Dagur - 15.11.2000, Side 12
12- MIÐVIKUDAGU R 15. NÓVEMBER 2000
Dxgur
FRÉTTASKÝRING
Illkyiija eða góðkynja
hættumerki í efnahags-
máliun? Sjálfstæðis-
konur hafa áhyggjur en
forsætisráðherra er ró-
legur. Skiptar skoðanir
á meðal hagfræðinga
um hversu staðan er al-
varleg í efnahagsmál-
um.
Afar skiptar skoðanir eru uppi á
meðal stjórnmálamanna og efna-
hagssérfræðinga á því hvert ástand-
ið er nú í efnahagsmálum þjóðar-
innar, hvort góðærið sé búið og
gamalkunnug kreppa í aðsigi eða
hvort hættueinkenni nú séu „góð-
kynja“ og allt blessist á endanum.
Ekki vantar að hugtök og Iýsingar-
orð eru nú farin að hljóma sem
lengi hafa verið umvafin þagnar-
hjúp; gríðarlegur viðskiptahalli,
vaxandi verðbólga, hættuleg of-
þensla, aukin spenna á vinnumark-
aði, lækkandi gengi krónunnar
þrátt lyrir aðhaldsaðgerðir Seðla-
banka, útstreymi fjármagns til út-
landa, hækkandi vextir og svo fram-
vegis.
Þetta eru ekki hugtök sem menn
hafa átt að venjast síðustu árin í
öllu góðæristalinu. En er allt að
fara til fjandans - er Róm að bren-
na á meðan stjórnvöld sitja aðgerð-
arlaus hjá, raupandi um að allt sé í
himnalagi? Svo mikið er víst að for-
sætisráðherra gerir opinberlega lít-
ið úr þeim vanda sem ýmsir aðrir
telja blasa við, meira að segja
llokkssystur hans í Landssambandi
sjálfstæðiskvenna, sem um síðustu
helgi samþykktu stjórnmálaálykt-
un, þar sem árangri í efnahagsmál-
um er fagnað, en jafnframt Iýst yfir
„áhyggjum yfir þenslueinkennum
og viðvörunum um aukna verð-
bólgu á næstu misserum."
Góðærið að gefa eftir
Seðlabankinn kynnti í byrjun mán-
aðarins sjónarhól sinn á þróun og
horfum í efnahags- og peningamál-
um og þó reynt væri að draga upp
sem jákvæðastu mynd mátti heyra
að „veislan" sé búin - góðærið að
gefa eftir.
Verðlagshorfur á næsta ári hafi
versnað vegna Iækkandi gengis
krónunnar. Vonir um að halda aftur
af vaxandi launaskriði byggist aðal-
lega á versnandi afkomu í atvinnu-
rekstrinum og enn meiri vaxta-
hækkunum. Framleiðni virðist
hætt að aukast, sem enn eykur
verðbólguhættuna. Verri horfur um
útflutningsframleiðslu, hærra
vaxtastig, lægra verð hlutabréfa,
vaxandi greiðslubyrði af skuldum,
meiri skattbyrði og almennt minni
bjartsýni muni að líkindum stuðla
að enn meiri hjöðnun eftirspurnar-
aukningar á næsta ári. Því sé líklegt
að hagvöxtur minnki umtalsvert frá
því sem er á þessu ári.
Seðlabankinn telur og áhyggju-
efni að útlánaþenslan hefur fremur
aukist en hjaðnað, sem kyndir und-
ir olþenslu innanlands og felur í sér
aukna hættu fyrir innlent fjármála-
kerfi - hagvöxtur og auking kaup-
máttar minnkar verulega eða snýst
í hreinan samdrátt.
Mikill þrýstingur er á gengi krón-
unnar vegna mikils viðskiptahalla,
versnandi hagvaxtarhorfa og meiri
verðbólgu en í viðskiptalöndunum.
Fjármögnun hallans gæti orðið tor-
sóttari eftir því sem fram líða
stundir, telur Seðlabankinn.
Viiuiumarkaðsspeiuia
og viðskiptahalli
Yngvi Orn Kristinsson, bankastjóri
Búnaðarbanka International í Lúx-
emborg segir að þjóðin sé búin að
ganga í gegnum mjög kröftuga
efnahagsuppsveiflu sem búin sé að
ná hámarki. „Að minnsta kosti gera
spár ráð fyrir því að það hægi á hag-
sveiflunni á næsta ári. Staða efna-
hagsmála einkennist þessa dagana
af því að það er mikil spenna á
vinnumarkaði, sem með meiru hef-
ur aukið verðbólguna, og það er
mikill viðskiptahalli, bæði vegna
cinkaneyslu og fjárfestinga. Og það
er mikið útstreymi í verðbréfátjár-
festingar erlendis á vegum lífeyris-
sjóðanna. Þetta allt saman hefur
veikt gengi krónunnar. Hún hefur
látið undan síga í sumar, þrátt fýrir
varnaraðgerðir Seðlabankans. Það
virðist jafnframt vera svo, að síðasta
vaxtahækkun Seðlabankans um
0,8% í nóvember dugi ekki til að
styðja krónuna og í framhaldinu
skiptir gríðarlega miklu máli hvað
verður um gengi krónunnar."
