Dagur - 12.12.2000, Page 17

Dagur - 12.12.2000, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2 0 00 - 17 (AMDiHM Með nefið niðri Skrýtilegt er það, að nafnið Gore minnir mig alltafdáldið á innihald úr kindar- þarmi. En nafnið Bush minnir mig á Hannes Hólmstein. Svo er auðvitað smekksatriði hvort fólki finnst betra. Það hafði næst- um orðið að formála, eða hálfgildings óformlegu sam- þykki, eða a.m.k. for- spjalli, að af og til skyldi ég rita stutta pistla fyr- ir dagblaðið Dag. Meiningin var ekki sú, að ég gæti slegið við, eða lamið við, sönnum mönnum á mínum aldri, er rita lífmögnuð þjóðfélags- knippi í DV og skyld rit. Mönnum sem eru olíumálarar, leikskáld, bókskáld; og vitri villimaðurinn. Miklu fremur var hugsunin sú, að ég gæti tæpt á málum sem aðrir taka ekki frá sama sjónar- hól. Eða á öðrum tíma. Uppá- stungan var algerlega mín, og Dagur tók henni af höfðingsskap. Ég lagði áherslu á kost þann er það hefur fyrir mig, að blaðið hefur hæíilega litla útbreiðslu. Nú getur svo gengið, að sakir misskilnings, gleymsku eða ill- mennsku fari ég með einhverja vitleysu á prenti. Kemur sér þá vel ef fáir sjá. Frá óhróðri upp í lofsöng Á árum áður ritaði ég stundum pistilbréf til Moggans, DV og Fréttabréfs lækna, innihaldandi allt frá óhróðri upp í lofsöng. Viðbrögð voru eftir því: hau voru frá símhringingum með skammaaustri yfir skriíi ýmsu, upp í aðdáendabréf frá lands- fræginn íslendingum á erlendri grund. Ég hugsaði þetta alltaf sem stflæfingar af einhverri sort. í dag veit ég vart hví ég var með allar þessar stflæfingar: Ætlaði ég að fara að stfla eitthvað? Sennilega ætlaði ég að verða rit- höfundur eins og hálf íjölskyld- an, áður en ég gerði mér grein fyrir hvflíkt bjástur það er. Þá er nú auðveldara að vera geðlæknir og láta fólk segja sér áhugaverð mál, í stað þess að bisa við að dikta þau sjálfur á blað. Á end- anum féllu mér skammirnar svo illa að þær kæfðu aðdáendabréf- in og ég hætti þessu bölvuðu krafsi. Mér fannst ég líka vera að verða trúður í skrifi. Menn bjuggust við einhvers konar fyndni eða hálfkæringi frá mér, ávallt. Loks bættist það við, að mæt- ur skorarstjóri á Rás 2 bauð mér að koma þangað vikulega og flytja pistla. í þann tíð sat gamli bróðir minn uppi á efsta lofti í Efstaleiti 1 og tók sífellt við fögr- um örvaskotum hins sflfur- hristandi ApoLlons úr öllum átt- um. Vildi ég ekki að honum yrði mögnuð enn ein sendingin mín vegna. „Hefir nú sett litla bróður sinn yfir pistlabull á Rás 2“. Ég afþakkaði boðið. Prýðilegir kollegar háfa oft síðan nöldrað í mér fyrir að hætta og sagt að því verri sem skammirnar séu, því merkari séu skrifin. Ég veit ekki hvað segja skal. En ef ég skauta út á ritbullssvellið aftur, held ég ég prufi að vera málefnalegur og meinlaus. Annað hvort eða bæði. Sér svo hver hvað setur. Búsungi og Gomngi Nú er mér í fersku minni, að hugsanir um héryfirstandandi pistlaritun ágerðust mest fyrstu viku nóvembermánaðar 2000. Pá stóðu fyrir dyrum forseta- kosningar vestur í Júsu og bjuggust menn við naumum en snöggum úrslitum. Assvo, hugs- aði ég, mér tjóar ekkert að pistla um þær núna, úrslitin verða kunn er örkin birtist. 