Dagur - 01.12.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGVR 1. DESEMBER 2000 - S ÐMfU-- FRÉTTIR MUlj arðinum tU fíkniefna náð Fjárlaganefndarmaðurinn Árni Johnsen fylgist með umræðum sam- fylkingarkvennanna Svanfriðar Jónasdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur á þingi í gær. - mynd: þök AuMð fé til meiming- armála. Milljarðiir inn til fíimiefnavama kominn. Fulltrúar stjórnarflokkanna í Ijárlaganefnd eru býsna góðir með sig og segja að hér séu á ferðinni góð og vel unnin fjárlög. „Þetta eru góð fjárlög og ég er afar ánægður með það að við leggum nýtt fé fram til ýmissa menningarmála og byggðamála. Við tökum upp mörg þjóðþrifa mál sem kosta kannski ekki mikla peninga en þessir pening- ar muna samt miklu fyrir bæði menningararfinn og landsbyggð- ina. Og það var okkar hugmynd, meirihluta fjárlaganefndar, að framkvæma þetta. Við fáum auð- vitað fjöldan allan af beiðnum en við mótuðum framkvæmdina," segir séra Hjálmar Jónsson, full- trúi Sjálfstæðisflokksins, í fjár- laganefnd. Hann nefnir til sögunnar, fyrir utan fjárveitingu til menningar- málanna, skógræktarátak um allt land. Hjálmar segist ekki taka undir það að hér séu um þenslu- fjárlög að ræða. Hann segir að vissulega séu ákveðin þenslu merki en það sé nokkuð víst að mjög fljótlega slái á þensluna. Hjálmar segir fólk farið að átta sig á því að boginn verði ekki spenntur endalaust. Sömuleiðis séu í gangi verkefni sem auka þenslu tímabundið en skila síðan arði til þjóðarinnar. Þá nefnir hann alveg sértstaklega að miklu nýju fjármagni sé nú varið á fjár- lögunum til fíkniefnavarna. „Varðandi fjárlaga afgreiðsluna eigum við eftir að fá inn tekju- bliðina en ég er handviss um það að markmiðin sem tjármálaráð- herra og ríkisstjóm settu sér í upphafi þings í haust munu standast og vel það,“ segir séra Hjálmar Jónsson. Milljarðurinn kominn „Eg er ánægður með niðurstöðu þessara fjárlaga. Það eru þar ákveðnir punktar sem fjárlaga- nefnd hefur verið að leggja áher- slu á jafnvel allt síðan 1995. Þar vil ég nefna til jöfnun náms- kostnaðar og jöfnun hitakostn- aðar á köldum svæðum svo dæmi séu tekin. Við erum að setja mikið fé í fíkniefnavarnir. Við erum komnir yfir einn millj- arð í þeim efnum á fyrstu tveim- ur árum kjörtímabilsins. Þar með erum við tramsóknarmenn búnir að efna okkar kosningalof- orð. Síðast en ekki síst erum við að leggja mikið fé í menningar- tengda ferðaþjónustu og ferða- mennsku sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Þar nefni ég Samgöngusafnið að Skógum og Síldarminjasafnið á Siglufirði svo aðeins séu tekin dæmi. Sömuleiðis er vcitt fé til lands- hlutabundinna skóræktarverk- efna sem eru spennandi framtíð- ar verkefni. Þegar hafa yfir tvö hundruð jarðir farið undir þetta verkefni," segir Isólfur Gylfi Pálmason, fulltrúi Framsóknar- flokksins í fjárlaganefnd. Hann segist ekki samþykkja að hér sé um þenslufjárlög að ræða en þó séu menn svo nærri mörk- unum að fulla aðgát verði að hafa. Isólfur Gylfi var spurður hvernig milljarðurinn til fíkni- efnavarna skiptist? „Hann skiptis til forvarnar- starfs í gegnum Forvarnarsjóð, til tollgæslu, löggæslu og ýmissa annarra