Dagur - 15.11.2000, Side 6
6 - MIDVIKUDAGV R 1S. NÚVEMBER 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstodarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavík)
Anægjulegur ágreiningiir
í fyrsta lagi
Einkavæðingarnefnd hefur frestað því að skila af sér tillögum
um leiðir til að einkavæða Landsímann þangað til eftir ára-
mót. I Ijós hefur komið að enn er uppi það mikill ágreiningur
milli stjórnarflokkanna í málinu að það er einfaldlega ekki
nærri tilbúið ennþá. Nú eins og raunar allan tímann hefur sú
grundvallarspurning staðið í mönnum hvort selja eigi Land-
símann í heilu lagi eða ekki, hvort selja eigi grunnnet íjarskipt-
anna í landinu með eða ekki.
1 öðru lagi
Margir hafa gert því skóna að grunnetið skipti sífellt minna
máli vegna tækniþróunar og vegna þess að aðrir aðilar séu í
óða önn að koma sér upp sínu eigin grunnneti. Því sé í raun
ekkert vit í öðru en að hafa þetta grunnnet með í pakkanum -
á meðan það sé enn einhvers virði. Það er vissulega rétt svo
langt sem það nær. Hins vegar er jafnffamt ljóst, hvað sem öll-
um tækniframförum líður, að ekkert mun í fyrirsjáanlegri
framtíð ná að leysa grunnetið af hólmi þannig að aðgangur
allra landsmanna sé tryggður og þannig að um eðlilegt sam-
keppnisumhverfi geti verið að ræða ef það er komið í einka-
eign.
í þriðja lagi
Mikilvægi þessarar stofnbrautar upplýsingasamfélagsins verð-
ur því áfram gríðarlegt. Nú þegar eru uppi kvartanir og tor-
tryggni frá samkeppnisaðilum Landsímans í garð ríkisfyrirtæk-
isins. Verði ríkisfyrirtækið síðan einkavætt má ganga að því
vísu að tortryggnin muni magnast um allan helming eins og
fjölmargir hafa bent á, m.a. samtök hugbúnaðarfyrirtækja. Að
áform um sölu Landsímans í heilu lagi skuli nú stranda á
ágreiningi stjórnarflokkanna gefur þá von að málið fái þrátt
fyrir allt farsæla lausn. Þ\a er þetta ánægjulegur ágreiningur.
Birgir Guðtnundsson.
^igj—
Hott-Ari Grétari?
Garri var satt að segja búinn
að gleyma því að til væri eitt-
hvað félag sem
heitir ASÍ, þegar
þessum samtök-
um er skyndilega
svipt fram á sjón-
arsviðið með mikl-
um krafti í tilefni
af að Alþýðusam-
bandsþing er nú
haldið eftir 4ra ára
hlé á starfsemi
samtakanna.
Raunar heyrist
Garra að þeir séu
miklu fleiri en
hann sem stóðu í
þeirri meiningu að
búið væri að leggja
niður ASÍ, og færa
öll völd og ákvarð-
anatökur út til fé-
laganna og sam-
bandanna. Nú
kemur hins vegar í
Ijós að svo er ekki -
ekki alveg - en yfir-
standandi þing vill
ljúka þessu verki
og straumlínulaga
sambandið og
fækka í miðstjórn
og búa til eins konar umsýslu-
félag sem verði í besta falli til-
fallandi fundavettvangur fyrir
þá úr aðildarfélögunum og
samböndunum sem nenna að
bæta við sig fundum, en endi
að öllum líkindum sem óvirkt
móðurfélag fyrir Listasafn
ASÍ.
Óvæntur slagur
Því kemur á óvart að menn
skuli nenna að leggja útí mikil
slagsmál um það hver verði
forseti fyrir þessu málfundafé-
lagi. Það er að vísu yfirlýst
markmið frambjóðenda að
þeir vilji efla starf ASI og gcra
það tengdara félögunum og
efla gengi þess á ný, en ein
Ari Skúlason.
Grétar Þorsteinsson.
hvern veginn hljómar slíkt
ósannfærandi í ljósi þess að
það eru tveir af
gömlu forustu-
mönnunum sem
eru í boði - fram-
kvæmdastjórinn
og sitjandi forseti!
