Dagur


Dagur - 12.12.2000, Qupperneq 12

Dagur - 12.12.2000, Qupperneq 12
I 12- ÞRIÐJUDAGUR 1 2 . D E S E M II E R 2000 FRÉTTASKÝRING Ur brunarúst í loðnuvmnslu BBE GUÐMUNDUK r RUNAR HEIÐARS SON SKRIFAR Tjón á aimaii milljarö í bruna ísfélagsins. Áfall fyrir Eyjar. Uppbygging miðast viö loðnuvertíð. Eldsupptök ókunn. Byrjað var í gær að kanna orsakir þess að eldur kviknaði í Isfélagi Vestmannaeyja sl. laugardags- kvöld en þá um morguninn lauk sökkvistarfi eftir 33 tíma törn. Þótt rafmagn kunni að vera þar einhver orsakavaldur er ekkert útilokað í þeim efnum m.a. fkveikja. Sérfræðíngar frá Brunamála- stofnun og Tryggingamiðstöðinni könnuðu vegsummerki á bruna- stað í gær auk rannsóknarlög- reglumanna. Talið er að tjónið geti numið hátt á annan milljarð króna en engin slys urðu á fólki. Þetta er einn mesti eldsvoði árs- ins til þessa og er mikið áfall lyr- ir atvinnulífið og afkomu fjölda manns í Eyjum. Hins vegar var lsfélagið vel tryggt hjá Trygginga- miðstöðinni. A sameiginlegum fundi forráðamanna ísfélagsins með starfsfólki í gær kom fram að margir munu fá vinnu við hreins- un og þrif auk þess sem stefnt sé að því að byggja fyrirtækið uppá ný svo það geti að minnsta kosti tekið þátt í næstu loðnuvertíð. Úr hugvekju í víti Agætis veður og Iogn var í Eyjum þegar slökkviliðinu varst tilkynn- ing um að eldur væri laus í Isfé- laginu um klukkan 22 sl. laugar- dagskvöld þegar flestir höfðu það náðugt heima hjá sér. Nokkru áður hefðu menn átt þar leið um og orðið einskis varir. Þegar kallið kom var Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri ásamt fleirum á Kiwanisfundi að hlýða á jólahugvekju hjá sr. Báru Friðriksdóttur. Hinn sóknarprest- urinn var þá rétt ókominn til Eyja frá Flórida. Guðný Oskarsdóttir formaður Verkakvennafélagsins Snótar sagðist hafa litið út um glugga heima hjá sér þegar hún heyrði í brunalúðrum. Þá hefði hún séð svartan mökk stíga til himins. Hún hefði þá strax haft á orði að kviknað væri í Isfélaginu en því hefði enginn trúað f fyrstu. Siiniir grétu Hún sagði að það hefði verið al- veg hörmung að horfa á þetta og nánast eins og verið væri að slíta úr henni hjartað. Hún segir að það hefði verið alveg rosalega erfitt að horfa á vinnustaðinn verða eldinum að bráð. Það hefði líka haft mikil áhrif á aðra Eyja- menn og sumir hefðu grátið þar sem þeir horfðu á bálið á vett- vangi. Hún sagði að flestir væru búnir að komast yfir erfiðasta hjallann og því reynir fólk að vera jákvætt og styðja hvert annað. Bitnar mest á konum A annað hundrað manns þar sem konur eru í meirihluta unnu hjá fyrirtækinu sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. A sfðasta ári nam velta þess um 2,6 milljörðum króna en það gerir út fjögur loðnuskip og tvö botnfisk- vciðiskip og á um 6 þúsund tonna þorskígildiskvóta. Þeir bjartsýn- ustu í Eyjum binda vonir við að hægt verði að hefja loðnuvinnslu í fyrirtækinu þegar vertíð hefst í byrjun næsta árs, en húsnæði undir uppsjávarfiskvinnslu slapp við eldinn að undanskildum reyk og sóti. Hins vegar brann hús- næði botnfiskvinnslunnar til kaldra kola og óvíst hvcnær vinnsla hefst þar á ný. Margt óljóst Þær raddir hafa þó heyrst