Dagur - 15.11.2000, Síða 21
Dagiur
MIDVIKUDAGUR 1S. NÓVEMBER 2000 - 21
^KuiynB^ÐiÐ
LFI lrumsýnir
Nitoudie
Leikfélag Húsavikur
sem fagnar 100 áxa
afmæli á þessu ári
framsýnir óperettuua
Nitouche n.k. laugar-
dagkl. 17.00.
Nitouche er nokkuð klassísk
óperetta í 3. þáttum og farsi í
bland þar sem hlaðið er mis-
skilningi á misskilning ofan og
ekki er allt sem sýnist. Verkið
er franskt að uppruna, eftir þá
H. Milhac og A. Milland og
það var Jakob Jóhannesson
Smári sem þýddi það á sínum
tíma, en það mun fyrst hafa
verið sett upp hérlendis árið
1941. Verkið hefur löngum
verið vinsælt á Islandi og mörg
lög úr því þekkt og rnikið sung-
in á sínum tínia. Ymsir minnast
skemmtilegrar uppsetningar
Leikfélags Akureyrar á
Nitouche árið 1965. Og þess
má geta að Danir kvikmynduðu
Nitouche á sínum tíma og þá
lék m.a. Dirch nokkur Passer
stóra rullu.
Það er Sigurður Hall-
marssson sem leikstýrir að
þessu sinni og reyndar einu
sinni sem oftar hjá Leikfélagi
Húsavíkur, en Aladár Racz
annast tónlistarstjórn og tón-
listarflutning á sýningunum.
Með helstu hlutverk fara Anna
Karin Jónsdóttir, sem fer með
titilhlutverkiö, kornung og
hráðefnileg Ieikkona sem ekki
hefur áður leikið svo stórt hlut-
verk, en margir minnast henn-
ar fyrir góða frammistöðu með
leikklúbbi framhaldsskólans á
Húsavík. Þá eru þeir í burðar-
hlutverkum Sigurður llluga-
son, Þór Gíslason og Ari Páll
Kristinsson, en einnig má
nefna gamalreynda Ieikara á
borð við Svavar Jónssoh og
Hrefnu Jónsdóttur.
LH er fjölskylduvænt leikhús
og má m.a. geta þess að
feðgarnir Gunnar Jóhannsson
og synir hans Jóhann og Hilm-
ir koma fram í sýningunni og
Guðrún Kristín, systir Gunnars
einnig. JS
Kátar nunnur. Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Hrefna Jónsdóttir og Anna Karin.
Þór Gíslason og Svavar Jónsson í hlutverkum sínum.
Anna Karin Jónsdóttir í hlutverki Nitouche.
Sigurður lllugason er auðsjáanlega kátur.
Eina leiðin
Forsetakosningar í Banda-
ríkjunum eru í uppnámi og
enginn veit hver lending
verður í málinu. Og ekki er
ástandið skárra á lslandi þar
sem Framsóknarflokkurinn
mælist með stöðugt minna
fylgi í skoðanakönnunum og
þar eru góð ráð líka dýr og
fáar útgönguleiðir virðast
færar framsókn. Aðalsteinn á
Víðivöllum í Fnjóskadal var
að velta þessum málum fyrir
sér og datt reyndar niður á
eftirfarandi leið sem hugsan-
lega myndi auka fylgi frant-
sóknar:
íallvalt gengi framsóknar.
Fengist aukinn kraftur,
ú hæsta trón efhæfu þar
Hríflu-Jónas aftur.
Norðlensk
naglasupa?
Hinn ungi verkalýðsgúrú á
Húsavík, Aðalsteinn Baldurs-
son, varð fertugur á dögunum
og var því fagnað með miklu
teiti. I veislunni var matur að
hætti gamalla holsa og boðið
upp á mikla rússneska kjöt-
súpu sem mun víðfræg í
kommúnistaríkjum og byggir
ekki síður á rauðrófum en
kjetbitum. Einn af veislugest-
um, Steingrímur J. Sigfússon,
kvaðst vera á leið f Gunnars-
staði daginn eftir þar sem
hann ætlaði að ganga til rjúp-
na. Og sagði að ekki hefði
munað nema hársbreidd að
rússneski sendiherrann hefði
komið með sér norður og
hefði hann þá að sjálfsögðu
heiðrað Aðalstein með nær-
veru sinni.
Einhver viðstaddur taldi að
það hefði verið fxóðlegt að fá
sendiherrann í teitið, því
hann hefði þá getað skoriö úr
um það hvort þar hefði verið
boðið upp á ekta rússneska
kjötsúpu eða bara venjulega
norðlenska naglasúpu að
hætti þingeyskra allaballa.
Gullnar töflur
í leikskrá LH árið 1960
mátti lesa eftirfarandi aug-
lýsingu:
„Frá því segir í Völuspá, að
Æsir vakna á Iðavclli sunnu-
daginn eltir ragnarök þjáðir
mjög af timburmönnum. En
allt böl batnar, því að
þar munu eftir
undursamligar
gullnar töflur
i grnsi finnask,
þærs í drdaga
áttar höfðu.
Hér mcrkir „gullnar" að
þær hafi einungis kostað
þyngd sína í gulli, því að töfl-
ur þessar voru aspiríntöflur,
sem Æsir höfðu keypt í
H Ú S AVÍ KU RAPÓTE KI. “
Varla þarf að taka það fram
að þegar þessi auglýsing birt-
ist var lyfsali á Húsavík Helgi
nokkur Hálfdanarson.