Yngvi Orn segir þetta skipta
meira máli nú en oft áður vegna
þess að það hefur verið mikil notk-
un á erlendu lánsfé að undanförnu.
„Það eru vísbendingar um að íyrir-
tæki hafi verið að taka erlend lán þó
þau hafi ekki gjaldeyristekjur á
móti. Mikil veiking á krónunni gæti
því sett þessi fyrirtæki í erfiða
stöðu. Þar að auki hefur veiking
krónunnar almenn afkomuáhrif hjá
öllum fyrirtækjum sem eru með
gengistryggðar skuldir, sem sést nú
í milliuppgjörum fyrirtækjanna, að
afkoman er lakari en verið hefur.“
AuMð aðhald í ríkisfjármáluiti
Yngvi Örn segir miklu máli skipta
hvort þjóðin nái „mjúkri lendingu" í
hagkerfinu. „Spurningin er hvort
okkur tekst að halda genginu nold<-
urn veginn innan ramma núverandi
gengisstefnu. Hvort það hægir á
hagvexti, slakni á spennunni á
vinnumarkaðinum og hægir á verð-
bólgunni. Það yrði draumastaðan.
Til þess að svo verði þarf að koma
til aukið aðhald í ríkisfjármálunum,
því það myndi draga úr viðskipta-
hallanum og hugsanlega skapa
möguleika á því að draga úr aðhald-
inu í peningamálum. Því slíkt að-
hald magnar hinn vandann, sem er
viðskiptahallinn - tiltölulega hátt
gengi krónunnar eykur með öðrum
orðum viðskiptahallann."
Yngvi Örn segir stóru vandamál-
in vera tvenns konar; spenna á inn-
lendum mörkuðum og viðskipta-
halli. „Seðlabankinn hefur reynt að
halda verðbólgunni í skefjum, en
það þarf tvö tæki til að ráða við
þessi tvö vandamál; aðhald Seðla-
bankans og svo aðhald ríkisfjármál-
anna, með auknum afgangi í ríkis-
kassanum, til að gera viðskiptahall-
ann viðráðanlegan. Ég held að það
veiti ekki af áþreifanlegum aðgerð-
um fyrr heldur en síðar, því gengið
á undir högg að sækja þessa dag-
ana. Allar aðgerðir af hálfu stjórn-
valda sem slyrkja gengið auka líkur
á því að \áð náum þessari mjúku
lendingu," segirYngvi Örn.
Hörð lending getur enda að hans
mati leilt til erfiðleika í atvinnulíf-
inu og hugsanlega hjá lánastofnun-
um. Skilaboð hans lil stjórnvalda
eru skýr: Grípa þarf til aðgerða til
að hemja viðskiptahallann, grípa
þarf til aðgerða sem draga úr einka-
neyslu og fjárfestingu, grípa þarf til
aðgerða sem styðja gengi krónunn-
ar, halda þarf áfram einkavæðingu -
og til að ná mjúkri lendingu þurfa
þessar efnahagsaðgerðir að koma
til fljótt.
Gripið of seint í taumana
Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá
FBA, segir að ýmis teikn og fýrir-
boðar um hægari vöxt eftirspurnar í
hagkerfinu séu nú sýnilegir. „Má
þar nefna að kaupmáttur hefur vax-
ið hægar í ár en á síðasta ári. Eigna-
verð á borð við verð á íbúðarhús-
næði og hlutabréfum hefur einnig
hækkað minna og í sumum tilfell-
urn lækkað í samanburði við milda
hækkun á síðasta ári. Velta hjá fýr-
Yngvi Örn Kristinsson: Ég held að
það veiti ekki af áþreifanlegum að-
gerðum fyrr heldur en síðar, því
gengið á undir högg að sækja
þessa dagana.
Ingólfur Bender: Seðlabankinn
greip ofseint í taumanna og gerði
of lítið á þeim tíma sem þensluein-
kenni í íslensku efnahagslífi fóru að
verða sýnileg.
Sigurður B. Stefánsson: Jafnvel
verðbóigan er að mestu leytl til-
komin vegna þátta sem ekki tengj-
ast ytra jafnvægi þjóðarbúsins.
irtækjum er að aukast mun hægar í
ár en fýrir ári og dregið hefur sam-
an í vexti kortaveltu. Fleira mætti
telja. Þessi þróun er að mörgu leyti
jákvæð.“
Ingólfur segir að framleiðnivöxt-
urinn í íslensku hagkerfi sé ekki
nægjanlega hraður til að standa til
lengdar undir vexti hagkerfisins líkt
og hér hefur verið undanfarin ár.
