Dagur - 03.01.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 03.01.2001, Blaðsíða 8
8- MIBVIKVDAGUR 3. JANÚAR 2001 ÞJÓÐMÁL rD^fir Glatið ekki tnínni á gildi námsins! Hér á eftir fara kaílar úr nýársávarpi forseta íslands. MiUifyrirsagn- ir og fyrirsagnir eru blaðsins. Góðir Islendingar. Eg óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að gæfa og farsæld íylgi þjóð okkar í framtíðinni... Við höfum á liðnu ári þurft að horfa á eftir stórum hópi sem beið bana í blóma lífsins vegna agaleys- is í umferðinni eða voðaverka. Arið var okkur einstaklega erfitt í þess- um efnum. I larmur er kveðinn að ættingjum og vinum; já, í reynd þjóðinni allri sem sárt finnur til á slíkum stundum. Samúð okkar er með þeim sem sorgin mæðir en við vonum að birta hins nýja árs muni að nokkru létta þeim hin þungu spor og gefa góðum minningum smátt og smátt sinn gleðiblæ. Það er mikil raun að Ijöldi fólks skuli á hverju ári týna lífi eða bíða varanlegt heilsutjón í slysum sem eiga rætur að rekja til of mikils hraða eða hirðuleysis. Við megum ekki sætta okkur við að sífellt fleiri Iáti lífið, verði ör- kumla alla ævi eða glati andlegu heilbrigði í umferðarslysum. Okumaðurinn ber ekki aðeins ábyrgð á sjálfum sér heldur líka farþegum sínum og einnig gagn- vart öðrum sem um veginn fara. Höfum við kannski misst sjónar á þeirri ábyrgð sem við berum Herra Ólafur Ragnar Grímsson. unnar um of á herðar kennurum og skólastjórnendum, yfirvöldum sem ákvarðanir taka um náms- greinar og fræðsluefni. Þátttaka foreldra í skólastarfi hefur verið minni hér en í mörgum löndum, skorturinn á samvinnu og skilningi á margan hátt bitnað á menntun og þroska. Brotalöm Það er alvarleg brotalöm þegar skólastarf lamast vegna ágreinings um launakjör, skipulag náms eða vinnutíma; og vissulega eru deilur hvert á öðru, gleymt að sérhverj- um rétti fylgir líka sú skylda að beita honum án þess að aðrir skaðist? Við lifum á tímum sem ærið oft ýta undir agaleysi og sér- gæsku en einmitt þess vegna er ábyrgðin sá eiginleiki sem við síst megum glata, eiginleiki sem ver- ið hefur haldreipi og hornsteinn í lífi og baráttu íslensku þjóðar- innar. Ábyrgð og kærleiki Ábyrgðin er í senn lærdómur og dyggð sem vel mun reynast á lan- gri ævi, rótin að kærleika og gagnkvæmri virðingu í samskipt- um foreldra og barna, ættingja og vina. Hún er burðarás í heilla- drjúgu samstarfi á vinnustað og í athafnalífi, lykill að farsælli sam- búð þjóðar við náttúru landsins, áminning um að gleyma ekki sögu og arfleifð í umróti tímans, kjarni velferðar sem við viljum búa öllu fólki. Við þurfum að vakna til vitund- ar um þá fjölþættu ábyrgð sem við berum öll, bæði sem einstaklingar og þjóð, gagnvart óbornum kyn- slóðum og umheimi öllum; um ábyrgðina gagnvart uppeldi æsk- unnar, menntun hennar, þjálfun og aga. Uppeldi er í víðasta skilningi sið- fræði; leiðarvísir um góða hegðun og farsæla breytni; um kröfurnar til okkar sjálfra, virðinguna fyrir öðrum, skoðunum þeirra og rétti. Við foreldrarnir höfum ef til vill varpað ábyrðinni á uppeldi æsk- af þessum toga mikill vandi, raska námi unga fólksins og tefla í tvísýnu framtíð þess og lífssýn. Brýnt er að varanlegur friður verði um skólastarfið svo að kennarar, foreldrar og nemendur geti einbeitt sér að því sem öllu skiptir: að búa æsku Islands svo ríkulega að þekkingu og