Dagur - 12.12.2000, Page 20

Dagur - 12.12.2000, Page 20
20 - ÞRIÐJUDAGU R 12. DESEMBER 2000 Norðurland Tkgur Hríðarkafliá jóladag að spá Dalbæinga Desemberspá Veðurklúbbsins á Dalvfk gerir ráð fyrir að fyrstu 3 vetrartunglin, 27. október, 25. nóvember og síðan tunglið sem kviknar 25. desember verði mjög lík. Veðrið fram til 11. desember verði mjög svipað og það hefur verið undanfarið (það hefur gengið eftir), en eftir það gæti hann kólnað og éljað svolítið, þó ekki teljandi. (Og það hefur ein- nig gengið eftir). Jólin verða ör- ugglega hvít fyrir norðan og á jóladag þegar nýtt tungl kviknar má eiga von á smá hríðarkafla sem myndi ná fram að áramót- um. Síðan segir m.a. í spánni: „En heilt yfir verður desember ekki með nein stórtíðindi en samt umhleypingasamur, regn, slydda og snjókoma til skiptis en líklegt að seinni hluti mánaðarins verði frekar svalari en verið hefur. Gömul trú er til um það að eftir því sem viðrar á Tómasarmessu (21. desember) , héldu menn, að það viðraði eins til miðsvetrar. Ef fagurt sólskin og heiðviðri er á jóladaginn, verður gott ár, en sama veður á annan í jólum boð- ar harðindi. Ef hreinviðri er og úrkomulaust á aðfangadag og jólanótt boðar það frostasamt ár, en ef öðruvísi viðrar, veit það á betra. Ef stillt er og bjart á gaml- ársdag verður gott ár það sem í hönd fer. Klúbbfélagar voru nokkuð klárir á því að það ætti eftir að verða meira um jarð- skjálfta á suðvesturhorninu og á tímabili verði nokkrir en ekki gott að segja til um franrhaldið.“ GG Eins og fram kom f Degi um helgina var opnuð ný Barnadeild við FSA á föstudag. Þá var mikið um dýrðir enda mikilvægum árangri náð í uppbyggingu spítalans. SKODANIR BRYNJÓLFS Hafðu þökk fyrir Margrét Margrét Frímansdóttir, þingmað- ur hristi ærlega upp í ráðherra dómsmála í utandagskrárumræðu í þinginu vegna fjársveltis löggæsl- unnar í landinu. Frúin virtist eitt- hvað rumska við þessar átölur því hún fór að rilja upp gömul loforð sem hún gaf sæilar minningar á hersýningu þeirri sem hún hélt í flugskýli Landhelgisgæslunnar og að lofa meiri fjármunum ásamt bílunum sem áttu að koma fyrir löngu sfðan í umferðareftirlitið. Eg ræð ekki við það en mér finnst þessi annars myndarlega kona standa sig illa í embætti dóms- málaráðherra og vera hennar í embættinu vera til skaða fyrir málaflokkinn sem hún á að stan- da vörð um. Hún lætur fjármála- ráðherra komast upp með það að halda of fast um sparibauk ríkis- stjórnarinnar. Hans eigið pólitíska egó á ekki sitja fyrir brýnum mál- efnum landsmanna. Eg er undr- andi á hvað þingheimur Iætur Iítil afskipti í ljós í þessum stöðugu þrengingum löggæsluembætt- anna. Svona á bara ekki að vera hægt að gera átölulaust. Heimavist Verkmeimta skólans á dagskrá Oktavía Jóhannesdóttir, bæjar- fulltrúi Akureyrarlistans og full- trúi í skólanefnd, hefur gert fyr- irspurn til umhverfisdeildar varðandi lóð við VMA. Fram hafði komið að verktakafyrir- tækið SS Byggir hafði sótt um endurveitingu á lóðinni sem kallast reitur 4 við Skálateig. Oktavía vildi fá að vita hvaða skilmálar fylgdu endurveiting- unni og kom fram í svörum Bjarna Reykjalín, skipulags- og byggingafulltrúa, að sömu fyrir- varar giltu og fyrr, þ.e.a.s. að áfram væri gert ráð fyrir heima- vistarhúsi á þessari lóð. Dagur spurði Oktavíu hvort hún hefði haft grun um að for- ráðamenn SS Byggis, hefðu annað í huga en smíði heima- vistarhúss. „Nei, ekkert frekar, en á meðan þetta sameiginlega