Dagur - 12.12.2000, Page 6

Dagur - 12.12.2000, Page 6
6 - I’HIDJVDAGU K 12. DESEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL Dj|«twr Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson RitStjÓri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK S/mar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYKJAVÍK) Davíð og ðssur í fyrsta lagi Síðustu vikur hefur komið til skarpra orðaskipta á milli Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Hvöss en málefnaleg gagnrýni Össurar á slaka frammistöðu forsætisráðherra í málum sem undir hann heyra hefur vakið athygli. Þetta á við um hættu- merki í efnahagsmálum og eftirlitslausar framkvæmdir við Þjóðmenningarhús. Össur hefur réttilega lagt áherslu á að Davíð ber ábyrgð á því að kostnaður við þessar framkvæmdir fór gjörsamlega úr böndum. í ððru lagi Skýrt kemur fram í skýrslu sem ríkisendurskoðun samdi og reynt var að halda leyndri, að forsætisráðuneytið skipaði stjórn Þjóðmenningarhúss að senda ráðuneytinu skýrslu á hverju ári um stöðu verksins. Ríkisendurskoðun telur einsýnt að árleg skýrsla hefði mátt koma í veg fyrir stjórnlausa peningaeyðslu. En engin slík skýrsla var gerð. Hvers vegna? Ríkisendurskoðun segir: „Forsætisráðuneytið kallaði ekki eftir þessum upplýsing- um á verktímanum, sem það sjálft hafði ákveðið að ættu að vera fyrir hendi.“ Þess vegna kom það Ijárveitingarvaldinu í opna skjöldu eftirá að framkvæmdirnar kostuðu tvöfalda þá fjárhæð sem Alþingi hafði veitt til þeirra. Abyrgðin á því stjórn- leysi hvílir á herðum Davíðs. í þriðja lagi Forsætisráðherra getur ekki leynt pirringi sínum yfir því að ein- hver stjórnarandstæðinga skuli dirfast að standa uppi í hárinu á honum. Davíð Oddsson hefur um langt árabil verið forsætis- ráðherra og einráður í sínum flokki. Auðvitað hefur hann gert ýmislegt vel á þessu Ianga valdaskeiði, en mistökin eru einnig mörg. Það er skylda minnihlutans á Alþingi að gagnrýna það sem miður fer við stjórn landsins. Mörgum hefur fundist að stjórnarandstaðan hafi veigrað sér við að gagnrýna forsætisráð- herra. Þess vegna ber að fagna því að formaður Samfylkingar- innar hefur nú átt frumkvæði að því að veita þeim manni, sem mestu völdin hefur, öflugt aðhald. Ekki veitir af. Elías Snæland Jónsson Nýtt fyrir hjon Upp á síðkastið hafa verið sagðar fréttir af sögulegum uppákomum í flugvélum á leið frá Islandi til útlanda. Hjón eða pör hafa verið þar í aðal- hlutverkum og látið öllum ill- um látum, ýmist látið dólgs- Iega við flugfreyjur og flug- þjóna, eða gert sér leik að því að reykja í farþegarými og á klósettum - en hvort tveggja er sem kunnugt er svo stranglega bannað að það flokkast sem stórglæpur. Garri hefur séð fyrir sér að fólkið sem komið hefur við þessar sögur sé í raun ósköp venulegir íslend- ingar, sem eru að lyfta sér að- eins upp í skammdeg- inu með því að fara í skreppitúr til útlanda. Gallinn er hins vegar sá að þegar uppsafnað stress og spenna er orðin mikil, þá er hætt við að hún brjótist út með ein- hverjum hætti í miðju fluginu, sérstaklega þegar menn byrja á því að fá sér einn, tvo eða þrjá gráa í fríhöfninni í Keflavík uppúr kl. 06:00 að morgni. Ekkinýtt Dólgslegir Islendingar í flug- vélum eru síður en svo nýtt fyrirbæri og Garri minnist þess varla að hafa flogið til eða frá landinu án þess að í vélinni hafi verið að minnsta kosti nokkrir fjallhressir landar, einkum karlmenn