Dagur - 03.01.2001, Blaðsíða 14
14- M IÐVIKUD A GU R 3. JANÚAR 2001
I grjótkast átti sév staö a nv
I vim siöðum í Miðbænum s
I timis, og sjóliðar voru jafi
tcknir að beiia skotvopnutn,
\ lögreglan þá ákvörðun a« 1
j táragas til þcss að drciía fn:
J fjöldanum, I'cssar aðgcröir 1
í |>ann irangur, að óspcV
5 Itnnii með öllu á tiiiöli
K sbömmuni tíma.
SploU og meiCsl.
urðu alvarleg slys 1 ócirð-
essum, cu ýmrir hiuiu
r meiðsl aöallcga af grjót-
Eignaspjöll urðu allmibil,
Uigreglan
cinkum
handtók fjölda óspckwrmanna.
og var fangagcymslan yftrfull.
iiiglinga, undir lögaldn
var einnig hand-
og stór hópur þeifra
r i róttarsal Iögrcgl-
Fjöldi
. Ali lokinni guOsþjónvsln i dómkirkjunni. sakarnanna,
: tekinn.
i þcim tii-i at nir við Varðarhúsið og hofustí geyinJ,
Upp cnskaj }>ar ryskingar ntilli licrmanna i unnar.
,kl»n eftír , og Islcndinga, og skiimnui stð-|
cndti koiuu' :ir grjútkast. Ulciitkir og brc/kirj
u i vettvangi iögrcglumemi rcyntlu a« sk,1Íil:
I hópana. en lcne'1 1 tlma ?
. við riáiS: UiSu þcir að licua: cnn i
úöureigít þcssavi. tcm \ ebtum
,a klukkustunii, ííiirjHrnm
fríaardaguTiili
Hysbingar vdil VarSarhtlslo.
Hclt iiftpurinu þvi næst niö.
ur i MlSbx. og vatð þar þríing
itiikil og liávaði. Er í k'öldiS
lcið. liar allmikis * Ospekiiim
islciukra unglingspii'a. sem
suniir voru orBnlr drukkmr, oB
lcituöúsl viS að koma Iii staö
öspcktum mcð l.rindingum, óp-
Sigunöup Bogi
Sævarsson
skrifar
sig,
Dagatal árs-
ins 1945
endurtekur
á næsta
ári. En
hvemig verð-
urárið2001 oghvemig
var tíðin fyrir 5 6 árum.
SverrirHermannsson á
Akureyri segirsöguraf
dagatali
„Þegar ég lít til baka flnnst mér
að árið 1945 hafl verið harla gott.
Jafnvel besti tími aldarinnar. Nóg
var til af peningum í landinu í
kjölfar stríðsins og uppbygging og
framfarir voru miklai’,“ segir
Sverrir Hermannsson smiður og
safnari á Akureyri. í safni hans í
Innbænum á Akureyri kennir ým-
issa grasa, en alls eru safngripir
um 18.500 talsins - ekki síst ým-
islegt sem tengist starfsvettvangi
safnarans sjálfs. Af öðrum toga er
þó dagatal KEA fyrir árið 1945,
sem Sverrir sýndi blaðamanni. Á
því sést að hvern dag ársins 1945
bar nákvæmlega uppá sama viku-
dag og mun verða á komandi ári.
Samanburður á árunum 1945 og 2001
er því forvitnilegur.
Litíð um öxl og £ram á veginn
Endurtekningar í dagatali verða alltaf
einstaka sinnum. Að því er kemur fram
í grein eftir Þorsteins Sæmundsson
stjarnfræðing sem er að finna á heima-
síðu Almanaks Háskóla íslands þá er
almanak ársins 1916 nauðalíkt daga-
tali ársins 2000. Sömu vikudagar falla
á sömu mánaðardaga árið um kring,
páskar og aðrar hreyfanlegar hátíðir
eru á sömu dögum og dagsetningar í
íslenska misseristalinu. „Dagatalið fyr-
ir 2000 kemur ekki upp aftur fyrr en
árið 2152, en daga-
talið fyrir 1999 mun
birtast á ný árið
2010 ... Tíminn milli
endurtekninga er því
mjög breytilegur,“
segir í Þorsteinn' í
greininni.
Enginn veit hvað
árið 2001 mun bera í
skauti sór nema völv-
ur og seyðkerlingar.
Sé litið 56 ár aftur í
tímann og á það sem
hæst bar á árinu 1945
er Öldin okkar besta
annálaritið. Lok síðari
heimsstyrjaldarinnar í
Evrópu þann 8. maí
ber þar hæst; friðar-
dagurinn. Á íslandi er
hans helst minnst sak-
ir óeirða þegar fylking-
um breskra sjóliða og
drukkinna íslenskra
unglingspilta laust
saman; Einnig er greint
frá því þegar Dettifoss
var sökkt í hafi og með
honum fórust fimmtán
manns, Skeiðfossvirkjun
var fullgerð, jarðhrær-
Sverrir á safni sínu og verkstæði með dagatöi áranna 1945 og 2001. „Líkiega hef ég upplifað bestu tíma aldarinnar,"
segir Sverrir meðal annars hér í viðtalinu. mynd: brink
inga varð vart í Heklu, Hótel Gullfoss á
Akureyri brann, Ölfusárbrúnin nýja
var opnuð til umferðar og Akureyring-
ar hylltu Davíð frá Fagraskógi flmm-
tugan.
