Dagur - 22.12.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.2000, Blaðsíða 8
8- FÖSTVDAGUR 22. DESEMBER 2000 rD^tr ■ SMÁTT OG STORT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.is Mikið er gott að eiga mann eins og Guðna Agústsson að þegar skamm- sýnin, gróðavonin og eiginhagsmuna- semin sækir að líf- ríkinu." Ragnar Hólm Ragnarsson, for- inaður Landssam- bands stangveiðifé- laga í grein unt lax- eldi í Mbl. FíWn í blankheit Pétur H. Blöndal sagði við 2. umræðu fjárlaga að menn hefðu fíkn í að taka Ián og valda sjálf- um sér blankheitum. Hagyrðingur einn sendi mér þessa vísu í tilefni ummæla Péturs: Menn hafafíkn ífíkn, fíkn til að byggja á lántökum. En sjálfum þér er það Util líkn að liggja ævilangt í hlankheitum. Steinamir Þrír prestar voru á leið meðfram vatni. Einn þcirra v'ar mótmælandi, annar kaþólskur og sá þriðji orþodox. Það var sól og hiti og þeir allir þyrst- ir. Allt í einu sagði sá kaþólski. „Eg sé að það er söluturn þarna hinum megin við vatnið. Ég ætla að skreppa yfir og kaupa mér svaladrykk." Síð- an lagði hann af stað, gekk yfir vatnið og kom sömu leið til baka mcð gos- flösku. „Ég hekl að ég geri þetta Iíka,“ sagði orþodoxinn, gekk yfir vatnið eins og ekkert væri og kom til baka með gosflösku. Þá hugsaði mótmæl- endapresturinn með sér að fyrst að hinir gætu gengið yfir vatnið hlyti hann að geta það líka. Síðan lagði hann af stað yfir vatnið en sökk til botns með það sama. Þá segir sá kaþólski: „Við hefðum nú kannski átt að segja honum frá steinunum." Bairnin og smérið í hvert skipti sem ég heyri Kristján Hreinsson fara yfir dægurlagatextana með stjórnendum Rásar 2, hvort sem það er bullið lir Megasi eða öðrum, sem semja dægurlagatexta á Islandi um þessar mundir, dettur mér alltaf Jónas Friðmundsson bílstjóri í hug. Það var hann sem samdi bálkinn um Gamla Grána. Einu sinni fór hann á gæsaveiðar en náði engri gæs, kom heim og orti brag þar sem hann lýsir gæsaveiðunum og endar frásögnina svona: Svo kem ég heim og sest í gamla stólinn sem þjónað hefur pabba og h'ka mér. Hér hef ég lifað öll mín ævijólin etið marga baun og talsvert smér. Ifína og fræga fólkið Slegist um plássið í brúðkaup ársins Nánast hernaðarástand hefur ríkt í kringum Dornoch - kastala í Skotlandi þar sem í dag, föstu- dag á að fara fram það sem kall- að hefur verið brúðkaup ársins. Það eru þau skötuhjú Madonna og Guy Ritchie sem ætla loksins að láta pússa sig saman. Ljós- myndarar frá öllum helstu glansblöðum og slúðurblöðum hafa komið sér fyrir utan kastal- ann og eru flestir vopnaðir stig- um og hvers kyns græjum sem líklegar eru til að geta gert þeim kleift að ná sem bestu skoti af hjónaleysunum. En þetta hefur þó ekki gegnið þrautalaust fyrir sig því sam- keppnin er mikil. Kannski ekki nema von því „pappara/i" Ijós- myndarar geta átt von á allt að I 50 þúsund dollurum fyrir mjög góða mvnd af því sem þarna fer fram. I gær keyrði þó um þver- bak því þremur ljósmyndurum var vísað í burtu af svæðinu eft- ir að hafa lent í átökum og verið of ágengir. Ljósmyndarar slást um pláss við Dornoch kastala I Skotlandi þar sem brúkaup ársins fer fram I dag. ÍÞRÓTTIR L. YMISLEGT Spennandi kjör „Iþróttamaims ársins“ Kjöri „Iþróttamanns ársins" á vegum Samtaka íþróttafféttamanna verður að venju lýst milli jóla og nýárs og verður það gert við hátíðlega athöfn sem fram fer á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 28. desember. Þar verður einnig tilkynnt kjör íþróttamanna/íþróttakvenna sérsambanda ISI fyr- ir árið 2000 og verður sýnt frá athöfninni í bein- ni útsendingu Sjónvarpsins og Stöðvar 2, sem hefst kl. 20:00. Forseti íslands, Hr. Ólalur Ragn- ar Grímsson, mun heiðra samkomuna með nær- veru sinni ásamt Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra og öðrum góðum gestum. Þarna verður samankomið helsta afrekslólk þjóðarinnar ásamt