en líka ein og ein kona, sem hafa hátt og telja sig þurfa að ræða málin við samferðamenn sfna. Alla- jafna hafa þessir ferðamenn þó haldið sig að mestu í sætum sínum og látið sér nægja klípa flugfreyjurnar í bossann eða þá að senda þeim vísukorn, jafn- vel með pínulítið dónalegu ívafi. En nú er semsé öldin önnur og það eru ekki lengur fullir karlar sem verða sér til V skammar í flugvélunum heldur virðist þetta orðið meira svona hjónastúss og jafnvel þannig að kunningjahjón eða fólk tengt venslaböndum ákveður að lyfta sér svolítið upp með því að setja allt á annan end- ann í flugvélum. Garri telur miklar líkur á að þarna sér á ferðinni ný leið til að styrkja þreytt hjónabönd - ein af þess- um aðferðum þar sem fólk fer út í að gera óvenjulega hluti saman til að öðlast sameigin- legan reynsluheim, sem síðan bindur þau saman með sterk- ari hætti en áður Benslabönd Enn hefur h'tið frést af því hvort þetta er góð leið til að efla og styrkja hjónabönd eða þá hin ýmsu vensla- bönd. Hitt er ljóst að nú virðast flugfélögin vera að íhuga að koma til Iiðs við þessa hjónabands- og venslamanna meðferð, með því að innleiða svokölluð benslabönd sem lögð verða á dólgslega farþega í fluginu. Benslabönd munu vera ákveðin tegund hand- járna, úr plasti, sem sam- kvæmt frétt Dags um helgina eiga að auðvelda flugliðum mjög starf þeirra um borð. Hjónafólk eða pör sem komin eru um borð f flugvélar til að láta öllum illum Iátum og lenda í sameiginlegri lífs- reynslu til að auka sameigin- legan reynsluheim sinn munu þannig fá viðbótarbindingu sem líkleg er til að styrkja enn samband þeirra. Þarna er á ferðinni nýr vaxtarbroddur hjá flugfélögunum, sem eflaust munu fljótlega bjóða upp á verlunarferðir til Dublin eða Glasgow með benslabandi - til að styrkja hjónabandið. GARRl JÓHANNES SIGURJÓNS SON skrifar Það ríkir góðæri á Islandi. Þetta er ómótmælanleg staðreynd því Davíð hefur sjálfur margoft lýst þessu yfir og „annar eins maður og Oliver Lodge/ fer ekki með neina lygi“. Og svo sem ýmislegt skýtur stoðum undir fullyrðingar um ríkjandi góðærí. Þannig eyða menn og spenna sem aldrei fyrr í aðdraganda jóla og ekki síst í jólaljós af margvfslegu tagi. En kannski eru margir bara að fjárfesta í skammlífu og hverfulu Ijósi í myrkri hins meinta góðær- is og það er auðvitað þekkt að það er hægt að eyða og spenna af litlum eða engum efnum. Og það eru vfsast ýmsir að gera þessa dagana og hrinda um leið frá sér þungum þönkum um yfir- vofandi greiðslukortagjalddag- ann á nýju ári. „Neikvæðar“ fréttir? Góðærið er sem sé kannski ekki allra, þrátt fyrir sannferðugar yf- Gengisfelling á góðærinu? irlýsingar Davíðs þar um. Og ýmsar blikur á lofti. Eins og fram kemur í fréttum á degi hverjum. Það nægir t.d. að fletta síðustu tveim töluhlöðum Dags til að komast að raun um það. Þar birtist m.a. nýjasti kafl- inn í sögunni endalausu um kennarverkfall- ið. Greint er frá ástandinu á Bol- ungarvík eftir hrun stærsta at- vinnurekandans í plássinu. Fjall- að er um neyðarástand í hús- næðismálum lágtekjufólks. Sagt er frá mótmælum ASI vegna aukinna álagna á launafólk. Fyrrverandi landlæknir segir að aldraðir leiti nú skjóls 1' útlönd- um vegna ástandsins heimafyrir. Fram kemur að sjómenn séu farnir að vígbúast og afla sér verkfallsheimilda. Meirihluti þjóðarinnar er svartsýnn á verð- mæti íslenskrar erfðagreiningar. Grundvöllur kjarasamninga sem