heimavistarhús er ekki risið, finnst mér eðlilegt að halda þessari lóð undir þessa bygg- ingu." Tryggvi Gíslason, skólameist- ari MA, hefur sagt í Degi að hið nýja heimavistarhús LUNDAB sem vonir standa til að geti ris- ið á lóð menntaskólans innan skamms, muni ekki fullnægja þörf eftirspurnar nema í áratug eða svo. Aukinheldur bendir Oktavía á að þótt búið sé að vinna mikla undirbúnings- vinnu, sé það mál ekki komið í endanlegan farveg. „Eg vil a.m.k. sjá það gerast áður en farið verður að ráðstafa VMA- lóðinni,“ segir Oktavía. BÞ Bændur og neytendur „77/ dæmis er kostnaður við dýralækningar þannig að það borgar sig ekki að fá dýralækni til kindar, það er ódýrara að farga henni. Þetta verða neytendur að hafa í huga, “ segir greinarhöfundur m.a. f greininni \ LOGI éPM OTTARSSON „ ^ jB Formaður Félags ~ v I ungra framsókanr- jý manna á Akureyri -■ ■■ ajSÉs 1 og nágrenni . ,:.XXi!Æzm SKRIFAR Það hafa komið upp mál í Evr- ópu að undanförnu sem óneit- anlega hafa hreyft við mörgum og er þá verið að tala um kúa- riðu, salmonellu og fleiri sjúk- dóma sem beint og óbeint sner- ta neytendur og bændur í þess- um löndum. Það eru hrikalegar staðreyndir hvernig hinn frjálsi markaður og þrýstingur neyt- enda eftir stöðugt ódýrari vör- um hefur knúið framléiðendur til að stytta sér leið til að full- nægja kröfum markaðarins. Mín spá er sú að við höfum bara séð toppinn af ísjakanum ennþá. Við höfum blessunar- lega verið laus við kúariðu og fast hefur verið tekið á salmon- ellu og kamfílobakteríusýking- um. Fyrir það getum við verið þakklát. Við verðum að gera þá kröfu að hafa aðgang að bestu og hollustu mat- vælum sem völ er á og þar eru kannski sóknar- færi fyrir íslenskann landbúnað. En krafan um inn- flutning er líka hörð. Og ef bændur hér myndu t.d. nota vaxtarhormóna í fóður sem er mjög al- gengt erlendis væri hægt að stytta eldistímann og það þýddi að neytandinn fengi ódýrari vörur. En viljum við fórna hollust- unni? - það vona ég ekki. En það eru blikur á lofti og afkoma bænda fáránlega slök miðað við þá vinnu sem þeir inna af hendi. Til dæmis er kostnaður við dýralækn- ingar þannig að það borgar sig ekki að fá dýralækni til kindar, það er ódýrara að farga henni. Þetta verða neytendur að hafa í huga. Við höfum nú á síðustu árum slakað á í sambandi við inn- flutning á matvörum og sumir kaupmenn hafa barist um á hæl og hnakka til að koma kalkúna- löppum inn í Iandið eða anda- bringum og allt í þágu neytenda að eigin sögn, en svo hafa þess- ir sömu menn sem mest hafa predikað samkeppni gert allt sem í þeirra valdi var til að drepa alla samkeppni af sér. Það gleymist oft að það eru ekki aðeins bændur sem hafa hagsmuna að gæta það er margt fólk bæði faglært og ekki, sem hefur atvinnu sína af úr- vinnslu matvæla. Mat- vælaiðnaðurinn á Islandi er á heimsmælikvarða samt er til dæinis mjólkur- iðnaðurinn að keppa við erlent jógúrt sem er, ef mér skjöplast ekki, frá landi sem var að staðfesta kúariðu. Svo er kominn tími til að garðyrkjubænd- ur fái rafmagn á svipuðum kjörum og stóriðjan það ætti að tryggja að við gæt- um fengið grænmeti sem ekki er búið að erfða- breyta eða úða með svo og svo miklu af skordýraeitri. Það verður að vera ljóst að bændur og neytendur eiga alltaf samleið þeir geta ekki án hvors annars verið, en við verðum þá líka að passa að rétt sé gefið hjá báðum aðilum það er allra hagur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.