þátta sem snerta þenn- an málafIokk,“ segir Isólfur Gylfi Pálmason. — S.DÓR GjaldaMiðm fyrst síðan tekjiihliðm Þenslufjárlög segir Gísli S. Einarsson. Gjaldahliðin afgreidd fyrst og síðan tekjn- hliðin, segir Jón Bjamason. Onnur umræða fjárlaga hófst á Alþingi í gær. Sú umræða er jafn- an talin þýðingarmest, enda koma þar venjulega fram breytingar sem gerðar eru á frumvarpinu frá fyrstu umræðu. Þriðja umræða er bara loka afgreiðsla. Að venju greinir stjórn og stjórnarandstöðu nokkuð á um ágæti fjárlagafrumvarpsins þótt oft hafi sá ágreiningur verið marg- faldur á við það sem nú er. En stjórnarandstaðan er gagnrýnin. Þenslufjárlög Gísli S. Einarsson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í fjárlaganefnd kallar fjárlögin að þessu sinni þenslufjárlög og að lítill vilji sé hjá stjórnarflokkunum til aðhalds í ríkisfjármálum. „Það er hvergi í yfirstjórninni reynt að draga neitt saman. Þess vegna er full ástæða til að skoða hvaða meining það er hjá mönn- um þegar þeir gera kröfur til ann- arra eins og forsætisráðherra. Hann gerir kröfur til sveitarfélag- Gísli S. Einarsson: Hvergi í yfir- stjórninni reynt að draga neitt saman. anna um að þau hagræði, spari og sýni aðhald í rekstri en á sama tíma er bvergi um neitt annað að ræða en útgjaldaaukingu hjá ráðuneytunum almennt. Ég hefði viljað gera þá kröfu að æðsta stjórn ríkisins, svo sem forsætis- ráðuneytið, forsetaembættið, Al- þingi og síðan önnur ráðuneyti, hefðu öll gert tillögu um 10% nið- urskurð hjá sér. Þá hefðu menn gert tilraun til að sýna aðhald. Það var ekki og því kalla ég þetta þenslufjárlög," segir Gísli. Hann segir að meirihlutinn veiti fé til margra góðra verka sem hann segist vilja styðja. Þar nefn- ir hann fjármuni sem veittir eru Jón Bjarnason: Alla stærstu pós- tana vantar og því er þessi 2. um- ræða fjárlaga ómarkviss. til ýmissa safna um landið og annarra þátta sem verði til þess að auka atvinnustarfsemi í ferða- tengdum þáttum á landsbyggð- inni. Þetta sé til fyrirmyndar. „En ég spyr; hvar er Bvggða- stofnun og hvar er menntamála- ráðuneytið. Þessar stofnarnir hefðu átt að leggja þetta til en gerðu ekki neitt. Fjárlaganefndar- menn eru að bjarga þessum stofn- unum,“ segir Gísli S. Einarsson. Eigiun við fyrir þessu? „Það sem ég gagnrýni hér við aðra umræðu er að útgjöld til stórra málaflokka eru óafgreidd. Eg nefni þar til heilbrigðisgeirann, öll byggðamálin og framlög til framhaldsskólans svo dæmi séu tekin. Allt eru þetta stórir og brennandi málaflokkar en fram- lög til þeirra eru ekld komin fram. Þetta er eins og að fara inn í versl- un, fylla innkaupakörfun af vör- um og spyrja sig svo hvort maður eigi nú fyrir þessu,“ segir Jón Bjarnason, fulltrúi VG í fjárlaga- nefnd. Þess vegna segir Jón að þessi önnur umræða sé einhvers konar vinnumeðferð á frumvarpinu. Hann segir að einn stór liður sé þó kominn fram en það er á veg- um félagsmálaráðuneytisins vegna tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Eins og fram hafi komið í umræðunni um það mál sé þessi upphæð fjarri því að rnæta þeiri þörf sem fyrir hendi er. „Vegna þess að alla stærstu póstana vantar er þessi 2. um- ræða fjárlaga