0, jamm og já, nú mánuði síðar fer ég að slá inn sömu ritröð og verður að segjast, að þótt téð úrslit yrðu naum, urðu þau ekki snögg. Margt hefur nú leikmaðurinn hugsað frá því þeir hófu keppni, Búsungi og Gore. (Strákur úr Vopnafjarðardölum hét Fúsi og nefndist tíðum Fúsungi norðan Námaljalls. Hvar af gælunafnið Búsungi). Frambjóðendur þeirra þarna Júsunga virtust mér síst skrautlegir, að ég segi ekki frum- legir. Ski-ýtilegt er það, að nafnið Gore minnir mig alltaf dáldið á innihald úr kindarþarmi. En nafmð Bush minnir mig á Hann- es Hólmstein. Svo er auðvitað smekksatriði hvort fólki finnst betra. Mig minnir að ég hafi alist upp í Alþýðubandalaginu og studdi þá kannski Gore af prinsípástæðum. En hann er fer- lega leiðinlegur, karlgreyið. Besta röksemdin með honum kom frá vinkonu minni: „Vona að hann vinni |)ví hann á svo skemmtilega konu.“ Hún heitir víst Tupper, sem þýðir hani. Og hefur gengið fram fyrir skjöldu og játt því að hafa tekið deprulyf af Prozactýpu, eins og hálf vest- urlönd. Þetta þykir alltaf briflj- ant. Gott er að stíga fram fyrir skjöldu og játa mein sitt. Drykkjuboltar hófu leikinn upp úr 1935 í Ohio og á Fróni laust eftir 1954. Nú er enginn maður með mönnum nema eiga eina meinsemd að játa, lágmark. Of hraður akstur telst ekki með, hann er of algengur. En við Bús- ungi eigum sameiginlegan ölvun- arakstur og sekt, meira að segja báðir 1987 minnir mig. Kannski ætti ég að fara í forsetaframboð? Eða að styðja Búsunga? Jæja, ég kaus hann ekki, ég var í aUt öðru landi og allt öðru mengi. Og Bush þrjóturinn lét góma sig í bólinu: Sagði ekki frá ölkeyrsl- unni að fyrra bragði eins og Tupper Prozacmu. En Búsungi gi’æddi á vfllunni: Hinir komu of seint með skell hans. Tiilkað sem örvæntingarpakki af hálfu Gor- unga. Og nú lætur Búsungi sem sigrað hafi, sem sennilegt er. Alla endurtalninguna höfðu víst flest- ir á tilfinningunni að hann ynni. Og Gore verður stöðugt meira þreytandi og liTíari innihaldi úr kindarþarmi og sífellt hægða- teppulegri á svipinn. Bush glottir út í bæði eyru, eins og Ilannes Hólmsteinn. Og undir- býr IJvítahússetu. Júsu stýrt af ráðgjafaveldi Spaugilegast er að þetta skiptir ekki máli. Ilvort Bush veit eitt- hvað um aðrar heimsálfur en Texas. Hvort hann fer í ferða- lag. Hvort hann samþykkir korðum skrýdda dáta í Kosovo eða Keflavík. Hvort Gore étur upp hvalkjötsbirgðir Japana. Ilvort Bush er fi'fl eins og Jón Ólafsson rökstuddi og Hannes þvertók fyrir. Þetta eru aukaat- riði. Júsu er stýrt af ráðgjafa- veldi. Forsetinn er spurður ein- hvers, og samtímis svara 1.200 ráðgjafar. Meðan ekki kemur upp „groupthink" og ný Svínaflóahneisa verður vitleys- an ekki verri en verið hefur. (“Groupthink" er það þegar ráðgjafaskari tekur sig saman, í ógáti og góðri trú, að ráðleggja forsetanum einhverja bölvaða deOu. Það gerðist við Svínaílóa og allar sálfræðibækur gera sér mat úr). Júsungar trúa því áfram að þeir séu lýðræðisparadís. Þeir ráðskast með fáeina heimshluta í senn og eyða nokkrum milljörð- um dala til einskis. Láta geim- verkfræðinga plata sig, að hægt sé að sim'ða geimvarnarkerfi sem virki, og seljist á frjálsum markaði. Halda að Juilliard sé betri en aðrir tónskólar. Og við gerum grín að köflóttum buxum þeh’ra og skræpóttum skyrtum. Clinton er