Dagur - 01.12.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 2 000 —7 ÞJÓÐMÁL Tuitjga - menning - þjóðamtvarp Norræna rithöfunda- og þýð- endaráðið samþykkti nýlega ígrundaða vfirlýsingu um menn- ingarmál, kulturpolitisk mani- fest. Islensku höfundafélögin, „Hagþenkir- félag höfunda fræðirita og kennslugagna" og „Rithöfundasamband íslands" komu henni á framfæri við fjöl- miðla á „Degi íslenskrar tungu" og þann 17. þ.m. birtist hún les- endum Dags. Ég hef sem fulltrúi Hagþenkis fylgst með umræðum um þessa yfirlýsingu á vettvangi ráðsins. Tvennt vakti einkum at- hygli mina: Annars vegar það hve ríkur samhljómur var í greiningu þeirra sem þátt tóku í umræð- unni á vanda sem steðjar að tungu og menningu norrænna þjóða. Hins vegar það hve ein- huga höfundar á Norðurlöndum eru um mikilvægi þess að bafa útvarp í almannaeigu, sem ætlað er sérstakt menningarpólitískt hlutverk. Rithöfundar þjóða sem eru tuttugu til þrjátíu sinnum fjöl- mcnnari en við líta þannig á stöðu og hlutverk móðurmálsins: „Norræn tungumál tala hlut- fallslega fáir og þau verða fyrir sífellt sterkari ytri áhrifum. Því er nú á dögum afar mikilvægt að varðveita og þróa tungumál okk- ar, gera þau sem hæfasta burða- rása menningarinnar og að tryg- gja fjölbreytni bæði í sköpun bókmenntanna og útgáfu þeirra; fjölbreytt lesefni þarf að vera í boöi. Það er eitt helsta skilyrði þess að þjóðirnar búi áfram yfir þeim sameiginlega skilningi sem lýðræði bvggir á“. Afstaða sem þessi kemur okk- ur íslendingum ekki á óvart. En ástæður þess að slík viðhorf móta nú orðið umræðu alls staðar á Norð- urlöndum má aö líkindum rekja til ofur- vægis enskrar tungu í ljós- vakamiðlum, á netinu og í af- þreyingariðn- aðinum. Einnig er svo komið að alls staðar á Norð- urlöndum er mjög stór hluti námsefnis háskólanema á ensku. Upphafsorð yfirlýsingarinnar, sem hér er til skoðunar, fela því í sér þarfa áminningu: „Tungu- málið er sá grunnur sem byggja verður á í samskiptum manna, tækið sem er notað til að miðla þekkingu, söguvitund, framtíðar- sýn og túlkun bókmennta á lífi okkar." Þegar við horfiun til þess hvemig þungvæg- ustu flytjendur tungu- málsins, fjöhuiölamir, þróast hér á íslandi þá hlasir vid sú óvænta niðurstaða að síharðn- andi samkeppni virðist í mörgum greinum leiða til einhæfni frem- ur en fjölbreytiii. Eykur samkeppni einhæfni? Þegar við horfum til þess hvern- ig þungvægustu flytjendur tungumálsins, fjölmiðlarnir, þró- ast hér á Islandi þá blasir við sú óvænta niðurstaða að síharðn- andi samkeppni virðist í ntörgum menningaretm yfirleitt". „Hér á landi hefur gætt nokkurra vonbrigða með Ríkisútvarpið og þróun þess í opinberri umræðu, “ segir Hörður m.a. í grein sinni. greinum leiða til einhæfni frem- ur en fjölbreytni. Við eigum sem stendur ekkert tfmarit sem helg- ar sig þjóðmálum, upplýsandi og gagnrýnin rannsóknarblaða- mennska af því tagi sem Helgar- pósturinn stundaði er horfin og það sem einkennir alla ljósvaka- miðla sem verða að byggja á aug- lýsingatekjum og áskrift er þetta: Nóg er í boði af dægurtónlist og léttvægu spjalli, mikið er sent út af erlendu efni, einkum auð- meltu og á ensku - og sefjandi auglýsingar og kynning á vörum og þjónustu smýgur víða fram. Hugsað íslenskt efni virðist vera á undanhaldi. Þessar þróunarlínur má greina hvarvetna á Norðurlöndum og í menningarmálayfirlýsingunni segir svo um þetta: „Nú á dögum einkennist framboð á menning- ar- og afþréyingarefni um allan heim af því sem á að seljast í stórum stíl og það verður sífellt ágengari viðmiðun hjá hundruð- um milljóna manna meðal ólíkra þjóða á hinum ýmsu mál- og menningasvæðum. 