Dagur - 01.12.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 01.12.2000, Blaðsíða 16
16- FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 ífipnL______ LAKDiWM Launamálin hafa verið vanrækt „Það gengur mjög illa að fá störf þelrra sem sinna kennslu, uppeldisstörfum eða umönnun metin á við störf þeirra sem eru að hringla með peninga, braska með verðbréf eða föndra við tölvu," segir Elna Katrín Jónsdóttir formaður félags framha/dsskólakennara. Verkall íframhaldsskólunum hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur og lítið miðar í sam- komulagsátt. Elna Katrín JónsdóttirformaðurFélags framhaldsskólakennara var spurð álits á stöðunni. „Flestum er orðið ljóst að laun framhalds- skólakennara verða að batna umtalsvert til að halda í við laun annarra háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. En það stíg- ur ekki í ræðustól á Alþingi sá sjálfstæðis- ráðherra að hann reyni ekki að gera kennara tortryggilega. Láta líta svo út að það þýði ekkert að tala við þá. Við þá sé ekki hægt að semja eða eitthvað þaðan af verra. Mér finnst ráðherrar í raun mis- nota aðstöðu sína með því að halda uppi vægðarlausum árásum á okkur starfs- menn sína úr þessum ræðustólum og að þarna höggvi sá er hlífa skyldi, því þeir eru okkar viðsemjendur. Svo gleymist alltaf að spyrja ráð- herrana hvað þeir hafi lagt fram til að leysa kjaradeUuna. Menntamálaráðherra telur kennara vera einangraða í þessari deUu en það er ekki mín tilfinning því margir sem hafa tjáð sig um hana segja að kennarar megi ekki gefast upp. Nú verði að koma þeirra launamálum í eðli- legt horf þannig að launagjáin milli þeirra og annarra sambærilegra stétta sé ekki alltaf orðin hyldjúp þegar kemur að kjara- samningum þeirra. Ég hef ekki áður heyrt utanaðkomandi aðUa taka svo til orða.“ Áhy&jjur af skólastarfinu „Auðvitað hafa kennarar áhyggjur af skólastarfinu því verkfall er grafalvarleg aðgerð sem hefur áhrif á tugþúsundir fólks. Hver nemandi á sér fjölskyldu og hver kennari á sér líka fjölskyldu, sumir meira að segja börn í framhaldsskóla. En það er alveg sama hvort stöðnunartímar eru í þjóðfélaginu, hægagangur í efna- hagskerfinu eða uppsveifla. Ekkert af þessu virðist geta nýst kennarastéttinni. Mér finnst sú staðreynd birta landlægt og viðvarandi vanmat á menntun og vanmat á nauðsyn þess að borga fólki vel fyrir sérhæfð störf sem þarf mikla menntun og ákveðin starfsréttindi til að gegna. Hinn samfélagslegi þroski virðist ekki duga tU að meta störf sem ekki er hægt að bein- tengja við markað og gróða hér og nú. Þannig gengur mjög illa að fá störf þeirra sem sinna kennslu, uppeldisstörfum eða ummönnun metin á við störf þeirra sem eru að hringla með peninga, braska með verðbréf eða föndra við tölvur. Þetta er vanþróunarmerki á okkar samfélagi og kemur ýmsum nágrannaþjóðum okkar spánskt fyrir sjónir. Víða eru kennarar vel launuð stétt, þannig að þar liggur greini- lega annað mat til grundvallar á verðmæti starfsins og þar hlýtur sömuleiðis að liggjaeitthvert annað gUdismat á menntun sem langtíma fjárfestingu.“ Afskaplega hörð deila - Er einhver vonarglœta um að samið verði í bráð? „Þetta er afskaplega hörð deila. Það eru auðvitað mörg ár síðan stjórnvöld hefðu þurft að hyggja að því upp á nýtt hvaða fjármunum er varið tU skólastarfs og menntunar í landinu. Menn hefðu þurft að gera langtímaáætlanir um að auka þessi framlög hægt og sígandi eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Það er bók- staflega ekki tU það land í nágrenni við okkur sem ekki gerir áætlanir til nokk- urra ára um fjármuni til menntamála. Nú hafa ástæður leyft það um aU langa hríð að auka framlög til menntamála hér á landi en það hefur ekki verið gert nema tU að mæta ijölgun nemenda og sjá um eðlUegt viðhald á húsum og búnaði. Launamálin hafa algerlega verið vanrækt. Það er engin tilviljun að þegar styttir upp í efnahagslífinu, hjólin snúast af krafti og