Dagur - 12.12.2000, Side 7

Dagur - 12.12.2000, Side 7
ÞKIDJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 - 7 ÞJÓDMÁL Á að vemda náttur- Ða^tr. Nú er sennilega að fara í gang áróður gegn Kárahnjúkavirkjun eins og raunar boðað var þegar hætt var við Eyjabakkavirkjun. Rökin eða rakaleysið gegn þessari virkjun eru svipuð og alltaf áður: hræðsluáróður á grundvelli böl- sýninnar, óttans við það óþekkta, óttans við framtíðina, óttans við ímyndun sína, Það óþekkta hlýtur að vera illt og því hlýtur framtíðin að vera ógnin sjálf nema „ég“ fái að ráða? Ef allur þessi ótti ætti nú við rök að styðjast. Þvflík ógn! Er það ekki eitthvað svona sem orðið ógn- arstjórn felur í sér. Þetta minnir helst á „kallinn á kassanum" sem boðaði heimsendi einhvern næstu daga, þó á öðrum forsendum. Sá hópur manna sem kallast náttúruverndunarsinnar óttast nú t.d. moldrok úr Iónsbotninum, það er eitt af þeim hálmstráum sem þeir fálma í þegar traustari rök finnast ekld. Botninn er nefni- lega undir vatninu og vandséð hvernig moldrok getur myndast þar. Þó fyrir geti komið að la'kki svo í lóninu að eitthvað af botnin- um kæmi uppúr þá væri það \dð þær aðstæður að ekki þyrfti að ótt- ast moldrok. Það væri þá helst að vetrinum þegar orkunotkun er mest og þá er minnst rennsli í lón- ið þar sem allt yfirborðsvatn er frosið, en þá er lónsbotninn Iíka frosinn eða undir snjó. Svo það er bókstaflcga engin hætta á mold- roki úr lónsbotninum. Og þó svo, þá er alltaf meira eða minna mold- rok þó það sjáist ekki nema þegar mjög hvasst er. Jarðvegsfok er að- ferð náttúrunnar til að jafna land- ið. Fjöll og klettar molna niður „Nú er sennilega að fara í gang áróður gegn Kárahnjúkavirkjun eins og raunar boðað var þegar hætt var við Eyja- bakkavirkjun, “ segir greinarhöfundur m.a. í grein sinni. Myndin er af Kárhnúkasvæðinu. smátt og smátt og vindurinn er notaður til að flvtja efnið til. Allt sem fykur sest til þar sem skjól er: sandurinn og moldin setjast til í lautum og holum og í votlendi. Þannig „holufyIIast“ hraunbreið- urnar og grundvöllur myndast fyr- ir jarðveg og gróður framtíðarinn- ar. Að hefta jarðvegsfok er þannig í mótstöðu við náttúruna, en ekki til hjálpar henni, enda er fokjarð- vegur langstærsta jarðvegstegund- in á íslandi. Náttúran hefur ekki endilega sömu markmið og menn- irnir, í skammsýni sinni. Þó er ekki verið að amast við uppgræðslu hér, en það verður að gerast á rétt- um forsendum. Maðurinn þarf oft að raska náttúrunni í einhverjum smáatriðum til að lifa sjálfur. Gegnsæi Að tala um gegnsæi jökulvatns er beinlínis út í hött. Jafnvel tært bergvatn er ekki gegnsætt nema þar sem það er allra gryn nst. Minnsta hreyfing á yfirborði stöðuvatns gerir það ógegnsætt enda vandséð hvaða þýðingu það hefur að vatn sé gegnsætt yfirleitt. Framhiirðiii Náttúran leitast jafnan við að jafna yfirborð landsins enda þótt hún sjálf hafi valdið því hversu mis- hæðótt það er. Vindurinn er það flutningstæki sem flytur hin léttari og fíngerðari efni af einum stað á annan eins og lyrr segir. Vatnið tekur hins vegar við þegar vindork- an nægir ekki. Ár og lækir hafa grafið gil og gljúfur í brattar hlíðar ljallanna og skolað efninu niður í ána í