Dagur - 03.01.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 03.01.2001, Blaðsíða 17
MIDVIKUDAGV R 3. JANÚAR 2 00 1 - 17 n 'íisýir. ERLENDARFRETTIR Mótmæli við Sellafieldstöðina. uin framtíð S ellíifi elds t ö ð varmn ar frestað Áu kjamorkustöðva veröur ekki hægt aö standa við að minnka kolsýringsmengim, en urgangurinn hleðst upp og veldur vaxandi áhyggjum Ágreiningur innan bresku ríkis- stjórnarinnar um hvort plutoni- um úr kjarnorkuverum á að (lokkast sem hættulegt efni eða birgðir til áframhaldandi fram- leiðslu kjarnorku eða hættulegur úrgangur veldur því að ákvarð- anatöku er frestað aftur og aftur um hvað gera á við efnið. Ráð- gjafar Tony Blairs forsætisráð- herra benda á að málið sé eld- fimt og geti auðveldlega kostað mikinn fjölda atkvæða og því sé ráðlegast að taka engar ákvarð- anir um hvað gera eigi fyrr en eftir næstu þingkosningar. Umhverfisráðherrann Mich- ael Meacher hefur ítrekað gert tilraunir til að mótuð verði ákveðin stefna í málinu því að það sé ekkert annað cn óábyrgur undansláttur að draga það á langinn, eins og gert hefur verið. En síðustu tillögum hans í mál- inu hefur verið hafnað sam- kvæmt fyrirmælum frá forsætis- ráðherra. lðnaðar- og verslunarráðu- Umhverfissinnar og ríkisstjórnir vara við áframhaldandi rekstri Sellafieldversins. neytið vinnur að því að einka- væða kjarnorkuverin og er reikn- að með að smíðuð verði ný kyn- slóð aflstöðva í stað þeirra gömlu sem farnar eru að ganga úr sér og úrgangurinn úr þeim safnast upp. En hvað gera á við allan úr- ganginn er sífellt ágreiningsefni sem taka verður ákvörðun um. Ljóst þykir að án kjarnorku- vera er ekki hægt að standa við að draga úr losun efna út í and- rúmsloftið sem auka gróður- húsaáhrifin. Bretar eru eins og aðrar þjóðir í miklum vandræð- um með hvernig á að koma í veg fyrir umhverfismengun án þess að draga úr orkuframleiðslu. Ekki iná dragast nema í nokkur ár að taka afdrifaríkar ákvarðan- ir unt hvaða leið í orkumálum á að fara. Stjórn Verkamannaflokksins erfði vandamálið um hvað gera á við kjarnorkuúrganginn úr orku- verunum frá íhaldsstjórninni. Rétt fyrir kosningarnar 1997 ákvað þáverandi umhverfisráð- herra að ekkert yrði úr ráðagerð- um um að stækka Sellafieldstöð- ina og grafa hana að miklu leyti í jörð niður. Lengi hefur dregist að taka endanlega ákvörðun um hvað gera á við 50 ára uppsöfnun kjarnorkuúrgangs sem geymdur er í steinsteyptum gröfum. Ekki er einu sinni hægt að ákvarða hvort plutonium er dýrmætt hrá- efni eða stórhættulegur úrgang- ur. Til eru áætlanir um að stæk- ka Sellafieldverið og bæta við tveim kjarnaofnum og nota þar sem eídsneyti 120 tonn af plutonium sem salnast hefur upp. En umhverfissinnar mót- mæla þcim ráðagerðum harðlega og ríkisstjórnir nálægra landa vara Breta sterklega við að stof- na lífríkinu í þá hættu sem skap- ast getur af stækkun Sellafield- versins. En ljóst er að atómstöðin f Sellafield á sér takmarkaða framtíð, enda er komið í ljós að hún er ekki eins örugg og stjórn- endur hennar létu í veðri vaka og ekki er lengur talað um að einka- væða stöðina, enda mun fáa fýsa að kaupa hana og reka eins og málum er nú háttað. HEIMURINN Skip sigla beint miUi Kína og XIAMEN - Fyrstu skipin frá Taiwan f meira - en 50 ár lögðist með löglgum ætti að bryg- gju í Kína nú í ársbyrjun. Bátarnir komu að bryggju í Fujianhéraði sem er í suðaustur Kína. Hér er um að ræða tvo farþegabáta sem komu beint frá borgunum Quemoy og Matsu í Taiwan og eru ferðir þeirra taldar marka merkileg tímamót í samskiptum þessara ríkja, og sýna mikla stefnubreytingu hjá stjórnvöldum í Beijing hvað varðar versl- un og ferðir á rnilli þessara gömlu fjand- manna - Kína og Taiwan. Ferðir þessara skipa marka upphaf sjótengingar milli ríkj Taiwan Fyrsta löglega koma skips frá Taiwan til Kína í meira en 50 ár. anna þar sem sundið er styst á milli eyjarinnar og meginlandsins og er vonast til að með þessari tengingu muni draga verulega úr spenn- unni sem ríkt hefur milli stjórnvalda í ríkjunum. Tilbúnir í stríð JERUSALEM - Ehud Barak forsætisráðherra ísraels sagðist f gær hafa fyrirskipað yfirmönnum í hernum - strax og uppreisn Palestínumanna hófst fyrir þrcmur mánuðum - að vera við því búnir að til þess gæti kom- ið að úr þessu yrði fullgilt staðbundið stríð. Barak var þarna að bregðast við fregnum sem spurst höfðu út að hann hafi á nýársdag kallað saman herráðið