Dagur - 01.12.2000, Blaðsíða 1
84.
Verð ílausasölu 150 kr.
83 og
árgangur - 230. tölublað
UVS er ennþá
í startliolununi
Dráttur á svörum frá
heilbrigðisráðimeyt-
iuu gerir fyrirtækiiiu
erfitt fyrir. Samstarfs-
samningiir við spítala
búinn að vera í skoð-
un í meira en hálft ár.
Gild spurning hvort
offramboð sé að að
skapast í krabba-
meinsrannsóknum.
Snorri Ingimarsson, sérfræðing-
ur hjá Urði Verðandi Skuld, seg-
ir að fyrirtækið hafi ekki getað
þróað sig sem skyldi vegna drátt-
ar á afgreiðslu heilbrigðiráðu-
neytisins gagnvart málum fyrir-
tækisins. Ráðuneytið hefur til
skoðunar fyrirhugað samstarf
UVS við annars vegar Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri og hins
vegar Landspítalann um krabba-
meinsrannsóknir. Biðin eftir af-
greiðslu hefur nú staðið í meira
en hálft ár.
„Við höfum ekki haldið okkar
striki miðað við áætlanir en vær-
um komin af stað
ef þessi dráttur
væri ekki fyrir
hendi. Það er
búið að vinna
gríðarlega um-
fangsmikið undir-
búningsstarf og í
rauninni er þetta
bara biðstaða eftir
því að ráðherra
klippi á borðann,"
segir Snorri.
6-8 mánaða bið
Hann segist bjart-
sýnn á að fá
grænt ljós innan
skamms. „Já, það eru engin
ágreiningatjríði lengur milli
samningsaðila þ.e.a.s. spítalanna
og UVS. Þar er búið að leysa þau
öll þannig að ég held að það
standi ekkert í veginum fyrir
þessu. Nú getum við ekkert ann-
að en beðið eftir svörum ráðu-
neytisins. Samþykkið hefur dreg-
ist í 6-8 mánuði en annars væri
þetta allt komið af stað."
Starfsstöð á
Akureyri?
Fyrirhugað verk-
efni er umfangs-
mikið og kallast
Islenska krabba-
meinsverkefnið.
Forráðamenn
UVS hafa jafnvel
í bígerð að stofna
starfsstöð á Akur-
eyri ef dæmið
gengur upp.
Samstarfið við
lækna FSA kalli
e.t.v. á aðstoð
ýmissa sérfræð-
inga á öðrum sviðum vísinda, að
sögn Snorra.
Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri
UVS, segir áhuga fyrir hendi að
efla rannsóknarvinnu á Akureyri.
Samstarfið við lækna og annað
starfsfólk FSA hafi verið mjög
gott til þessa.
Halldór Jónsson, fram-
kvæmdastjóri FSA, segist ekkert
geta spáð fyrir um framvinduna,
enda sé málið í þannig stöðu.
Hins vegar leiti FSA að fjölgun
verkefna og hyggist efla stöðu
sína enn frekar.
Offramboð á raimsoknum?
Islensk erfðagreining hefur ný-
verið stofnað dótturfy'rírtæki sem
mun sérhæfa sig í krabbameins-
lækningum. Er hugsanlegt að
hér sé að skapast offramboð á
krabbameinsrannsóknum? „Því
get ég ekki svarað, það er engin
samvinna um upplýsingar milli
þessara tveggja fyrirtækja, en
þetta er nokkuð sem menn geta
velt fyrir sér. Það er náttúrlega
nýmæli að tveir aðilar hyggist
leggja svona mikið í þennan
rannsóknarþátt en þetta eru nýir
tímar. Eg hef enga hugmynd um
hvað íslensk erfðagreinig ætlar
sér,“ svarar Snorri Ingimarsson.
- BÞ
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, framkvæmdastjóri UVS, vill
efla rannsóknarvinnu á Akureyri.