hæfni að þjóðin haldi sjó og miði áleiðis í umhleypingunum sem einkenna munu öldina sem nú er hafin. Okkur tókst fyTÍr áratug að ná þjóðarsátt um árangur í glímunni við verðbólguna sem lengi hafði lamað hér framfarir og farsæld alla og þá urðu margir að ganga til samstarfs um Ieiðir sem áður voru taldar ófæra ein. Skjaldborg um skólastarf A svipaðan hátt þurfum \ið nú að slá skjaldborg um skólastarfið, þróa friðargjörð sem tryggir nem- endum öryggi og samfellu við námið sjálft og gerir kennurum kleift að helga sig óskipta merku starfi sem þeir gegna í þjóðarþágu. I anda þeirrar ábyrgðar sem við berum gagnvart æsku landsins verður áfram að leita leiða sem koma í veg fyrir að þúsundir ung- menna verði á ný fórnarlömb þeirrar upplausnar sem jafnan fylgir löngum deilum. Ég beini því til ykkar, nemendur sem nú bíðið þess að skólinn byrji, að glata ekki trúnni á gildi náms- ins, gefast ekki upp og falla ekki fyTÍr freistingum sem kunna að fel- ast í gylliboðum um skjótfengnar tekjur sé skólagöngu slegið á frest. Verðbréfm Hagsældin á Iiðnum árum og létt- fenginn auður í viðskiptum ineð verðbréfin hafa á skömmum tíma skapað í hugum margra þá fölsku trú að áhætta sé ætíð rétt, að hin gömlu gildi, ábvrgð og varkárni, séu úrelt þing. Samfélag okkar hefur mótast mjög af tilboðum um kostakjör og kapphlaupi fyrirtækja um fjármuni almennings, peninga heimilanna. Stundum hefur jafnvel verið geng- ið svo langt að veðsetja íbúðir og fjölskyldueignir til að taka þátt í happdrættinu um hlutabréfin. Gleymum þó ekki að sagan kennir að vogun bæði vinnur og tapar, og kröfugerðin er þá einatt borin fram af miskunnarleysi hand- hafans sem aðeins hirðir um lúkn- ingu skuldarinnar. Margt bendir til að nú kunni að fara í hönd sá tími að betra sé að sýna ábyrgð og aðhald en hætta öllu sínu á markaðstorgi verðbréf- anna og vonandi verða brostnar hagnaðarvonir ekki mörgum um megn ef harðnar á dalnum. Við íslendingar erum nýgræð- ingar í kauphöllunum, höfurn ekki langa reynslu af þeim tækifærum sem bylt hafa atvinnulífi og Ijár- málakerfi víða um veröld. En ólg- an sem nú blasir við ætti að verða okkur hvatning til að varðveita enn betur það hyggjuvit sem löngum var aðal bænda og fiskimanna í okkar góða landi og gerði þeim kleift að Iifa af erfiðar aldir... MiMI umskípti á síðustu tíu arum Hér á eftir fara nokkrir kaílar úr áramóta- ávarpi Daviðs Oddsson- ar, forsætisráðherra. MiUifyrirsagnir og fyr- irsögn eru blaðsins. Síðastliðin tíu ár hafa orðið algjör umsldpti í efnahagsumhverfi Is- Iendinga. Ekki skal þessi hátíðar- stund notuð til að gera grein fyrir þeim í smáatriðum, enda þekkjum við öll þær breytingar. Verðbólgan frá upphafi til loka þessa árs var um 4%. Það er til marks um hina miklu hugarfarsbreytingu sem orðið hefur, að þegar nýlega var sett fram nokkuð ógætileg spá um að verðbólga kvnni að verða um eða vfir 5,5% á næsta ári varð uppi fótur og fit og ýmsir tóku stórt upp í sig. Það var sem sé hugsanleg hækkun á verðlagi um 1,5% á hcilu ári, sem olli þessu uppnámi. Þótt hamagangur a( þessu tagi sé ástæðulaus er á hinn bóginn ánægjulegt að stöðugleiki í ís- lenskum stjórnmálum sé orðinn slíkur, að þjóð sem fram til upp- hafs síðasta áratugar aldarinnar bjó að jafnaði við 30-80% verð- bólgu skuli taka slíka verðlags- breytingu svo nærri sér. Sem bet- ur fer eru efnahagshorfur í upp- hafi nýrrar aldar vænlegar. Búast má við að sameiginlegar tekjur okkar vaxi næstu árin og einstak- lingum og fjölskyldum muni gefast góð tækifæri til að búa í haginn lyrir sig og sína. Efnahagurinn er mikilvægur fyrir okkur öll, en mun þó aldrei segja alla söguna. „Því hvað er auður og afl og hús ef ein- gin jurt vex í þinni krús?