dalbotninum, sem ber það áfram alla leið niður á jafnsléttuna og sumt alla leið til sjávar. Fram- burður vatnsfallanna fellur til á öllu vatnasvæðinu. Minnst af honum kemur frá upptökunum eða undan jöklunum. Líklega í svipuðum hlutföllum og vatnið sjálft. Framburður vatnanna sest til eftir því sem straumþungi er minni, lyrst það grófasta, síðan hitt, aðeins það fíngaerðasta berst alla Ieið til sjávar. Aðeins sá framburður sem myndast fyrir ofan stífluna sest til í lóninu. Því er augljóst að verði Jökulsá á Dal virkjuð \’ið Kára- hnjúka og vatninu veitt yfir í Jök- Hítastig Eitt af því sem menn óttast við þessi virkjunaráform er það að aukning jökulvatns í Lagarfljóti mundi leiða til þess að loftslag á Fljótsdalshéraði kólni vegna þess hve jökulvatn er kalt. Þetta er ástæðulaus ótti vegna þess að vatnið hlýnar við að standa í uppi- stöðulóni. Stöðuvatn er alltaf hlýr- ra en straumvatn. Þar að auki hlýnar vatnið nokkuð við núning- inn þegar það þrýstist gegnum jarðgöngin en þó hlýnar það lík- Iega mest við þrýstinginn sjálfan. Allir \dta að þrýstingur mvmdar hita. Þar sem Jökulsá í Fljótsdal verður líka tekin í jarðgöng verður niðurstaðan sú að Lagarfljót verð- ur hlýrra eftir en áður með tilsvar- andi áhrifum á loftslag svæðisins. Þetta er enda reynslan t.d. af Blönduvirkjun. Blanda er mun hlýrri nú en hún var áður að sögn vatnamælinga- manna, og reyndar sjá bændur á því svæði nokkurn mun að ýmsu leyti, t.d. hefur fiskgengd í Blöndu aukist. Það er nú þegar búið að reisa fjölmargar stórvirkjanir á íslandi og ekki sjáanlegt að nein þeirra hafi skaðað náttúruna á neinn hátt. Grasið grær eins og það hef- ur alltaf gert , fuglarnir syngja og una glaðir við sitt og mannlífið hefur aldrei verið auðveldara en nú, einmitt að sínu leyti vegna þessara virkjunarframkvæmda, sem hafa malað okkur gull og bætt þannig lífskjör í landinu. Þó heim- ta menn jafnan enn hetri lífskjör og það er eðlilegt, en það verður eitthvað undan að láta til að upp- lýlla þær kröfur. sér? ulsá í Fljótsdal og Lagarfljót þá ber það engan framburð með sér þangað. Liturinn á jökulvatni staf- ar af uppleystum efnum í vatninu og þau uppleystu efni setjast ekki til. Þess vegna er t.d. Lögurinn mórauður þó þar sé ekkert botnfall enda er hann yfir 130 m djúpur. una gegn sjálM PÉTUR GUÐVARÐARSON SKRIFAR STJÓRNMÁL Á NETINU Sjálfstæðisflokkurinn hættur að skaffa „Efnahagsmálin eru að fara úr böndunum hjá ríkisstjórninni. Ný áætlun Þjóðhagstolnunar er mik- ið áfall en hún spáir vaxandi verð- bólgu. Mistök ríkisstjórnarinar voru að grípa ekki í taumana á síðasta ári með ströngum aðgerð- um í ríkisfjármálum og fylgja þéitn eftir með aðhaldi gagnvart stofnunum á þessu ári. Þá hefðu aðgerðir Seðlabankans í peninga- málum átt að koma fyrr og hefðu ekki þurft að vera eins örvænting- arfullar og raunin hefur verið í ár,“ segir Ágúst Einarsson, vara- þingmaður, á vefsíðu sinni. Og hann segir ennfremur: „Afleiðingarnar blasa við. Aukin verðbólga, nijög háir vextir, mikill viðskiptahalli, minnkandi kaup- máttur og þrengri staða heimila og fvrirtækja. Það lýsir ábýrgðarleysi hjá for- sætisráðherra að grafa höfuðið í sandinn að hætti strútsins og neita að viðurkenna