Dagur - 12.12.2000, Side 16

Dagur - 12.12.2000, Side 16
16- ÞRIDJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 Fj aHa-Eyvindur í endanlegri gerð Vf^ttr Jón Viðar Jónsson: „Það er talsvert mikið til afhandritum og handritsdrögum frá Jóhanni Sigurjónssyni og margt afþvíhefur ekki verið rannsakað mjög ítarlega." Fjalla-EyvindurJó- hanns Sigurjónssonar, frægasta leikritsem samið hejurverið á ís- lensku, hefur ekkijyrr en nú birst íslenskum lesendum íþeirri mynd sem höfundurinngekk endanlegafrá því á dönsku. Það erjón Við- arjónsson leikhúsfræð- ingursem hejurgengið frá textanum ogfjallar auk þess um tilurð leik- ritsins í ítarlegri ritgerð semfylgirbókinni. Út- gefandi erJPV-forlag. „Ég hef verið að rannsaka hand- rit Jóhanns Sigurjónssonar tals- vert að undanfornu í tengslum við ævisögu hans sem ég er með í undirbúningi." segir Jón Viðar Jónsson, „og fundið ýmislegt sem menn hafa ekki geflð gaum að áður. Það er talsvert mikið til af handritum og handritsdrögum frá honum og margt af því hefur ekki verið rannsakað mjög ítar- lega. Jóhann er náttúrlega það merkilegur maður í okkar bók- mennta- og leiklistarsögu að það er nauðsynlegt að gera honum betri skil en gert hefur verið. Hann er raunverulega fyrsti ís- lendingurinn sem stígur það skref að leggja fyrir sig ritlist í atvinnuskyni. Með sigrum sínum á erlendri grund, fyrst og fremst með Fjalla-Eyvindi, vekur Jóhann auk þess nýja trú hjá leikhúsfólki hér heima. Bæði Fjalla-Eyvindur og Galdra Loftur verða einnig miklir sigrar hér heima hjá Leikfélag- inu, og það vakti trú manna á því að Islendingar gætu haldið uppi listrænu leikhúsi. Það má því segja að Jóhann Sigurjóns- son, og raunar Guðmundur Kamban iika, hafi skipt sköpum fyrir tilurð Þjóðleikhússins," seg- ir Jón Viðar. Eitt af höfiiðverkum íslenskra leikbókmeimta „Það er nú svolítið skrýtið," held- ur hann áfram, „að Fjalla-Ey- vindur hefur aldrei verið gefinn út á íslensku eins og Jóhann Sig- urjónsson gekk síðast frá leikrit- inu, þó það sé eitt af höfuðverk- um íslenskra leikbókmennta. Verkið kom fyrst út á dönsku 1911 og á íslensku 1912. Og þær útgáfur eru nokkurn veginn samhljóða. Síðan gerir Jóhann ýmsar breytingar á texta leikrits- ins áður en það er frumsýnt á Dagmarleikhúsinu í Kaup- mannahöfn vorið 1912, hálfu áru eftir að það kom fyrst út á dönsku. Þær breytingar eru aug- ijóslega gerðar í samráði við leikstjóra og leikara þeirrar sýn- ingar. Þær skila sér inn í seinni útgáfur leiksins á dönsku frá 1913 og 1917, en hafa aldrei komið inn í íslenska útgáfu. Leik- ritið hefur verið prentað á ís- lensku þrisvar sinnum eftir það og þá var alitaf fylgt texta ís- iensku frumútgáfunnar, sem er ekki sá endanlegi frá hendi höf- undar. Það sem gefur þessari útgáfu sérstakt gildi er að þarna er ís- lenski frumtextinn frá 1912 prentaður með og í hann er markað fyrir öllum breytingum sem verða síðan í dönsku útgáf- unni. Þannig að þarna geta menn séð nákvæmlega hvernig ég hef endurskoðað textann. Ég er afskaplega þakklátur forlag- inu fyrir að hafa samþykkt þessa tilhögun, jrví með þessu verður útgáfan miklu nothæfari bæði fyrir leikstjóra sem eru að vinna verkið, og líka kennara og aðra sem eru að grúska í þessu,“ seg- ir Jón Viðar. Stelsýkin tekin burt Hinn endurskoðaði texti leikrits- ins er um það bil 15 blaðsíðum styttri í útgáfu Jóns Viðars held- ur en frumtextinn. En fyrir utan beinar styttingar segir Jón Viðar að Jóhann hafi gert tvær eða þrjár efnislegar breytingar á leikritinu. „í fyrsta lagi er í frumútgáf- unni oft vikið að því að Kári, eins og Eyvindur er alltaf kallaður, sé haldinn stelsýki, og það á að vera skýring á því hvers vegna hann stelur og kemst undir manna hendur. Jóhanni