Dagur - 15.11.2000, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 - 7
J^MT.
ÞJÓÐMÁL
Uppgjöf stjómmála?
/ verkfallinu er miklum verdmætum kastað á glæ fyrir fjölda ungmenna. Samt er eins og fólk haldi að þessi staða sé bara eins og í gamla daga
þegar sjávarþorpin gáfu ungmennum frí til að „bjarga verðmætum" og sendu þau í fisk, nema nú heitir menntakreppan „góðæri".
Skólameistarar furða sig á
tómlæti landsmanna yfir
því að framhaldsskólun-
um hefur verið lokað.
Nokkuð til í jwí. Kaemi
verkfallið í veg fyrir að
mjólk bærist í búðir eða
bíleigendur fylltu tankana
væri hér allt á suðu-
punkti. En þetta eru nú
bara framhaldsskólarnir
og lokun þeirra hefur eng-
in áhrif á eðlilegt þjóðlíf.
Haustöim fyrir bí?
Semjist ekki á næstu dögum má telja
haustönn ónýta. Þar er miklum verðmæt-
um kastað á glæ fyrir fjölda ungmenna.
Samt er eins og fólk haldi að þessi staða sé
bara eins og í gamla daga þegar sjávar-
þorpin gáfu ungmennum frí til að „bjarga
verðmætum'* og sendu þau í fisk. Nema
nú sjá Pólverjar um þá hlið mála, en ung-
lingarnir komnir í verkfallsstörf hér og þar
sem „vinnumarkaðurinn" var ekki seinn á
sér að bjóða þeim. Góðærið er alveg að
sprengja okkur. Þenslan kallar á hverja
vinnandi hönd. Og við lokum skólum.
Iinynduin okknr...
...að hér væri efnahagslægð eða kreppa.
Ríkisstjóður aðþrengdur og búið að þjar-
ma rækilega að almennum launamönnum
til að bjarga þjóðarskútunni. Verkfall
framhaldsskólakennara óvænt og óviðráð-
anleg uppákoma. Þá væri hægt að skilja
að kannski þyrfti að fara í svona óefni. En
nú horfa mál allt öðru vísi við. Þessi
menntakreppa var löngu fyrirséð. Hún er
sú fjórða sinnar tegundar á rúmum ára-
tug. Og liingu ljóst að samningsstaðan á
þessu hausti yrði einmitt eins og hún er.
Uppskriftin af verkfallinu var í síðustu
samningum. Ög þeim mun lleiri óveðurs-
ský á hirnni þegar í samningum á vinnu-
markaði fyrir skömmu var sett sú regla að
erfitt yrði fyrir ríkið að semja um frávik
frá almennum hækkunum. Handan við
horn eru grunnskólakennarar með Iausa
samninga í kjölfar þeirra sem nú eru í
verkfalli. Eftir skammirnar um eyðslu-
semi sveitarfélaga getur ríkið tæpast
samið við sitt fólk án þess að gefa tóninn
um það sem aðrir geta vænst. Allt þetta
er í samhengi sem ríkið á mjög erfitt með
að afneita: launaskrið hjá opinberum
starfsmönnum hefur verið mun meira en
á almennum markaði að undanförnu, og
rausnarskapur þeirra sem úrskurða laun
handa æðstu embættismönnum verið
einkar athyglisverður fyrir þá sem á eftir
koma. Það er von að framhalds-
skólaskennarar segi: Nú eða aldrei.
Um hvað er tekist?
Hverjar eru kaupkröfur kennara í raun?
300 þúsund, eða 3S0 þúsund á rnánuði
miðað við sama vinnuframlag og nú? 380
þúsund? Samanburður við kjör háskóla-
fólks hjá ríki og á einkamarkaði er ekki al-
veg jafneinhlítur og opinberir starfsmenn
láta í veðri vaka: Svo vill til að flestir sem
hafa 240-300 þúsund í heildartekjur hjá
einkafyrirtækjum verða að hafa mikið fyrir
þeim, og Iífeyriskjör þeirra og réttindi eru
oft miklu lakari en væru þeir hjá ríkinu.
Umræðuþættir og sundurlaus viðtöl í
Ijölmiðlum hjálpa ekki mikið. Jú: Grunn-
laun eru lág. Kröfur um sæmileg grunn-
laun hljóta því að mælast háar í prósent-
um. A móti er því spilað að meðaltekjur
framhaldsskólakennara séu alls ekki afleit-
ar: 240 þúsund á mánuði. Og þá er svarað
á móti: „miðað við mikla vinnu."
Þótt auðvclt sé að láta í Ijós samúð mcð
háskólamenntuðu fólki sem hefur rúmlega
100 þúsund á mánuði í grunnlaun, er ekki
sagan fullsögð með því. Hvað vill það fá í
tekjur miðað við svipaða hópa og svipaða
vinnu?
Stóra samhengið
Mitt í þessu karpi í viðkvæmri stöðu grillir
sjaldnast í stóra samhengið: Löngu er Ijóst
að launastefna ríkisins gagnvart framhalds-
skólakennurum stenst ekki. Ekki vegna
þess að menn treysti sér ckki til að berja
þá enn einu sinni niður í sama hundfúla
skapið og venjulega með hörku í samning-
um. Heldur vegna þess að gera verður
miklu meiri kröfur til framhaldsskólanna
um gæði og árangur í starfi en nú er. 16-
20 ára ungmenni eru á mikilvægum mót-
unartíma sem ræður miklu um framtíð
þeirra, og samfélagsins í heild. Mennta-
skútan missir þriðja hvern háseta fyrir
borð á siglingu. Þriðjungur nemanda fer
úr námi án þess að ljúka lokaprófí. Þetta
er afleitur árangur og varasamur fyrir okk-
ur sem þjóð. A þessum mótunarárum þeg-
ar stórar ákvarðanir eru teknar sem varða
framtíð hvers ungmennis er góður kenn-
ari, lærifaðir, móðir og meistari það besta
sem hægt er að færa þessu unga fólki. Þeir
vita sem kynnst hafa að góður kennari
fylgir manni alla ævi. Þess vegna á að gera
vel við kennara.