undiritaðir voru s.l. vor er brost- inn og spáð er logandi vinnu- markaði í febrú- ar. Pörupiltar stela perum. Og svo mætti Iengi telja á sömu nótum. Dagur eða Davíð? Dagblaðið Dagur ber sem sé góðærinu ekki fagurt vitni þessa dagana og gengur heldur slælega fram í því að staðfesta yfirlýsing- ar Davíðs þar um. Spurningin er því bara hvort meira sé að marka Dag eða Davíð? Er Dagur, eins og svo margir fjölmiðlar, fýrst og fremst í neikvæðu fréttunum og horfir fram hjá öllum jákvæðum og uppbyggilegum fréttum sem blása mönnum bjartsýni í brjóst og auka trú þeirra á yfirlýstu góðæri? Eru Dagur og aðrir fjöl- miðlar í því alla daga, vísvitandi eða óafvitandi, að reyna að geng- isfella góðærið? Eða endurspegl- ar sú mynd sem Dagur dregur upp raunverulegt ástand í þjóð- félaginu? Er góðæriskeisarinn ef til vill ekki í neiitu? Því verður auðvitað hver og einn að svara fyrir sig. Hagtölur mán- aðarins mæla nefnilega ekki stöðu og líðan þolenda í góðæri eða hallæri, sem stundum virðist reyndar vera sama fyrirbærið. Ef marka má annars vegar yfirlýs- ingar ráðamanna og hins vegar raunveruleikann eins og hann birtist lýðnum. Er rétt að selja Lands- símann í heilu lagi? Eyþúr Amalds forstjóri íslandssfmi. „Því fylgir áhætta að einkavæða einokun, en Sím- inn er eina fyrir- tækið með gagna- flutning milli margra byggðar- laga. Samkeppni er í raun eina raunhæfa Ieiðin til þess að lækka símakostnað á Is- landi til frambúðar, eins og sannast hefur með tilkomu nýrra símafyrirtækja. En áður en að einkavæðingu kemur er mikil- vægt að tryggja eftirlit Fjar- skiptastofnunar og Samkeppnis- stofnunar, svo jafnræðis sé gætt.“ Einar Már Sigurðsson þingniaðmSamJylkingar. „Það er kolröng stefna. Grunn- netið er hluti af samfélagsþjón- ustu og h'king á þjóðvegi á vel við. I lagi er að selja samkeppnisrekst- urinn og ef við höldum okkur áfram við líkingamál eru sfma- fyrirtæki í dag líkust bílaumboð- um - og símnotendur bíleigend- um. Allt bendir til að ríkisstjórn- in sé að klúðra málinu, líklegt er að við fáum minna fyrir Símann í heild nú við hefðum fengið fyr- ir samkeppnishluta hans fýrir ári - því nú er verðfall á fjarskipta- fyrirtækum um allan heirn." Þórólfur Ámason forstj'óri Tals hf. “Á málinu eru tvær hliðar. Verði fyrirtækið selt í heilu lagi verður það væntanlega mjög markaðs- drifið og dreifi- kerfið byggt upp með nýjustu þarfir og tækni í huga. Ef kerfið er skilið undan er hætta á að til yrði fýrirtæki sem hefði ekki mikla markaðsteng- ingu og erfitt yrði að fá starfsfólk til þess. Því þarf verðlagning grunnþjónustu verði undir eftir- liti sterkrar Póst og fjarskipta- stofnunar, þannig að þeim sem eru í samkeppni við Símann sé tryggð eðlilcg aðkoma að grunn- netinu. Það er erfitt tæknilega að skilja að grunnnet og sam- keppnisrekstur, burðarnet t.d. farsímakerfisins er samofið því.“ Kristiiui H. Gunnarsson þingmaðurFramsólmarflokks. „Það er í athugun og ákvörðun þar um ræðst af því hvernig tekst að tryggja verðlagn- ingu, þjónustustig um land allt og notkun kerfisins, en dreifikerfið er svo afkastamik- ið að önnur fyrirtæki þurfa í raun ekki að byggja upp eigin Ijósleið- arakerfi. Fjárfestingar þeirra þarna, sem nema milljörðum kr, eru að miklu leyti óþarfar. Því er nauðsyn að skapa það traust að önnur fyrirtæki nýti sér það kerfi sem Síminn hefur byggt upp.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.