„Því er spcnnan á vinnumarkaði
orðin mjög mikil og innlendar
kostnaðarverðshækkanir farnar að
birtast okkur í aukinni verðbólgu.
Til að stöðva þessa þróun og vinda
ofan af henni þarf að hægja á vexti
hagkerfisins um sinn. Þau teikn
sem nú eru á lofti um hægari vöxt
eru því jákvæð að teknu tilliti til
þeirri stöðu sem efnahagslífið er í.“
Hvað finnst Ingólfi um aðgerðir
Seðlabanka Islands sem og ríldsins
í hagstjórn undanfarið? „Ég er
þeirrar skoðunar að Scðlabankinn
hafi gripið of seint í taumanna og
gert of Iítiö á þeim tíma sem
þenslueinkenni í íslensku efna-
hagslífi fóru að verða sýnileg, þ.e. á
árunum 1997 og 1998. Bankinn
fór í raun ekld af stað með va.xta-
hækkanir að neinu marld fyrr en á
síðasta ári og á þessu ári hcfur
bankinn hækkað vexti fjórum sinn-
um samtals um 2,4 prósentustig til
að viðhalda og efla aðhaldið. Þó svo
að auðvelt sé að dæma svona eftirá
tel ég að strax 1997 hafi verið Ijóst
hvert stefndi og að þá hefði átt að
grípa fast í taumana. Vaxtahækkan-
irnar á þessu ári hefðu því átt að
koma fýrrí'
Næsta ár sMptir sköpum
Hvað varðar aðgerðir ríkis og sveit-
arfélaga telur Ingólfur að aðhaldið í
fjármálum hafi ekki verið hert
nægjanlega. „Þetta er augljóst þeg-
ar horft er á þá verðbólgu og þann
viðskiptahalla sem við okkur blasir.
Þegar kemur að hagstjórninni á rík-
ið og sveitarfélögin að virka sem ein
heild. Þrátt fyrir það að lánsfjáraf-
gangurinn á ríkissjóði sé mikill þar
á það að líta að sveitarfélögin eru
rekin með halla“.
Flvaða aðgerða ber að grípa til?
„Við stöndum á þeim tímamótum
þar sem hægur vöxtur tekur við af
þenslu. Það eru því að eiga sér stað
ákveðin straumhvörf. I slíkum um-
skiptum þarf Seðlabankinn að vera
vel á varðbergi og þegar merkin um
að það sé farið að hægja nægjan-
lega á ber honum að fara að huga
að vaxtalækkun. Þessi tími er ekki
kominn en eldd er ólíklegt að á
næsta ári komi upp þessi staða.
Hvað varðar ríki og sveitarfélög þá
tel ég að það aðhald sem boðað er í
frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár
hefði mátt vera meira sérstaklega
að teknu tilliti til þess að lítið virð-
ist ætla að draga úr hallarekstri
sveitarfélaga og að hann aukist
jafnvel. Það er ekki sýður brýnt að
nú sé róið öllum árum að þvi að
efla framleiðni. Með virkum að-
gerðum í þá átt má efla hér hagvöxt
til Iangframa og tryggja að sá ávinn-
ingur sem þegar hefur skilað sér í
auknum kaupmætti og eignaaukn-
ingu verði varanlegur og aukinn
frekar," segir Ingólfur.
Gnuuistærðii ekki ótryggar
Sigurður B. Stefánsson hagfræð-
ingur hjá VÍB, sem viðrað hefur
hugtök á borð við „góðkynja við-
skiptahalli," segist ekki vilja munn-
höggvast við kollega um hvert
ástandið er í efnahagsmálum þjóð-
arinnar, en vísar á greinar sem
hann ritar í öðru dagblaði.
Það eru ekki samhljóma skilaboðin sem
ana má sjá í verslun
í grein sem Sigurður ritaði nýver-
ið hafnar Sigurður þeim lestrí ým-
issa manna úr grunnstærðum þjóð-
arbúskaparins á þann veg að staða
þess sé ótrygg. „Þessi túlkun á op-
inberum upplýsingum er ekki á
miklum rökum reist og kannske alls
ekki á fyrirliggjandi tölum... Jafnvel
verðbólgan er að mestu leyti til
komin vegna þátta sem ekki tengj-
ast ytra jafnvægi þjóðarbúsins.
Fasteignaverð á Islandi hefur
hækkað vegna þess að velmegun og
búsæld er meiri nú en áður. Hækk-
un olíuverð er utan okkar áhrifa-
sviðs. Jafnvel hækkun á iðgjöldum
bifreiðatrygginga má rekja til auk-
ins þéttbýlis og almennari bílaeign-
ar.“
Sigurður telur að mikilvægasta