Dagur - 04.11.2000, Page 11
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 20 0 0 - 35
Vgpir.
ERLENDAR
George W. Bush á frambodsfundi í Michigan.
Framaii í hvern spring-
nr kosningahomban?
Fréttin um að George W. Bush
hafi verið tekinn drukkinn undir
stýri, sektaður um 150 dollara og
misst ökuréttindin í mánuð kom
eins og sprengja inn í bandarfsk
stjómmál í gær, þegar aðeins eru
fjórir dagar til kosninga. En hvort
fréttin er aðeins reyksprengja,
sem engin áhrif hefur á kjósendur
treystu fréttaskýrendur vestra sér
eldd til að spá um í gær.
Það var í septembermánuði
1976, sem Bush var handtekinn
og kærður, hann var þá 30 ára, en
cr nú 54 ára gamall. Hann hefur
fyrir löngu viðurkennt opinher-
Iega að hafa átt við áfengisvanda-
mál að stríða á yngri árum, en hafi
steinhætt fyrir 14 árum síðan og
hafi ckki smakkað dropa af alkó-
hóli. Hins vegar hafi hann leynt
handtöku og sekt fyrir að aka
drukkinn vegna dætra sinna, sem
hann vill ekki gefa slæmt for-
dæmi.
Þegar í stað fór fréttafólk vestra
að rifja upp ölvunarakstur Dicks
Cheney varaforsetasefnis Bush,
en hann var tvisvar tekinn og
dæmur lyrir að aka drukkinn. Það
var á sjöunda áratugnum þegar
hann var rúmlega tvítugur að
aldri. En þau glöp sín játaði hann
þegar hann tók við embætti varn-
armálaráðherra í stjórn Bush
eldraárið 1989.
Bust var á kosningaferðalagi í
Michigan þegvar ölvunarakstur
hans komst í hámæli. Þar ætlaði
hann að halda fund með Colin
Powell, f)Trum hershöfðinja ogyf-
irmanns herráðsins f Pentagon.
Hann er tíðum nefndur sem ut-
anríkisráðherraefni ef Bush nær
kosningu á þriðjudaginn.
I gær hélt Bush naumu for-
skoti sinu yfir Gore og rnunaði 3-
4 prósentustigum. Michigan er
ÖlvunaríLkstur Bush
forsetaframbj óðanda
fyrir 14 ánun getur
haft áhrif á hver verð-
ur valdamesti maður
heims á næsta ári
meðal þeirra ríkja þar sem mjög er
nauml á munum með þeim for-
setaframhjóðendum og leggja þeir
nú báðir mikla áherslu á að laða
að sér atkvæði í þeim fylkjum.
Talsmenn Bush hafa látið að
því Iiggja, að Gore varaforseti og
hans lið hafi kornið gamla
drykkjudómnum yfir Bush á
framfæri við fjölmiðla rétt fyrir
kosningar til að sverta mótfram-
bjóðandann. Gore harðneitar
þeim áhurði og segir af og frá að
hann eigi neina sök á því að nú
vita allir að frambjóðandi re-
búblikana er dæmdur drykkjurút-
ur.
Hins vegar er því lætt út að fyrst
Bush hafi leynt Iramferði sínu og
að hann sé dæmdur maður, þá
kunni hann að leyna ýmsu öðru
misjöfnu. Nú þarf hann að svara
hvort hann hafi verið eiturfíkill og
sitthvað fleira. En talsmenn
Repúblíkanaflokksins telja að
óheppilegar afleiðingar bjór-
þambs fvTÍr 14 árum séu lítið mál,
miðað við syndaregistur Clintons,
sem engu tapar af trausti né vin-
sældum fýrir breyskleika sinn.
Eftir á að koma í Ijós hvort
kosningabomban um ölvun-
arakstur Bush hafi áhrif á fylgi
frambjóðendanna eða ekki og þá
hver. Ef Bush missir trúverðug-
leika sinn sem þjóðarleiðtogi
vegna þessa getur það skipt sköp-
um. En allt eins getur sprengjan
sprungið framan í demókrata ef
sá skilningur verður Iagður í stóru
bombuna, að hún sé búin til í
þeirra herbúðum og sé óheiðar-
legur rógur um andstæðinginn.
Svo getur allt eins verið að
drykkjulæti lýrir 14 árum hafi
ekki minntu áhrif á bandaríska
kjósendur, sem velja sér nýjan
forseta á þriðjudaginn kemur. OÓ
Tveir drepnir þrátt fyrir vopnahlé
J ERUSALEM - Tveir
Palestínumenn létu lffið í
átökum við ísraelska her-
menn í gær, þrátt fyrir
að í gildi væru vopna-
hléssamningar um að
enda hin blóðugu átök
síðusu fimm vikna. Þykja
þessi manndráp draga
fram á hversu veikum
grunni vopnahléið stend-
ur.
Grjótkast og mótmæli
gusu upp á tjölmörgum
stöðum á Vestubakkan-
um og á Gazasvæðinu og
að sögn talsmanna ísraelska hersins hafði herinn skipst á skotum
við palestínska byssumenn á einum þremur stöðum. Engu að síð-
ur þóttust menn sjá að ofbeldið væri ekki eins mikið og ekki eins
heiftúðugt og það var áður en vopnahléssamningar voru undirrit-
aðir fyrr í vikunni og báðir deiluaðilar segjast ætla að halda sig við
skilmála þess. I gær var það jafnframt viðurkennt af hálfu Israels-
manna að palestínsk stjórnvöld væru í raun og veru að reyna að
lægja öldurnar hjá sínu fólki og draga úr ofbeldi. „Vissulega er enn
eitthvað um skothríð og átök, en ég veit að í gangi eru raunveru-
legar tilraunir af hálfu forustumanna Palestínumanna til að róa
sitt fólk,“ sagðir Ehud Barak forsætisráðherra Isreael í gær.
