Dagur - 15.11.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 15.11.2000, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGU R 1S. NÚVEMBER 2000 FRÉTTIR Fjölbreytt menningararfleið nýbúa var kynnt fyrir landsmönnum á dögunum. ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vill leggja áherslu á menningarmálin til að koma I veg fyrir fordóma. Vill mennuigu gegn fordómum Skoðanakönnim í 7. og 8. bekk í gninnskólum borg- arinnar. Borgarstjóri tel- ur menningu besta gegn fordómum. Alþjóðahús. Kallar eftir ábyrgð ríkis og atvinnulífs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri segir mjög mikilvægt að leggja áherslu á menningarmálin gagnvart nýbúum og þeim Islendingum úr hópi þeirra sem fæddir séu hérlendis. Það sé vísasti vegurinn og besta leiðin til að vinna gegn fordómum í þeirra garð. Borgarstjóri segir að í þeim efnum séu menn að feta alveg hárfína braut um þessar mundir. 1 því sambandi bendir hún á að í skoðanakönnun um viðhorf nemenda til innflytjenda í 7. ög 8. FRÉTTAVIÐTALIÐ bekk í grunnskólum borgarinnar befði komið í ljós að þriðjungur sagði það já- kvætt. Svipað hlutfall nemenda sagði að viðhorfið væri neikvætt og þriðjung- ur nemenda vissi ekki hvað þeim fannst. Borgarstjóri telur mikilvægt að ná til síðast talda hópsins því afstaða hans til nýbúa getur farið á hvorn veg- inn sem er. Ríkið svarar ekki Þetta kom m.a. fram á opnum þing- flokksfundi Samfylkingar sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku. Þar reifaði borgarstjóri einnig hugmyndir sveitarstjórna á höfuðborg- arsvæðinu um að koma á fót Alþjóða- húsi sem hugsaniega verður staðsett í miðbæ borgarinnar. Ætlunin er að þetta hús verði eins konar miðstöð þar sem nýbúar og aðrir geta komið og fengiö margvíslcga þjónustu og notið menningar. Enda sé ætlunin að hlut- verk Alþjóðahússins verði álíka og Nor- ræna hússins nema á breiðari grund- velli. Borgarstjóri upplýsti að forsætis- ráðuneytið hefði ekki enn séð ástæðu til að svara bréfi sveitarfélaganna um viðræður vegna hugsanlegrar aðkomu ríkisins í þessu máli, enda snertir það bæði ráðuneyti félags-, dóms- og menntamála. Vitmuafl er fólk Þess í stað virðist sem stjórnvöld séu að reyna að stilla stofnun Alþjóðahúss- ins upp sem andstæðu við miðstöð ný- búa á Vestfjörðum. Borgarstjóri segist hafa sagt við félagsmálaráöherra að svo sé ekki enda sé full þörf á slíkri mið- stöð þar vestra. Hún sagði einnig að í þessu máli sé það spurning um að rík- ið axli sínar skyldur í málefnum nýbúa á höfuðborgarsvæðinu. I þeim efnum mætti einnig staldra við ábyrgð at- vinnulífsins sem flytur inn vinnuafl en fær fólk. - GRI l I heita pottinum ganga meim út lrá því sein visu að fáir muni sækja um stöðu dómkirkjuprests á móti sr. Hjálmari Jónssyni alþingismanni. Ástæðan er ein- faldlega sú að með því að láta vita af umsókn sinni sé Hjábnar í rami að segja að búið sé að taka frá stöðuna handa honum og það taki því ekki fyrir aðra að sækja. Enda em menn sammála um að það væri pólitískt sjálfs- morð fyrir Hjálmar að lýsa þessu yfir án þess að vera búinn að baktiyggja sig... Hjálmar Jónsson. í pottinum var verið að ræða um fund sem haldinn var á Akureyri í gær á vegum sjónvarpsstöðvar- iimar Aksjón, Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar og Háskólans á Akureyri. Þar voru til uinræðu tekjustofnamál ríkis og sveitar- félaga en frunnnælendur voni þeir Gunnlaugur A. Júlíusson og Jón Kristjánsson. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri bar sig illa í uinræðunuin og kvartaöi yfir því að Akureyri bæri skarðan hlut frá tekjuskiptingarborðinu. Benti liann á aö með því að fullnýta útsvarshækkunina fengi bærinn uin 160 inilljónir í viðbótartekjur á næsta ári. Bæjarstjómarmemi liefðu hins vegar ekki verið lengi í þeirri Paradís, þvi skömmu eft- ir að menn sáu þessa tekjuaukningu liafi bærinn fengið sendan reikning upp á 83 milljónir, eða helming tekjuaukningarinnar, frá ríkinu. Þar var komiim fjármagnstekjuskattur vegna sölu ÚA bréfanna! í pottinum er þetta liaft til marks um hversu margslungin samskipti stóra- og litla bróður geta veriðl... Kristján Þór Júlíusson. Það hefur vakiö atliygli að erfitt liefur verið að ná í ýmsa fulltrúa á ASÍ þingi. Ástæðan er sú að farsímanotkun er bönnuð í þingsalnum, og eru menn þar að koma í veg íyrir að sagan frá síðasta þingi endurtaki sig, en þá var nánast óvært í salnum vegna símhringinga... Prófessor í villu og svtma Guðrun Ögmundsdóttir þ ingmaður Samfylkingarinnar. Guðrún hejurbeitt sérgegn nektardansstöðum og vændi á íslandi en ekki eru allirhrifn- ir afhugmyndum hennar. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor í stjómmála- fræði, telur Guðrúnu á villigöt- um. Ekki er hægt að merkja annaðen að Hannes vilji lóg- leiða vændi á Íslandi. - Hcnines splæsti heilum þætli ci Slijcí einum gegn skoðunum þínum? „Já, það var bara Guðrún Ogmundsdóttir í annarri hverri sctningu hjá honum. Sumir vilja meina að það verði að teljast jákvætt teikn í pólitík þegar Hannes fær mann á heilann. Ef ég er kominn á heilann á pró- fessornum væri gott ef ég gæti grafið svolít- ið um mig þar og brcytt honum. Ekki veitir af.“ - Hannes heldur þvífram að enginfórn- ctrlömb séu fyrir hendi þegcir vændi og nektctrdcins eru cinitcirs vegar. Þess vegnci eigi ekki cið bcinnct þetta? „Prófessorinn vcður í villu og svíma. Hann þarf ekki annað en að horfa í kringum sig og skoða þá nauðungarflutninga sem átt hafa sér stað á konum undanfarið, mansal milli landa. Eg legg til að prófessorinn fari heim að Iesa.“ - Hcmnes segir cið starfsskilyrði stúlkn- cinnci yrðtt enn etfiðari efþetta yrði bcmncið. Stcirfsemin yrði eftir sem áður rekin en ekki ci yfirborðinu heldur neðanjarðar. Samningsstaða stúlknanna myndi versna við það og þess vegna eigi að hafa þessa hluti uppi á borðintt? „Eg veit ekki hvernig maður á að svara svona steypu. Þróunin síðustu mánuði er sú að íslenskar konur hafa í auknum mæli tek- ið þátt í þessum nektardansi vegna þess aö það hefur verið erfiðara fyrir staðina að flyt- ja konur inn út af ýmsum málum. Það sem vakir fyrir mér eru einkum réttindi allra stúlkna og að staðirnir passi upp á þau. Eg er númer eitt að biðja um úttekt á vændi og þar af leiðandi á mjög mörgum sviðum. Ég er líka gegn starfsemi nektarstaðanna hvað það varðar að ég vil láta sctja bönd á hana eins og alla aðra starfsemi, þ.e.a.s. að hafá þessi mál gegnsæ." Hannes segir að stúlkurnar hafi eliliert annað en Itkama sintt til að selja. Það eigi ekki að taka af þeitn eiitti afkomumögu- leilia þeirra? „Þctta er ekki boðlegur málflutningur. Það er mikið um hámenntaðar konur í þessum geira þannig að þær hafa örugglega hugvitið líka, margar hverjar. Ef skilyrði þeirra breyttust, er ég alveg klár á að þær gætu gert margt annað en að dansa.“ - Hcinnes segir að gott geti verið fyrir unga mentt að kattpa sér kennslu í rekkju- brögðttm og eins geti það hafl góða cíhrif cí hjónabönd miðaldra fólks að eiginmenn leiti sér tilbreytingar og fái tilsögn. „Það var þarna sem ég varð eiginlega orð- laus. Það niá vel vera að hann tali út frá reynslu í sínum vinahópi." - Viltu tjá þig eitthvað frekar titn þetta, t.d. Itvað varðar ungu mennina? „Það hefur auðvitað tíðkast í tímans rás að karlmenn hafi fengið sér mellu hingað og þangað um heiminn en ég held að það hafi ekkert að gcra með eðlilegt kynlíf og góð ást- arsambönd. Auðvitað geta áhrifin orðið skaðleg. Það er vísast að fólk fái ranghug- myndir um hvað teljist gott kynlíf." - Nú er Hanttes áberandi í ttmræðunni og á sér eflaustfylgismenu. Hvað finnst þér heilt yfir tim málflutning hans? „Mér hefur ofboðið hann svo oft og ekki síst þegar hann tekur einstaklinga f\TÍr per- sónulega án þess að gefa þeim kost á að svara fyrir sig. Hannes talar eins og vændi sé löglegt en eins og ég sagði áðan þá held ég að hann verði að fara lesa sér aðeins til í lög- unurn okkar. Ef hann vill lögleiða vændi liggur beinast við að hann pressi á sína llokksmenn að koma með tillögur til aö breyta löggjöfinni. Svo spyrjum við um út- komu Sjálfstæöisflokksins ef það verður eitt helsta baráttumál þeirra fyrir næstu kosn- ingar að lögleiða vændi.“ - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.