1 hraðfara hag- og tækniþróun færist eign- arhald á útgáfufyrirtækjum, kvikmvndaframleiðslu, sjón- varpsstöðvum, kvikmyndahúsum og netfyrirtækjum til sífellt færri fjölþjóðlegra stórlý'rirtækja. Þess gætir einnig á norræna bóka- markaðnum og í framboði Meimingar- stólpinn þjóöariitvarp Það virðist einu gilda í hvaða átt er horft. Alls staðar blasir við að þeir sem ræða um þjóðtungur og ígrunda þróun menningar og vilja fjölbreytni í efnisframboði fjölmiðla, horfa með vissum vonbrigðum á það sem Ijölmiðlun á grunni hreinna markaðslögmála skilar til al- mennings. Norræna rithöfunda- og þýðendaráðið endaði um- rædda yfirlýsingu þannig: „Ut- varp og sjónvarp í almannaeigu, sem gegnir lögbundinni skyldu að sinna menningarlegum mark- miðum og almannahag, fái ster- ka stöðu þannig að unnt sé að miðla efni sem varðar miklu fyr- ir einstök svæði, þjóðir og nor- ræna menningu." Hér á landi hefur gætt nokk- urra vonbrigða með Ríkisútvarp- ið og þróun þess í opinberri um- ræðu. Þau eiga rætur í mismun- andi reynslu og viðhorfum sem Hlutafélag lýtur ekki lýðræðislegu aðhaldi löggjafarþings sem kosið er af almenningi, er ekki háð ákvæðum upplýsingalaga eða ábendingum frá út- varpsráði sem kosið er af Alþingi. ekki verða rædd hér. En ég leyfi mér að fullyrða tvennt: I fyrsta á lagi það að útvarp í almanna- eigu. það sem kalla má þjóðarút- varp og tekur bæði til hljóðvarps og sjónvarps, er forsenda þess að smáþjóð fái fjölbreytt, listrænt og yfirvegað efni að einhverju marki. I öðru lagi virðist mér það blasa við að verði RUV breytt í hlutafélag þá veikjast verulega líkur á að þessari kröfu verði fullnægt. Hvers vegna? Astæðurmar eru margþættar. Sem hlutafélag hættir útvarps- fyrirtæki að lúta lögum um skyldur við menningu, sögu og tungu þjóðarinnar eins og nú er ákveðið í lögum um útvarp sem sjálfstæða stofnun í cigu ríkisins. Hlutafélag lýtur ekki lýðræðis- legu aðhaldi Iöggjafarþings sem kosið er af almenningi, er ekki háð ákvæðum upplýsingalaga eða ábendingum frá útvarpsráði sem kosið er af Alþingi. Lög- bundin afnotagjöld koma ekki til greina í rekstri hlutafélags og rekstur útvarps í því formi verð- ur að hvíla á áskriftargjöldum og auglýsingunt. Verði stuðningi hins opinbera við þjóðarútvarp hætt standa allar útvarpsstöðvar í sams konar samkeppni. Það kann að virðast réttlátt og æski- legt. Svo er þó ekki ef afleiðingin verður á þann veg sem fengin reynsla af því ástandi vitnar um; þ.e. lakari gæði og minni fjöl- breytni. Raunar má ætla að áskriftir fari að heyra sögunni til vegna þess hve ört þeim mun fjölgar sem hafa aðgang að er- lendum stöðvum. Hlutafélag í stað þjóðarútvarps yrði þá að standa á þeim grunni að hafa ekki annað rekstrarfé en næst í frá auglýsendum! Hver óskar eft- ir þeirri stöðu? Er ekki vænlegra fyrir þjóð scm tekur alvarlega tungu sína og menningu að fórna nokkru fé úr sameiginleg- um sjóði sínum til að viðhald fjölbreytni sem þjóðarútvarpi er ætlað að tryggja? Til þingmaima SamfyLkmgammar Mundi cinhver ykkar rétta hendi eft- ir úll’i sem væri að sökkva? Ég held ekki, því þið vitið að hann biti ykkur. Þrátt fyrir þessa vitneskju viljið þið íyrir alla muni rétta sökkvandi Fram- sóknarflokknum hendi. Ykkur getur ekki verið sjálfrátt nú þegar sigling innan skeija hefur tekið sinp toll og tiltölulega auður sjór er framundan. Samfylkingin er komin til að vera, en það cr undir vinnubrögðum ykk- ar komið hvort hún verður í upphafi gerð tortryggileg með því að spila gömlu slitnu plötuna. Ef fólkiö sér að þið hafið ekkert breyst, eruð bara að seilast eftir völdum, þá getið þið pakkað vkkur endanlega saman í dvergfiokk spilagosa. Eltir að eini jafnaðarfiokkurinn sem hér hefur verið tapaði áttum fyrir áratugum síðan hefur alþýðan