Þetta hljómar ein-
hvern veginn eins
og Alþýðusam-
bandsmenn séu
búnir að horfa of
lengi á Ecco skó-
auglýsinguna í
sjónvarpinu, þar
sem skórnir taka
upp á því að ganga
sjálfir óháðir þeim
sem er í þeim.
Menn eru að
binda vonir við að
með því skipta um
skó muni allt
breytast, að með
nýjum formanni
muni verða yfir-
unnin hin félags-
lega Iömun sem
hefur hrjáð ASÍ
um langt skeið og
sambandið fari að
ganga!
í góðum skóm
En auðvitað getur það svo
sem verið að betra sé að vera
vel skóaður þegar menn leggja
upp í erfið ferðalög, en í ljósi
þess að hvorugur frambjóð-
enda er beinlínis að koma
ferskur að málum \>á er ljóst
að ASI er ekki að setja upp
nýja skó - hvernig sem fer.
Spurningin er þá bara hvor
framhjóðendanna er lempnari,
harðari, róttækari og l'ram-
sæknari í baráttunni og síðast
en ekki síst hvort Ari er þegar
allt kemur til alls, flotl-Ari?
- GARItl
ODDUR
ÓLAFSSON
SKRiFAR
Gild rök eru færð að því, að gosið í
Lakagígum 1783, sem var upphaf
móðuharðinda, hafi valdið blóð-
ugri byltingu í Frakklandi hálfum
áratug síðar, og þar með breytt allri
heimssögunni. Það var ekki nóg að
gosmökkurinn sem lagðist yfir
gerði nær út af við Islendinga,
heldur lagðist móðan yfir nálæg
lönd og birgði sólarsýn. Við þetta
kólnaði í veðri, uppskera brást og
verðlag á búvöru rauk upp úr öllu
valdi. Borgarar Frakklands voru
ekki lengur matvinnungar, þeir
höfðu ekki efni á að kaupa helstu
næringu sína. Brauðverðið var
kornið sem fyllti mælinn og eðal-
bornar afætur og stórlandeigendur
og þrælapískarar voru leiddir á
höggstokkinn.
Sem sjá má eru afdrifaríkar
breytingar á loftslagi komnar frá
Islandi, nánar tiltekið úr nátt-
úruperlum á hálendi Suðurlands-
kjördæmis. A vorum dögum halda
náttúruöflin áfram að hrista jörð
íslands er mildl
Ábyrgð
og spúa eimyrju út í gufuhvolfið og
tæknivædd mannkindin bætirgráu
ofan á svart og er komin í kapp við
jarðareðlið að breyta lofthjúpnum
og ýta undir þar sem náttúruvænir
gestir á Jörðinni kalla
gróðurhúsaáhrif.
Þróunareitrið
Haldnar eru merkar
ráðstefnur um áhrif
loftmengunar og
hvernig draga megi úr
henni. I Kyoto var gerð
samjiykkt um að iðn-
ríkin ættu að draga úr
útblæstri véla og verk-
smiðja, en svokölluð
þróunarríki eru stikkfrí og fá ótak-
markaðan eitrunarkvóta fyrir sinn
óþverra. I Haag er bytjuð fram-
haldsráðstefna um útblásturinn,
en þar verður ekkert gert af viti fyrr
en Siv umhverfisráðherra mætir á
svæðið með sinn boðskap.
Síðan það var fært til bókar í
Kyoto að loftmengun iðnríkja sé
óholl en ekkert athugavert við eit-
urspýjuna sem stendur upp af
Kína, Indlandi og Brasilíu og öðr-
um minni plássum, hafa einkavin-
ir hreina loftsins á
Fróni hamrað á því, að
ísland ætti að vera eitt
af örfáum sæmilcga
efnuðum ríkjum í ver-
öldinni, sem staðfesta
Kyoto.
Annað sé skömm og
óhæfa gegn ófæddum
kynslóðum.
Af ummælum loft-
verndarsinna má ráða,
að olíubrennsla og út-
blástur íslenska fiskveiðiflotans
séu ein höfuðorsök þeirra hörm-
unga sem gróðurhúsaáhrifin eiga
eftir að hafa á lífríkið, sem þrífst í
lofthjúpi Jarðar. Ef Siv skrifar ekki
umsvifalaust upp á Kyotóbókunina
og dregur úr sókn á alla fiskislóð
mun veðurlagið leika lífríkið grátt.