og sagt því að undirbúa herinn undir fullgilt svæðis- bundið strfð. „Eg fyrirskipaði herráðinu fyrir þremur mánuðum að undirbúa sig undir það að hugsanlega Ehud Barak. gæti ástandið versnað svo mikið að það snerist uppí fullgilt stríð á svæðinu. Það er þó ekki þar með sagt að við séum að gera okkur von- ir um að það verði og við viljum ekki að það verði. Við munum meira að segja gera hvað við getum til að koma í veg fyrir að það gerist. Hins vegar verðum við að búa okkur undir að það geti gerst og slíkt stríð verðum við að vinna,“ sagði Barak. Hann sagði áhyggjurnar stafa af ofbeldinu sem gosið hafi upp meðal Palestínumanna, og að þeir einir væru ábyrgir (yrir því hvernig komið væri. Harinleikiir á skemmtistaö VOLENDAM, Hollandi - Nú er (jóst að 13 ára gömul stúlka hefur látist af völdum sára sem hún fékk í bruna á skemmtistað á nýársnótt á dansleik á hollensku kaffihúsi í hafnarbænum Voledam. Skemmti- staðurinn var á þriðju hæð í hefðbundnu hollensku timburhúsi. Yfir 180 manns voru á skemmtistaðnum þegar eldurinn kom upp en talið er að allir neyðarútgangar á skemmtistaðnum hafi verið Iæstír. Ótt- ast var f gær að tala Iátinna ætti enn eftir að hækka því rnargir hinna slösuðu eru í mikilli lífshættu. Stúlkan sem lést nú síðast var sú yngsta í hópi hinna níu látnu sem flest voru rétt undir eða um tví- tugt, þar af eru sjö piltar og tvær stúlkur. Segja Breta ekki standa sig LONDON - Irski lýðveldísherinn sakar bresk stjórnvöld í nýársyfir- lýsingu sinni um að standa ekki í stykkinu við að Ieysa Iykilvandamál varðandi ástandið á Norður-Irlandi og framgang friðarferlisins þar. Hins vegar sagði ÍRA að samtökin væru enn ákveðin í að ganga í að leysa vandamálin með afvopnun skæruliðasveita, svo framarlega sem Bretar sýndu að þeir ætluðu líka að gera eitthvað í sínum málum. Það sem einkum veldur IILA áhvggjum er að ekkert verði af endur- hótum í lögreglunni, en kaþólikkar segja Iögregiuna á N-írlandi veru- lega fjandsamlega sér. Á móti segja Bretar og sambandssinnar að af- vopnun IRA standi frekari framgangi friðarferlisins fyrir þrifum. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 3. dagur ársins. 362 dagar eftir. Sólris kl. 11:17, sólarlag kl. 15:47. Þau fæddust 3. janúar • 1892 Tolkien, J.R.R. - breski skáld- sagnahöfundurinn • 1898 Pálmi Hannesson, rektor • 1911 Einar Arnalds, hæstaréttardómari. • 1923, Jaroslav Hasek, tékkneski rithöf- undurinn • 1926 George Martin, upptökustjórn- andi hjá Bítlunum með meiru • 1945, Stephen Stills, tónlistarmaður 1949 Kristín Á. Olafsdóttir, kennari og fv. borgarfulltr. • 1956, Mel Gibson, kvikmyndaleikari Þetta gerðist 3. jauúar • 1 597. Heklugos hófst. Lengi voru uppi rnargir eldar samtímis. Drunur heyrðust í sveitum norðan fjalla í tólf dægur. • 1967 Jack Ruby næturklúbbseigandi dó á spítala að því er sagt var af eðlileg- um ástæðum. Ruby var maðurinn sem ruddist inn á lögreglustöð þann 24 nóv- ember, tveimur dögum eftir morðið á John F. Kennedy, og skaut til bana Lee Harvey Oswald, manninn sem tekinn hafði verið fastur fyrir morðið á Kenn- edy. • 1990. íslandsbanki hf. hóf starfsemi. Bankinn varð til með sameiningu Út- vegsbankans, Verslunarbankans, Iðnað- arbankans og Alþýðubankans. Afmælisbam dagsins Skáldið og fyrrverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, Matthías Johannessen, er af- mælisbarn dagsins. Hann er fæddur í Reykjavík á þessum degi 1930. Það var 1951 sem hóf Matthías störf á Morgun- blaðinu og starfaði þar allt fram til sl. áramóta, þar af sem ritstjóri frá 1959. Matthías er tvímælalaust einn af áhrifa- mestu fjölmiðlamönnum íslendinga á öldinni, auk þess sem hann hefur verið afkastamikill sem rithöfundur og Ijóð- skáld. Vísa dagsins Þola urðum skin og skúr, skihiingsþurrð og trega. Þó hefitr snurðum okkar itr, undist furðanlega. (Guðrún Arnadóttir, frá Oddsstöðum í Lundareykjadal, til manns síns.) HeHabrot Hvað er svo verðmætt að jafnvel ríkustu menn í heiminum fá ekki keypt það og samt leyfum við okkur að fara illa með það dags daglega? Svar við síðustu heilabrotum: Skugginn Vefur dagsins Þjóðhagsstofnun er með vefsetur, þar sem finna má mikið magn upplýsinga um hel- stu stærðir á hinum ýmsu sviðum þjóðar- búskapsins. Þær eru auðtitað síbreytileg- ar, eins og efnahagsumhverfið sjálft, eu slóðin að þessu vefsetri er www.ths.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.