ómarkviss. Líka á eftir að koma fram bæði tekju- áætlun ríkisins og endurskoðuð þjóðhagsspá fý'rir næsta ár. Mér hefði fundist eðlilegra við aðra umræðu að tekin væri fyrir tekna- hliðin fyrir næsta ár og hún af- greidd og eftir það tækju rnenn á gjaldahliðinni. En nú er fyrst tek- ið á gjaldahliðinni og svo ætla menn að taka á tekjuhliðinni" segir Jón Bjarnason. - S.DÓR ALÞINGI Laimaskrið á Alþingi I breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins er lagt til að Alþingi fái 13 milljóna króna við- bótarframlag á næsta ári vegna aukins ferðakostnaðar þing- manna í kjölfar kjördæmisbreyt- inganna. Auk þess er lagt til að Alþingi fá\ 23 milljónir króna hækkun á fjárveitingum vegna aukins kostnaðar í almennum rekstri. Hann stafar af launa- slcriði vegna starfsaldurshækkana og nokkrum öðrum þáttum. Síð- an fær Alþingi eina milljón í við- bót vegna skýrslugerðar um sam- félagsþróun á norðurskautssvæð- inu. Efla þarf yfirstjóm Gerð er tillaga um 7 milljóna króna viðbótarframlags til forsæt- isráðuneytisins. Fjár\'eitingin er ætluð til að efla yfirstjórn ráðu- neytisins vegna vaxandi verkefna. Lagt er til að bætt verði við einu stöðugildi í yfirstjórn ráðuneytis- ins. Miklð itmfang Stofnanir sem heyra undir menntamálaráðuneytið fá miklar viðbótarfjárveitingar samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaga- nefndar. Háskólinn fær 9,5 millj- ónir til næringafræðilegra rann- sókna. Verkefnið mun standa yfir í 2-3 ár. Raunvísindastofnun HÍ fær 1 5 milljón króna tímabundna fjárveitingu til Mðhalds á hús- næði. Þá fá háskólanir almennt 90 milljóna króna aukafjárveit- ingu vegna fjölgunar nemenda. Ymsir aðrir skólar fá milljóna aukafjárveitingar til ýmissa starfa. Söfnin fá sitt Þjóðminjasafnið fær 29,5 millj- óna hækkun á ljárveitingum vegna fimm verkefna. Það eru átak í fjarvinnsluskrám safnsins, til áframhaldandi Reykholtsrann- sókna, til varðveislu og skráning- ar málverkasafn Bjarna Jónssonar um íslenska sjávarhætti efverður af kaupum á því safni. Þá hækka framlög til byggða- og minjasafna um 31,3 milljónir króna. Þjóð- sjalasafnið fær 2,1 milljóna auka fjárveitingu. Liðurinn söf’n, ýmis frainlög hækkar urn 111,5 millj- ónir króna. Þar er um að ræða Nýlistasafnið, Galdrasýningu á Ströndum, Sögusetrið á Hvols- velli, Hvalamiðstöðina á Húsavík, Geysisstofu, endurbyggingu vél- bátsins Blátinds í Vestmannaeyj- um. Endurbygging Herjólfsbæjar í Vestmannaevjum, Sögusafnið í Reykjavík, Bátasafnið á Suður- nesjum, Sjóminja- og smiðju- minjasafnið, Sjóminjasafn ís- lands, Jöldasafnið, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, endurbygging Tryggvaskála á Selfossi, Síld- arminjasafnið á Siglufirði, og Faktorshúsið í Neskaupstað. Fá til framboðsmála Tillaga er gerð um 17,1 milljóna króna fjárveitingu vegna lyrirhug- aðs framboðs íslands í frarn- kvæmdastjórn UNESCO. Þetta er vegna ferðalaga og eins viðbót- arstarfsmanns í sendiráði íslands í París á árinu 2001 til að sinna framboðinu. Þá er lagt til 15,5 milljóna króna framlag vegna hækkunar á aðildargjöldum vegna samstarfs við Evrópusam- bandið. — S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.