Þess vegna á líka að gera ítrustu kröfur
til kennara. Lélegur kennari spillir. Verk-
fallsmenn verða að koma til móts við
breytta tíma og þarfir, sýna sveigjanleika og
færni til að tilcinka sér vinnubrögð sem
halda hásetunum til sjós en ekki í honum.
Kennarar eru ekkert píslarvætti í þessari
deilu. Hvers vegna í veröldinni er það
ósvinna að tengja bætt laun við betri ár-
angur skólans í heild?
Verkfall sem lokar menntastofnunum er
túlkun á bágu samfélagsástandi. Það er
uppgjöf. Uppgjöf þeirra sem eiga að vcra
menn til að hefja sig ofar kringumstæðum
hverju sinni, en láta ekki hrekjast fyrir
þeim. Stjórnvöld okkar hafa brugðist í því
efni. Það versta við þráteflið sem nú er
uppi er samt því miður ekki verkfallið
sjálft. Heldur líkindin á því að sú lausn
sem á endanum fæst verði bara ávísun á
frekri vandræði. Því er það að þeir sem
hafa skipað sér til forystu í landsmálum
rísa úr rekkju sigraðir menn hvern einasta
dag sem þessi kreppa skólans heldur
áfram.
UMBUÐA-
LAUST
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Bætt staða námsmanna
BJÖRGVIN G.
SIGURÐSSON
varaþingmadur og
framkvæmdastjóri
Samfyikingarinnar,
SKRIFAR
Skólamálin eru mjög svo í
brennidcplinum þessa dagana.
Ríkisstjórnin er að keyra kennara
í verkfall með því að draga það að
koma að samningaborðinu til að
ræða eðlilegar kröl’ur þeirra um
hækkun grunnlauna. Kennarar
eru illa launaðir og bitnar það
harkalega á skólakerfinu íslenska
sem dregst jafnt og þétt aftur úr
skólum þeirra landa sem við
einatt herum okkur saman við.
Húsaleigubætur
skerða námslán
Mörgu öðru er einhig árátt sem
lítur að menntamálum Víða eru
brotalamir í aðbúnaði náms-
manna og lagði undirritaður í
félagi við nokkra þingmenn
Samfylkingarinnar fram þingsá-
lyktun þar sem lagt er til að rík-
isstjórninni sé falið að bæta
stöðu námsmanna. Meðal að-
gerða sem skoða skal sérstak-
lega eru hækkun á grunnfram-
færslu LÍN, afnám skattlagn-
ingar á húsaleigubætur, að
húsaleigubætur skerði ekki
námslán og barnabætur og að
hámark húsaleigubóta verði
hækkað. Á meðan skattlagning
á húsaleigubætur hefur ekki
verið afnumin verði því jafn-
framt beint til stjórnar LIN að
bæturnar skerði ekki námslán.
Einnig þarf að trvggja að bygg-
ingaraðilar lélagslegs húsnæðis,
á borð við Félagsstofnun stúd-
enta, þurfi ekki að Ijármagna
uppbyggingu félagslegs hús-
„Núverandi ástand
mismunar fólki eftir
efnahag og búsetu og
viö þaö veröur ekki
unað. Framfærslu-
grunnur námslána er
úreltur og endur-
speglar ekki raun-
verulega þörf náms-
manna til fram-
færslu.“
næðis fyrir námSmenn með lán-
tökum á almennum markaði.
Öflug uppbygging
námsmaunaíbúða
Stúdentar hafa oft lýst áhyggj-
um af því að leiga á stúdenta-
görðum hækki vegna aukins ljár-
mögnunarkostnaðar. Það er því
mikilvægt að eigið fé Félags-
stofnunar stúdenta til uppbygg-
ingar bvggi ekki á lántöku á al-
mennum markaði. EI Félags-
stofnun þarf að leita fjármögnun-
arleiða með lántöku á almennum
markaðsvöxtum mun það óhjá-
kvæmilega leiða lil verulegrar
hækkunar á húsaleigu á stúd-
entagörðum. Oflugir stúdenta-
garðar og uppbygging náms-
mannaíbúða eru ein af forsend-
um þess að allir hafi jafnan að-
gang að námi. Landsbyggðarfólk,
fjölskyldufólk og fólk sem býr við
bágan fjárhag eiga æ erfiðara
með að stunda nám vegna hækk-
andi framfærslukostnaðar og
námslána sem endurspegla ekki
ra u n ve r u 1 ega fra m fæ rsl uþö rf
námsmanna.
Námslán dugi
til framfærslu
Flutningsmenn tilllögunnar
telja brýnt að tekið sé á þessum
málum hið fyrsta til að tryggja
jafnan aðgang allra að námi.
Núverandi ástand mismunar
fólki eftir efnahag og búsetu og
við það verður ekki unað. Fram-
færslugrunnur námslána er úr-
eltur og endurspeglar ekki raun-
verulega þörf námsmanna til
framfærslu. Nauðsynlegt er að
reglulega séu gerðar kannanir á
framfærsluþörf námsmanna og
námslán taki mið af því. Náms-
lán sem duga til framfærslu
námsmanna eru lykilatriði til að
tryggja og koma á jafnrétti til
náms.