“ var spurt og við erum flest sammála um við- eigandi svör. Efnaleg velsæld er aðeins ramminn um þá þjóðfélags- mynd sem við viljum sjá. Fólskuverk í nafni hugsjóna Ég hef orðið var við að mörgum þykir sem minni þróttur sé nú í stjórnmálalegri umræðu en var á árum áður. Menn segja að hug- sjóna- og hugmvndabaráttu skorti og stjórnmálamenn séu með marg- brotnar æfingar um útfærslu stefnumiða, sem lítill ágreiningur sé um, en takist ekki á af hörku, Davið Oddsson, forsætisráðherra. hver með sína útgáfu af réttlætinu á gunnfánanum. Nú beri menn hvorki sverð hugsjónamannsins né skjöld hinna góðu gilda til varnar. Þessi tilfinning er eleki út í bláinn, en það er ekki með því sagt að rétt sé að harma þessa þróun. Meiri lólskuverk hafa verið framin í nafni hugsjóna sem ekkert hald reyndist í en af nokkru öðru til- efni. Og hávaðinn sem áður barst frá hugsjónabaráttunni er þagnað- ur, þar sem niðurstaða fékkst í þeirn átökum. Hugmyndin sem byggði á frelsi einstaklingsins hafði fullan sigur á þeirri sem gekk út frá forsjárhyggju algóðs ríkis- valds. Og lífsskilyrðin bötnuðu hvarvetna fyrir vikið. Sósíalisminn tapaði kaldastríðinu, sem”var í raun þriðja heimsstyijöldin, þótt hún væri annarrar gerðar en þær tvær fyrri. Þeim leik er því að mestu lokið. Það er því ekki að undra að hljóðara sé um hugsjón- irnar nú á dögum en þegar her- sveitirnar sáu um undirleikinn. En það merkir ekki að öllum sé sama um allt og engum sé lcngur mikið niðri fyrir. Öðru nær. En framvegis verður baráttan friðsam- ari. Miirna vald stjórnmálamanna A sama tíma og Island lifir sinn besta áratug í efnahagslegu tilliti eru forystumenn stjórnmálanna hægt og örugglega að draga úr eig- in valdi og færa það til fólksins í þeirri vissu að þjóðin sjálf kunni betur með það að fara en þeir. Þetta gengur þvert á þróunina á fyrrihluta aldarinnar, þegar hug- sjónir þjóðernissósíalista annars vegar og kommúnista hins vegar gengu með mismunandi blæbrigð- um út á hið öfiuga og óskeikula ríkisvald. Sömu þróunar gætir víð- ast hvar annars staðar í heiminum. Þessi valdatilfærsla frá foringjum til Ijöldans hefur gengið vel síð- ustu tíu árin og eykur það líkur á að málum verði vel stjórnað á þeir- ri öld sem í hönd fer. Því að mestu ófarir á öldinni voru þrátt fyrir allt ekki óvæginni náttúru að kenna, hcldur miklu fremur þeim smá- mennum, sem lyft var á stall ofur- menna, í skjóli „háleitra“ hug- sjóna. Vel nestuð Góðir Islendingar. Við þekkjum það öll að sú ferð er líklegust til að heppnast vel sem vandlega er und- irbúin og þar sem nestið er nægi- legt og notadrjúgt. Við göngum vel nestuð á vit nýrrar aldar og höf- um glögga mynd af því sem við viljum. Því mun íslenska þjóðin sameiginlega yfirstíga þær þrautir sem á veginum verða og njóta alls þess \Tidis og ágætis sem öldin mun hafa upp á að bjóða. Ég þakka samfylgdina á liðnu ári og óska löndum mínum nær og fjær gleðiiegs árs og gleðilegrar aldar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.