að árangur marga ára getur fokið út í veður og vind ef ekki er sýnd aðgæsla í efnahagsmálum. Það er áberandi að for\'sta framsóknar talar ekki af jafnmiklu kæruleysi og sjálfstæð- ismenn. Líkurnar á því að þessi stjórn haldi áfram eftir næstu kosningar eru hverfandi. Ef framsókn vill ekki og lengi hefur legið fyrir að Samfylkingin hyggur ekki á stjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- flokknum þá eru einungis vinstri- grænir eftir sem samstarfsaðilar Sjálfstæðisfiokksins. Það er hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að líta slíkt hýru auga. Sjálfstæðismenn og vinstri- grænir gætu sameinast í rílds- stjórn um óbreytt ástand. Þá væru komnir saman þeir flokkar sem vilja almennt minnstar breytingar og andstaðan við ESB bindur Davíð, Steingrím og Ogmund ágætlega saman. Ekki er víst að öllum kjósendum vinstri-grænna hugnist slíkt samstarf en þessi möguleiki er líklegastur nema Samfylkingunni takist ætlunar- verk sitt að verða það sterk að hún verði það forystuafl sem Ieysir Sjálfstæðisflokkinn af hólmi við ríksstjórnarmyndun. Það er ekki einungis í efnahagsmálum sem hallar undir fæti hjá sjálfstæðis- mönnum. Þeir hafa algerlega brugðist í því að ná lendingu í deilunni við kennara, það stefnir í uppsögn kjarasamninga á al- mennum markaði í febrúar, hörð andstaða er hjá öldruðum og ör- vrkjum, ungt fólk finnur ekki úr- lausn í stöðnuðu menntakerfi Sjálfstæðisflokksins og tekjur heimilanna dragast saman. Sjáll- stæðisflokkurinn er hættur að skaffa og þá eru ckki margar ástæður eftir fyrir því að kjósa hann." Fatlaðir borga brúsaiui „Framlög í Framkvæmdasjóð fatl- aðra hala verið skert um 1800 milljónir kr. síðan árið 1995 að meðtöldu næsta ári, með þeim af- leiðingum að húsnæðismál fatl- aðra eru komin í algjört óelni. Fé- lagsmálaráðherra lofaði nú um helgina að eyða biðlistum í hús- næðismálum fatlaðra á næstu 5 árum. Það loforð ætlar ráðherr- ann greinilega að efna með því að Iáta fatlaða sjálfa bera uppi meg- inþungann af rekstrinum með leigugreiðslum t.d. á sambýlum fyrir fatlaða. Þetta er grundvallar- breyting á rekstri stofnana latl- aðra, scm gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir kjör og þjónustu við fatlaða í framtíðinni. Félagsmálaráðherra sem stóð fý'rir þessari skerðingu boðar nú að hann ætli að eyða löngum biðlistum fatlaðs fólks eftir hús- næði eins og sambýlum. Og hverj- ir eiga borga, svo þessi loforð ráð- herrans komi til framkvæmda. Fatlaðir sjálfir eiga að mestu að standa undir þessu með leigu- greiðslum, en flestir þeir scm húa á sambýlum og vislheimilum greiða enga leigu nú. Auknar leigugreiðslur á fatlaða og þroska- hefta munu nema um 220 millj- ónum á ári þegar þessi loforð ráð- herrans eru að fullu komin til framkvæmda. Á móti er aðeins gert ráð lýrir að um 40 milljónir komi til fatlaðra í húsaleigubót- um. Það sést best hvc loforð félags- málaráðherra er sýndarmennskan ein, því ráðherrann sagði þvert nei við því á Alþingi að hann ætl- aði að beita sér fvrir viðbó.tarfram- lagi nú við Ijárlagaafgreiðsluna vegna þessa samnings sem hann gerði um helgina við Oryrkja- bandalagið.”

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.