skammaður af því hann lét velmeinandi stelpu kyssa á sér kompásinn í ein- hverju hei’bergi sem kallað er sporöskjuhei’bergið. Samt er rnargt gott westra. Bestu þing heimsins í geðlæknisfræði, svo ég horfi mér nær. Kannski verð- ur frúin hans Clintons seinna forseti og borðar Prozac ásamt 1.200 ráðgjöfum. Gamanið við Búsunga ræfilinn væri það, að feðgar á forsetastóli hafa verið sjaldgæfir þarna. Það er nú það sem ég sé við Bússana. Tvo í viðbót En kannski heldur talningin áfram endalaust? Að aldrei verði hægt að úrskurða í Flórida? Clinton verður þá beðinn að sitja áfrarn, með sinn kyssta kuðung. Fjögur ár í senn, sbi’. seinna heimsstn'ð. Gore og Bush verða einnig fox’setar á sama tíma. Þá verður komið upp ástand hinna þriggja páfa fyrir nokkrum öld- um. Þeir voru útungun kaþ- ólsku kirkjunnar. Hinir þrír for- setar verða útungun hinna helgu Bandaríkja. Bæði app- arötin, kaþólska kirkjan og USA eiga sameiginlegt, að telja sig óskeikul. Þá líður öllum vel. En þegar svo er komið, mun ég, af stakri einlægni og málefnaskap, biðja Hvítahússmenn að bæta við tveim forsetum til viðbótar. Þó ekki væi’i nema vegna þess að Bandaríki Noi’ður-AmeiTku eru óskeikul: Ronald Reagan, af því hann gengur með svo virðu- legan ellisjúkóm, og Martin Luther King, af því að hann er látinn. íslensku bók- menntaverðlaunin Tilnefningar til íslensku bók- menntaverðlaunanna kynntar fyrir skömmu. Nýtt fyrirkonxulag er umdeilt, en í ár voru það svokallaðir „ein- valdar“ sem tilnefndu bækur í flokki fagurbókmennta og fræðirita. Það er staðföst skoð- un mín að mun lýðræðislega sé að skipa dómnefnd sem komist að niðurstöðu um valið fremur en að láta eina manneskju um það. Ég ætla þó ekki að gera þetta fyi’irkomulag að stórmáli. Það er reyndar svo að þegar kemur að vali fagurbókmennta hefur þetta nýja fyrirkomulag vissulega gefið betri raun en afgreiðsla dómefnda síðustu árin. Valið í ár er einfaldlega afar traust, en vitanlega er engin trygging fyrir því að svo verði næsta ár eða næstu ár. Þriggja manna dómnefndir hafa á liðnum árum gei’t mistök við val á tilnefningum til ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna. Frægast er þegar sú magnaða skáldsaga Englar al- heimsins var ekki tilnefnd. Ég held einnig að það hafi verið mistök að tilnefna ekki Slóð fiði’ildanna í fyrra, en það er bók sem ég hef trú á að fengi lesendaverðlaun væru slík verðlaun veitt. Á sama hátt og þi’iggja manna dómnefnd gerir mistök mun einstak- lingur sem velur bækur gera mistök. voru MEIVNIIUGAR VAKTIN Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar C?W . ........ Y'.h ] i ix .-r‘V ■ f*w_. „Það er reyndar svo að þegar kemur að vali fagurbókmennta hefur þetta nýja fyrirkomulag vissulega gefið betri raun en afgreiðsla dómefnda síðustu árin.“ Líklega er best að gera sér grein fyrir því að tilnefningar og verðlaunaveit- ingar eru viss tegund af lotteríi. Og það er í góðu lagi að rífast um ís- lensku bókmenntaverðlaunin og gagn- rýna þau, en það er engin ástæða til að leggja þau niður. Svo er mikilvægt að muna að þótt tilnefniixgar hafl oft verið umdeildar þá hefur verðlauna- bókin hvei’ju sinni venjulega staðið fyrir sínu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.