Dagur - 12.12.2000, Page 5

Dagur - 12.12.2000, Page 5
ÞRIBJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 - S Xfc^wr. FRÉTTIR Ekki unitið af ein- hverjum eiimm Formaður baukaráðs Búuaðarbankaus segir sérfræðiuga verða að koma að sameiniugu rikisbaukauna. Það mál verði ekki unnið að eiuhverjum eiuum mauui. Sameining Landsbanka og Bún- aðarbanka er enn f mikilli óvissu. Andstaðan gegn sameiningunni hefur magnast innan Búnaðar- bankans bæði hjá yfirmönnum og undirmönnum bankans. Þá hefur kastast í kekki milli Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra og Pálma Jónssonar, formanns bankaráðs Búnaðarbankans. Valgerður kallaði Pálma Jóns- son á sinn fund og óskaði eftir því að þeir sem leitt hafa sameining- ar\iðræðurnar fyrir hönd Búnað- arbankans við Landsbankans \ikju en Þorsteinn Þorsteinsson bankastjóri tæki einn við forust- unni fyrir sameiningunni fyrir hönd bankans. Valgerður segir að staðið hafi verið klaufalega að viðræðunum og skilvirknin af Valgerður Sverrisdóttir. hálfu Búnaðarbanka ekki nægj- anlega mikil. Þessu hafnaði Pálmi Jónsson í gær og Valgerður Sverrisdóttir getur því ekkert frekar aðhafst í rnálinu nema kalla saman hluta- hafafund í Búnaðarbankanum og beita þar meirihlutavaldi til að setja þá formlega af sem leitt hafa viðræðurnar fyrir hönd hankans. EkM íurnið af einiun „Eg ætla ekki að fara að túlka neitt orð viðskiptaráðherra eða það sem hún hefur látið frá sér fara. Það er ekki mitt hlutverk. Hér í Búnaðarbankanum hefur Pálmi Jónsson. verið unnið á fullu alla helgina og raunar alla daga að undirbúningi og samræmingu á einstökum þáttum mála. Stundum í ágætu samstarfi við starfsmenn Lands- banka Islands. Þessi mál verða aldrei unnin af einhverjum ein- um manni, heldur eru kvaddir til sérfræðingar eftir eðli máls hver- ju sinni og málin unnin sem best má verða af þeim. Hér í Búnaðar- bankanum er faglega unnið, ekki síst af bankastjórum bankans en einnig af öðrum starfsmönnum bankans," sagði Pámi Jónsson bankaráðsformaður í samtali við Dag í gær. Valgerður sagði í gær að hún gæti ekki létt af þeirri óvissu sem ríkir í málinu og nú sé bara beðið eftir úrskurði Samkeppnisstofn- unar sem hún segist vonast til að geti komið í þessari viku. Ekki farid rétt að Viðmælendur blaðsins úr banka- heiminum telja að Valgerður hafi ekki farið rétt að þegar hún hlut- aðist til um störf stjórnar Búnað- arbankans og óskaði eftir manna- skiptum í sameiningarviðræðun- um. Betra hefði verið að hún kallaði hreinlega saman hlut- hafafund og hefði látið hann samþykkja að skipt verði urn menn í sameiningarmálunum. Margir túlka það sem Valgerður gerði sem algert vantraust á stjórn Búnaðarbankans. Sömu- leiðis er því haldið fram að Val- gerður hafi þarna í raun verið að tilkynna hver verði bankastjóri úr hópi Búnaðarbankamanna í nýja sameinaða bankanum. Enda þótt allir sem málið varð- ar leggi áherslu á að sameiningin takist fyrir áramót eru margir í óvissu með hvort það tekst. Ef sameiningin tekst ekki fyrir ára- mót er allt málið sagt vera komið í uppnám.-S.dór Áfanga- sigur Gutt- ormssona Þeir bræður, Gunnar og Hjör- leifur Guttorms- synir, unnu ákveðin sigur á dögunum þegar kæra sem þeir sendu umhverfis- Hjörleifur ráðherra um úr- Guttormsson. skurð skipulags- stjóra ríkisins vegna lagningar tveggja 400 kw háspennulína frá Fljótsdal til Reyðarfjarðar var tekin til greina. Hafði skipulags- stjóri í úrskurði sínum 27. maí síðastliðinn fallist á tillögu Landsvirkjunar um lagningu um- ræddra raflína með óverulegum skilyrðum. Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt þágildandi lögum nr. 63/1993. Aðalkrafa í kærunni var að ráð- herra úrskurði alla framkvæmd- ina í frekara mat. Til vara var krafist að báðar línurnar yrðu lagðar í jörð á völdum köflum, m.a. í Fljótsdal, Skriðdal og íyrir botni Reyðarfjarðar. Umhverfisráðherra úrskurðaði í málinu 23. nóvember síðastlið- inn og fellst ekki á ofangreindar kröfur en fellst aftur á móti á þrautavarakröfu Gunnars og Hjörleifs þess efnis að Fljótsdals- línur 3 og 4 skuli lagðar sam- hliða um Hallormsstaðaháls, en að öðru leyti er úrskurður skipu- lagsstjóra staðfestur. Matið hækkað 35% á 2 ánun Fasteignamat á höfuð- borgarsvæðinu og sumarhúsum um allt land hækkaði 14% frá 1. desember og hefur þá hækkað samtals 35% á tveim árum. MikiII landshlutamunur kemur fram í hækkun fasteignamats frá 1. desember, eða frá 14% á öllum húsum og lóðum á höfuðhorgar- svæðinu og í grennd borgarinnar, niður í 4% yíðast hvar á lands- byggðinni. Á höfuðborgarsvæð- inu kernur þessi 14% hækkun matsins ofan á 18% fyrir ári, þan- nig að allt fasteignamát allra eigna á höfuðborgarsvæðinu hef- ur nú hækkað um 35% á tveim árum. Samsvarandi hækkanir hafa einnig orðið á öllum sumar- húsum og sumarhúsalóðum um allt land, samkvæmt upplýsing- um frá Fasteignamati rikisins. Hækkunaráhrif hiifuð- staðarins Sem fyrr segir hækkaði matið nú jafn mikið (14%) á flestum þeim þéttbýlisstöðum austanfjalls sem næst eru höfuðstaðnum: Sel- fossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hveragerði og einnig í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Á þessu varð hins vegar ininni hækkun í fyrra, svo tvegg- ja ára hækkun er þar mest 25% á Stokkseyri, Hverageröi og Vog- um, 22% á Selfossi og enn minni, eða 18% í Þorlákshöfn og á Bakkanum. Þá hækkaði fasteignamatið núna um 10% á öllum húsum og lóðum á: Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Akureyri, Hvols- velli og Hellu. A 4 fyrstnefndu stöðunum hækkaði matið líka um 10% í fyrra, sem þýðir 21% hækkun á síðustu tveim árum. Víðast aðeins 4% hækkun Á öllum öðrum fasteignum í landinu hækkaði matsverðið um 4% núna 1. desember. A sumum þeirra staða varð 7-10% hækkun í fyrra (t.d. Vestmannaeyjum, Dalvík, Höfn, Keflavík, Njarðvík, Egilsstöðum og víðar), en á mörgum stöðum, sérstaklega á Vestfjörðum og Austfjörðum hækkaði matið ekkert á síðasta ári. Samanlögð 2ja ára hækkun fasteignamats hefur því verið allt frá 35% í höfuðstaðnum, víða kringum 20% þar í grennd og í höfuðstað Norðurlands, víðast annars staðar í dreiflrýli tæp 8% og síðan niður ( einungis 4% á stöðum eins og Patreksfirði, Þingeyri, Flateyri, Raufarhöfn, Eskifirði, Stöðvarfirði og Djúpa- vogi. Skatturinn lækkar - og hækkar Þegar svo litið er til þess að fram- vegis er ætlunin að fasteigna- skattar verið lagðir á samkvæmt fasteignamati eins og það er á hverjum stað, en hætta að miðast við mat á samsvarandi húsum í Reykjavík, virðist ljóst að fast- eignaskattar koma til rneð að snarlækka hjá fjölda húseigenda úti á Iandi. En á höfuðborgar- svæðinu mega menn búa sig undir 14% hærri fasteignagjöld en þeir þurftu að borga á þessu ári - sem mörgum þóttu víst meira en nógu há. - HEl Rafræn örorkuskírteini Tryggingastofnun ríkisins er nú að taka í notkun nýja gerð örorkuskír- teina fyrir örorkulífeyrisþega. Nýja skírteinið er rafrænt með Ijósmynd af handhafa líkt og debet- og kreditkort. A skírtcininu eru einnig upplýsingar á ensku sem gera notendum mögulegt að nota það er- lendis. Áður voru örorkuskírteini prentuð og afhent í plasthulstri. Skírteinið veitir sjúkratiy'ggðum einstaklingum sem metnir eru til 75% örorku eða meira afslátt af læknis- og lyfjakostnaði samkvæmt lögum um almannatryggingar. Skírteinið er gjaldfrítt í upphafi og við endurmat örorku en ef það glatast þarf að greiða lágmarksupphæð fyrir endurnýjun. - BÞ Útifimditr vegna Palestínu Frá útifundinum á taugardag. Mynd: ófnir Á laugardaginn hélt félagið Ísland-Palcstína útifund á Austurvelli vegna ástandsins í Palestínu. Var sérstaklega minnst þeirra barna og fullorðinna sem fallið hafa fyrir byssukúlum Israelshers í Palestínu undanfarnar tíu vikur. Auk þess var lögð áhersla á réttmætar kröfur palesti'nsku þjóðarinnar um sjálfstæöi og mannréttindi sem leitt geta til friðar. Á staðnum var haldin neyðarsöfnun vegna kaupa á sjúkra- vörum til Palestínu og söfnuðust tugþúsundir króna auk þess sem fjölmargir einstaklingar gengu til liðs við félagið að sögn Sveins Rún- ars Haukssonar, formanns félagsins. Ávörp fluttu Sveinn Rúnar Hauksson formaður félagsins, Steingrímur Hermannsson fv. forsæt- isráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og séra Þorbjörn Hlynur Árnason. - GJ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.