Vatneyrin BA. MáI þessa skips
hafa veriö tekin fyrir á öllum dóm-
stigum og fara nú til Mannrétt-
indanefndar S.þ.
Vatneyrin
tÍLGenfar
„Við getum sagt að málið sé nú
komið í gegnum fyrstu síuna. Nú
verður það tekið til frekari með-
ferðar og skoðunar og ég er bjart-
sýnn á að framhaldið," segir Lúð-
vík Kaaber lögmaður. Mannrétt-
indanefnd Sameinuðu þjóðanna
í Genf hefur ákveðið að taka til
athugunar kæru skjólstæðings
Lúðvíks, Björns Kristjánssonar,
áður skipstjóra á b/v Vatneyri, á
hendur íslenska ríkinu. Björn
telur í kæru sinni að íslenska rík-
ið hafi brotið gegn alþjóðasamn-
ingi um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi þegar Hæstirétt-
ur sakfelldi hann í svonefndu
Vatneyrarmáli 6. apríl sl. Is-
lenska ríkinu hefur nú verið
veittur sex mánaða frestur til að
gera athugasemdir um efnisatriði
og meðferðarhæfi kærunnar.
100 milljóna
umframeyðsla
Þjóðmenninarhúsið fór um 100
milljónir fram úr fjárveitingu.
Fjárveiting til verksins nam 298
milljónum, kostnaðaráætlun var
305 milljónir en endanlegur
kostnaður reyndist 398 milljón-
ir. Helstu ástæður þess að verk-
ið fór verulega umfram endur-
skoðaða kostnaðaráætlun, að
frátöldum verkþáttum utan út-
boðs, telur Ríkisendurskoðun í
nýrri skýrslu sem unnin var fyrir
forsætisráðuneytið: I fyrsta lagi
mörg aukaverk og viðbótarverk
sem að mestu féllu til í byrjun
ársins 2000, þegar allt var kom-
ið á síðasta snúning. I öðru lagi
magnaukningu á þeim verkþátt-
um sem innifaldir eru í verk-
samningi. Og í þriðja lagi meiri
hönnun, ráðgjöf, umsjón og eft-
irlit sem m.a. sé bein afleiðing
af aukinni umsjón með breyt-
ingunni á hönnun í tengslum
við auka- og viðbótarverkin.
Sjú úttekt á bls. 12-13
Jólin minna nú á sig með ýmsum hætti og á Sóleyjargötunni þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur skrif-
stofur sínar er nú búið að hengja upp jólaljósin. mynd e.ól
Byggt á 26. greiniimi
Bjöm var skipstjóri á Vatneyrinni
þegar skipinu var haldið til veiða
í febrúar 1999, án nægjanlegs
kvóta. Hann var, ásamt útgerðar-
manni, ákærður fyrir brot á Iög-
um um fiskveiðistjórn. Vörn
Björns byggðist á að þau lög
stæðust ekki 65. og 75. gr.
stjórnarskrárinnar og væri því
ekki unnt að sakfella hann á
grundvelli þeirra. Sem kunnugt
er tók Héraðsdómur Vestfjarða
rökin til greina, en meirihluti
Hæstaréttar snéri málinu. -
Kæra Björns til nefndarinnar í
Genf byggist á 26. gr. áðurnefnds
samningsins um borgaraleg rétt-
indi og skyldur.
Tekux nokkur ár
Lúðvík Kaaber segir að ætla megi
að meðferð máls skjólstæðings
síns, ef það verður tekið til frek-
ari málsmeðferðar, tald nokkur
ár. Niðurstaða nefndarinnar sé á
endanum sett fram í áliti, sem í
raun gegnir svipuðu hlutverki og
dómsorð. Þar sé kveðið upp úr
um hvort ríki hafi virt ákvæði
samningsins.
___ríÖi__
RöDIOfMOSf
Geislagötu 14 • Síml 462 1300
6 vikna afgreiðslufrestur
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is