Matvmniuigur
og harmoníkuböll
Á árinu 1945 var Sverrir Hermannsson
sautján ára gamall Akureyrarpiltur,
vinnumaður á bænum Æsustöðum í
Saurbæjarhreppi. Var ijósama8»ir með
3.000 kr. í árskaup. „Ég var bara rétt
matvinnungur," segir Sverrir. Á auga
blikar þegar hann riQar upp sæl sveita-
böll ársins, þar sem helstu
Mat
Maimánuðir með 56
ara millibili. Árin
Frá þviherrans án 1945. Styrjaldadokin í Evrópu voru
tvímælalaust frétt ársms.______________________.—
nikkuspilararnir voru þeir Ólafur og
Rafn Jónssynir frá kirkjustaðnum Hól-
um. Á böllum spiluðu þeir ræla og valsa
og Sverrir brosir þegar hann er spurður
um fallegustu heimasæturnar á þessum
böllum. Kærasta? „Um slíkt talar maður
ekkert," segir Sverrir - sem kynntist eig-
inkonu sinni, Auði Jónsdóttur, árið 1949.
„Hún er úr Keflavík og henni mætti ég á
götu hér á Akureyri. Hér var hún f fríi,
en fór aldrei suður eftir það. Er enn í fríi
með mér.“
Sverrir Hermannsson hefur marga
íjöruna sopið og verka hans sér víða
stað. í rösklega flmmtíu ár starfaði hann
sem smiður, þar af í um þrjátíu ár við
endurgerð gamalla húsa, ekki sfst
kirkna í Eyjafirði. „Mér hefur alltaf þótt
gaman af hvers konar smíðavinnu, en
hef aldrei kunnað við mig í móta-
uppslætti," segir Sverrir þar sem
við sitjum á verkstæði hans og
minjasafni. Sverrir, sem er að
mestu leyti hættur störfum, er
þar að jafnaði í eftirmiðdaginn og
dyttar að ýmsu, svo sem safngrip-
um.
Stöðug uppbygging
alveg frá stríði
„Líklega hef ég upplifað bestu
tíma aldarinnar," segir Sverrir.
„Þó var mikil fátækt á uppvaxt-
arárum mínum, og þar get ég
nefnt sem dæmi að enginn mátti
kveikja á ljósi fyrr en dimmt var
orðið á kvöldin. Stöðug upp-
bygging í þjóðfélaginu varði al-
veg frá stríði og framundir
1970, en þá var eins og halla
færi undan fæti. Nú finnst mér
við vera að upplifa upphafið að
dómsdegi. Farsóttir geysa í
heiminn og leggja marga í gröf-
ina. Fellibyljir leggja byggðir í
rúst og misskiptingin eykst. Sem
dæmi um þessa óheillavænlegu
þróun í heiminum nefni ég að
austur í Rússlandi deyja fleiri en
fæðast. Þjóðinni hnignar."
Sverrir selur blaðamanni
sjálfdæmi um að trúa því að
hann hafi aldrei tekið sér sum-
arfrí nema dag og dag og aldrei
farið til útlanda. Og víst er það
vel trúanlegt, margir af kynslóð
Sverris hafa ekki lagt heiminn af
fútum sér og haft yndi og eftir-
læti af vinnunni öðru fremur.
„En ég viður-
kenni vel að mig
langi til útlanda,
til Norðurland-
anna að kynna
mér og skoða
gömul hús.“
„Ekbi lirifiim
af útlandabralli“
Á dagatali KEA eru
á myndum ýmsir
„forvígismenn
frjálsrar verslunar
og verslunarsam-
vinnu á íslandi 1795
-1945“. Myndirnar
eru af þeim Magnúsi
Stephensen dóm-
stjóra, Baldvini Ein-
arssyxú, Tómasi Sæ-
mundssyni, Jóni
Guðmundssyni rit-
stjóra, Jóni Sigurðs-
syni forseta, Tryggva
Gunnarssyni banka-
stjóra, Pétri Eggerz,
Jakob Hálfdánarsyni,
Benedikt Jónssyni á
Auðnum, Pétri Jóns-
syni á Gautlöndum,
Sigurði Jónssyni ráðherra á Ystafelli og
Hallgrími Kristinssyni kaupfélagsstjóra
KEA. - Sverrir var spurður hverjum þess-
ara kappa hann hefði mest eftirlæti á:
„Tvímælalaust Jóni Sigurðssyni, hann
vann fyrir landið. Og nyti hans við nú væri
liann líklega ekki hrifinn af þessu út-
landabralli í dag. Viö erum ekki lengur að
öllu leyti frjáls þjóð. IJeimurinn er orðinn
ein fjölskyldti. Nei, ég hef engan brennandi
áhuga á stjórnmálum. Er vinstrisinnaður
sjálfstæðismaður, og þá kemur að enginn
ílokkur er til fyrir mig. En engu að síður
hef ég alltaf trú á Halldóri Blöndal, góðum
og heiðarlegum manni," segir Sverrir
Hermannsson sem væntir þess að árið
2001 verði ekki síðra en 1945; færi þjóð-
inni frið og árgæsku til lands og sjávar.
eru 1945 og 2001.