfriðunarnefnd og fleiri staðið gegn því. Þess vegna segir Guð- mundir að vel komi lil greina að koma íslenska skjaldarmerkinu fyrir framan á ræðustól Alþing- is. „Þar eru gjarnan sett blóm en að mínum dómi færi betur að á því að þar væri skjaldarmerki ís- lands,“ segir Guðmundur Hall- varðsson. í greinargerð með þingsálykt- unartillögu sinni segist Guð-' mundur taka undir með Olafi Ragnari Grímssyni, forseta Is- lands, að hugleiða eigi þær breytingar á þingsköpum sem opnuðu leiðir til að bjóða er- Iendum þjóðhöfðingjum að ávarpa Alþingi. Sú skipan gæti gert heimsókn í Alþingi að há- punkti íslandsdvalar. En síðan segir í greinargerðinni: „En hvernig má það vera að að innan veggja Alþingis, hvar rætt er um eflingu, vegsemd og gildi þingsins sjálfs, skuli þjóð- fáni vor ckki hafinn til vegs og virðingar? -S.RÓR Vantar 60% fleiri tæknifræðmga Stjórnendur iðnfyrirtækja telja sig þurfa 30% fleiri tæknifræðinga til starfa næsta árið og 60% Ileiri en þeir hafa nú innan 5 ára. Þetta var niðurstaðan úr könnun sem Samtök iðníyrirtækja gerði nýverið meðal 35 iðnfyrirtækja, sem Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga, segir frá. „Þessar niðurstöður ættu að vera góð hvatning fýrir þá sem nú leggja stund á tæknifræðinám eða hyggja á slíkt," segir Jóhannes Benedikts- son formaðurTFÍ. Stjórn Tæknifræðingafélags fslands hefur nú til skoðunar hugmynd- ir skólanefndar Tækniskóla Islands er varða stúdenta af eðlilsfræði- og stærðfræðibraut. Þær hugmyndir gera ráð fyrir að krafist verði 24 vikna starfsreysnlu fyrir upphaf náms og að nemendur verði sfðan að starfa í aðrar 24 vikur hjá viðurkenndum fyrirtækjum á meðan á námi stendur, þar sem sérstök dagbók verði haldin. „Með þessurn breytingum er ver- ið að aðlaga námið nær því sem gerist í Danmörku," segir Jóhannes Benediktsson formaður TFl í Verktækni. -HEI Ekkert heitt vatn að Reykjum Ekkert heitt vatn fannst við borun á Revkjatanga í Hrútafirði, en bor- unin var framkvæmd nýverið. Kostnaður sveitarlélagsins Húnaþings vestra vegna borunarinnar nam um 4,5 milljónum króna. Borinn er nú í Skagafirði en kemur aftur á svipaðar slóðir innan tíðar. Jarðfræðingar telja að þarna sé finnanlegt nægilegt magn heits vatns og því verður borað al’tur í nágrenni þeirrar holu sem ekkert gaf af sér, og þá um 1 50 metra niður. Astæða þess að ekkert vatn fannst við fyrri tilraun var að erfiðlega gekk að finna vatnsæðina. GG Athugasemd í Degi í dag, 3. nóvember 2000, segir Gunnar Ö. Gunnarsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar um rannsóknirnar sem kveðið er á um í úrskurði skipulagsstjóra: ,,Ef uppfylla ætti skilyrði skipu- lagsstjóra skv. túlkun Gísla Más Gíslasonar, þá myndum við bara loka strax“. Vegna þessara um- mæla vil ég taka fram að ekki hefur verið gerð nein rannsóknaráætlun vegna þessa atriðis f úrskurði Skipulagsstjóra og ég hef aldrei tjáð mig við Gunn- ar O. eða aðra um hvað þurfi að gera eða koslnað því samíara. Aft- ur á móti er brýnt að gera rannsóknar- og vöktunaráætlun og verð- ur hún unnin af Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn og Nátt- úruvernd ríkisins í samvinnu við stjórnendur Kfsiliðjunnar. GÍSLI MÁR GÍSLASON Gísli Már Gíslason.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.