nokkur samkeppni er um vel menntaða starfsmenn á markaði þá dregst ríkið aft- ur úr. Það er heldur ekki tilviljun að aðrir háskólamenntaðir sem vinna hjá ríki náðu ekki að hækka sín dagvinnulaun svo um munaði fyrr en farið var með hluta samn- ingagerðarinnar út í stofnanirnar. Þær sömu stofnanir fengu hins vegar halla sinn, vegna kjarasamninganna, bættan af fjárlögum íslenska rfldsins. Framhaldsskólinn er þess augljóslega ekki megnugur að bera sömulauna- greiðslur og aðrar stofnanir nema hann fái tU þess sambærilega fjármuni. Þess- vegna þarf að taka pólitíska ákvörðun um að veita mun meira fé til að greiða laun í framhaldsskólinn en fjárlög hljóða nú upp á.“ Brask og gróðastarfsemi - En er ekki góðœrið að líða undir lok og kennarar ansi seinir að koma með sínar kröfur? „Það getur vel verið að íslendingum hafi enn einu sinni tekist að spUa rassinn úr buxunum í góðæri. Það er þá ekki í fyrsta skipti. Hér gengur yfir verslunar- haUaæði og hinar ýmsu stórbyggingar þjóta upp eins og gorkúlur á haug. Það er alveg Ijóst að í stað þess að búa í haginn fyrir framtíðina og unga fólkið á íslandi með því að leggja fé tU menntamála þá hafa menn fyrst og fremst verið í bullandi brask- og gróðastarfsemi og ekki sést fyr- ir. Ég vek athygli á því að þrátt fyrir að verið sé að hrinda nýrri aðalnámskrá í framkvæmd sem hefur í for með sér mikl- ar breytingar á starfi' framhaldsskóla - ekki síst breytingar á störfum kennara er hvergi að finna íjárhagsáætlun þar sem gerð er grein fyrir kostnaði við fram- kvæmdina á næstu árum, meðal annars vegna nýrra námsbrauta, kostnaðar af endur- og símenntun og ekki síst vegna aukins launakostnaðar kennara Þessu verður ríkið að huga að ætli það að standast samkeppni við aðra í atvinnu- lífinu sem ná til sín vel menntuðu fólki með því að greiða því almennUeg laun. Framhaldsskólakennarar hafa ails konar menntun, þeir eru náttúrufræðingar, tungumálasérfræðingar, tölvufræðingar, stærðfræðingar og aUt mögulegt annað. Kennarar eiga því margra kosta völ vegna menntunar sinnar, auk þess sem þeir hafa mikla þjálfun í verkstjórn, mannlegum samskiptum og oftar en ekki meiri kunn- áttu en gengur og gerist í tölvunotkun og upplýsingatækni. Það liggur því beint við að spyrja: Hvað er ríkið að hugsa að horfa aðgerðalaust upp á starfsmennina týnast út úr framhaldsskólunum vegna lágra launa og lélegra starfsaðstæðna? Þetta er spurning um starfsmanna- stefnu því lág grunnlaun hafa verið land- lægur vandi í öllu ríkiskerfinu. Þess vegna er það athyglisvert að menn þurfi að brjótast út úr heildarbákninu, út í stofn- anir þar sem starfsmennirnir eru í meira návígi við forstöðumenn til þess að kría út launabætur. Það má svo sem spyrja sig hvort slíkt mundi duga til í framhaldsskólunum vegna þess að þeim er haldið í ansi stuttri ól og allt unnið samkvæmt einu reiknfiík- ani í einu ráðuneyti en á sama tíma er tal- að fjálglega um að styrkja sjálfstæði skól- anna.“ - Heldur þú að til þess geti komið að það verði sett lög á ykkur núna eins og gert var 1990? „Ráðamenn eru sem óðast að hlaða steinum í vörðuna yfir leiði framhaids- skólans en ef einhverjum dettur í hug að sú aðgerð að setja lög á kjaradeilu fram- haldsskólans leysi hana með þeim hætti að kennarar komi þá aftur til starfa eins og ekkert hafi í skorist þá held ég þeim hinum sama haíi illa skjátlast. Kennarar spyrja ekki um annað og meira núna en: Hvenær má ég segja upp? Get ég sagt upp í verkfalli? Kennarar eru búnir að fá nóg - ekki bara af laununum heldur af afstöðu ráðamanna þjóðarinnar til framhaldsskól- ans og starfsmanna hans. Það væri því glapræði að reyna að leysa þessa kjaradeilu með nokkru öðru en því að viðurkenna að til launagreiðslna í framhaldsskólum bæði ætti og mætti verja mun meiri fjármunum en nú er gert. Aðeins slík niðurstaða tryggir starfsfrið í framhaldsskólum og blómlegt skólastarf." GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.