Framseljanleg meiiguii
Abyrgö lslendinga á verðurlarið er
mikil, eins og sjá má á þeim afleið-
ingum sem móðuharðindin höfðu
á stjórnmálasöguna og |)róun lýð-
ræðis í heiminum, sem þessa dag-
anna stendur með hvað mestum
blóma í Bandaríkjum Norður-Am-
eríku.
En þótt íslendingar geri jiað af
jiægð við náttúruvinina einu og
sönnu, að banna sjálfum sér að
sækja sjó á vélknúnum skipum, er
Iausn á þeim vanda í sjónmáli. Til-
lögur eru um að umhverfisvænu
þróunarríkin fá framseljanlegan
mengunarkvóta og geti selt ríku
|ijóðunum hann.
Þá fer sjávarútvegurinn fyrst að
blómstra. Fyrst kaupir hann kvóta
af sægreifunum og síðan meng-
unakvóta af Iandluktum þróunar-
ríkjum til að fá að veiða kvótann
sem keyptur var af sægreifum. Þá
verður eins gott að eiga örlátar
lánastofnanir.
-Dogtir
svarad
Koma ntöurstöóur skad-
anakönnunar um
Reykjavíkurflugvöll á
óvart?
(Skv. nýrri sltodanakönnun
um vidhorf manna til
Reykjavíkurflugvallar vilja
52% aðsputóra hafa hann
áfram í Vatnsmýrinni, en
35,4% eru á móti. 12% hlut-
laus. 55% landsbyggðarfólks
vilja völlinn áfram á sama
stað.)
Friðrik Pálsson
fonnaðurHoUvinaReykjavílmrflug-
vallar.
„Þessar tölur koma
mér ekki á óvart.
Viö höfum fundið
meðal höfuðborg-
arbúa og raunar
landsnianna allra
hvaða lykilhlutverk
flugvöllurinn leikur í samgöngu-
kerfi landsins. Reykjavíkurflug-
völlur og öll starfsemi í kringum
hann er einnig mjög mikilvæg fyr-
ir atvinnustarfsemi borgarinnar
og jafnframt er völlurinn mikil-
vægur fyrir heilbrigðis- og örygg-
ismál landsins alls.“
Jón Karl Ólafsson
framkvæmdastjóri Flugfélags íslauds.
„AIls ekki. Eg veiti
því þó athygli að
aðeins 55% lands-
byggðarfólks er á
])ví að flugvöllurinn
verði áfram á sama
stað. Þetta hlutfall
hefði ég haldið að yrði talsvert
hærra, því völlurinn er ekki síst
landsbyggðinni mikilvægur sem
samgöngumiðstöð - rétt eins og
lestarstöð erlendis. Um atkvæða-
greiðslu um framtíð vallarins i
febrúar nk. |)á tel ég að niðurstöð-
urnar fari mikið eftir því hvernig
fyrirliggjandi lillögur verða fram
settar, en skoðaniikönnun gefur
okkur |)ó vísbendingar."
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgaijulltndSjálfstæðisflokks.
„Nei og ég hefði
raunar reiknað með
því að tölurnar yrðu
í þessa veru, eftir
því sem ég hef
heyrt á fólki. Hvað
varðar atkvæða-
greiðslu um framtíð vallarins |)á
velta niðurstöður mikið á spurn-
ingunum, en verði aðeins spurt
um hvort fólk vilji hafa völlinn í
Reykjavík eða Keflavík tel ég að
miðað við samgöngumáta dagsins
í dag að stuðningur við Reykjavík-
urllugvöll sé meiri enda er innan-
landsflugið mikilvægt.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarfuUtnd.
„Niðurstöðurnar
koma ekki á óvart,
hvorki hvað varðar
afstöðu lands-
byggðarfólks né
höfuðborgarbúa.
Hins vegar tel ég að
pessar tölur muni breytast, |)ví
með atkvæðagreiðslu um framtíð
vallarins verður sett af stað upp-
lýst umræða þar sem kynntir
verða ýmsir möguleikar í skipu-
lagsmálum þessu viðvíkjandi þan-
nig að umræðan snúist ekki bara
um það eitt hvort völlurinn eigi að
fara eða vera.“