virðist á þessi stigi ekki hafa fundist fá- tæktin og hinar félagslegu að- stæður vera nægileg skýring á því hvers vegna ungur maður fer út á þessa braut. Þessar vísanir í stelsýki Eyvindar eru allar þurrkaðar burt úr seinni útgáf- unni. Síðan gerir hann tvær breyt- ingar á atburðarásinni. I lok annars þáttar lendir þeim Kára, ástmanni Höllu, og Birni hrepp- stjóra, sem er vonbiðill hennar, saman við réttir, en í lokagerð- inni dönsku renna þeir saman og glíma. Sú glíma er ekki í íslensku frumútgáfunni, og hún hefur mér vitanlega aldrei farið fram á íslensku sviði. Ég held að þessi breyting hafi nú aðallega verið gerð til þess að sýna dönskum áhorfendum hvernig íslensk glíma færi fram því auðvitað var Jóhann að spila svolítið á áhuga Dana fyrir þessu skrýtna og forneskjulega samfé- lagi uppi á sögueyjunni. Mér finnst þessi glímusýning ekki vera til bóta. Hún á í rauninni ekkert sérstakt erindi inn í verk- ið. Hún breytir engu um gang mála og er þannig séð óþörf,“ segir Jón Viðar. Eyvindiir gerður að morðingja „Þriðja breytingin er svo við lok þriðja þáttar þar sem Kári og Halla eru uppi á ijöllum og Björn hreppstjóri, óvildarmaður þeirra, kemur með mikið lið og ætlar að taka þau. Þá grípur Ilalla til þessa óyndisúrræðis að hún varpar dóttur þeirra í foss- inn til þess að komast undan. í íslensku frumútgáfunni gerist þetta þannig að Björn og Kári renna saman og takast á. Kári fótbrýtur Björn og síðan hlaupa þau burtu og komast undan. í lokagerðinni dönsku tekur Kári upp hm'f og stingur Björn á hoi. Björn liggur þarna dauður eftir. Ég verð að segja það að mér finnst þessi breyting ekki heidur til bóta. Mér finnst hún ekki spretta á neinn eðlilegan hátt upp úr verkinu sjálfu. Hún gæðir það melódramatískum svip, og þá er Kári líka orðinn morðingi, sem auðvitað breytir hans per- sónulýsingu talsvert. Ég held að þarna hljóti Jóhann að hafa látið undan einhverjum þrýstingi úr leikhúsinu, sem viidi fá meiri hasar í þetta kannski. Þetta at- riði var heldur aldrei leikið svona mér vitanlega á íslensku sviði fyrr en Bríet Héðinsdóttir tók þetta upp í sína sýningu á Fjalla-Eyvindi fyrir tólf árum,“ segir Jón Viðar. - Heldurðu að Jóhann hefði gengið svona frá þessu endan- lega á íslensku sjálfur? „Ég efa það mjög. Én þessi út- gáfa hefur náttúrulega það markmið að sýna leikritið eins og Jóhann gekk síðast frá því.“ Tvímælalaust betra leikrit „Hins vegar finnast mér stytting- arnar sem gerðar eru á leikrit- inu vera aðalkosturinn á þessari útgáfu. Þær miðast allar við að gera textann knappari, rnark- vissari og leikrænni. Ég efast ekkert um það sjálfur að hefði hann fengið tök á því að fylgja þessum texta eftir í íslensku leik- húsi, þá hefði hann að minnsta kosti látið þessar styttingar halda sér. Því þetta er tvímæla- laust betra leikrit svona. Það er ósköp eðlileg tilhneig- ing hjá leikritahöfundum að segja of mikið. Það er ekki fyrr en farið er að æfa leikritið og textinn fer að lifna í munni leik- ara, að höfundurinn áttar sig í rauninni á því hvað hann þarf að segja mikið. Þá finnur hann að ákveðnir hlutir gera sig ekki á sviðinu, þó að þeir virðist ágætir við lestur. Jóhann hefur auk þess vissa tilhneigingu til þess að skreyta orðræðuna með alis kyns lík- ingamáli sem oft er nokkuð upp- hafið og tilfinningaþrungið. Þetta var bara í samræmi við tíðar- andann á þessum árum, þessum síðrómantíska tíma. Til dæmis eru samtöl Höllu og Eyvindar frekar skrúðmikil þegar þau eru að játa hvort öðru ást sína við réttirnar. Það fer allt meira og minna út í þessari lokagerð, og þar með fær textinn á sig nú- tímalegr'a yfirbragð," segir Jón Viðar Jónsson. -gb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.