engan málsvara haft. Fljótlega eftir að Alþýðufiokkurinn byrjaði að Iáta hagsmuni almennings í skiptum lyr- ir fánýtt glingur hjaðnaði þessi fyrr- um stóri og voldugi flokkur í það peð sem einkennt hefur hann síöan. Engu var líkar en trójuhesti hefði verið laumað þar inn því allir töpuðu utan nokkrir framagosar. Samfylk- ingarfólk, ég skora á ykkur að láta ekki eins og endurtekning atburða sé náttúrulögmál, látið ekki Fram- sóknarflokkinn laumast inn í raðir ykkiir því þá eruð þið búin að vera sem marktækur flokkur. Ljóst er að þreyta getur sljóvgað þá þingmenn sem lengi hafa starfað án þess að komast upp úr óbreytt- um, og geta gylliboð unt samstarf raskað sálarró þeirra. Þá er gott að vera andlega stöðugur og bregðast ekki kjósendum sínum eins og Krist- inn H. Gunnarsson þegar hann lét Framsóknarfiokkinn glexpa sig með öllu. Ef Samfylkingin myndar stjórn með Framsóknarfiokknum verður haldið áfram með öll hans vondu mál eins og ofurvirkjanir, virkjanir á riingum stöðum, eyðingu ósonlags, eyðingu fagurs lands, íslenskum Ia\i evtt, haldið verður áfram að hlunn- fara þjóðina í öllum auðlindamálum og svo má Iengi telja. Alls ekki má gleyma stærstu ákvörðun í lífi land- búnaðarráðherra Framsóknarfiokks- ins, herra Guðna Agústssonar, en hún var að leggja drög að eyðingu ís- lensku kýrinnar. Framsóknarflokk- „Ljóst er að þreyta get- ur sljóvgað þá þing- menn sem lengi hafa starfað ánþess að komast upp úr óbreytt- um, og geta gylliboð um samstarf raskað sálarró þeirra.“ urinn þarf augljóslega ekki lengur að óttast atgervisflótta. Gegn loforði um að verða forsætisráðherra ætlar Halldór Ásgrímsson að veita E.S.B. áhugamálum nokkura áttavilltra Samfvlkingarmanna skilning. Ef mál þróast á þann veg, sem að Ifam- an er getið, mun öll samstaða um umhverfisvænar og þar með mann- vænlegar stefnur endanlega iýrir borð bomar. Langt cr síðan jafnað- armenn gerðu sér Ijóst að gegn íhaldinu dygðu sundraðir smáflokk- ar lítið. íhaldið, sem sannanlega berst fýrir röngum málstað, lærði að blekkja alþýðuna og það verður að segjast að þeim hefur tekist það með ólíkindum vel, og segi ég ekki á hvað það minnir mig. Þeir gerðu sér á réttum tíma ljóst að nafnið íhalds- flokkur minnti of á innihaldið og var nafninu því breytt í Sjálfstæðisflokk. A löngum valdaferli kemst flokkur ekld hjá að gcra eitthvað þjóðhags- legt og svo er íhaldinu að sjáfsögðu farið þvi eitthvað verður að vera bita- stætt í kosningum. Það má Sjálf- stæðisflokkurinn eiga að hann fer ekki levnt með innræti sitt. Lág- launafólk og öry'rkjar geta því sjálf- um sér um kennt þegar þeir kjósa þann tlokk og framsókn, því lág laun og og ömurleg kjör eru að undirlagi þeirra. Aðalsmerki þessara flokka er misrétti og cr Framsóknarflokkurinn að því leytinu miklu verri að hann segist vera annað en hann raunveru- lega er, og hefur enginn flokkur unnið þjóðinni slíkt ógagn sem hann stefnir nú í. Agætu félagar í Sam- fýlkingunni, ef ykkur er ofraun að bíða þess að alþýðan trevsti vkkur, bíða þess að hún sjái að þið séuð traustsins verðir, þá er ekki um auð- ugan garð að gresja. Falska vini er erfitt að varast. Þið vitið hvar þið hafið Sjálfstæðisflokkinn og af tven- nu illu er hann betri kostur en Framsóknarflokkurinn og mikill möguleiki að draga úr verstu göllum hans með samstarfi ef heiðarlega er að því staðið. Það er öllum, já allri þjóðinni fýrir bestu að leyfa Fram- sóknarflokknum að evða sér í friði, því innan hans cr meirihlutinn fólk sem í blindu trausti hefur látið flokk- inn leiða sig og það skilar sér þá fljót- lega á réttan stað og þá þarf Sjálf- stæðisflokkurinn að hafa lýrir lífinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.