sem óttast að eldsvoðinn kunni að hafa þó áhrif að eitthvað af starf- semi Isfélagsins verði færð frá Eyjurn. Þeir hinir sömu segjast þó ekki vilja trúa því fyrr en á reynir þótt menn séu orönir ýmsu vanir þegar kvótakerfið og hagræðing innan þess sé annars vegar. Þá er óvíst hvort bruninn og afleiðingar hans muni hleypa einhverju nýju lífi í sameiningarviðræður félags- ins við Vinnslustöðina. Þær við- ræður sigldu í strand sem kunn- ugt er í haust sem leið. Fjölskylda Sigurðar Einarssonar f.v. forstjóra fyrirtækisins, sem lést sl. haust á ríflega 80% í Isfélaginu. Alveg hryllilegt Hörður Óskarsson fjármálastjóri ísfélagsins sagði í gær að menn væru að skoða aðstæður og meta hvernig hægt sé að fara í hlutina í framhaldi af því. Þegar Dagur hafði samband við hann í gær var hann staddur í miðjum rústunum og sagði að aðkoman væri alveg hryllileg. Sjálfur fylgdist hann með slökkvistarfinu á vettvangi eins og aðrir heimamenn. Hann sagði að stjórn félagsins hefði ekki komið saman til að ræða um framtíð fyrirtækisins nema óformlega til að ráða ráðum sín- um. Því sé lítið vitað hvert fram- haldið verður þótt það kunni hugsanlega að skýrast á næstu dögu m. Óveruleg rafmagnsnotkun Ráðgert var að byrja einhverja hreinsun í gær á þeim hlutum sem heillegastir eru. Þá er mikil vinna framundan við að moka því öllu út sem er skemmt og það er gríöarlega mikið. Hann sagðist ekki alveg átta sig á því hversu mikið sé skemmt af 12-14 þús- und fermetra húsnæði félagsins. Engu að síður sé allur austurhluti hússins skemmdur en vesturhlut- inn hefði sloppið. Af þeim sökum sé vinnslustaöurinn fyrir uppsjáv- arfisk, þ.e. loðnu og síld nánast óskemmdur fyrir utan rcyk og sót að undanskildum frystitækjun- um. Þau eru ónýt. Hann segir ómögulegt að geta sér til um orsakir brunans. I það minnsta hefði verið óveruleg raf- magnsnoktun í því húsnæði sem talið er að eldurinn hafi átt upp- tök sín. Þar hefðu engir raf- magnsblásarar verið í notkun né heldur verið að hlaða þar raf- magni á lyftara heldur aðeins Ijósalýsing. Horft til loðnuvertíðar Hann sagist engu vilja svara um það hvort bruninn kunni hugsan- lega að hafa einhver áhrif á það að þráðurinn verði tekinn uppá ný í sameiningarviðræðum við Vinnslustöðina. Þaðan af síður sé ekki búið að taka neina ákvörðun um hvert framhaldið verður í starfsemi fyrirtækisins. Hins veg- ar sé verið að að huga að því hvort möguleiki sé á því að korna upp frystibúnaði til að hægt verði að frysta loönu og síld og þá aðal- Iega loðnu í febrúar og mars n.k. Hann segir að um fátt annað verði hugsað næstu dagana. Þótt engir fyrirframsamningar liggi fyrir um sölu á loðnuafurðum hefur fyrirtækið haft trausta kaupendur að þeirn í Japan. Fjármálastjórinn segir að menn munu reyna allt sem hægt sé til að geta verið með á loðnuvertíö- inni. Aðspurður hvað loðnan sé mikill hluti af heildarveltu fyrir- tækisins segir hann að það sé mjög sveiflukennt á rnilli ára. Sent dæmi nefnir hann að á einni vertíð sé kannski verið að frysta um fimm þúsund tonn af loönu og svo annað árið kannski um eitt þúsund tonn og verðið í öllum út- gáfum. Hins vegar hefur bruninn engin áhrif á útgerðina né