Rétta í síðasta Berlínarmúrsdrápinu
BERLIN - Fyrrum austur -þýskur yfirmaður í landamæragæslu
Austur þýska alþýðulýðveldisins var í gær ákærður í réttarsal fyrir
að hafa borið ábyrgð á síðasta manndrápinu sem varð við Berlín-
armúrinn þegar Chris nokkur Gueffroy var skotinn þegar hann var
að reyna að flýja til Vestur- Berlínar. Atvikið varð níu mánuðum
áður en múrinn féll. Landamæravörðurinn sem heitir Ronald
Fabian og er 43 ára er ákærður fyrir að hafa hvatt til manndráps
með því að fyrirskipa öðum landamæravörðum að gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að fólki tækist að flýja yfir
landamærin og jafnvel skjóta það til dauða ef nauðsyn krefði.
Flugmaunsmistök
TAIPEI - Singapore
Airlines, flugfélagið
sem átti 747-400 þot-
una sem fórst í flugtaki
á flugvellinum í Taipai
í Taiwan í vikunni til-
kynnti í gær að það
hafi verið flugmanns-
mistök sem hafi valdið
því að vélin fórst. I
slysinu létust 81
manns þegar ('lugvélin Frá vettvangi flugslyssins.
fór inn á llugbaut sem
lokað hafði verið vegna
viðgerða. „Þetta voru okkar flugmenn á okkar flugvél, en þeir áttu
ekki að vera á þessari flugbraut," var í gær haft eftir forstjóra flug-
félagsins.
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER
309. dagur ársins, 57 dagar eftir.
Sólris kl. 9.21, sólarlag kl. 17.00.
Þau fæddust 4. nóvember
• 1 593 Jón Ólafsson Indíafari.
• 1873 George Edward Moore, breskur
heimspekingur.
• 1879 Will Rogers, bandarískur gaman-
leikari.
• 1899 Jóhannes Bjarni Jónasson skáld úr
Kötlum.
• 1908 Joscph Rothlat, pólskur eðlisfræð-
ingur sem hefur verið í fararbroddi þeir-
ra sem gagnrýnt hafa notkun kjarnorku.
• 1916 Walter Cronkite, bandarískur
fréttamaður.
• 191 8 Art Carney, bandarískur leikari.
• 1946 Robert Mapplethorpe, bandarísk-
ur Ijósmyndari.
• 1957 Karl Ágúst Úlfsson leikari.
Þettagerðist 4. nóvember
• I 897 fórust Ijórir bátar í olsaveðri á ísa-
fjarðardjúpi og cinn á Skjálfanda.
• 1922 fannst grafhýsi egypska faraósins
Tut Ank Amons í Egyptalandi.
• 1969 slösuðust sautján farþegar þcgar
árekstur varð milli tveggja strætisvagna
á Skúlagötu í Reykjavík.
• 1970 var Pétur II. Júgóslavíukonungur
jarðsettur í Bandaríkjunum, en hann
flúði þangað í útlegð árið 1944.
• 1979 réðust ungir fylgismenn Ayatollah
Khomeinis erkilderks í Iran inn í sendi-
ráð Bandaríkjanna í Teheran, tóku níu-
tíu gísla og héldu rúmlega helmingi
þeirra í gíslingu í alls 444 daga.
• 1995 var Jitsak Rabin, forsætisráðherra
Israels, myrtur á torgi í Tel Avív.
Vísa dagsins
Gleðisjóinn fer ég geyst,
þó gutli sorg und kili.
Vonina læt ég Ijúga að mér
og lifi d'h'enni t bili.
Thcodóra Thoroddscn
Afmælisbam dagsins
Joseph Rotblat hefur um áratuga skeið
verið einn ötulasti gagnrýnandi kjarn-
orkuvopna, og hlaut fyrir vikið friðar-
verðlaun Nóbels árið 1995. Sjálfur er
hann eðlisfræðingur og starfaði um
skeið við srníði fyrstu kjarnorkusprengj-
unnar í Los Alamos í Bandaríkjunum,
en hætti þar eftir að hann f’ékk fullvissu
lýrir því að Þjóðverjar yrðu ekki færir
um að búa til kjarnorkusprengju. Rot-
blat fæddist árið 1908 í Varsjá, sem þá
tilhcyrði rússneska heimsveldinu en til-
heyrir nú Póllandi.
Heiðarlegur bölsýnismaður hel’ur alltaf
komið mannkyninu lengra áleiðis en bjart-
sýnismaðurinn.
Ingcr Hagerup
Heilabrot
Spurt er um sex stafa nafnorð, sem merk-
ir nokkurn veginn það sama og óreiða, en
hægt er að skrifa þetta orð með því að
nota eingöngu þá stafi sem eru í miðröð-
inni á íslensku lyklaborði.
Lausn á síðustu gátu: Þetta dýr er vita-
skuld maður, sem skriður á fjórum fótum
í byrjun ævinnar, gengur síðan jafnan á
tveimur fótum, en styðst oft við staf í ell-
inni.
Veffang dagsins
Bali nefnist fögur eyja sem tilheyrir
lndónesíu. Þegar íbúarnir þar eru spurðir
hvernig himnaríki lítur út, þá svara þeir
gjarnan að þar hljóti IJest að vera alveg eins
og á Bali, að undanskildum áhyggjum
hversdagslífsins. Menningarhefðir þar eru
sterkar og sérstakar, eins og lesa má um á
uninv.indo.com/cnliure/cultttre.html