íþróttafréttamönnum, íþröttaforystunni, landsliðsþjálfurum og aðstandendum. Islandsbanki gefur sem fyrr veglega bikara til íþróttafólksins og mun Valur Valsson, bankastjóri, afhenda gripina. Beðið er með mikilli spennu eftir kjörinu að þessu sinni og er Ijóst að þar hafa íþróttafréttamenn staðið frammi fyrir erfiðu vali milli þeirra Völu Flosadóttur, bronsverðlaunahafa frá ólympíuleikunum í Sydney og Arnar Arnarsonar, tvöfalds Evrópumeistara frá Evrópumeistaramótinu í Valencia, sem þykja líklegust til að hreppa titilinn. Vala Flosadóttir. „íþróttamaður Haliiaríjaröar“ kjörinn í átjánda skipti Miðvikudaginn 27. desember n.k. verður „íþróttamaður Hafnaríjarðar 2000“ krýndur á íþróttahátíð bæjarins, sem haldin verður í íþrótta- húsinu rið Strandgötu. A hátíðinni, sem hefst kl. 18:00 með flutningi jólatónlistar, verða einnig veittar viðurkenningar til allra þeirra íþrótta- manna sem unnið hafa til Islands-, bikar-, Norð- urlanda- og Evrópumeistaratitla á árinu og hefur sá hópur aldrei verið fjölmennari. Til dæmis urðu 416 Hafnfirðingar Islandsmeistarar á árinu, auk þess sem tólf hópar unnu bikarmeistaratitla. FH- ingar unnu flesta íslandsmeistaratitla, eða alls 189, SH-ingar næst fles- ta, eða alls 104 og Haukar 77, en önnur félög mun færri. FH-ingar unnu einnig flesta bikartitla á árinu, eða alls sjö, SH þijá og Haukar tvo. Eftir að viðurkenningar hafa verið veittar á hátíðinni munu félagar úr Tae Kwon Do deild Bjarkanna halda sýningu, áður en kemur að sjálfum hápunktinum, sem er krýning „Iþróttamanns Hafnarfjarðar" og afhend- ing viðurkenninga til þeirra átján afrekmanna sem tilnefndir voru fyrir kjörið. „Iþróttamaður Hafnarfjarðar" er nú kjörinn í átjánda skipti, en oftast hefur kylfingurinn Ulfar Jónsson verið kjörinn, eða alls fórum sinnum og næstur kemur sundkappinn Orn Arnarsson, sem kjörinn hefur verið þris- var sinnum. Eftirtaldir iþróttamenn voru tilnefndir i ár: Andri Jónsson, BH - Tennis Atli Guðmundsson, Sörla - Hestaíþróttir Björgvin Sigurbergsson, Keili - Golf Björn Þorleifss., Björk - Tae Kwon Do Elín Sigurðardóttir, SH - Sund Guðm. Bragason, Haukum - Körfubolti Guðm. Pedersen, FH - Handbolti Halldór Ingólfsson, Haukum - Handbolti Harpa Melsted, Haukum - Handbolti Hjalti Guðmundsson, SH - Sund Hörður Magnússon, FH - Fótbolti Jolanta Slapikiene, FH - Handbolti Kim M. Nilsen, BH - Skvass Lára H. Bjargardóttir, SH - Sund Pála M. Einarsdóttir, Haukum - Fótbolti Sveinn Þórarinsson, FH - Frjál'sar Þórey Edda Elísdóttir, FH - Frjálsar Örn Arnarson, SH - Sund Kovacs kjörin íþróttakona UngverjaLands Agnes Kovacs, ólympíumeistari í 200 m bringu- sundi kvenna, var á dögunum kjörin „Iþróttakona Ungverjalands" árið 2000, af íþróttafréttamönn- um þar í landi. Agnes hefur verið einn sigursæl- asti íþróttamaður Ungverja síðustu árin og byrj- aði að keppa á stórmótum árið 1995, þá aðeins 13 ára gömul. Hún vann til bronsverðlauna í 200 m bringusundi á ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996, varð tvöfaldur Evrópumeistari árið 1997, í 100 og 200 m bringusundi í langri braut, heimsmeistari í 200 m brjngu- sundi á HM í Perth árið 1998 og þrefaldur Evrópumeistri á EM í Inst- anbul í fyrra, í 50, 100 og 200 m bringusundi í langri braut, auk þess sem hún náði silfurverðlaunum í öllum sömu gréinum á Evrópumeistaramót- inu í stuttri braut í Lissabon í fyrravetur. Auk þess að vinna gullið í 200 m bringusundi í Sydney í haust, varð hún tvöfaldur Evrópumeistari, í 50 og 100 m bringusundi á EM í Helsinki í sumar og náði þar cinnig tiðru sætinu í 200 m bringusundi. Þetta er í annað skipti sem Kovacs er kjör- in „Iþróttakona Ungverjalands" en fyrst hlaut hún titilinn árið 1997, eft- ir að hafa orðið tvöfaldur Evrópumeistari. Ungverjar velja bæði íþróttakonu og karl ársins og var fimleikamaður- inn Szilveszter Csollany, valinn „Iþróttakarl ársins".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.