bræðsluna. Um 500-600 tonn af afurðum voru í frystiklcfum fyrir- tækisins. Það er nokkuð mikið miðað við árstíma. Ástæðan fyrir því er m.a. að veriö var að frysta síld og unninn botnfisk dagana áður en kviknaði í. Óvíst er hver- su mikið af birgðunum er óskemmt. Miðstöð í Alþýðuhúsinu HúsfyTlir var í gærmorgun þegar starfsmenn ísfélagsins mættu í Alþýðuhúsið í Eyjum þar sem stéttarfélagið Drífandi og fyrir- tækið hafa komið upp miðstöð. Þar kemur fólkið saman og fær nýjustu upplýsingar um framtíð sína og fyrirtækisins. Á sl. laugar- dag var t.d. haldinn stofnfundur stéttarfélags þar sem Verkalýðsfé- lag Vestmannaeyja og Verka- kvennafélagið Snót voru samein- uð í Drífanda. Nýja félagið tekur formlega til starfa á næsta ári en félögin hafa haft sameignlega skrifstofu frá því í sumar. Samstaða Guðný Óskarsdóttir formaður Verkakvennafélagsins Snótar seg- ir að menn hefðu spjallað sarnan og reynt að létta lundina hjá hverjum einum eftir þetta milda áfall sem bruninn hefði haft á starfsmenn. Meðal annars hefðu prestar Eyjamanna verið á staðn- um auk fulltrúa frá Rauða kross- inum. Gert er ráð l’yrir að mið- stöðin í Alþýðuhúsinu verði starf- rækt út vikuna. Þá er ætlunin að bjóða uppá sameiginlegar göngu- ferðir næstu morgna. Guðný scg- ir að Eyjamenn séu ekki óvanir því aö standa saman og hjálpast að þegar á móti blæs og svo verði ein- nig eftir brunann. Við þessa rekstrarstöðvun dett- ur allt starfsfólkið út af launaskrá og því þarf það að skrá sig á at- vinnuleysiskrá. Fyrir brunann voru um 50 manns á atvinnuleysi- skrá í Eyjum og því ekki mikið um önnur atvinnutækifæri þar að bafa fyrir fiskvinnslufólk. Hins vegar munu einhverjir fái vinnu við þrif og hreinsun. Það er hins vegar óvíst hversu margir fá vinnu við það og hvenær hún hefst að einhverju marki. Tekjutap Guðný segir að fólk verði fyrir töluverðu tekjutapi við það að fara á atvinnuleysiskrá. Sem dæmi nefnir hún að fyrir dagvinnuna hefði fólk verið að fá um 25 þús- und krónur vikulega eftir skatta í laun en lítiö hefur verið um al- menna yfirvinnu. Á atvinnuleysis- bótum fær t.d. kona með tvö börn undir 10 ára um 37 þúsund krón- ur eftir skatta á hálfsmánaðar- fresti. Það segir sig því sjálft að þarna munar töluverðu og það í jólamánuðinum sem allajafna er sá dýrasti hjá nær sérhverri fjöl- skyldu. Þá séu einnig ófá dænti um að margir úr sömu fjölskyld- unni hafi unniö hjá fyrirtækinu. Það sé þó smá huggun í því að við- búiö sé að flestir karlanir muni fá vinnu við hreinsúnina og við væntanlega uppbyggingu. Stærsti eldsvoðinn Elías Baldvinsson slökkviliðsstjóri segir að þegar hann og hátt í 30 aðrir slökkviliðsmenn komu á staðinn hefði eldurinn staðið upp- úr þakinu á nyrstu byggingu Isfé- lagsins þar eldurinn virðist hafa átt upptök sín. Síðan hefðu kontið 1 I liðsmenn frá Slökkviliði Reykjavíkur til liðs við Eyjamenn með Gæsluþyrlunni. Auk þess hefðu félagar úr björgunarsveitum heimamanna unnið með slökkvi- liðinu. Hann segir aö þetta sé stærsti eldsvoði sem hann hefur þurft að glíma við í Eyjum. Þá bendir ekkert til þess að neitt hafi farið úrskeiðis við slökkvistarfið sem gekk eftir atvikum. MiMH eldsmatur Slökkviliðsstjórinn segir að eldur- inn hafi strax verið svo gífurlega mikill að nienn hefðu ekki haft roð í haíin til að byrja með. Skipti þá litlu þótt dælt hefði verið 10 - 1 1 þúsund lítrum af vatni á eld- hafið á hverri mínútu. Fyrir utan eigin búnað voru fengin tæki frá Flugmálastjórn frá Vestmanna- evjaflugvelli og einnig var notast við búnað frá hafnsögubátnum. Elías segir að mikill eldsmatur hefði verið í því húsi sem eldurinn kom uppí og m.a. plastkörum og hátt til lofts. Þá hefðu menn orð- ið að var mjög varlega við slökkvi- starfið þar sem menn voru að glírna við eklinn uppá þaki. Auk þess var um tíma hæíta á að amm- oníaks-gcymar gælu sprungið. Þegar mesti eldsmaturinn var bú- inn hefði eldurinn gefið sig í glím- unni \að slökkviliðið. Eldvamarveggir héldu Hann segir að eldvarnir hafi verið nokkuð góðar hjá Isfélaginu og m.a. hefði húsið sem eldurinn kom uppí verið hyggt um 1978. Þá hefðu cldvarnarveggir haldið sem hefðu bjargað því sem bjarg- að varð með aðstoð slökkviliðsins. Hins vegar sé þ\ í að leyna að búið var að gera göt í veggi fyrir Ieiðsl- ur og færibönd og annað þvíum- líkt. Hann segir að þótt hann sem starfsmaður eldvarnaeftirlitsins hefðu gcrt athugasemdir við sitt Iítið af hverju í eldvörnum félags- ins þá telur hann að þær hafi ekki verið neitt sérlega alvarlegt. Samfélagið að leiðarljósi Eyjamaðurinn og þingmaður Samfylkingar í Suðurlandskjör- dæmi, Lúðvík Bergvinsson segist ekki trúa öðru en að fyrirtækið verði byggt uppá ný með samfé- lagið í' Eyjum að leiðarljósi. Víð þessar aðstæður sé það spurning hvort menn velti því fyrir sér hvort Vinnslustöðin og Isfélagið geti hugsanlega náð betri árangri með einhverju auknu samstarfi og uppbyggingu kannski hagað í samræmi við það. Enda sé Isfélag- ið spennandi kostur að eiga sam- starf við. Þótt bruninn sé mikið áfall fyrir fjTÍrtækið og raunar allt samfélag- ið í Eyjum með tilliti til þeirra margfeldisáhrifa sem rekstrar- stöðvun fyrir starfsfólk og alla þá sem skipt hafa við það, vonast Lúð\4k til þess að mönnum beri gæfa til að geta unnið sig úr þess- um erfiðleikum. I því sambandi bendir hann á að menn hafa áður sigrast á áföllum sem yfir þá hafa dunið í Evjum með því að takast á við þau. Færanlegar aHaheimildir Hann minnir á að ein af undir- stöðum ísfélagsins, Hraðfrysti- stöðin hefði brunnið í tvígang. FjTst árið 1950 og síðan hefði húsnæði þess farið undir hraun árið 1973. I uppbyggingarstarfinu við þau áföll hefði umhverfið að vísu verið með öðru sniði en um þessar mundir Þá lágu verðmætin í því að nýta og vinna auðlindina sem er við bæjardyr Eyjamanna. I núverandi kvótakerfi liggja verð- mætin kannski ekki á sama stað heldur fjTst og fremst í aflaheim- ildunum sem auðvclt sé að færa til og vinna annars staðar. Hann vill þó ekki trúa því að óreyndu að eitthverjar slíkar hugmyndir muni koma fram hjá stjórnendum og eigendum Isfélagsins. Bók er best vina Sfeöðið Bókatíðindin Félag íslenskra bókaútgefenda ÞRIDJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 - 13 Giafakort Kringlunnar er rétta gjöfin Gjafakortin fást á þjónustuborðinu á 1. hæð við Nýkaup.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.